Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Skýringar skortir / Halldór Asgrímsson þarfað skýra ummæli sín um sjávarútvegsstefnu ESB og hugsanlegar undanþágur norðurhjaraþjóðum til handa. Ummæli Halldórs Ásgrímssonar, ráðsmanns utan- ríkismála, á þingi Framsóknar- flokksins í liðinni viku hafa vak- ið nokkra athygli. I yfirlitsræðu sem formaður flokksins flutti við upphaf samkundu þessarar sagði hann ekkert því til fyrir- stöðu að fram færi viðamikil at- hugun á því með hverjum hætti íslendingar fengju staðið utan hinnar sameiginlegu sjávarút- vegsstefnu Evrópusambands- ríkjanna ef tengsl landsmanna við sambandið breyttust. Orð þessi verða ekki skilin á annan veg en þann að Halldór As- grímsson telji VIÐHORF tímabærtað Eftir Ásgeir hefja slíka Sverrisson könnun í ljósi hugsaniegrar aðildar íslendinga að Evrópu- sambandinu. Þessi ummæli ráðsmanns utanríkismála ís- lendinga eru þvert á það sem áður hefur frá honum komið um mál þetta og hljóta að teljast fréttnæm í ljósi stöðu hans. í fyrmefndri ræðu sinni vék Halldór Ásgrímsson að þvi að stærsta hindrunin í vegi þess að Islendingar gætu tekið fullan þátt í samrunaferlinu suður í álfu væri hin sameiginlega sjáv- arútvegsstefna Evrópusam- bandsins (ESB). Segja má að nokkur sátt hafí ríkt um þessa fullyrðingu á síðustu árum og margoft hefur verið bent á að engar líkur eru á því að Islend- ingar myndu samþykkja í þjóð- aratkvæðagreiðslu inngöngu í ESB fæli hún í sér að yfirráð auðlinda myndu hverfa úr hönd- um landsmanna. Ráðsmaðurinn sagði hins veg- ar að ekkert væri því nú til fyr- irstöðu að Islendingar létu fara fram viðamikla athugun á því með hvaða hætti landsmenn gætu staðið utan hinnar sameig- inlegu sjávanitvegsstefnu ESB. „Ásættanleg (sic!) lausn af okk- ar hálfu gæti falist í því að um hafsvæðin í Norður-Atlantshafi verði settar sérstakar reglur og sérstök stefna mótuð, sem væri óháð sameiginlegri yfirstjóm Evrópusambandsins." Tiltók Halldór Ásgrímsson nokkur rök fyrh- þessum sjónarmiðum, sem em allrar athygli verð. Gat hann þess og að Grænlendingar og Færeyingar stæðu frammi fyrir því að „finna samskiptum sínum við Evrópusambandið þolanlegt form“ og að Islendingar ættu „mikla sameiginlega hagsmuni" með þjóðum þessum. Hér kveður algjörlega við nýj- an tón af hálfu formanns Fram- sóknarflokksins. í tíð síðustu ríkisstjómar var nokkuð um það rætt hvort ís- lendingar gætu hugsanlega fengið undanþágur frá sjávarút- vegsstefnu ESB ef ákveðið yrði að sækja um aðild. Sams konar umræður fóm einnig fram í Noregi þegar aðildammsókn var þar undirbúin. Niðurstaða ESB hvað Norðmenn varðaði var sú að varanlegar undanþág- ur frá sjávarútvegsstefnunni kæmu ekki til greina. Tíma- bundnar undanþágur reyndust eingöngu í boði og átti þetta vafalaust sinn þátt í því að Norðmenn ákváðu að standa áfram utan Evrópusambands- ins. Fróðlegt er einnig að rifja upp fyrri ummæli Halldórs Ás- grímssonar, ráðsmanns utamTk- ismála, í þessu viðfangi. Þann 6. júlí 1996 sagði margnefndur Halldór Ásgrímsson að oftlega hefði verið rætt hvort íslending- ar fengju með einhverju móti notið sérstöðu