Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐLÆGUR gagna- grunnur á heilbrigðis- sviði, eins og gert er ráð fyrir í lagafrum- varpi, sem nú er til um- ræðu á alþingi skerðir friðhelgi einkah'fs og er pólitískt hættulegur. Einkaleyfi til gerðar og reksturs slíks gagna- grunns skerðir rann- sóknafrelsi og heftir þekkingarleitina. Því ber að vísa frumvarp- inu frá. Nær væri að láta fara fram vandaða úttekt á dreifðum gagnagrunnum á heil- brigðissviði og athuga hvort nýta megi þá betur vegna rannsókna og heilbrigðisþjónustu eins og gert er ráð fyrir í tillögu til þingsályktunar um dreifða gagna- grunna á heilbrigðissviði og per- sónuvernd. í Morgunblaðinu birtist þ. 18. nóvember grein eftir Odd Þór Þor- kelsson tölvunarfræðing með fyrir- sögninni: Innbrot í miðlægan gagnagrunn einfalt og raunhæft. Þar eru tald- ir upp átta möguleikar til að gera „dulkóðuð“ gögn persónugreinan- leg, jafnvel þótt „dulkóðunin" sé þrefóld. En þrátt fyrir mikla dulkóðun verða gögnin alltaf persónu- greinanleg í eðli sínu vegna þess að verið er að skrá gögn um ævi- feril, ætt og uppruna ásamt erfðamörkum og ætlunin er að tengja þessi gögn saman til að búa til upplýsingar um fólk. Þess vegna stenst ekki að upplýsingar í gagnagrunn- inum verði „ótvírætt ópersónu- greinanlegar" eins og segir í út- drætti úr grein í Rannísfréttum, sem birtist í Staksteinum Morgun- blaðsins 19. nóvember. Staðfastur brotavilji I ofannefndum útdrætti Stak- steina segir ennfremur að: „Aðeins Einkaleyfi til gerðar og reksturs slíks gagna- grunns, segir Tómas Helgason, skerðir rannsóknafrelsi og heftir þekkingarleitina. með staðföstum brotaviija eða glæpsamlegu athæfi megi hugsan- lega komast að einstaklingnum bak við upplýsingarnar í gagnagrunnin- um“. Því miður þekkist slíkur vilji enn, sérstaklega þegar eftir miklu er að slægjast. Stofnkostnaður gagnagrunnsins er áætlaður í fylgi- skjali með frumvarpinu 10,5-19,3 milljarðar og í honum verða upplýs- ingar sem veita handhafa hans mik- ið vald. Gagnagrunninn á að afrita til geymslu, svo að vel er hugsan- legt að ófrómir aðilar geti gert hið sama og farið með grunninn í heilu lagi á fáeinum geisladiskum. Lög eiga ekki að freista til afbrota, þvert á móti eiga þau að koma í veg fyrir afbrot. Frumvarpið um miðlægan gagnagi-unn á heilbrigðissviði býður hættunni heim, hættu sem auðvelt er að koma í veg fyrir með því að hafa aðeins dreifða gagnagi-unna eins og gert var ráð fyrir í stefn- umótun heilbrigðisráðuneytisins í desember 1997. Ognun sérleyfishafans í sama útdrætti segir: „Einnig hverfur ógnun sérleyfishafans við frelsi og hagsmuni annarra vísinda- manna.“ Hvernig komist er að þess- ari niðurstöðu er óskiljanlegt, því að í greininni segir: „Helst eru mögu- leikar á hagsmunaárekstrum í al- mennum faraldsfræðilegum og heil; brigðisfræðilegum rannsóknum." I útdrættinum segir síðan: „Helstu álitamál sem eftir eru varða sérieyf- ið til stofnunar og reksturs gagna- gi-unnsins og setu sérleyfishafans í nefnd um aðgang annarra íslenskra aðila að gagnagrunninum“ og þetta er kallað „ígiidi stjórnvaldsréttar til neitunar um aðgang annarra". Þetta er ekki aðeins ógnun við rannsóknir fjölda íslenskra vísinda- manna, sem byggja á dreifðum gagnagrunnum, heldur kemur bein- línis í veg fyrir þær. Slíku verður að afstýra. Einokun í 15-20 ár Það er ekki nóg með að friðhelgi einkalífsins og frelsi íslenskra vís- indamanna til sjálfstæðra rannsókna sé ógnað með stofnun miðlægs gagnagrunns með öllum gögnum um heilbrigði, ættir og erfðamörk íslendinga, heldur er bætt gi'áu ofan á svart með því að tiltaka að rekstrarleyfi vegna slíks grunns geti verið til allt að tólf ára. En tólf árin eru sennilega blekking vegna höfundaréttar ogýeða eign- aiTéttar á grunninum sem rekstrar- leyfishafi mun öðlast vegna hug- búnaðar og fjárfestingar. Sá réttur varir í 15 ár frá því „smíði“ gagna- grunnsins lýkur, sem væntanlega verður ekki fyrr en verulega er liðið á tólf árin sem rekstrarleyfíð á að standa. Ekki er líklegt að ríkið verði tilbúið eftir 12 ár til að leysa þessi réttindi til sín fyrir þær fjárfúlgur sem það mun kosta. Því er í raun verið að gefa rekstrarleyfishafanum einkarétt til að veiða ótakmarkað í hinni íslensku heilbrigðislögsögu í a.m.k. næstu 15-20 ár. Vilja alþingi og kjósendur sætta sig við það? Höfundur er dr. med. og fv. prófessor Áhyggjur af persónuvernd í gagnagrunninum minnka ekki Tómas Helgason t' Vinningaskrá 28. útdráttur 26. nóvember.1998. Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 5 6 4 4 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 73 17563 31609 42180 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3077 28511 57155 60093 60776 74215 5079 33103 58185 60362 64925 79959 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10,000 Kr, 20.000 (tvöfaldur) 2909 15784 27052 38636 44701 58050 67001 73495 3403 16100 27325 40311 46128 58621 67280 74012 3421 17405 27329 40727 47663 59086 67778 74413 4886 17665 28216 41065 49028 60300 67797 75256 6164 18573 28528 41329 49946 61160 68826 76760 7550 19044 29830 41661 51669 62294 69677 77425 7845 20242 30728 41801 52145 63388 70191 77687 9579 21240 31249 41948 53077 63692 70444 79271 9598 22893 33290 42179 54170 64598 70551 79453 9836 23657 34139 42251 55397 64861 70722 10894 24959 34718 42335 55781 65502 71433 12070 25149 36996 42577 56683 66037 72310 12916 25721 38203 44501 57185 66327 72707 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 431 10564 20337 27883 39177 49092 61696 70769 2032 10885 20449 27987 39361 49386 61748 70806 2404 11171 20463 28137 40079 49410 61985 71109 2424 11300 20542 28142 40627 49737 62019 72663 2970 11327 20559 28171 41493 49936 62052 73287 3753 11342 20957 28810 41820 50691 62066 73442 4019 11370 21288 28979 41835 51877 62136 73795 4175 12405 21306 28990 41990 52036 62291 74389 4502 12441 21496 29716 42215 52093 62396 74538 4543 14169 21618 29965 43107 52407 62589 74546 4706 14372 21634 30988 43177 52542 63509 74639 4868 14890 21738 31772 43689 52649 63698 74710 4954 14914 21923 31799 43824 52721 63981 74739 4992 15308 22434 31949 43844 53254 64007 75435 5296 15387 22765 31955 44042 53429 65110 75664 6150 16426 22984 32181 44170 53474 65183 76430 6487 16654 23325 32505 44280 53887 65400 76449 6594 16703 23515 32737 44349 54032 65842 76519 6833 16849 23533 33138 44466 54265 66462 76736 7396 17202 23857 33511 45050 54322 67631 76878 7478 17468 24246 33583 45194 56019 68105 76940 8127 17752 24439 34644 45447 56677 68165 77129 8341 18182 24793 35468 46125 56877 68205 78043 8434 18384 24836 35667 46738 57354 68375 78139 8476 18479 24947 36391 47081 58686 68647 78696 8584 18557 25024 36568 47275 58923 68903 79733 8595 18814 25405 37114 47478 59643 69618 8909 18879 25774 37130 47831 59735 69739 9240 19194 26225 37444 47976 60192 69854 9732 19210 26686 37563 48021 60288 69996 10009 19418 26767 37701 48889 60669 70132 10055 19891 27238 38488 49034 61531 70525 Næsti útdráttur fer fram 10. Dcsember 1998 Ileimasíða á Interncti: www.itn.is/das/ Ríkissjónvarpið - hlutlaus fjölmiðill? RÍKISSJÓNVARPIÐ hef- ur hingað til haldið fram að í málflutningi þar á bæ sé gætt hlutleysis og þess krafist af starfsmönnum að þeir beygi sig undir þá reglu. Tveir nýir þáttarstjórnendur á ríkis- sjónvarpinu hafa brotið gegn þessari hlutleysisstefnu og á tvennan hátt gegn siðaregl- um Blaðamannafélagsins, að ekki sé talað um siðferðisvit- und flestra. Súsanna Svav- arsdóttir og Þórhallur Gunn- arsson kjósa að helga einn þátt Titrings því að fjalla um forsjár- og umgengnismál einungis út frá sjónarhóli feðra sem staðið hafa í slík- um málum. Siðareglur Blaðamannafélagsins kveða á um það að blaðamaður skuli ætíð gæta hlutleysis og séu sjónar- mið eins aðila kynnt sé hinum ætíð veitt færi á að svara fyrir sig, það létu þau Súsanna og Þórhallur alveg eiga sig og virtist þeim ekki þykja nein þörf á. Verður því að draga þá ályktun að stjórnendur þáttarins hafi hvorki forsendur né skiining til að fjalla um svo erfið og viðkvæm mál sem forsjár- og umgengnisrétt- armál eru. Auk þess ber