Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fríálslyndi flokkurinn stofnaður í gær og hyggur á framboð í öllum kjördæmum
Sverrir Her-
mannsson for-
maður Frjáls-
lynda flokksins
Sverrir Hermannsson og stuðningsmenn hans stofn-
uðu Frjálslynda flokkinn í gær og afboðuðu auglýstan
stofnfund á laugardag. Pétur Gunnarsson var á blaða-
mannafundi með forsvarsmönnum flokksins í gær.
SVERRIR Hermannsson er formað-
ur Frjálslynda flokksins. Gunnar
Ingi Gunnarsson er varaformaður.
Margrét Sverrisdóttir er meðstjórn-
andi og framkvæmdastjóri. Jón Sig-
urðsson er hugmyndafræðingur,
einkum í sjávarútvegsmálum. Þessir
stofnendur Frjálslynda flokksins
skýrðu í gær frá því að verið sé að
undirbúa formlegt landsþing um
miðjan janúar í stað stofnfundarins,
sem auglýstur hafði verið á laugar-
dag, en hefur verið frestað.
„Okkur mun takast að ná höndum
saman til samstarfs og átaka í tíma
fyrir komandi alþingiskosningar
ótruflaðir af vandræðamönnum. Þá
óværu varð að verka af okkur strax,“
segir í yfirlýsingu, sem Sverrir af-
henti á blaðamannafundinum. Fram
kom að með þessu væri hann að vísa
til Bárðar Halldórssonar, og stuðn-
ingsmanna hans. „Það er mikið lán
að þetta kom upp nógu snemma, áð-
ur en farið var að dragnast með
þessa menn í flokki,“ sagði Sverrir
um samstarfsslit sín og þeirra Bárð-
ar, Valdimars Jóhannessonar og
Péturs Einarssonar.
Sverrir sagði að samstarf sitt við
Bái-ð og aðila tengda Samtökum um
þjóðareign hefði hafist þegar Bárður
kom í vor, „á fyrsta degi uppreisnar
minnar“, á heimili Sverris í fylgd
ljósmyndara DV og bað um að fá
Morgunblaðið/Þorkell
SVERRIR Hermannsson, formaður hins nýstofnaða Frjálslynda flokks, greindi m.a. frá
því á blaðamannafundi í gær að hann væri eigandi nafnsins Frjálslyndi flokkurinn, sem
hefur skráða kennitölu Sverris sjálfs.
ur hvernig hann vildi fjármagna þau
framlög sagði hann að það væru til
nægir fjármunir í þjóðfélaginu, sem
hefði gefið kvótaeigendum 25 millj-
arða í auknum kvóta og aðalstuðn-
ingsmönnum Sjálfstæðisflokksins 6,5
milljarða verðmæti í SR-mjöli á
sama tíma og rekstur sjúkrastofnana
væri látinn lamast vegna 300 millj-
óna króna. Hann sagði einnig að
þjóðfélaginu væri nær að láta ein-
hverjar framkvæmdir bíða framtíðar
en að skilja sjúklinga, öryrkja og
aldraða eftir afskipta í þjóðfélaginu.
„Við boðum breytingar,“ sagði
Sverrir Hermannsson.
Fram kom að stefnuskrá flokksins
í einstökum málaflokkum yrði birt á
heimasíðunni www. centrum.is/~svh
jafnóðum og hún væri fullmótuð.
Formaður hugi að
stærsta kjördæminu
Aðspurður um framboðsmál sagði
Sverrh' að á næstunni yrði gengið öt-
ullega fram í því að leita eftir hæfí-
leikafólki til framboðs í öllum kjör-
dæmum fyrir Frjálslynda fiokkinn.
Hann sagði að margt hæfileikafólk
hefði þegar gengið til liðs við sig.
Eigin framboðsáform sagði hann
óráðin en lýsti því jafnfram yfir að
„það væri ekki ólíklegt að það sneri
að formanni flokksins að huga að
framboði í stærsta kjördæminu“.
tekna mynd af sér með Sverri. Hann
sagði útilokað að hann gæfi kost á
því að láta kjósa milli sín og Bárðar
Halldórssonar. Bárður hefði ekki
fengið umboð til annars á aðalfundi
Samtaka um þjóðareign en að leita
eftir samstarfi við Sverri Hermanns-
son um stofnun stjómmálasamtaka.
Krefjast forystu manna, sem
enga forystu gátu veitt
í yfirlýsingu Sverris kveðst hann
vænta þess að óbreyttir liðsmenn
Samtaka um þjóðareign átti sig á af-
glöpum forystunnar, sem hefði „mis-
notað umboðið herfilega með því að
krefjast forystu manna, sem enga
forystu gátu veitt“.