sinnar í sjávarút- vegsmálum á vettvangi ESB. Orðrétt sagði ráðsmaður- inn:“Við höfum margoft farið yf- ir þetta og aldrei fengið önnur svör en þau að hugsanlegt sé að fá tímabundnar undanþágur en ekki viðvarandi." Á ráðstefnu sem efnt var til 3. desember 1996 sagði Halldór Ásgrímsson að hann hefði efasemdir um að íslendingar gætu náð samning- um við ESB um að halda for- ræði yfír fiskimiðum lands- manna. I besta falli yrði um að ræða lengri undanþágur en Norðmenn hefðu náð að knýja fram í aðildarviðræðum sínum. Nú hefur ráðsmaðurinn ekki alltaf reynst forspár um þróun alþjóðamála, taldi m.a. í júlí 1995 að sameiginleg mynt ESB-ríkj- anna yrði tæpast að veruleika og Halldór Ásgrímsson var í hópi þeirra sem studdu ekki aðildina að EES er atkvæði voru greidd um hana á Alþingi í janúar 1993. Hins vegar kalla ummæli hans á flokksþingi þess hóps manna, sem kýs að kenna sig við „fram- sókn“ á skýringar. Eðlilegt er að spurt sé hvað breyst hafi að mati ráðsmannsins frá því hann lét tilvitnuðu ummæli falla og hvort hann hyggist í krafti emb- ættis síns hafa frumkvæði að at- hugun þeirri sem hann boðaði. Hefur Halldór Ásgrímsson tekið röksemdir þessar og sjón- armið upp í viðræðum formleg- um eða óformlegum við ráða- menn í Evrópusambandinu? Sé svo hvaða viðbrögð hefur hann fengið? Er ástæða til að setja þessi ummæli ráðsmannsins í samhengi við þá stækkun til austurs, sem nú er stefnt að á vettvangi ESB og trúlega mun hafa í för með sér breytingar á landbúnaðarstefnu þess? Ber að setja þau í samhengi við fyr- irsjáanleg endalok EFTA í ljósi erfiðleika Svisslendinga og mögulegrar aðildarumsóknar Norðmanna á næstu árum? Hefur Halldór Ásgrímsson tek- ið hina „sameiginlegu hags- muni“ norðurhjaraþjóða upp í viðræðum sínum við ráðamenn í Færeyjum, í Grænlandi, í Dan- mörku og í Brussel? Lengi hefur verið vitað að að- ild íslendinga að ESB verður aðeins möguleg ef pólitískur vilji er fyrir því í sambandsríkj- unum. Jafnframt hefur lengi verið Ijóst að slíkur pólitískur vilji er forsenda fyiár því að Is- lendingar fái varanlega undan- þágu frá sjávarútvegsstefnunni skelfilegu. Hefur þessi vilji ver- ið kannaður? Því verður vart trúað að ráðsmaður utanríkis- mála þjóðarinnar sé nú fyrst að gera sér þessar staðreyndir ljósar. AÐSENDAR GREINAR Eg á kvdtann Á undangengnum mánuðum hefur mátt sjá á síðum dagblað- anna greinar um hvern- ig best megi varðveita og hverjir eigi að varð- veita þjóðarauð okkar, fiskinn í hafinu. Margir hafa verið tilkallaðir og skoðanir eru skiptar. Sammerkt flestum gi-einunum er að al- mennt virðast aðilar sáttir við „kvótann“ sem slíkan en ekki um skiptingu eða eignar- hald hans sem þó á að vera nokkuð skýrt sam- kvæmt lögum. Þjóðin á hann. Þetta atriði virðist þó vefjast fyr- ir þeim aðilum sem hafa fengið að nýta hann á undanförnum árum. Þeir eignfæra sér hann, ekki bara í orði, heldur einnig á borði og vilja nú fá auðlindina afhenta til framtíð- ar. Er furða að reynt sé að spyrna við fótum. Þótt ekki nema bara að fá þá til að viðurkenna að eignar- rétturinn er ekki bara þeirra. Utvegsmenn tala um frjálst markaðskerfy