Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BANDARÍSKA gospel- söngkonan Etta Cameron er stödd hér á landi og syngur á tvennum gospel- tónleikum í Bústaðakirkju, þeim fyrri í kvöld og seinni á morgun. Etta Cameron hefur tvívegis áður komið hingað til lands og sungið, bæði gospel-tónlist og djass, en hún syngur hvort tveggja jöfnum hönd- um. Undirleikarar á tónleikunum verða Ole Koch Hansen, Guðmund- ur Steingrímsson og Gunnar Hrafnsson og með syngur kór Bú- staðakirkju, en Etta Cameron kem- ur hingað til lands fyrir tilstilli danska sendiráðsins og atbeina menningarmálaráðuneytisins danska. Etta Cameron er kona á miðjum aldri og hefur sungið gospel-tónlist og djass um heim allan í fjölda ára. Hún segir svo frá að tónlistin sé henni í blóð borin; „ég kynntist tón- listinni í móðurkviði", segir hún brosandi og krefst þess að vera köll- uð Etta. Hún er fædd í Nassau á Bahamaeyjum, næstelst sex systk- ina, og fluttist til Bandaríkjanna með foreldrum sínum barn að aldri. Móðir hennar lék á orgel og píanó í babtiskakirkju sem þau sóttu, og faðir hennar lék á harmonikku við messu. Pannig var tónlistin allt í kring og síðan söng öll fjölskyldan í kirkjukórnum. Etta Cameron segir að allt fé- lagslíf í hverfinu þar sem hún ólst upp hafi snúist um kirkjuna. „AUa virka daga stritaði fólk baki brotnu til að framfleyta sér og sínum og lít- ill tími gafst til að umgangast annað fólk en sína nánustu. A sunnudög- um bjuggust aftur á móti allir í sitt fínasta púss og fóru til kirkju þar sem fólk hittist, spjallaði um daginn og veginn og bjó sig undir nýja vinnuviku. Þessar stundir voru sannkallaðar gleðistundir og gerðu að verkum að söfnuðurinn allur var eins og stór samheldin fjölskylda,“ segir Etta Cameron og bætir við að á sunnu- dögum hafi hún yfir- leitt farið þrisvar í kirkju og einnig reynd- ar oft í viku sótt bæna- stundir og kristin- fræðikennslu. í dag segir Etta að málum sé öðruvísi farið meðal litaðra í Banda- ríkjunum, samheldnin sé horfin og í stað þess að gleðjast ef einhver nær að hefja sig úr fá- tækt og erfiðleikum fyllist samborgarar hans öfund og reyni að draga hann niður aftur. „Óttinn við að verða útundan er mikið böl; ef við viljum vera sterk verðum við að hjálpast að,“ segir hún og er mikið niðri fyrir. Etta Cameron fæddist inn í baptistatrú, en segist hafa gifst í meþódistakirkju og sæki báðar kirkjurnar jafnt. „Trúin er stór hluti af lífi mínu og ég er sífellt þakklát fyrir þær gjafir sem mér hafa verið gefnar, en ég prédika ekki. Ég reyni frekar að ganga á undan með góðu fordæmi, vera auð- mjúk og þakklát og um leið ham- ingjumsöm með að fá að syngja guði dýrð. Trúin er ekki rædd á mínu heimili, hana þarf ekki að ræða, hún er bara og hefur alltaf verið.“ Frá hæsta sópran í dýpsta bassa Etta Cameron segist ekki muna hvenær hún hafi byrjað að syngja með kirkjukórnum, né heldur hvenær hún fór að syngja forsöng. „Líklega hefur það verið vegna þess að mamma spilaði á pí- anóið og ég kunni því alla textana,“ segir hún. „Ég man ekki hvernig þetta atvikað- ist en mjög ung var ég farin að fara í aðrar kirkjur að syngja sem gestur.