Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS STURLA GÍSLASON + Jónas Sturla Gíslason fæddist í Reykjavík 23. nóv- ember 1926. Hann Iést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. nóvember s.l. For- eldrar hans voru Gísli Jónasson, skólastjóri, f. 22.12. 1891, d. 11.10. 1967, og Margrét Jóna Jónsdóttir, f. 4.9. 1898, d. 1.7. 1976. Systkini hans sam- mæðra voru: 1) Guðlaug Lára Jóns- dóttir, f. 11.6. 1920, d. 3.5. 1982, 2) Ólafur Jónsson, f. 10.8. 1921, 3) Jón Pétur Jónsson, f. 21.8. 1922, d. 10.6. 1992, 4) Áslaug Jónsdóttir, f. 20.8. 1925, d. 14.2. 1960. Jónas varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Islands 1950. Hann stundaði framhaldsnám í kirkjusögu og trúfræði við Óslóarháskóla og Safnaðarhá- skólann í Ósló 1950 til 1951. Hann var vígður til prestsþjón- ustu í Víkurprestakalli 15. febr- úar 1953 og og starfaði þar til 1964. Hann var fulltrúi hjá Al- menna bókafélaginu 1964, sendiráðsprestur í Kaupmanna- höfn 1964 til 1970, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar 1970 og sóknar- prestur í Grensássókn 1970 til 1973. Jónas var aðjúnkt í kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla íslands 1971 til 1973, skipaður lektor 1973 og dósent frá 1977 til 1988. Þá var hann prófessor við guðfræðideild á árunum 1988 til 1990. Jónas var vígslubiskup í Skálholtsstifti frá 1989 til 1994 er hann lét af störfum sökum vanheilsu. Ung- ur kynntist hann starfi KFUM og sótti hann fundi þar til æviloka. Hann gegndi íjölmörgum trúnaðarstörfum m.a. innan þjóð- kirkjunnar og sat í sljórnum ýmissa fé- laga. Jónas ritaði bækur og fjölda greina og ritgerða um guðfræðileg og sagnfræðileg efni, m.a. í Kirkjuritið, útgáfur á vegum HÍ auk greina sem birtust í erlendum ritum. Einnig þýddi hann íjölda rita og greina. Jónas kvæntist 26. ágúst 1950 eftirlifandi eiginkonu sinni, Arnfríði Ingu Arnmundsdóttur, f. 3.4. 1928. Foreldrar hennar voru Arnmundur Gíslason, f. 3.3. 1890, d. 10.4. 1978, og kona hans Ingiríður Sigurðardóttir, f. 28.4. 1893, d. 28.7. 1978. Jónas og Arnfríður eignuðust tvo syni: 1) Gísli, f. 26.3. 1952, kona hans er Árný Albertsdótt- ir, f. 29.4. 1957. Þeirra börn eru: a) Ingibjörg, f. 18.9. 1976, b) Friðbjörg, f. 23.9. 1978, unnusti hennar er Ágúst Hólm Haraldsson, f. 19.1. 1975, c) Margrét Inga, f. 3.10. 1983, d) Jónas Sturla, f. 10.12. 1991, e) Guðbrandur Aron, f. 23.6. 1995. 2) Arnmundur Kristinn, f. 3.6. 1955, kona hans er Aðalheiður Sighvatsdóttir, f. 21.5. 1956. Þeirra börn eru: a) Arnfríður Inga, f. 21.4. 1976, b) Sighvatur Hilmar, f. 25.7. 1978, c) Erla Guðrún, f. 17.7. 1980, d) Gyða Rut, f. 11.1. 1992, e) Arnar Sölvi, f. 20.6. 1994. Kveðjuathöfn verður í Hall- grímskirkju í dag kl. 15. Jarð- sett verður í Skálholti laugar- daginn 28. nóvember kl. 14. Þegar kvaddur er kær vinur og frændi rifjast upp samskipti sem varað hafa svo lengi sem minni nær. Við vorum systrasynir og nær jafn- aldra. Samgangur var mikill milli heimila okkar sem leiddi til vináttu allt frá bernsku og mikillar samveru á æskuárum. Jónas ólst upp á hlýlegu menn- ingarheimili í skjóli ástríkra for- eldra, Gísla Jónassonar skólastjóra og Margrétar Jónsdóttur, ásamt fjórum eldri hálfsystkinum. Á ekk- ert heimili, utan foreldrahúsa, kom ég oftar í æsku en heimili móður- systur minnar og naut þar ætíð gestrisni og vináttu, fyrst í litla bak- húsinu við