og frjáls viðskipti. I bæklingi LIU, sem nýverið barst inn á flest heimili, segir orðrétt: „Við úthlutun veiðileyfa var leitast við að gæta réttlætis og aflahlutur skipa tók því mið af veiði fyrri ára, af atvinnuréttindum og reynslu út- vegsmanna." Þetta þótti við hæfi þá enda var kerfið fyrst og fremst hugsað til að vernda fískistofna og takmarka sóknina í þá til að byggja þá upp að nýju. Kvótinn var ekki settur á frjálsan markað heldur búið til lokað kei’fl sem útvegsmenn vilja nú viðhalda með hjálp þeirra afla sem höll eru undir þá. Kjarni málsins er að al- menningur er ósáttur við þetta lok- aða kerfí og undrast tregðu stjórn- málaflokkanna að brjóta það niður. Kerfið er ekki viðunandi. Stjómmálaflokkarnir virðast allir undir sömu sökina seldir. Þora ekki að taka á málunum. Þeir Ieita mála- miðlana en vilja ekki leggja kerflð niður og byrja upp nýtt. Almenn- ingur krefst þess að gefíð verði upp á nýtt. Aðeins með þeim hætti næst sátt meðal þjóðarinnar. Aðferðin er til og hefur sannað gildi sitt. Ríkis- fyrirtæki hafa verið seld að undan- förnu með góðum árangri. Fyrir- tækin hafa verið sett á markað og leitað eftir kaupendum að þeim. í stað þess að auglýst verði eftir kaupendum að kvóta verður auglýst eftir aðilum sem hyggjast stunda útgerð. Þeir gefa sig fram hvort sem þeir hafa áður stundað útgerð eða ekki. Þeir gefa upp hvernig veiðiskap þeir hyggjast stunda, hvaðan og með hvaða aðferðum. Annað gera þeir ekki. Samhliða þessu er gert ráð fyrir að heildarkvóti komandi fiskveiðárs hafí verið ákveðinn. Þeim kvóta hefur þegar verið út- deilt til eigendanna, til mín og þín. Þetta er gert með einfaldri deilingu og allar tegundir meðtaldar. Gert er ráð fyrir að tekinn hafi verið saman listi yflr þá sem hyggj- ast stunda útgerð. Sá Iisti er sendur inn á öll heimili í landinu ásamt hlutabréfum einstaklinganna í auð- lindinni. Einstaklingurinn sest nið- ur með listann sinn og athugar hvort á honum sé aðili sem honum hugnast og hann treystir til að ná sínum hluta aflans að landi. Þessum aðila eða aðilum afhendir hann síð- an nýtingarrétt á sínum hluta auð- lindarinnar. NýtingaiTétturinn hefur nú verið afhentur, þ.e.a.s. rétturinn til að ná aflanum að landi, ekki eignarréttur og ekki framsalsréttur. Utgerðarað- ilinn hefur nú vitneskju um þann kvóta sem honum hefur verið út- hlutað og getur gert sínar áætlanir. Hann sér hvort hann getur stundað útgerð með hagnaði eða ekki. Sjái hann sér fært að nýta sinn hluta og takast á hendur þá ábyrgð sem hon- um hefur verið sýnd, staðfestir hann það við stjórnun- araðila kerfisins, við getum kallað hann kvótaþing. Hann legg- ur fram undiritaðar nýtingarheimildh' og kvótaþing staðfestir nýtingarréttinn. Sjái hann sér hins vegar ekki fært að nýta hluta sinn með hagnaði skilar hann nýtingarheimildum sínum einfaldlega til kvótaþings sem hlut- fallsskiptir nýtingar- heimildunum milli þeirra aðila sem stunda samskonar veiðar í viðkomandi byggðarlagi. Fyrst í bænum sjálfum og síðan til hægri og vinstri. Kvótanum hefur nú verið úthlut- að til þeirra aðila sem eigendurnir treysta. Eigendurnir hafa