“ Móður sína missti Etta Cameron tólf ára gömul og segir það eðlilega hafa verið mikla raun, en' við bættist að heimilis- reksturinn lagðist á hennar herðar, sem gerði söngiðkan 61110- ari því lítill tími var af- lögu; skólanámið og heimilishaldið tók allan tíma hennar. Komin undir tvítugt hóf Etta söngnám hjá konu sem heyrt hafði hana syngja og vildi gera hana að óperusöngkonu. „Hún vildi breyta röddinni hjá mér, vildi gera mig að coloratura-söngkonu. Mér féll það ekki vel, mér fannst óeðlilegt að vera að syngja formfast og stíft; ég vildi syngja allt frá hæstu sóprantónum niður í dýpsta bassa," segir hún og gerir einmitt það eins og til að undirstrika orð sín. „Þegar ég hætti að læra hjá henni fann ég einmitt rödd mína sem spannar allt þetta svið. Annars hafði ég mjög gott af náminu þó ekki hafi ég orðið óperusöngkona, ég lærði að lesa nótur og öndun, sem er hverjum söngvara geysimikilvægt." Etta segist ekki hafa ætlað sér að verða söngkona, hana hafi langað til að verða læknir, barnalæknir. „Ég var í læknaskóla í tvö ár en gat ekki verið lengur, ég fann svo til með þeim s_em voru illa haldnir og dauð- vona. Utslagið gerði þegar ég var að sinna konu sem átti skammt eftir og talaði mikið við mig um dóttur sína sem hún hafði miklar áhyggjur af. Það fékk svo á mig að það leið yfir mig og eftir það hætti ég námi.“ Etta segir að um það leyti hafi fjárhagur fjölskyldunnar ekki verið upp á marga fiska, sem hafði líka sitt að segja um áframhaldandi nám hennar. Þá var það að hún fór að syngja djass og fékk borgað fyrir. Frammámenn í kirkju hennar voru miður ánægðir með þá iðju og um tíma var henni vísað úr kirkjunni. „Ég var vítt fyrir að syngja tónlist djöfulsins, en öll tónlist er komin frá guði. Djasstónlist er ekkert verri en önnur tónlist, en það sem menn helst höfðu áhyggjur af var lífernið sen fylgdi djasssöngnum, drykkja og fíkniefni. Ég sannaði það þó íyrir þeim að hægt er að syngja djass og halda vegi sínum hreinum og þriðja sunnudaginn eftir að ég var rekin úr kirkjunni hringdu þeir í mig og báðu mig um að koma aftur,“ segir Etta og hlær að minningunni. Heillaðist af Danmörku og Dönum Etta Cameron hefur dvalið lang- dvölum í Danmörku undanfarin ár og segist svo frá að hún hafi upphaf- lega verið beðin að syngja með dönsku útvarpshljómsveitinni og lit- ist svo vel á sig að hún tók að venja komur sína þangað, eignaðist síðan danskan eiginmann og bjó þar í nokkur ár. „Það voru svo margir bandarískir djasstónlistarmenn í Danmörku þegar ég kom þangað fyrst að mér leið eins og ég væri heima. Síðan voru Danii- svo opnir og vinsamlegir að ég heillaðist af landi og þjóð,“ segir hún og fer einnig lofsamlegum orðum um danska tónlistarmenn sem hún hef- ur leikið með á grúa tónleika, bæði gospel- og djasstónleikum, aukin- heldur sem hún hefur sungið inn á band með mörgum. Ekki þótti Ettu minna um vert að fordómar gagnvart lituðu fólki voru minni í Danmörku en heima í Bandaríkjunum; þótt þar hafi vissu- lega verið fordómar hafi minna bor- ið á þeim og fólk verið tilbúið að meta hana fyrir það sem hún gerði frekar en fyrir húðlit hennai-. „Heima í Bandaríkjunum veit mað- ur alltaf hvar línurnar eru sem ekki má fara yfir, þar eru kynþáttafor- dómar svo inngrónir í þjóðarsálina að allir vita hvað má og hvað ekki. í Danmörku hef ég rekist á fordóma fyrir það að vera þeldökk, en það er þá óvænt og sjaldan, þjóðfélagið er svo miklu opnara. Þegar ég verð fyrir fordómum kenni ég alltaf í brjósti um þann sem þá ber, því þeir spretta fyrst og fremst af óá- nægju fólks með sjálft sig.