Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 61 FRETTIR Almennur fundur um verndun mið- hálendisins AÐ tilhlutan náttúruverndarsam- taka, útivistarfélaga og fjölmargra einstaklinga er boðað til almenns fundar um verndun náttúru miðhá- lendisins í Háskólabíói laugardaginn 28. nóvember frá kl. 14 til 15.30. Dagskrá fundarins verður eftirfar- andi: Þeir sem fram koma eru Kvennakór Reykjavíkur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur, Voces Thules, dansarar úr Islenska dans- flokknum undir stjórn Láru Stefáns- dóttur, Súkkat, Anna Kristín Arn- gi'ímsdóttir ieikkona, Trúðarnir Bar- bara og úlfar, Dansstúdíóið Lipur- tré, Rússíbanar og bamakór undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar. Auk þess verður flutt af myndbandi lag Bjarkar Guðmundsdóttur, Jóga og brot úr heimildamynd Páls Stein- grímssonar, Oddafiug. Þeir sem munu flytja ávörp eru: Guðmundur Páll Ólafsson, rithöfund- ur og náttúrufræðingur, Bjarnheiður Hallsdóttir ferðamálafræðingur, dr. Guðmundur Sigvaldason, fyrrv. for- stöðumaður Norrænu eldfjallamið- stöðvarinnar, Hallmar Sigurðsson leikstjóri, dr. Ámý Erla Sveinbjörns- dóttir jarðeðhsfræðingur og Birgir Sigurðsson láthöfundur. Fundarstjóri er Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld. Allir flytjendur leggja fram vinnu sína án endurgjalds og aðgangur er ókeypis að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Veggspjald til styrktar málefninu verður til sölu á staðnum og kostar 500 krónur. Fyrirlestrar um stærð- fræðimenntun TVEIR erlendir fyrirlesarar á sviði stærðfræðikennslu eru staddir hér á landi og munu þeir halda fyrirlestra og fræðslufundi á sínu sviði Föstudaginn 27. nóvember kl. 14.15 mun dr. Frank Lester halda fyrirlestur í Kennai’aháskóla íslands sem er öllum opinn. Laugardaginn 28. nóvember kl. 9-12 mun dr. Frank Lester halda fyrh-lestur fyrir stærðfræðikennara 7.-10. bekkjar og stærðfræðikenn- ara framhaldsskóla sem fylgt verður síðan eftir með verkefnavinnu. Mánudaginn 30. nóvember kl. 15:15 mun dr. Diana Lambdin halda fyrirlestur í Kennaraháskóla Islands sem er öllum opinn. Frank Lester prófessor á sviði stærðfræðimenntunar við University of Indiana og dr. Diana Lambdin sem er dósent á sviði stærðfræði- menntunar við sama háskóla. Þau eru hér í boði Kennaraháskóla Is- lands og stærðfræðiskorar Háskóla Islands. Frank Lester hefur m.a. rit- stýrt Journal for Research in Mathematics Education og er kunn- ur alþjóðlega fyrir umfjöllun sína um þrautalausnir í stærðfræðinámi. Dr. Diana Lambdin hefur tekið þátt í stefnumótun samtaka stærðfræði- kennara í Bandaríkjunum varðandi námsmat í stærðfræði og á nú sæti í ritstjórn við gerð námsviðmiðana fyrir stærðfræðinám í grunnskólum og framhaldsskólum. Fundur um fiskistofna, umhverfi og stjórn veiða ANNAR fræðslufyrh’lestur Hins ís- lenska náttúrufræðifélags á þessum vetri verður haldinn mánudaginn 30. nóvember kl. 20.30. Fundurinn verð- ur að venju haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. A fundinum flytur Hjálmar Vilhjálms- son, fiskifræðingur á Hafrannsókna- stofnun, erindi sem hann nefnir: Umhverfisbreytingar, fiskistofnar og stjórn fiskveiða. Erindi þetta flyt- ur Hjálmar fyrir hönd Hafrann- sóknastofnunar í tilefni af Ari hafs- ins; í erindinu verður fjallað um nokkra nytjastofna á svæðinu