tekið af- stöðu. Þeir hafa orðið að taka af- stöðu til hvernig fiskurinn skuli dreginn að landi. Taka afstöðu til veiðiaðferða með tilliti til síns eigin hags. Þeir hafa tekið ómakið af stjórnvöldum að gera upp á milli togaraútgerðar og smábátaútgerð- ar. Þeir hafa orðið að taka tillit til byggðarinnar í landinu. Þeir hafa fengið að taka afstöðu til uppruna síns, til byggðarinnar sem þeir eru Almenningur, segir Oddur Friðriksson, er ósáttur við þetta lokaða kerfi og undrast tregðu stjórnmálaflokkanna að brjóta það niður. ættaðir frá, byggðarinnar sem ól þá. Geta þeir með ákvörðun sinni við- haldið byggð þar eða ekki? Þeir hafa orðið að taka afstöðu til einstaklinga og útgerðaraðila. Treysti ég honum til að draga afl- ann minn að landi þannig að ég njóti þess eða er hann einungis að hugsa um eigin hag? Gerir hann þetta þannig að það skapi atvinnu eða ekki? Leiðir það gott af sér að af- henda þessum aðila réttinn eða ekki? Þeir hafa orðið að taka tillit til arðsemissjónarmiða. Þeir hafa orðið að skoða sögu viðkomandi aðila í viðskipum og útgerð. Er þetta aðili sem alltaf hefur verið að tapa eða ekki? Hefur hann sýnt eða er ástæða til að ætla að hann geti gert þetta með hagnaði eða ekki? Allt eru þetta ástæður sem ætla má að hafi áhrif á ákvörðun einstak- lingsins. Hann ber jú ábyrgð á sín- um hluta. Stærsti hluti ákvörðunar- innar byggist á þeirri einfóldu stað- reynd að hann afhendir aldrei þeim aðila eigu sína sem hann veit að fer illa með hana og ávaxtar hana ekki. Aflaheimildum hefur verið úthlut- að og veiðar geta hafíst skv. þessu kerfí. Kerfíð er komið til að vera og gert er ráð fyrir endurskoðun þess á 2ja til 3 ára fresti til að byrja með en lengja má það tímabil þegar það hefur fest sig í sessi. Þetta er gert til að stöðug endurskoðun eigi sér stað meðal eigendanna og einnig með hag útgerðaraðilanna. Við næsta uppgjör komi fram hverjir stóðu sig og hverjir ekki. Hverjir sýndu hagnað af útgerð og hverjir ekki. Aðilar dæma sig þannig sjálfir út úr kerfinu, áfram- haldandi vera í kerfínu reynir á út- sjónarsemi og dugnað viðkomandi útgerðaraðila. Hæfni þeirra til að sýna eigendunum, aðilunum sem treystu þeim upphaflega, fram á getu þeirra til að stunda útgerð. í kerfi sem þessu er tekið tillit til nýliðunar í útgerð. Hann getur gef- ið kost á sér. Hann leitar einfald- lega út á markaðinn. Getur hann fyrir sitt eigið ágæti tryggt sér nægilega stóran kvóta til að hefja útgerð? Það er einungis undir hon- Oddur Friðriksson um sjálfum komið. Eru nógu margir aðilar reiðubúnir að standa við bak- ið á honum og gefa honum tæki- færi? Ég held það og þorir hann þá að axla þá ábyrgð? Það er hans val. Hvati þess að kerfi sem þetta gangi upp er að sjálfsögðu pening- ar. Að eigandi auðlindarinnar sjái sér umtalsverðan hag í því að taka afstöðu til málsins. Það er viður- kennt að viðskipti með aflaheimildir tíðkast og að frjálst framsal afla- heimilda sé m.a. forsenda þess að núverandi kei'fi gangi upp. Það er því viðurkennt að fjármunir eru til í kerfinu til greiðslu svonefnds veiði- leyfigjalds. Því er einungis eftir að koma þeim til