Grettisgötu en síðar á Leifsgötu 27 þar sem fjölskyldan bjó lengst af. Á ég hlýjar minningar um heimilið og heimilismenn alla. Jónas var maður félagslyndur og valdist snemma til forystu vegna greindar og óvenjulegs dugnaðar. Hann var heill maður að hverju sem hann gekk og tók afstöðu til mála, bæði trúmála og þjóðmála almennt. Hann var trúaður strax í æsku og gerðist snemma félagi í kristilegum samtökum. Fljótlega þótti því sýnt að hverju stefndi með ævistarfið. Að loknu guðfræðiprófi gegndi hann starfi sóknarprests og sendiráðs- prests og síðan tók við kennsla í guð- fræði við Háskóla íslands, síðustu kennsluár sem prófessor. Starfsferli lauk hann sem vígslubiskup í Skál- holti. Auk þessara starfa gegndi hann margvíslegum viðfangsefnum innan og utan Þjóðkirkjunnar sem ekki verða rakin hér. Eftir hann liggur fjöldi greina og ritgerða um guðfræðileg efni. Á æskuárum starf- ► aði hann mikið innan samtaka ungra sjálfstæðismanna og eignaðist þar ævilanga vináttu þeirra sem þar störfuðu með honum. Jónas var skapmaður og afdrátt- arlaus í málflutningi, en um slíka menn gustar stundum. Hann var einstaklega hjálpsamur maður og sýndi samúð í verki með öllum sem áttu við erfiðleika og veikindi að stríða eða höfðu orðið undir í lífs- baráttunni. Þetta kom vel fram í störfum hans sem sóknarprests og ekki síst þegar hann gegndi starfi sendiráðsprests í Kaupmannahöfn. Hann var maður tryggur og vinfast- ur, sannkallaður vinur vina sinna. Eftir ævilanga vináttu og samferð eru þessir eiginleikar hans mér hugstæðastir. Síðustu ár ævi sinnar bjó Jónas við mikið heilsuleysi og því samfara ákveðna líkamlega fótlun. Við það sætti jafn mikill hug- og dugnaðar- maður sig illa og neitaði allri upp- gjöf. Hann var því sívinnandi við skriftir fram á síðustu daga og ætl- aði sér oft um of. Þau Jónas og Amfríður Arn- mundsdóttir bundust ung tryggða- böndum. Þeir sem til þekktu vissu hve mikils Jónas mat fjölskyldu sína, eiginkonu, syni og fjölskyldur þeirra. Hlutur Arnfríðar í velgengni hans var stór, hún tók þátt í öllum hans störfum og bjó þeim hlýlegt heimili sem var honum skjól í anna- sömum störfum. Vegna heilsuleysis Jónasar síðustu ár reyndi mjög á Arnfríði. Með hennar aðstoð dvaldi hann heima eins lengi og unnt var og þegar komið var að dvöl á sjúkrastofnun lagði hún ómælt á sig til að gera honuin dvölina sem bæri- legasta. Þeir sem til þekktu dáðust að dugnaði hennar og þreki. Að leiðarlokum þakka ég frænda mínum ævilanga vináttu. Við Hall- dóra sendum Arnfríði, Gísla og Arn- mundi og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur og óskum þeim velfarnaðar um alla framtíð. Blessuð sé minning Jónasar St- urlu Gíslasonar. Sveinn H. Ragnarsson. Atorkusamur og fljótur að bregð- ast við; brennandi í anda og alltaf fús að leggja sitt af mörkum. Þannig mun ég minnast vinar míns, sr. Jónasar Gíslasonar vígslu- biskups. Frá unglingsárum mínum leit ég nefnilega á sr. Jónas sem vin. Hann taldi sjálfsagt að umgangast ungt fólk og styðja KSS með þátttöku í fundum og mótum; jafnvel með fárra klukkustunda fyrirvara var hann reiðubúinn að koma og miðla fagnaðarerindinu til okkar ungling- anna. I slíkum aðstæðum gat sr. Jónas farið á kostum í lifandi fræðslu sem náði til áheyrendanna. Hann átti svo auðvelt með að koma auga á að- alatriðin, greina kjarna hvers máls. Skýr hugsun, færni í tjáningu