Gunnar Ingi Gunnarsson, læknh-
og varaformaður hins nýstofnaða
flokks, lýsti því á blaðamannafundin-
um, að ágreiningurinn við Bárð og
félaga hefði komið upp á yfirborðið
snemma í málefnavinnu vegna fyrir-
hugaðrar flokksstofnunar þegar þeir
hefðu hafnað Sverri sem forystu-
manni í flokknum. Gunnar Ingi
sagði, um framlag Bárðar og félaga
hans til málefnavinnunnar, að þar
hefði m.a. verið að finna mesta rugl
sem hann hefði rekist á í sínu stjórn-
málastarfi, svo sem hugmyndir um
hvemig gera mætti gjaldþrot að arð-
bærum lífsstfl og hvernig eignast
mætti íbúð án þess að greiða hana.
Margi-ét Sverrisdóttir, kennai-i,
meðstjórnandi og framkvæmdastjóri
Frjálslynda flokksins, sagði að lýð-
ræðislegast væri að Bárður og félag-
ar stofnuðu sína hreyfingu „og við
stofnum okkar og fólk velji á milli
hvorum það treystir". Hún sagði að
með þessu væri stuðningsmönnum
Svems einnig tryggður vinnufriður
með sínum hópi en Sverrir upplýsti
að fjöldi manns hefði skráð sig til
þátttöku í samtökum undir hans for-
ystu.
Þau Bárður Halldórsson og Gunn-
þórunn Jónsdótth’ auglýstu í Morg-
unblaðinu í gær að þau gæfu kost á
sér til forystu í Frjálslynda flokkn-
um á stofnfundi hans í Borgartúni 6
á laugardag. Jafnframt hvöttu þau
fundarmenn til að skrá sig í síma
Samtaka um þjóðareign.
Sverrir hefur húsið á leigu og
kennitölu flokksins
A blaðamannafundi Sverris í gær
var því lýst yfir að auglýstum fundi í
Borgartúni 6 á laugardaginn væri
frestað. Sverrir sagðist hafa húsið á
leigu um helgina og tók því aðspurð-
ur fjarri að þai- innandyra færi fram
fundur á vegum Bái’ðar Halldórsson-
ar og stuðningsmanna hans á laugar-
dag. Sjálfur sagðist Sverrir hins veg-
ar ekki hafa ákveðið hvort „hann
slægi þar upp dansiballi“ um helgina.
Elías Einarsson, veitingamaður í
Borgartúni 6, staðfesti í samtali við
Morgunblaðið í gær að Sverrir hefði
húsið á leigu um helgina og hefði
ráðstöfunarrétt á því á þeim tíma.
Sverrir greindi jafnframt frá því í
gær að hann hefði skráð nafn Frjáls-
lynda flokksins á sitt nafn og greitt
skráningargjald. Kennitala Frjáls-
lynda flokksins er kennitala Sverris
Hermannssonar.
Við boðum breytingar
I baráttunni vegna alþingiskosn-
inganna í vor mun Frjálslyndi flokk-
urinn leggja höfuðáherslu á þrjá
málaflokka, að því er Sverrir segir.
Auk sjávarútvegsmála er þar um að
ræða umhverfismál og samfélags-
þjónustu. I umhverfismálum er
flokkurinn fylgjandi staðfestingu
Kyoto-bókunarinnar og verndunar-
stefnu í málefnum hálendisins.
Gunnar Ingi kom fram sem tals-
maður flokksins í heilbrigðismálum
og kvaðst vilja beita sér fyrir út-
flutningi heilbrigðisþjónustu með því
að hefja t.d. hjartaaðgerðir á útlend-
ingum.
Gunnar Ingi sagði að ná mætti
miklum árangri í heilbrigðismálum
með aukinni skilvirkni án aukinna
fjárframlaga en Sverrir Hermanns-
son játti því að hann boðaði aukin
framlög til heilbrigðismála. Aðspurð-
Morgunblaðið/Þorkell
BOÐVAR Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, fylgist með gangsetn-
ingu öryggismyndavélanna. Sá heiður hlotnaðist Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur borgarstjóra.
Kveikt á öryggis-
myndavélunum
Sverrir Hermannsson
Yfírlýsing afhent fjölmiðlum
á fundi 26. nóvember 1998
ÖRYGGISMYNDAVÉLAR lög-
reglunnar í miðborg Reykjavíkur
voru formlega teknar í notkun í
gær. Borgarstjórinn í Reykjavík,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
kveikti á vélunum, sem stjórnað
er úr stjórnstöð lögreglunnar við
Hverfisgötu.
Myndavélarnar sem settar hafa
verið upp eru átta talsins og
markmiðið með þeim er að fækka
afbrotum og skemmdarverkum á
almannafæri, svo sem líkams-
árásum, innbrotum, þjófnuðum
úr bifreiðum og áreitni við ak-
andi og gangandi vegfarendur.
Öryggismyndavélar gera lög-
reglu kleift að meta aðstæður og
gera strax réttar ráðstafanir þeg-
ar tilkynnt er um afbrot, slys eða
jafnvel eldsvoða á svæði þar sem
ötýggismyndavélar eru til staðar.
I samningi um starfrækslu
myndavélanna sem Reykjavíkur-
borg, dómsmálaráðuneytið,
Landssúninn og lögreglustjórinn
í Reykjavík eiga aðild að, er
kveðið á um að starfrækja skuli
myndavélamar sem tilraunaverk-
efni í 12 til 18 mánuði.
