Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Samuel Jesús Juarez Casado, yfírmaður sjávarutvegsmála á Spáni Breytingar á fiskveiðistj órn ESB eru löngu tímabærar Islenskum farmönn- um fækk- ar enn YFIRMAÐUR sjávarútvegsmála á Spáni, Samuel Jesús Juarez Casado, kom í þriggja daga opin- bera heimsókn til Islands í boði Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra í vikunni. Casado bindur vonir við nánara samstarf Spán- verja og Islendinga á sviði hafrann- sókna í framtíðinni. Hann segir tímabært að endurskoða staðnað fískveiðistjómunarkerfí Evrópu- sambandsins og leyfa frjálsa versl- un með veiðiheimildir. „Aðalmarkmið ferðai' minnar er að styi’kja samskipti Spánar og Is- lands á sviði sjávarútvegsmála,“ segir Juarez Casado. „Vægi sjávar- útvegsins er ótvírætt í efnahagslífi íslands. Á Spáni er því ólíkt farið en þó ekki, því að í nokkrum héruðum á Spáni byggist atvinnuhf nær al- gjörlega á sjávarútvegi. I því tilliti svipar aðstæðum á Spáni til Islands. Við erum einnig mesta útgerðar- þjóð innan Evrópusambandsins og það hefur áhrif á stöðu okkar innan þess.“ Spænsk útgerð er umsvifamest í Galisíu-héraði á norðvesturodda Pýreneaskagans og svo í Andalúsíu, syðst á Spáni. En lítið brot vinnuafl- ans starfar við útgerð þegar á heild- ina er litið. Casado áætlar að um 300.000 manns starfí í sjávarútvegi, þar af séu um 70.000 sjómenn, en alls eru 14 milljónir manna á vinnu- markaði á Spáni. Um 18.000 skip eru í fiskiskipa- flota Spánar. Stærstur hluti þeirra ei-u strandveiðiskip, sem eru um 15.000 talsins. Að sögn Casados hefúr fiskiskipastóllinn minnkað um 10% á síðastliðnum áratug en afkastageta skipanna hefur minnk- að mun meira, eða um 30%. „Við reiðum okkur í miklum mæli á út- hafsveiðar á fjarlægum fiskimið- um. Stærstu togararnir sækja á mið í Suður-Atlantshafi, á Ind- landshafi og nú er farið að sækja á Kyrrahafsmið. Um 250 skip eru á sverðfiskveiðum utan lögsögu í Atl- antshafi og um 800 skip stunda veiðar undan ströndum Afríku í Atlantshafi samkvæmt samkomu- lagi Evrópusambandsins við strandþjóðir þar. Að auki sækja okkar skip á mið við Svalbarða og í Barentshafi," segir Casado. „Fyrr utan það sem ég hef talið hér að framan þá stunda um 200 skip veiðar í landhelgi annarra ESB- ííkja, svo sem Irlands, Englands og Frakklands." Á síðasta ári nam sjávarafli Spánverja um 1.150.000 tonnum en eldisfiskur gaf um 250.000 tonn. Tímabært að endurskoða sjávarútvegsstefnu ESB Aðspurður um sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins segir Casado hana vera staðnaða og þarfnast breytinga: „Það er löngu tímabært að gera breytingar á fískveiðistjórnunarkerfi ESB, en til stendur að endurskoðun þess ljúki árið 2002. Þær breytingar verða að mínu áliti í fyrsta lagi að tryggja rétt íbúa sjávarbyggða til Dagskráin þín er komin út 26. nóv.-9. des. / allri sinni mynd! Morgunblaðið/Þorkell YFIRMAÐUR sjávarútvegsmála á Spáni, Samuel Jesús Juarez Casado, vill efla samstarf í hafrannsóknum við Islendinga. veiða undan ströndum sínum. í öði-u lagi þarf að veita þjóðum meira ft-jálsræði í úthafsveiðum. í því sambandi þaif einnig að koma á kvótakerfi í úthafsveiðum Evr- ópuþjóða og leyfa sölu og leigu veiðiheirniida," segir Casado og bætir við: „Við verðum að hafa í huga að fiskveiðar eru ekki ólymp- íuíþrótt, en við núverandi kerfi er hætta á að svo verði.“ Deilur um svokallað „kvóta- hopp“ Spánverja og í breskri lög- sögu hafa markað samskipti ríkj- anna tveggja innan ESB á undan- förnum árum. Bretar hafa sakað Spánverja um að kaupa bresk fiskiskip til þess eins að geta veitt innan bresku landhelginnar og landað aflanum svo á Spáni. Um þau mál segir Juarez Casado: „Áð- ur en Spánn fékk aðild að Evrópu- sambandinu árið 1986 veiddum við í breskri lögsögu og höfðum lengi haft umsvif þar. Eg vil vekja at- hygli á því að þær tegundir sem við veiddum á þessum slóðum voru vannýttar af Bretum og, það sem meira er, fyrir tegundir eins og lýsing er markaður á Spáni en ekki á Bretlandseyjum. Það er á þessum sögulega rétti sem við höf- um byggt veiðar okkar við Bret- landsstrendur.