Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 7
Mögnuð saga um einn fremsta lækni ítala á 16. öld sem var nafni sjálfs
Kólumbusar og fann rétt eins og hann sína Ameríku þegar hann fór að rannsaka
l kveniíkamann. Frá þeirri dýrkeyptu uppgötvun segir í þessari spennandi sögu
V sem er allt í senn: ástarsaga, fræðibók og spennusaga.
\ Kolbrún Sveinsdóttir þýddi. ^
[ Fyndin og furðuleg skáldsaga eftir einn af þeim stóru á öldinni. Unglingspilturinn
Karl er sendur til Ameríku eftir að hafa barnað þjónustustúlkuna. Hann er ákveðinn
að standa sig í nýja heiminum en blanda af bláeygu sakleysi og öfgafullri
samviskusemi leiðir hann út í óíyrirséð ævintýri. Einstök lýsing á þeirri Ameríku
sem Kafka leit aldrei augum. Eysteinn Þorvaldsson og Ástráður Eysteinsson þýddu.
Fjórir menn fara frá kránni sinni í London til vinsæls strandbæjar á Suður-
Englandi til að uppfylla hinstu ósk vinar síns. Höfúndur hlaut hin eftirsóttu
Booker-verðlaun árið 1996 fyrir þessa margslungnu og vel fléttuðu skáldsögu
i sem dregur fram allar þær litlu harmsögur hversdagslífsins sem búa undir
\ kyrrlátu yfirborði. Frfða Björk Ingvarsdóttir þýddi.
Kjell Askildsen: Hundamir í Þessalóníku
Nýjasta smásagnasafn hins kunna norska höfundar sem talinn er einn fremsti
smásagnahöfundur í Evrópu. Einar Kárason þýddi.
„öndir rólegu og yfirborðskenndu andrúmslofti textans ríkir [þannigf
gífurleg spenna sem heldur bæði persónum og Iesanda í heljargreipum.
Sigríður Albertsdóttir / DV
Þessi metsölubók hefur vakið hneykslun og hrifningu víða um lönd enda segir hér frá
ungri stúlku sem smám saman breytist í gyltu, bókstaflega, enda koma allir karlmenn
l fram við hana eins og svfn. Adolf Friðriksson þýddi.
\ „Að mínu mati er Gylting með merkari bókum sem komið hafa út undanfarin
\ ár. Hún er vel skrifað og vandað bókmenntaverk sem grípur á ýmsum
, \ málefnum. Þar að auki er hún fjörleg og skemmtileg. Þetta er bók sem ástæða
>1 er öl mæla með. Skafti Þ. Halldórsson / Morgunblaðið
Fimmtán ára piltur á í leynilegu ástarsambandi við konu á fertugsaldri. Einn góðan
veðurdag hverfúr hún og hann sér hana ekki aftur fyrr en mörgum árum síðar
þegar hann er ungur laganemi og hún er sakborningur, ákærð fyrir stríðsglæpi.
Mögnuð saga og uppgjör við óþægilega fortíð Þjóðverja. Arthúr Björgvin i
Bollason þýddi. I
„...spennandi og vekjandi saga sem situr eftir hjá manni að lestri f
loknum.“ JónYngvi Jóhannsson / DV I
August Strindberg: Infemo
Ein frægasta skáldsaga fyrr og síðar og meginverk í heimsbókmenntunum eftir
þennan mikla sænska höfúnd. Mögnuð rannsókn á geðveiki og hrollvekjandi
óvægin sjálfsskoðun sem hefur haft ómæld áhrif á aðra höfunda, meðal annars
i Halldór Laxness. Þórarinn Eldjárn þýddi.
\ „Það er háspenna lífshætta í bókinni...“
Hermann Stefánsson / Morgunblaðið
Lulu Wang: Liljuleikhúsið
Bók sem vakið hefur athygli víða um heim um stéttaskiptinguna á tímum
menningarbyltingarinnar í Kína. Hér er á ljóðrænan og sérstæðan hátt lýst
vináttu tveggja stúlkna, önnur er menntamannsdóttir en hin af lægstu stétt.
Sverrir Hólmarsson þýddi.
og menmng
www.mm.is • Laugavegi 18 s. 515 2500 • Síðumúla 7-9 s. 510 2500
.þÁVÁ'CÚS