NOKKRIR menn í stjóm Samtaka
um þjóðareign hafa hafið aðfór að
þeim, sem náð hafa forystu í bai’átt-
unni gegn núverandi fiskveiðistjóm.
Við þeirri aðfór hefur verið brugðizt
með þeim hætti sem talinn er líkleg-
astur til að minnka skaðann, sem af
þessu upphlaupi gæti annars leitt.
En eins og málum er háttað eiga hin-
ir óbreyttu og einlægu liðsmenn
þessara samtaka og allur almenning-
ur í landinu kröfu á að vita, hvers er
að vænta í framhaldi þess starfs, sem
þeir vilja styðja, en borið hefur af leið
með þeim hætti, sem greint hefur
verið frá í fjölmiðlum, að frumkvæði
upphlaupsmanna. Markmið þeirra
verður sjálfsagt aldrei upplýst, en
augljóslega er þar á ferðinni tilraun
til að veikja andstöðuna gegn fisk-
veiðistjórninni og skelfilegum afleið-
ingum hennar, og geta fyrirsvars-
menn þeirra sérhagsmuna varpað
öndinni léttar ef tilraunin tekst.
Hjá þessari hættu hefir nú verið
sveigt um sinn. Þess er jafnframt
vænzt, að hinir óbreyttu liðsmenn
Samtakanna um þjóðareign átti sig á
afglöpum forystunnar. A aðalfundi
Samtakanna fékk hún það umboð
eitt, að leita samstarfs við mig um
stofnun nýs stjórnmálaafls en mis-
notaði það umboð herfilega með því
að krefjast forystu manna, sem enga
forystu gátu veitt og gengið hefði af
þessari tilraun dauðri þegar í upp-
hafi. Þetta var einmitt sú niðurstaða
sem fyrirsvarsmenn sérhagsmun-
anna í sjávarútvegi hefðu helzt kosið
sér, hvort sem þeir áttu hér hlut að
máli eða ekki.
Ég mun ekki bregðast öllu því
fólki, sem haft hefur samband við
mig og lítur til mín sem foiystu-
manns í þehri baráttu, sem
framundan er. Frjálslyndi flokkur-
inn hefir þegar verið stofnaður og
honum valin þriggja manna bráða-
bfrgðastjórn. Fyrir því er ákveðið að
aflýsa þeim stofnfundi, sem auglýst-
ur hafði verið um næstu helgi.
Flokksstjórnin og stuðningsmenn
hennar munu vinna að undirbúningi
formlegs landsþings, sem boðað
verður til um miðjan janúar nk. með
þeim sem þá hafa gerzt formlegir fé-
lagar. Gengið verður ötullega fram í
að leita efth’ hæfileikafólki, sem nýtt
stjórnmálaafl þarf á að halda til
framboða, ef árangur á að nást.
Fundið verður fólk, sem vill og getur
lagt því lið að móta stefnu flokksins
og þekkir þau vandamál, sem brenna
á almenningi og kalla efth' úrlausn-
um á hinum pólitíska vettvangi.
Þetta er allt önnur tegund af fólki en
það lið, sem ætlaði sér inn á þing
óverðugt og óhæft með skikkju Sam-
taka um þjóðareign á herðum.
Á örfáum árum hefur orðið slík
misskipting auðs og efna að ekki
verður við unað. Þessi misskipting á
sér margvíslegar rætur, en kvóta:
kerfið á þar stærstan hlut að máli. I
Alþingiskosningum að vori verður
þjóðin að skera úr um það, hvort sú
þróun á að halda áfram eða hvort
blaðinu verður snúið við. Að tryggja
slíka niðurstöðu er eina markmið
mitt með því að taka til starfa á vett-
vangi stjómmálanna á nýjan leik.
Ég vil taka það skýrt fram, að ég
er ekki að beita kröftum mínum í
baráttunni vegna persónulegs metn-
aðar. Ég hefi hinsvegar ákveðið að
freista þess að hnekkja þehri þjóð-
hættulegu kvótaúthlutun, sem nú er
við lýði og ég hef sannfærzt um að
leiða mun þjóð okkar að óbreyttu til
ófarnaðar. Um leið vil ég búa til póli-
tiskan grundvöll fyrir þá, sem líkt er
farið og mér, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn yfirgaf með skarpri hægri
beygju, sem engan veginn samrým-
ist pólitískum skoðunum mínum.
Mitt hlutverk í þessu efni er það eitt
að hrinda þessu nýja stjórnmálaafli
úr vör. Strax og fram er komið ungt
og öflugt forystulið, sem flokksmenn
viðurkenna, mun ég draga mig I hlé,
enda væri þá hlutverki mínu lokið.
Ég bið því alla, sem þessi sjónar-
mið höfða til, að halda ró sinni. Okk-
ur mun takast að ná höndum saman
til samstarfs og átaka í tíma fyrir
komandi Alþingiskosningai’ ótruflað-
ir af vandræðamönnum. Þá óværu
varð að verka af okkur strax.