“ Efla samstarf þjóðanna tveggja í hafrannsóknum „Við höfum fullan hug á að auka sölu sjávarafurða til Islands,“ seg- ir Casado, „til dæmis sölu á smokkfiski og niðursoðnum fiski, en við framleiðum mikið af niður- soðnum sjávarafurðum, á Spáni. Þó held ég að vaxtarbroddurinn í samskiptum okkar sé í samvinnu á sviði vísinda og rannsókna og í þróun fiskveiðistjórnunar. Við gætum einnig unnið nánar saman í samskiptum við þriðja land, t.d. Noreg, þegar kemur að því að sækja rétt okkar á heimshöfunum. Svæðisbundnar stjórnstofnanir veiða í Atlantshafi, NAFO og NEAFC, eru ákjósanlegur sam- starfsgrundvöllur Islands og Spánar í sjávarútvegsmálum." HLUTDEILD íslenskra sjómanna í heildarmönnun kaupskipa fer í fyrsta sinn niður fyrir 60% í könnun sem Skipstjóra- og stýrimannafé- lags íslands gerði í sumar. Formað- ur Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands segir að ef svo haldi áfram sem horfir verði fleiri útlend- ingar en íslendingar í störfum hjá íslenskum kaupskipaútgerðum. Guðjón A. Ki-istjánsson sagði í setningarræðu sinni á formannaráð- stefnu FFSÍ sem hófst á Höfn í Hornafirði í gær að stjómvöld hefðu ítrekað_ verið vömð við þess- ai-i þróun. íslenska þjóðin væri hægt og bítandi að missa þessi störf úr landi og með þeim tapaðist þekk- ing og verulegir fjármunir. Hann sagði það áhyggjuefni fyrir stjórn- völd og útgerðarfélögin hve lítinn áhuga ungir íslendingar sýndu þessum störfum. „Það verða aldrei til íslenskir skipstjórnarmenn kaupskipa án þess að þeir menn sem í Stýri- mannaskólann koma hafi fyrst verið hásetar á skipunum. Eftir því sem íslenskum sjómönnum fækkar mun skipstjórnarmönnum fækka einnig. Þeir sem ættu að fara í stýrimanna- nám era einfaldlega ekki í störfum um borð. Þar hafa tekið við þegnar láglaunalandanna. Með þessu lagi era útgerðirnar að grafa undan framtíð sinni. Allii' í nágrenni okkar Evrópu- megin hafa fellt niður í einhverju formi skatta á farmennsku til þess að gera eigin þegna landanna sam- keppnisfærari í hörðum heimi vöra- flutninga með skipum. Það er mikill misskilningur íslenskra stjórnvalda ef þau sjá hag sínum betur borgið í því að missa störfin úr landi. Því hefur verið haldið fram að við verð- um að vera samkeppnisfærir við önnur lönd í atvinnurekstri og kostnaður fyrirtækja yrði að vera sambærilegur hér og í helstu við- skiptalöndum. Ég hlýt að spyrja hvers vegna það á ekki við um um- gjörð farmennskunnar eins og álver og járnblendi," sagði Guðjón. Nýtt frá Gatineau Súrefnis afslöppunarmeðferð með ensím andlitsmaska Hreinsivatn 50 ml. 24 stunda lúxuskrem 15 ml. 2 stk. súrefnisampúlur. Snyrtistofa Hönnu Kristínar, Laugavegi 40, Rvík. Snyrtistofan Ágústa, Hafnarstræti 5, Rvik. snyrtistofa Dekurhomið, Hraunbergi 4, Rvík. Snyrtistofa Díu, Bergþórugötu 5, Rvík. Snyrtistofan Gimfi, Miðleiti 7, Rvik. Snyrtistofan Paradís, Laugarnesvegi 82, Rvik. Snyrtistofan Saloon Ritz, Laugavegi 66, Rvik. Gatineau snyi uotuiui. Snyrtistofan Rós, Engihjalla 8, Rvík. Snyrtihöllin Garðatorgi, Garðabæ Snyrtistofan Lipurtá, Staðarbergi 2-4, Hfj. Snyrtistofan Pema, Reykjavlkurvegi 64, Hfj. Landsbyggðin: Snyrtistofu Rósu Guðna, Sandgerði Snyrtistofa Huldu, Njarðvik Snyrtistofa Jennýjar Lind, Borgamesi Streita og mengun eru fylgifiskar nútímans. Margar störfum hlaðnar konur lifa kyrrsetulífi og fá ekki nægilega ferskt loft, borða hádegismat á hlaupum... og reykja þar að auki. Allt er þetta slæmt fyrir húðina og hún verður líflaus og grá. Framvegis geta snyrtifræðingar á vegum Gatineau boðið þessum viðskiptavinum upp á frábæran árangur OXYGENATING - AFSLÖPPUNARMEÐFERÐINA. Innan 50 mínútna gerist þetta: - Ásýnd húðarinnar öðlast ferskleika og útgeislun. - Andlitsdrættirnir verða afslappaðir Virkir þættir: Þessi nýja meðferð virkar eins vel og raun ber vitni vegna ensímanna og AHA efnanna. 1. Enslmin koma úr náttúrulegum efnum (ananas) og líftæknilegum. Þau leitast við að rjúfa tengsl milli fruma og hreinsa í burtu dauðar frumur sem óhreinka húðina. 2. AHA (Alpha-hydroxy-acid) gerir húðina mýkri, tryggir flögnun dauðra fruma og örvar endurnýjun fruma. Samverkan þessara efna bætir súrefnisflæðið til frumanna og gerir yfirbragð húðarinnar geislandi og bjart. Núna eru Gatineau snyrtistofurnar með kynningartilboð á nýju súrefnismeðferðinni. Hverri meðferð fylgir frábær kaupauki úr Electelle lúxuslínunni á meðan brigðir endast Snyrtistofa Boggu, Sauðárkróki Snyrtistofa Dómhildar, Blönduósi Snyrtistofan Betri iiðan, Akureyri Snyrtistofa Ragnheiðar, Egilsstöðum Snyrtistofa Ágústu Guðna, Vestmannaeyjum Snyrtihúsið, Selfossi Snyrtistofa Löllu, Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.