Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 35 LISTIR Málþing um Jón Ólafs- son úr Grunnavík GÓÐVINIR Grunnavíkur-Jóns efna til málþings um Jón Ólafsson úr Grunnavík og verk hans laugar- daginn 28. nóvember nk. kl. 14 í fundarsal Þjóðarbókhlöðunnar á 2. hæð. Jón Ólafsson úr Grunnavík (1705-1779) ólst að mestu upp í Víðidalstungu hjá Páli Vídalín lög- manni en fór ungur til Kaup- mannahafnar og vann þar sem skrífari Arna Magnússonar hand- ritasafnara. Eftir brunann í Kaup- mannahöfn og dauða Arna sá Jón um handritasafn hans og var fyrsti styrkþegi Arnasjóðs. Eftir hann liggm- mikið magn ritsmíða um margvísleg efni, svo sem málfræði, orðskýringar, rúnafræði, fom- kvæðaskýringar, skáldskapar- fræði, náttúrufræði og margt fleira. Aðeins fáein verka hans hafa verið gefin út. Félagsskapurinn Góðvinir Grannavíkur-Jóns hefur það að markmiði að standa vörð um fræði- mannsheiður Jóns Ólafssonar úr Grunnavík og kynna fræðistörf hans, segir í fréttatilkynningu. Erindi flytja Guðrún Asa Gríms- dóttir fræðimaður; Már Jónsson lektor; Þórann Sigurðardóttir, MA; Sigurður Pétursson lektor og Pétur Gunnarsson rithöfundur. --------------------- Aðventusýning í Galleríi Kletti AÐVENTUSÝNING á vinnustofum í Gallerí Kletti, Helluhrauni 16, Hafnarfirði (efri hæð Húsasmiðjunn- ar), verðui- opnuð í dag kl. 16. Þar verða til sýnis og sölu vatns- litamyndir, olíumyndir og glermunir. Sýningin stendur til laugardags- ins 12. desember og er opin alla daga frá kl. 13-18, laugardaga frá kl. 10-18 Að galleríinu standa; Erla Sigurð- ardóttir, Guðrán Sigurðardóttir Katrín Pálsdóttir, Sigrún Sveins- dóttir og Steindóra Bergþórsdóttir. ------♦-♦-♦---- Nýjar bækur • BÍTTU ájaxlinn Binna nn'n er sjálfstætt framhald bókarinnar Élsku besta Binna mín sem kom út á síðasta ári og er eftir Kristínu Helgu Gunnars- dóttur. í kynningu segir: Brynhild- ur Bera fer sínar eigin leiðir, stundum óttaleg- ar krókaleiðir, og oft verður hún að bíta á jaxlinn, til dæmis þegar pabbi hennar lendir í lífsháska og þegar hún verður íyrir einelti í skólanum. En Binna sigrast á hverjum vanda og upplifir hvert ævintýrið öðru ótrúlegra. Utgefandi er Mál og menning. Margrét E. Laxness myndski-eytti söguna. Bókin er215 bls., prentuð hjá Grafík. Verð: 1.980 kr. Kristín Hclga Gunnarsdóttir ■ Morgunblaðið/Karl Jólalögin æfð GrundarQörður. Morgunblaðið. NÚ standa yfir æfingar Lúðra- sveitar Grundarfjarðar á jóla- lögunum. I Lúðrasveitinni, sem stofnuð var í fyrra, eru 14 manns á öllum aldri. Yngsti meðlimurinn er ellefu ára en sá elsti er á sjötugsaldri. Friðrik Vignir Stefánsson, tónlistar- skólastjóri í Grundarfírði, er stjórnandi. Lúðrasveit Grundar- fjarðar mun spila á fjölskyldu- degi kvenfélagsins Gleym mér ey og einnig þegar kveikt verð- ur á jólatrénu í Grundarfirði og við önnur tækifæri sem gefast á jólaföstunni. „Gestaboð“ Ingu Elínar INGA Elín opnar sýningu á verkum sínum á pallinum í Álafossbúðinni, Álafossvegi 23 í Mosfellsbæ, í dag, föstudag. Heiti sýningarinnar er tilvitnun í skáldsögu, „Babettes gæstebud". I kynningu segir m.a.: „Á Gesta- boði getur að líta uppdekkað borð með öllum borðbúnaði eftir Ingu Elínu. Auk þess ýmis eldri verk sem tengjast slíkum gestaboðum, og loks ný verk. “ Inga Elín útskrifaðist úr MHI og stundaði nám í keramik- og gler- deild Danmark Design í Kaup- mannahöfn. Þetta er 9. einkasýning Ingu Elínar, en auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga bæði heima og erlendis. Hún var kjörin bæjarlistamaður í Mosfellsbæ 1997. Sýningin stendur til 6. janúar 1999, og er opin virka daga kl. 10-18 og laugardaga 10-14. Nýjar bækur • GÖNGIN til eilífðar er eftir Leon Rhodes í þýðingu Jóhönnu E. Sveinsdóttur. Gunnar Dal ritar for- mála. I kynningu segir: „Þýðandi bókar- innar, Jóhanna E. Sveinsdóttir, helgar útgáfuna minningu föður síns, Sveins Ólafssonar. Sveinn var ötull við útbreiðslu kenninga Swedenborgar og þýddi mörg verka hans á íslensku. I bókinni fjallar höf- undur um reynslu fólks sem hefm’ látist, farið um göng sem virðast liggja til eilífðar, ljóss og betri heims, en snúið til baka því að tími þess var ekki kominn. Höfundur vitnar oft í bækur Swedenborgar máli sínu til skýringar. Rök eru færð fyrir því að dauðinn sé ekki óttaleg- ur og hann marki upphaf hins raun- verulega lífs mannsins.“ Sveinn Ólafsson lést 3. ágúst 1996. Utgefandi er Islenska bókaútgáf- an. Bókin er 156 bls., prentunnin í Prentmet en Félagsbókbandið-Bók- fell sá um band. Verð: 3.280 kr. BARNAKÓR Biskupstungna er meðal þeirra sem fram koma á að- ventutónleikum Kórs ML í Skálholti á sunnudag. Aðventutónleikar í Skálholti KÓR Menntaskólans að Laugar- vatni undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar heldur aðventutón- leika í Skálholtsdómkirkju sunnu- daginn 29. nóvember kl. 15. Einsöngvari með Kór Mennta- skólans að Laugarvatni að þessu sinni verður Garðar Thor Cortes. Einnig koma fram á tónleikunum Barnakór Biskupstungna, Laug- arvatnskórinn, Laugaráskvartett- inn og strengjasveit undir stjórn Lilju Hjaltadóttur. Meðal laga á efnisskránni eru jólalög Ríkisút- varpsins frá síðastliðnum tveimur árum, Jól eftir Báru Grímsdóttur við ljóð Gríms Lárussonar og lag Tryggva M. Baldvinssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar, Jóla- kvöld, auk fjölda sígildra jólalaga. Efnisskrá tónleikanna verður til sölu við innganginn og kaffi- veitingar í Skálholtsskóla að tón- leikunum loknum. LISTMUNAUPPBOÐ Á HÓTEL SÖGU SUNNUDAGINN 29. NÓVEMBER KL. 20.30. KOMIÐ OG SKOÐIÐ VERKIN í GALLERÍ FOLD, RAUÐARÁRSTÍG 14, í DAG FRÁ KL. 10.00 - 18.00, Á MORGUN FRÁ KL. 10.00 - 17.00 OG Á SUNNUDAGINN FRÁ KL. 12.00 - 17.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.