Græn- land-Island-Noregur þ.e. þorsk við Grænland og ísland, norsk-íslenska síldarstofninn og íslenska sfld. Allir eiga þessir stofnar það sameiginlegt að þeir blómstruðu á hlýviðrisskeið- inu og minnkuðu síðan mikið eða hrundu nánast með öllu. Eftir mikl- ar veiðitakmarkanir hafa sumir þessara stofna náð sér á strik en aðrir ekki. Leitast verður við að skýra viðbrögð fiskistofnanna við breytingum á umhverfisaðstæðum og veiðiálagi. Fræðslufundir félagsins eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Samkeppni um jólasveina- búninga FRESTUR til að skila inn tillögum í hugmyndasamkeppni Þjóðminja- safns Islands og Reykjavíkur, menn- ingarborgar árið 2000, um búninga á íslensku jólasveinana þrettán rennur út 1. desember nk. Óskað er eftir skissum eða teikn- ingum af búningum og hugmyndum að efni og útfærslu. Jólasveinarnir sem undanfarin 10 ár hafa heimsótt safnið munu í ár koma í heimsókn í ráðhús Reykjavíkur í þrettán daga fyrir jól þar eð hús Þjóðminjasafns- ins við Suðurgötu er lokað vegna við- gerða. Jafnframt verður sýning í ráðhús- inu á þeim tillögum sem borist hafa og gefst gestum kostur á að greiða atkvæði um þær. Dómnefnd Þjóð- minjasafnsins mun kunngera úrslit samkeppninnar á þrettándanum, 6. janúar. Harmonikan á netinu ALMENNA umboðsski’ifstofan tók nýverið við umboði fyrir Accordians Worldwide á íslandi en það fyrirtæki rekur m.a. vef á netinu sem fallar um allt sem viðkemur harmonikum og harmonikuleik. Á vefnum eru m.a. birtar fi’éttir af harmonikuviðburðum, endursöluaðil- um, harmonikuleikurum og harmon; ikufélögum frá öllum heimshornum. I viku hverri heimsækja að meðaltali um 85.000 manns vefinn, sem er á slóðinni www.accordions.com og sömuleiðis hefur vefsíða umboðs- skrifstofunnar flust á slóðina www.acordions.com/genage. Tónlistararmur A.U. hefur undan- farin ár sérhæft sig í öllu er varðar harmonikuna, þ.m.t. sölu á harmon- ikum, hljómleikahaldi og útgáfu á geislaplötum og harmoniku-útsetn- ingum. Almenna umboðsskrifstofan býður íslenskum harmonikuleikurum og fé- lögum sem hafa áhuga á að kynna sig erlendis upp á vefsíðugerð og vistun hjá Accordions Worldwide. Upplýs- ingar um verð fyrii- vefsíðugerð má finna á vef Iceland Online Internet Solution, sem annast vefsmíðar fyrir A.U. á slóðinni www.iceland-on- line.com. Leiðsögumenn gegn virkjunum FÉLAGSFUNDUR Félags leiðsögu- manna, haldinn í Reykjavík 18. nóv- ember 1998, leggst eindregið gegn fyiii’huguðum virkjunum, miðlunar- lónum og öðrum mannvirjun sem þeim fylgja á hálendi íslands; í Eyja- bökkum, Hafrahvammagljúfrum, Þjórsárverum og öðrum hálendisperl- um, eins og segir í fréttatilkynningu. Jafnframt skorar fundurinn á rík- isstjórn og Alþingi íslendinga að beita sér fyrir því að Fljótsdalsvirkj- un sæti lögformlegu mati á umhverf- isáhrifum. LIONSMENN pakka jólapappír. Lionsmenn í Hafnar- firði ganga í hús ÁRLEG fjáröflun Lionsklúbbs Hafnarfjarðar er að hefjast og verður gengið í hús og fólki boð- in að þessu sinni kerti og jóla- pappír. Allur ágóði af söfunni rennur til líknarmála. Á síðasta ári var Hæfingarstöð fatlaðra í Bæjarhrauni færð tölva með forriti til lestrarkennslu þroskaheftra, einnig var gefin tölva til Leikskólans Víðivalla við Miðvang. Klúbburinn styrkti iðjuþjálfa til náms í Danmörku og fiðluleikara til þátttöku í Or- kester Norden. Iþróttasamband