og lif- andi framsetning gerði hann að skemmtilegum og áheyrilegum ræðumanni. Sömu eiginleikar auð- velduðu honum þátttöku í fundum og félagsstarfi sem einkenndi líf hans allt frá æsku til efri ára. Það var líf í kringum sr. Jónas og aldrei lognmolla. Hann hlaut sína mótun í guðfræðilegum átökum fyr- ir miðja öldina og var í eðli sínu bar- dagahetja og hugsjónamaður þegar málefni kristindómsins áttu í hlut. Að leiðarlokum þakka ég sr. Jónasi leiðsögn og samfylgd; þakka fúsleika hans þegar ég var ungling- ur í stjórn KSS; þakka kennsluna og öll samskiptin þegar hann kenndi mér í guðfræðideildinni; þakka stuðning hans þegar ég ung- ur að árum varð skólaprestur; þakka trausta forystu hans þegar hann var formaður Landssambands KFUM og KFUK; þakka áhuga hans á starfinu í Grensássöfnuði sem ég fann svo sterkt í öllum sam- tölum okkar eftir að ég var orðinn sóknai'prestur þar. Síðustu árin voru sr. Jónasi ei'fið en þær byrðar bar hann ekki einn. Við hlið hans í blíðu og stríðu stóð trúfóst og kærleiksrík eiginkona. Guð blessi þig, kæra frú Arnfríður, og hafðu þökk fyrir fórníysi þína og þolinmæði. „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins." (Jobsbók 1:21B) Guð blessi minningu sr. Jónasai' Gíslasonar og varðveiti ávöxt þjón- ustu hans í hjörtum og lífi þeirra sem nutu. Sr. Ólafur Jóhannsson. Vinur minn Jónas Gíslason vígslu- biskup er látinn nær 72 ára að aldri. Hann lét af störfum vegna veikinda fyrir fjórum árum og vaxandi sjúk- leiki olli því að síðastliðið eitt ár varð hann að dveljast á hjúkrunarheimili. Ég þekkti Jónas fyrir annan vorið 1940 þegar við tókum saman inn- tökupróf í Menntaskólann í Reykja- vík, en um haustið settumst við sam- an í fyrsta bekk og vorum skóla- bræður í sex ár. í öðrum bekk veiktist Jónas og var lengi frá skóla. Þá heimsótti ég hann nær daglega til að láta hann fylgjast með náminu og síðan höfum við verið góðir vinir. Jónas var ágætur námsmaður og jafnvígur á námsgreinar. Þegar á menntaskólaárum varð hann mikill trúmaðm-, sótti fundi og samkomur hjá KFUM og vann mikið í Vatna- skógi. Þetta varð til þess að hann sótti lít- ið skemmtanir skólans, þótti lítið til þeirra koma. Á þessum árum var hann orðinn harðsnúinn sjálfstæðismaður og starfaði nokkuð á þeim vettvangi. Við bekkjarfélagai' Jónasar gerð- um ráð fyrir að hann mundi fara í nám í tæknigreinum, verkfræði eða læknisfræði, því að hann hafði jafnt vald á stærðfræði og málum. Það kom okkur því nokkuð á óvart 1946 þegar stúdentsprófi var lokið að hann innritaðist í guðfræðideild, en það var ljóst, að köllun hans til boð- unar Guðs orðs var svo sterk, að hann fann sig knúinn til að fara til starfa sem prestur. Á háskólaárunum vann Jónas meir í pólitísku starfi en áður. Komst í ná- in kynni við ráðamenn í Sjálfstæðis- flokknum og starfaði verulega á þeim vettvangi. Hann var einn af fjórum mönnum, sem skipulögðu hvítliðasveitina sem beið í Alþingishúsinu í mars 1949 til aðstoðar lögreglunni, og hann sat í stúdentaráði fyrir Vöku á þessum ár- um. Þrátt fyrir mikil störf í félagsstai'fi kristinna stúdenta og í stjómmála- stafi lauk Jónas guðfræðinámi á skömmum tíma og varð kandidat vorið 1950. Á þessum árum var veruleg deila milli þeirra stúdenta sem alist höfðu upp í KFUM og forráðamanna guð- fræðideildar og Jónas vildi komast sem fyrst undan handarjaðri þem'a. Jónas var eini