“ Tónlist er Ettu Cameron í blóð borin og hún hefur skilað þeim arfi áfram, því dóttir hennar er söng- kona og sonur hennar leikur á gítar og syngur í kór. Einnig er barna- barn hennar farið að fást við tónlist, leikur á bassa í hljómsveit. „Við syngjum oft saman opinberlega og líka heima, ekki af neinu sérstöku tilefni, bara af þvi að það er gaman að syngja. Ég fæ aldrei nóg af tón- listinni, hún hefur hjálpað mér í gegnum svo margt, stutt mig á sorgarstundu og fagnað með mér í gleðinni, tónlistin er lyf fyrir sál- ina,“ segir Etta Cameron að lokum; kona sem langaði til að verða læknir og lækna líkamlega sjúkdóma, og varð vissulega læknir, læknir sem læknar sálina. Lyf fyrir sálina GOSPEL-söngkonan Etta Cameron. Nýjar bækur • PÉSI og vernda.rengla.rnir er eftir Hallfríði Ingimundardóttur. Hallfríður hlaut viðurkenningu Samtaka móður- málskennara fyrir söguna á síðasta ári, þetta er önnur bamabók hennar en einnig fæst hún við ljóðagerð. í kynningu seg- ir: Pési verður fyr- ir einelti í skólan- um en dag nokkurn opnast augu hrekkjusvínanna sem ákveða að breyta framkomu sinni og gerast verndarar Pésa. Útgefandi er Mál og menning. Maribel Gonzalez Sigurjóns mynd- skreytti söguna. Bókin er 63 bls., prentuð hjá Prentsmiðjunni Odda. Verð: 1.490 kr. • HA USTMÁLTÍÐ er ljóðabók eftir Ásdísi Óladóttur. Þetta er önn- ur bók höfundar, en sú fyrri var gef- in út á vormánuð- um árið 1995 og nefnist Birta næt- ur. I kynningu seg- ir. í Haustmáltíð eru þrjátíu og fjög- ur ljóð og lýsa þau innra lífi ásamt þeim tilfinningum sem verða til við ýmsar aðstæður Eftir Ásdísi hafa birst ljóð í tíma- ritum og dagblöðum auk þess sem texti eftir hana hefur verið notaður við tónlistarflutning. Útgefandi er Andblær. Bókin er prentuð í prentsmiðjunni Grafík hf. Kápugerð annaðist Þorkell Sigurðs- son. Verð: 1.890 kr. • SIGGA á Brekku _ Endurminn- ingar aldamótabarns er eftii' Ingi- björgu Þorgeirsdóttur. í kynningu segii': „Hér eru á ferð- inni endurminningar höfundar (f. 1903) frá því snemma á öldinni. Hún segir frá ýmsum árstíðabundnum venjum sem snertu börn í þá daga. Frásögnin er mjög einlæg lýsing á siðum, venjum og búskaparháttum horfins samfélags. Höfundur dregur upp myndir af lífi og starfi fólks eins og hún kynntist því og vill með þeim hætti færa íslenskum alda- mótabörnum gjöf sína.“ Aður hafa komið út eftir Ingi- björgu ljóðabækumar Líf og litir (1956) og Ljóð (1991). Ingibjörg hef- ur flutt allmörg útvarpserindi og frumsamda söguþætti í barnatíma útvarps. Útgefandi er Æskan. Bókin er 160 bls. Myndir eru eftir Sigrúnu Eld- járn. Verð: 1.490 kr. • EVA & Adam - Bestu óvinir er eftir Máns Gahrton í þýðingu Andrésar Indriðasonar. í kynningu segir: Evu og Adam ætti að vera óþarfi að kynna fyrir velunnurum Æskunnar. Þetta er þriðja bókin sem Æskan gefur út um þau Evu og Adam, en þau hafa líka verið sívinsælt teiknimyndaefni í blaðinu. Þessi bók fjallar eins og hinar fyrri um allt sem er mikilvægt í lífi unglinga, skólann, félagsskap- inn og ástina.“ Útgefandi er Æskan. Bókin er 121 bls., myndskreytt af Johan Unenge. Verð: 1.490 kr. • ÞORRI og þúsundfætlan er saga ætluð ungum lesendum eftir Jenny Nimmo, í þýðingu Oddu Steinu Bjömsdóttur. í kynningu segir: „Strákur fær í afmælisgjöf mjög gerðarlega skó. Piltinum verður mikil skemmtun í því að stappa um allt á þessum bullum og framleiða þannig sem mestan hávaða, einnig nýtur hann þess að sparka í allt lauslegt sem verður á vegi hans. Þegar skordýrin smá fai'a að verða fyrir barðinu á honum þá stefnir í óefni.“ Útgefandi er Æskan. Bókin er 60 bls. myndskreytt af David Parkins. Verð: 1.190 kr. Ásdís Óiaddttir mannfólksins. Ingibjörg Þorgeirsddttir ÆYINTÝRALEGIR SVARTLIÐAR BÆKUR Fræðirit ÍSLANDSÆVINTÝRI HIMMLERS eftir Þór Whitehead. Reykjavík, Vaka-Helgafell. 