íslands, Hljóðfærasjóður Hafnar, Lions Quest vímuvarnarverkefni Lions og LCIF, alþjóðahjálpar- sjóður Lions fengu einnig styrki. „Lionsmenn vonast eftir góð- um viðtökum bæjarbúa eins og undanfarin ár og nú er lag að birgja sig upp af jólapappír og útikertum fyrir jólahátíðina og styrkja gott málefni í leiðinni," segir í frétt frá klúbbnum. Jólabasar KFUK HINN árlegi jólabasar KFUK Seldir verða fallegir munir, verður haldinn í félagshúsi handavinna og kökur. Á basarn- KFUK og KFUM við Holtaveg 28 um verður jafnframt selt kaffi og laugardaginn 28. nóvember og vöfflur. hefst kl. 14. Jólakort Barnahjálpar SÞ komin út JÓLAKORT Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, UNICEF, eru komin í verslanir. UNICEF hefur selt jólakort til Ijáröflunar fyrir starfsemi sína allar götur síðan 1949. Barnahjálpin leggur áherslu á að nota endurunnin efni í fram- leiðslu sína án þess þó að minnka gæði hennar. Oll umslögin og flest kortin eru úr endurunnum pappír. Listaverk prýða UNICEF-kort- in, bæði verk stóru meistaranna, nútímalist, höggmyndalist og klippimyndir. Þessi listaverk eru frá yfir 200 þjóðlöndum, en ágóð- inn af sölunni fer allur til starf- semi Barnahjálparinnar meðal barna víða um hcim. Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna var formlega stofnuð árið 1946. Til að byijað með var aðal- verkefnið að hjálpa börnum sem þjáðust eftir heimsstyijöldina síð- ari. Árið 1953 fékk Barnahjálpin það hlutverk að vinna að langtíma þróunarstarfí meðal þurfandi barna um allan heim. Starf sjóðs- ins hefur breyst gegnum árin, en þörfin fyrir neyðarhjálp sem og varanlega hjálp er jafn brýn nú sem áður . Hér á ísland eru það Kvenstúd- entafélag íslands og Félag ís- lenskra háskólakvenna sem sjá um sölu jólakorta Barnahjálparinnar. Skrifstofa þeirra er á Hallveigar- stöðum, Túngötumegin, og er hún opin fram að jólum milli kl. 16 og 18. Þar er hægt að nálgast jóla- kortin og aðra hluti sem Barna- hjálpin selur, auk þess sem kort,- unum hefur verið dreift í allar heistu bókabúðir landsins. Léttir harmon- ikutónleikar í Ráðhúsinu FÉLAGAR í Harmonikufélagi Reykjavíkur leika létta tónlist úr ýmsum áttum í Ráðhúsi Reykja- víkur við Vonarstræti sunnudaginn 29. nóvember kl. 15. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. LEIÐRÉTT RANGT var farið með tölur í fyrir- sögn fréttar um biðlista hjá barna- og unglingageðdeild Landspítal- ans. Hægt er að taka við tíu börn- um, sem grunur er um að séu of- virk, til greiningar á deildinni á mánuði, en ekki tveimur eins og sagði í fyrirsögninni. Það þýðir að lengst þurfi börn að bíða í sex mán- uði, en staðan er nú þannig að um 60 börn eru á biðlista. Beðist er velvirðingar á þessu. Nafn féll niður Nafn féll niður í formála minning- argreinar um Ásdísi Pálsdóttur á blaðsíðu 54 í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag. Yngsta dóttir Ásdísar heitir Eva Björk Kristjánsdóttir, fædd 14.2. 1981. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. IYNDAVELAR Öryggismyndavélakerfi sem Securitas býöur er mjög fjölbreytt og uppfyllir þarfir allra þeirra sem hafa þörf fyrir sívökult auga. Hvort sem er í heila borgarhluta, banka eða bílageymslur. Hafið samband við tæknideild og fáið frekari upplýsingar. SECURITAS Síðumúla 23 • 108 Reykjavík Sími: 533 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.