stúdentinn 1946 sem lauk kandidatsprófi í guðfræði, enda var deildin ekki eftirsótt þá. Að loknu námi hér heima fór Jónas í framhaldsnám í eitt ár til Noregs, en kom þá heim og hugðist fara til starfa sem sóknarprestur. Hann sótti um nýtt prestakall í Reykjavík, sem stofnað var 1951, en náði ekki kosningu en var vígður til starfa í Vík í Mýrdal 1953. Afskipti Jónasar af stjórnmálum ollu því að í prestakalli eins og þessu var erfitt að koma til starfa. Þarna höfðu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn barist um þing- sæti árum saman og þarna kom Jónas sem ötull sjálfstæðismaður og tengsl hans við flokksmenn hins flokksins urðu því erfið. Hann var ötull starfsmaður sem sóknarprestur og flutti þann boð- skap sem hann trúði á, var ötull biblíutúlkandi og ræddi ekki í ræð- um sínum um daglegu málin nema tengja þau boðskap Jesú. Hann var einnig ötull sem kenn- ari og vann sér vinsældir í sveitar- stjórnarmálum sem oddviti, þar sem stjórnmálaskoðana gætti ekki eins. Á þessum árum var Jónas skipað- ur formaður stjórnar Ríkisútgáfu námsbóka. Þetta varð til þess, að hann varð að sækja fundi í Reykja- vík reglulega. Þegar hann kom til bæjarins til þessara funda kom hann iðulega í heimsókn til okkar þannig að tengsl okkar héldust all- vel og auk þess heimsóttum við hjónin hann í Vík. Eftir tíu ára dvöl í Vík fór Jónas að hugsa sér til hreyfings. Hann sótti um prestsembætti á Sauðár- króki, þar sem hann átti mikinn frændgarð, og í Ásprestakalli, er það var stofnað, en þar hafði faðir hans verið skólastjóri. Á báðum stöðum varð hann að lúta í lægra haldi fyrir öðrum fram- bjóðendum. Á þessum árum var Jónas hlédrægur og átti ekki gott með að ræða við fólk eða koma sjálfum sér á framfæri. Þar að auki loddi við hann stjórnmálastimpillinn og það sýndi sig að fólk hafði ekki áhuga á mjög mikilli pólitík i kirkj- unni. Eftir þessar hrakfarir varð það úr að Jónas sagði lausu embætti sínu i Vík en var skömmu síðar af biskupi ráðinn sem sendiráðsprest- ur í Kaupmannahöfn. Þarna hófst alveg nýtt tímabil í lífi Jónasar að mínum dómi. Þama hafði hann tvöföldu hlutverki að gegna. Annars vegar var hann prestur þeirra Islendinga, sem í Höfn bjuggu, en hins vegar var hann sálusorgari og hjálparhella þeirra sjúklinga sem þá voru sendir til lækninga á Ríkisspítalann í Höfn. Á þessum árum var mikill hluti taugaskurðlækninga fyrir íslend- inga framkvæmdur í Höfn og þang- að var auk þess sendur hópur fólks til annarra rannsókna og aðgerða. Jónas var ötull í þessu starfí og þessi miklu tengsl hans við sjúk- linga og aðstandendur dag eftir dag urðu til þess að framkoma hans breyttist. Hann varð opnari og frjálslegri og naut bæði trausts og virðingar. Starfið í Höfn var lýjandi en Jónas var ungur, hraustur og ötull og naut sín vel í starfinu. Á þessum árum held ég að stjórn- málaáhuginn hafi dofnað og ég veit ekki til að hann hafi tekið þátt í slíku starfí síðan. Eftir sex ára starf í Höfn kom Jónas heim og fór nú til starfa í Grensássókn. Þarna var Jónas kominn í starf í sinni heimabyggð og naut sín vel í starfi. Borgarspítalinn var þá nýtekinn til starfa og Jónas kom þar reglu- lega og sinnti sjúklingum. Því var hann vanur frá veru sinni í Höfn og þá voru engir prestar ráðnir að sjúkrahúsinu. En ný verkefni biðu Jónasar. Hann var 1973 beðinn að taka að sér kennslu við. guðfræðideild í kirkjusögu