Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður Framsóknarflokksins boðar sáttagerð f sjávarútvegsmálum ( VIÐ erum í djúpum skít hæstvirtur sægreifi. Dóri er frelsaður og ætlar að metta fimm þúsund. Morgunblaðið/Ásdís NEMENDUR Kvennaskólans í Reykjavík færðu Aðalsteini Eiríkssyni gjöf og þökkuðu honum áralangt sam- starf en hann er nú í tveggja ára leyfi sem skólameistarí meðan hann sinnir sérverkefnum í menntamála- ráðuneytinu. Nemendur kvöddu Aðalstein Eiríksson NEMENDUR Kvennaskólans í Reyly'avík kvöddu á dögunum skólameistara sinn til margra ára, Aðalstein Eiríksson, en liann hóf fyrr í haust tímabundið störf í menntamálaráðuneytinu þar sem hann mun sinna sérstökum verkefnum fyrir framhaldsskóla. Ingibjörg Guðmundsdóttir hefur verið ráðin skólameistari í tveggja ára Ieyfí Aðalsteins. Nemendafélagið Keðjan stóð fyrir göngu frá Kvennaskólanum og yfír að aðsetri menntamála- ráðuneytisins þar sem Aðalsteinn var kallaður út og honum færð gjöf. Þannig þökkuðu nemendur honum fyrir ánægjulega sam- fylgd gegnum árin en Aðalsteinn hefur verið skólameistari Kvennaskólans frá árinu 1982 er hann tók við af Guðrúnu Pálínu Helgadóttur. Hann á hins vegar mun lengri feril að baki hjá skól- anum þar sem hann hefur sam- tals kennt og gegnt embætti skólameistara í 85 ár. BKI Extra 400 g Musm LAND ALLT Alnæmissamtökin 10 ára Fjölgun nýsmita í hópi ungra gagnkynhneigðra Alnæmissamtökin á íslandi eiga 10 ára afmæli 5. desember næstkomandi. Markmið félagsins er að styðja við bakið á smituðum og að- standendum þeirra, efla og standa fyrir forvarna- starfi um land allt. Fé- lagsmenn eru um 300 talsins. Stærsti hlutinn eru HlV-jákvæðir og að- standendur þeri'a og því til viðbótar eru þónokkrir velunnarar í samtökun- um. Samtökin hétu áður Samtök áhugafólks um al- næmisvandann. Ingi Rafn Hauksson, formaður samtakanna, segir að gefið hafi verið út veglegt afmælisrit í tilefni tíu ára aftnælisins. Af- mælisritinu er dreift til allra fé- laga, í skóla, heilbrigðisstofnan- ir og til stuðningsaðila í gegnum árin. Aðalafmælisdagskráin fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur- borgar á morgun - laugardaginn 28. nóvember. „Opnuð verður yf- irlitssýning um sögu alnæmis á Islandi í máli og myndum í Tjamarsal Ráðhússins kl. 13.30. Rauði þráðurinn í gegnum sýn- inguna er hversu mikið hefur breyst írá því sjúkdómurinn kom íyrst fram hér á landi. Efnt verður til málþings undir yfirskriftinni „Málþing um al- næmi í nútíð og framtíð" í tengsl- um við opnunina í hliðarsal Ráð- hússins kl. 14 sama dag. A mál- þinginu ætlum við að velta því íyrir okkur hvaða breytingar hafi orðið og eigi eftir að verða í framtíðinni. Á meðal framsögu- manna verður Ólafur Ólafsson landlæknh’ og baráttumaður gegn alnæmi. Séra Jón Bjar- mann flytur ávarp, einn ungling- ur lýsir viðhorfi unglinga, HIV- jákvæður og móðir HTV-smitaðs einstaklings segja frá eigin reynslu. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.“ - Andinn í félaginu hlýtur að hafa gjörbreyst frá upphafi? „Ástandið er auðvitað svart og hvítt. Starfið hefur þar af leið- andi breyst alveg hreint svaka- lega. Starfsemin gekk mikið út á sorgina og stuðning við aðstand- endur til að byrja með. Núna felst stai-fið mun fremur í að styðja HlV-jákvæða í að fara aftur út á vinnumarkaðinn. Eins stöndum við í stöðug- uri baráttu við að leið- rétta að lækning hafi fundist við sjúkdómn- um.“ - Hverjar eru líkurnar á því að geta lifað eðiilegu lífí eftir al- næmissmit? „Ég býst við að líkur HIV- smitaðra á því að ná meðalævi séu á bilinu 85 til 95%. Lyfjataka er nauðsynleg allan tímann. Enn þola hins vegar ekki allir lyfin og eiga því minni von. Ég er sjálfur smitaður og hef tekið lyf til þess að halda sjúk- dómnum niðri í sex ár. Heppnin er með mér því að aukaverkan- irnar hafa verið litlar sem eng- ar. Líf mitt er því ekkert frá- brugðið lífí annarra Islendinga sem þurfa að taka lyf við ein- hverjum ákveðnum kvilla." - Stefnir félagið að því að verða óþarft? „Já, í rauninni er eitt af mark- ► Ingi Rafn Hauksson er fæddur 10. september árið 1962 í Skagafírði. Ingi Rafn er garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1982 og stundaði nám í Hótel- og veitingaskólanum. Hann er framkvæmdastjóri veitinga- staðarins á Laugavegi 22 og formaður Alnæmissamtak- anna á íslandi til tveggja ára. Áður sat hann í sljórn félags- ins. Ingi Rafn er fráskilinn og á sextán ára dóttur. miðum félagsins að gera starf- semina óþarfa. Einn liður í því er víðtækt forvarnastarf á meðal ungs fólks í skólum landsins.“ - Hvernig gengur boðskapur- inn íkrakkana? „Hann gengur því miður óskaplega stirt í krakkana. Ég á sjálfur 16 ára dóttur og hún seg- ir mér að í hennar hópi sé ein- faldlega hallærislegt að nota smokk. Ef einhver dragi upp smokk í miðjum klíðum heyrist: „Oj, ertu með kynsjúkdóm? - Hefur útbreiðsla alnæmis verið að minnka? „Nei, því miður ekki. Jafn margir hafa smitast í ár og á sama tímabili í fyrra. Reglan hef- ur verið að um það bil einn grein- ist með nýsmit í hverjum mán- uði. Mest áberandi er fjölgun í hópi gagnkynhneigðra undir 25 ára aldri. Lengi vel hélt almannarómur þvi ft'am að alnæmi væri hommasjúkdóm- ur. Nú hefur andinn verið að breytast og athyglisvert að sjá að af 120 smituðum frá upphafi hafa álíka stórir hópar verið sam- og gagn- kynhneigðir.“ - Er alltaf vitað hvort fólk er sam- eða gagnkynhneigt? „Jú, læknarnir reyna að spyi'j- ast fyrir um hvernig viðkomandi hafi smitast, t.d. með sprautum eða með því að sofa hjá smituð- um einstaklingi af sama kyni eða hinu kyninu. Landlæknir safnar saman tölum og gefur út heildar- yfirlit." - Hvert verður helsta baráttu- mál samtakanna í nánustu fram- tið? _ „Ég býst við að baráttan eigi eftir að tengjast slagorði Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar fyrir 1. desember, þ.e. Alþjóðleg- an baráttudag gegn alnæmi, að þessu sinni „Ungt fólk gegn al- næmi.“ 85-95% HIV- smitaðra geta búist við að ná meðalævi ,r v II I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.