réttra aðila þ.e.a.s. eigenda auðlindarinnar, til mín og þín. Með hvaða hætti það er gert skiptir máli þótt unnt sé að gera það á marga vegu, t.d. í formi bein- greiðslna, í gegnum skattakerfið og eflaust á margan hátt annan. Mestu skiptir þó að þetta sé gert með bein- um hætti þannig að eigandinn finni hjá sér þörf til að taka afstöðu með tilliti til eigin fjárhags. Þannig að sá sem ekki tekur afstöðu, hann getur ekki gert ráð fyrir að njóta þeirra fríðinda sem kerfið veitir þeim sem taka þátt. Umfram allt verður gjaldið að renna beint í vasa eigand- ans. Það er hagur útgerðarinnar að þetta verði gert. Þó ekki nema til að finna út sem réttast verð fyrir nýt- ingarrétt á auðlindinni. Að komast frá verðlagningu „sægreifanna". Að komast frá einokuninni, það er við- urkennt að þvi færri eigendur sem eru að auðlind, því hærra verðs er hægt að krefjast fyrir afnot af henni. Þeir aðilar sem stunda útgerð í dag eiga ekki að þurfa að óttast um hag sinn í nýju kerfi. Þeir hafa reynsluna og þekkinguna. Hafi þeir á undanförnum árum sýnt ábyrgð gagnvart samfélagi sínu eiga þeir stuðning fólksins vísan. Stóru út- gerðarfélögin hafa ekkerþ að_ óttast ef mark er takandi á LIU. I áður- nefndum bæklingi er fullyrt um eignarhlut einstaklinga í 10 stærstu útgerðarfélögum landsmanna og að aldrei hafi jafnmargir landsmenn átt hlut í útgerð og nú. Að sjálf- sögðu munu þessir hluthafar af- henda aflahlutdeild sína til sinna eigin fyrirtækja, það er þeirra hag- ur. Það er ekkert í kerfi sem þessu sem hindrar fyrirtæki í að ná fram sem hagkvæmustum rekstri. Þau fara út á markaðinn og afla þess kvóta sem þau þurfa og geta. Við- skiptaaðilamir eru aðeins aðrir, réttbornir eigendur auðlindarinnar. Það er ekkert í þessu kerfi sem ætti að stuðla að hruni þess sem hefur áunnist með tilkomu kvótakerfisins, eignarétturinn er aðeins skerptur. í þessum hugrenningum mínum um kvótamál hef ég víða farið og reynt að átta mig á stöðu mála. Það er hagur útgerðarinnar að komast sem fyrst í eðlilegt rekstraram- hverfi, umhverfi byggt á trausti eig- enda auðlindarinnar. Þá fyrst geta útvegsmenn sagt með sanni að þeir séu á frjálsum markaði í sinni hrein- ustu mynd og það á að vera keppi- kefli þeirra að komast á þann mark- að. Það var ekki ætlun mín að setja fram hina einu sönnu lausn heldur aðeins að sýna fram á að sanngjörn úthlutun kvótans hefur ekki farið fram. Sú úthlutun á ekki eftir að eiga sér stað nema að þjóðin öll eigi þar hlut að máli. Veiðileyfagjald hefur þar í raun lítið að segja. Sanngirnin verður að vera þar leiðarljós. Þjóðin getur aldrei sætt sig við að fáum aðilum verði afhent þessi auðlind til fram- tíðar. Til þess höfum við ekki rétt, komandi kynslóðir verða að hafa tækifæri til að stjórna henni á sinn hátt. Okkur ber að varðveita hana og með kvótastjórnun hefur okkur tekist það að nokkru. Þjóðin getur ekki sætt sig við að þetta sé lokuð auðlind. Nýliðun í greininni verður að vera möguleg, ekki í gegnum ættir, heldur fyrir eigið ágæti, áræði og dug viðkomandi einstak- lings. Höfundur er verkamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.