og þangað fór hann til fullra starfa. Hann var fyrst dósent en skipað- ur prófessor 1988. Jónas hafði alla ævi verið áhuga- maður um sögu og kirkjusagan var honum hjartfólgin. Ég veit hann skrifaði nokkur hefti í kirkjusögu, sem voru fjölrit- uð fyrir nemendur, því að hann gaf mér þau til lestrar, en sennilega hefur heildarsaga hans aldrei komið úfy Á þessum árum vann Jónas mikil störf bæði hérlendis og erlendis og hann átti þátt í því að kennsluhættir í guðfræðideild urðu aðrir en þeir höfðu verið á námstíma hans. Jónas var kosinn vígslubiskup 1989 og það starf var gert að fullu starfi 1990 og þá lét hann af starfi sem prófessor. Jónas var skipaður Skálholtsbisk- up og vildi fá búsetu þar. 1992 var húsnæðið tilbúið og þá fluttist Jónas í Skálholt en þá hafði ekki setið þar biskup í 200 ár. Jónas var heilsuhraustur fram til ársins 1981. Þá greindust hjá hon- um kransæðaþrengsli, sem ollu því að hann fór til London til aðgerðar um haustið. Allt gekk vel og Jónas náði fullri vinnugetu. Þrem til fjórum árum síðar fór að bera á einkennum Parkinsonssjúk- dóms, mjög vægum í fyrstu en vax- andi er ár liðu. Þegar Jónas var sestur að í Skál- holti gaf hann út bókina „Hver morgunn nýr“. Stuttar hugleiðingar á helgidögum ársins. I formála þessarar bókar segist hann með bókinni senda prestum Skálholts- stiftis kveðju sína. Bókin er skrifuð í formi prósa- ljóða og er hvert Ijóð ein opna í bók- inni. Eg tel þessa bók mjög sér- staka og innblásna og auðlesna og auðskilda. Jónas fékk aðila til að kosta að fullu útgáfu bókarinnar og allur hagnaður af sölu rann til Skálholts. Við bekkjarsystkin Jónasar fór- um saman ásamt mökum í heim- sókn til Jónasar í Skálholt á kosn- ingadaginn vorið 1994. Þetta var há- tíðleg stund, bæði á heimili Jónasar og Öddu í Skálholti og í kirkjunni, þar sem fram fór stutt og virðuleg samkoma. Jónas átti þá orðið erfitt með ræðuhöld en kom upplýsingum um Skálholt til skila. Sumarið 1994 varð Jónas að láta af biskupsstarfi vegna veikinda, en hann hafði fengið áfall í ársbyrjun 1993 sem leiddi til mikillar versnun- ar Parkinsonssjúkdómsins. Þegar Jónas var fluttur suður að nýju gaf hann út bókina: „Um tilurð böls og þjáninga í heiminum" og var tilefnið snjóflóðin í Súðavík 1994 og á Flateyri 1995. Bókin var gefín út af Vídalínssjóði Skálholtsskóla 1996. Jónas varð sjötugur 23. nóvem- ber 1996. Guðfræðideild ákvað að gefa út afmælisrit sem kom út haustið 1997. Þetta rit nefndi Jónas: „Oss langar að sjá Jesú...“ Þarna flytja um 450 manns honum ham- ingjuóskir og þrír guðfræðingar og heimspekingur skrifa um ævistarf Jónasar. Síðan eru í bókinni greinar eftir Jónas um kirkjusögu, almenna guðfræði, prédikanir og prósaljóð. Einnig eru í bókinni greinar um fá- eina samferðamenn og um heil- brigðismál og er þetta mikið og vandað rit. Fyrir rúmlega einu ári varð Jónas að fara til vistunar að Skóg- arbæ þar sem hann hefur dvalist síðan. Hann hafði þá að mestu lokið sjálfsævisögu sinni, sem er mikið rit, nákvæmt og vandað. Síðastliðið ár hefur hann verið að endurbæta það og fullkomna. Ég hef lesið mest af þessari bók og ég hef oft undrast minni Jónasar á smáatriði og löngu liðna atburði. Hann vann að útgáfu ritsins, þegar að leiðarlokum kom. Jónas var mikill lánsmaður í einkalífí sínu. Hann kvæntist að loknu háskóla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.