221 bls. ÞESSI bók Þórs Whiteheads er að koma nú í annarri útgáfu tíu ár- um eftir að hún birtist fyrst. í þessari útgáfu eru nokkrar viðbæt- ur við fyrri útgáfu, frekari upplýs- ingar um þann sérstaka ævintýra- mann Paul Burkert. En ferill hans er lyginni líkastur og við hæfi að bókinni lýkur á því að hann hverfur sjónum í öldum Atlantshafsins hvort sem þær vom ímyndaðar eða raunverulegar. Rannsóknin á ásælni Himmlers á íslandi er angi af rannsóknum Þórs á íslandssögunni á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Þess- ar rannsóknir hafa komið fyrir augu landsmanna og notið mikilla vinsælda að verðleikum. Rann- sóknin á ævintýri Himmlers á sögueyjunni ber sömu höfundar- einkenni og aðrar rannsóknir Þórs. Heimildavinnan er ítarleg og vönd- uð, ályktanir skynsamlegar, senni- legar og hófsamar. Frásögnin er hugsuð eins og ein heild með upp- hafi, miðju og endi og stíllinn er stæltur, stundum svoíítið harður, en er alltaf vel læsilegur og skýr. Hugsunin sem höfundur leggur í textann er í góðu samræmi við orð- in og setningamar og kemst til skila til lesandans. Það er meiri list en margur hyggur að hafa svo gott vald á því sem maður er að koma til skila að ekkert fari á milli mála. Þór AVhitehead hefur þá list á valdi sínu. Aðalpersóna þessarar sögu er Þjóðverji að nafni Paul Burkert sem kom hingað til lands árið 1934. Hann kom hingað til að taka kvikmynd um land og þjóð en virðist hafa verið þúsundþjala- smiður og ævintýra- maður með sérstakan áhuga á norðurslóð- um. Hann hafði dvalið á Grænlandi árið 1933. Burkert var á íslandi í erindum fyrir Himm- ler, yfirmann svartlið- anna, SS, einna ill- ræmdustu samtaka þýzkra nazista. Hann komst í kynni við Guð- brand Jónsson, mik- inn vin Þjóðverja. Þeir taka hönd- um saman tveir og reyna að stuðla að efnahagstengslum Þjóðverja og íslendinga með þeim rökstuðningi að landið þurfi á að halda mótvægi við áhrif Englendinga. Guðbrand- ur nýtir sér aðgang sem hann hafði að æðstu stjórnmálamönnum landsins á þessum árum, Her- manni Jónassyni og Haraldi Guð- mundssyni. Burkert var málvinur Himmlers. Þeir félagar, Guðbrandur og Burkert, reyna að stofna til þýzks stórrekstrar hér á landi og huguðu að námavinnslu, leirmunagerð og fleiru. Guðbrandur hitti Himmler og fékk að heimsækja Dachau. Þar sá hann ekkert athugavert nema kvenmannsleysi sem stæði fóngun- um fyrir þrifum. Þór bendir á sér- kennilegar samsvaranir í lýsingu Guðbrands og annarra þeirra Is- lendinga sem blindir skoðuðu helztu morðingjabæli í sögu þess- arar aldar: Þórbergur Þórðarson, Halldór Kiljan Laxness og Magnús Kjartansson. Þór rekur sögu þessara sam- skipta af mikilli hind. Hann greinir frá hátt- settri sendinefnd sem kom hingað til lands sumarið 1936 og er ekki ljóst nákvæmlega hver var tilgangur ferðarinnar. En Bur- kert var með í för og kom sér illa hjá lönd- um sínum sem eitt ásamt öðni leiðir til þess að hann er ákærður og sakfelldur innan SS árið 1938 fyrir ýmsar sakir. En sögu hans var ekki lokið þá og kannski lauk henni á kafbát í síðari heimsstyrjöld en kannski ekki. Þór lýsir móttökum íslendinga á Ólympíuleikunum í Berlín og til- raunum Himmlers til að fá Her- mann Jónasson á þá. Hann rekur sögu íslendinganna tveggja sem voi-u við iðnnám í Dachau og sömu- leiðis þær afleiðingar sem athafna- semi Burkerts hafði fyrir Maríu Markan. í lokin leitast höfundur við að meta þýðingu Pauls Burkerts og áforma SS og Himmlers. Niður- staða hans er sú að varkárni ís- lenzkra ráðamanna hafi bægt frá hættunni af ásælni þýzkra nazista í áhrif á íslandi á fjórða áratugn- um. Þótt Paul Burkert hafi í aðra röndina verið hlægilegur þá hafi legið hin mesta alvara að baki því sem hann var að reyna að gera. Það er fengur að því að fá þessa bók aftur á markað. Hún er skemmtileg lesning um alvarlega atburði í sögu íslands á þessari öld. Guðmundur Heiðar Frímannsson Þór Whitehead
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.