blaðamönnum að haga málflutningi sínum á þann hátt að ekki særi saklausa einstaklinga, en hér eiga börn hlut að máli og varla er þeim mikill greiði gerður með því að að horfa á foreldra sína, annað eða bæði, tjá sig um mál sem þeim við koma í sjónvarpi allra landsmanna. Einn þeirra manna sem fram komu í þættinum stendur í málaferlum við barnsmóður sína. Mál hans bíður aðalmeðferðar fyrir héraðsdómi og verður að telja það furðu sæta að stjórnendur þáttarins sjái ekkert athugavert við að annar málsaðila fái inni hjá fjölmiðli allra landsmanna til að koma sínum sjón- armiðum á framfæri, þ.e. flytja mál sitt fyrir aiþjóð. Varla verður talið að jafnræði ríki með málsaðilum eft- ir þetta. Ætla má að þegar aðeins ein hlið mála er kynnt almenningi, en ekki virðast allir gera sér grein fyrir því að þeir hafi ekki forsendur til að dæma um málsatvik, þegar einungis sjónarmiðum annars aðila er fram haldið, að þeim er á horfir þyki halla mjög á hlut þess er segir frá. Hefðu málsaðilum dómsmála frjáls- an aðgang að sjónvarpi. Fjölmiðlar eiga ekki að skipta sér af eða koma inn í mál sem eru fyrir dómstólum og taka afstöðu til þeirra. Blaðamenn eiga að hafa þá skynsemi og smekkvísi til að bera að þeir forðist að blanda sér í viðkvæm einkamál sem skaða saklausa, að ekki sé minnst á þegar um börn er að ræða. Ef fjallað er um mál eins og þessi er hægt að gæta nafnleyndar og haga mál- flutningi þannig að ekki verði greind í sundur einstök mál. Ekki skal tekin afstaða til þess hvort foreldrið er almennt hæfara til að fara með forræði barns, enda eflaust jafn misjafnt og málin eru mörg. Yfirvöldum ber að kveða upp úr í hverju máli og ætti að vera treystandi til að komast að réttlátri niðurstöðu. Það er skýlaust kveðið á um bæði í Barnalögum og í barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna að barn á rétt á umgengni við báða foreldra sína og þann rétt barnsins ber að virða. Því miður virðast fá úrræði vera til úrbóta þegar brotið er á börnum á þennan hátt, en sáttaleiðin hlýtur að vera vænleg- ust í hverju slíku máli og réttara að fagfólk á sviði sálgæslu, félags- eða sálarfræði komi þar að en blaða- menn. Ennfremur verður ekki lögð næg áhersla á að hér er ekki verið að brjóta á foreldrum heldur börn- um. Málarekstur gegn yfii-völdum, sem tryggi ekki rétt foreldra, er því tilgangslaus, yfirvöldum ber ekki að tryggja rétt foreldra í forsjár- og umgengnismálum, heldur barna. Stundum fara þessir hagsmunir saman og stundum ekki. Hingað til höfum við trúað og treyst málflutningi ríkissjónvarps- ins, að þar væri gætt hlutleysis og jafnræðis aðila, en eftir margnefnd- an sjónvarpsþátt sjáum við vægast sagt ærna ástæðu til ef'a. Þykir okk- ur að þjóðin, sem neydd er til að greiða afnotagjöld af ríkissjónvarp- inu, eigi inni afsökunarbeiðni fyrir að vera boðið upp á málflutning sem þennan. Margrct er lögfræðingur og Steingerður er blaðmnaður. Blaðamenn eiga að hafa þá skynsemi og smekkvísi til að bera, segja Margrét og Steingerður Steinars- dætur, að þeir forðist að blanda sér í við- kvæm einkamál sem skaða saklausa. stjórnendur þáttarins átt að gera sér það ljóst og jafnframt átta sig á því að ekki fengist rétt mynd af um- fjöliunarefni þáttarins, frekar en öðrum umfjöllunarefnum, þegar ein- ungis einni hlið er haldið á lofti. Annar höfunda þessarar greinai' hefur starfað sem ráðgjafi við Kvennaráðgjöfina og sér ástæðu til að árétta að fenginni reynslu, sem nú spannar nær átta ár, að þeim konum sem þangað leita ráðgjafar varðandi umgengni og forsjá barna sinna virðist öllum efst í huga að tryggja, oft með ærinni fyrirhöfn, að börnin fái notið umgengni við feður sína. Sú mynd er dregin var upp í nefndum sjónvarpsþætti virðist hins vegar gefa tii kynna að helsta dægi'advöl fráskiiinna kvenna sé að reyna að koma í veg fyrir að börn þeirra fái að umgangast feður sína. Það er ekki hiutverk fjöimiðla og bætir síst úr skák eða stillir sjóa að leyfa svo einhliða málflutning og Margrét Steinarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.