Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 53 námi Arnfríði Ingu Arnmundsdótt- ur frá Aki-anesi og þau eignuðust tvo syni, Gísla sóknarprest og Arn- mund skrifstofustjóra. Barnabörn þeirra eru nú tíu talsins. Ég vil með þessum orðum þakka Jónasi áratuga vináttu og við Guð- rún biðjum Öddu, sonum þeirra, tengdadætrum og barnabömum blessunar Guðs. Páll Sigurðsson. Þar sem kærleikurinn býr, verð- ur sorgin ekki umflúin. Mér þótti afar vænt um Jónas. Þess vegna eru fyrstu viðbrögð mín við andláts- fregn hans sorg. Samtímis get ég glaðst yfir að hann hefur nú fengið hvfld frá sjúkdómum og hrörnun. Jónas var ungur prestur í Vík, þegar ég hitti hann fyrst. Hann hafði þá fræðslustundir á biblíu- námskeiði í Vatnaskógi og kenndi okkur um trúarjátninguna. Það var engin lognmolla! Hann teiknaði og útskýrði og fékk Lúther sjálfan til hjálpar, því hann pantaði „Fræði Lúthers hin minni“ úr bænum, þeg- ar honum varð ljóst, að flest okkar vissu ekkert um þau fræði. Hann lét okkur, unglinga og fullorðna, læra skýringar Lúthers utan bókar og hlýddi okkur yfir! Þá öfundaði ég þau fermingarbörn, sem áttu svo lif- andi og skemmtilegan prest. Síðar kynntist ég Jónasi og konu hans, Arnfríði Arnmundsdóttur, persónulega. Það urðu dýrmæt kynni. Við áttum fjölbreytt sam- starf í Kristilegu skólahreyfingunni, KFUM og KFUK og í kirkjustarf- inu. Ég dáðist að dugnaði og skarp- skyggni Jónasar. Hann hafði ein- staka hæfileika til að taka þátt í mörgu samtímis, var fljótur að setja sig inn í málin, mynda sér skoðun og taka ákvarðanir. Mér þótti mjög gott að hafa hann til ráðlegginga, og hann sýndi mér virðingu og kær- leika í samstarfinu. Persónulegu kynnin sýndu mér líka að undirstaðan í lífi Jónasar, var Arnfríður. Hún stóð sem stólpi að baki honum og átti drýgstan þátt í að hann blómstraði svo fagurlega og varð svo afkastamikill. Haustið 1975 átti ég eftirminni- lega samveru með þeim hjónum, þegai' þau buðu mér sem „litlu syst- ur“ með í ökuferð frá Austumki til Lúxemborgar, þó að það væri raun- verulega silfurbrúðkapsferð þein-a! I minningunni stendur Jónas fyr- ir mér sem einlægur, áræðinn boð- beri fagnaðarerindisins. Hann talaði tungumál sem áheyrendur skildu, og oft sýndi hann eitthvað áþreifan- legt, sem jók skilning orðanna. I því sambandi er mér efst í huga, þegar ég eitt sinn var stödd með honum í Finnlandi á námskeiði fyrir stafs- menn kristilegu stúdentahreyfingar- innai' þar. Hann talaði um að við værum verkfæri Drottins. Síðan dró hann upp hanska, veifaði honum framan í hina lærðu starfsmenn, slengdi honum á ræðupúltið - og þurfti ekki mörg orð um, að hanskinn gæti ekki neitt! Síðan setti hann hanskann á hönd sér - og þá kom líf! Þannig værum við eins og hanskinn - aðeins verkfæri, sem Guð gæti notað, ef hann fengi að fylla okkur! Þegar ég prestvígðist í janúar 1988, óskaði Jónas eftir að fá að vera vígsluvottur minn. Því er vandsvarað hvort okkar var ánægðara með það. Jónas átti svo ríkan þátt í að gera mig að nothæfum starfsmanni í kirkju Krists. Hann varð mér far- vegur blessunar Guðs. Guði séu þakkir fyrir Jónas Gísla- son. Við hjónin sendum einlægar sam- úðarkveðjur til Amfríðar og til son- anna og fjölskyldna þeima. Það er erfitt að geta ekki verið með ykkur við útfórina, en bænin og blessun Guðs er óháð vegalengdum. Verið Guði falin. Stína Gísladóttir, Ola Aadnegard. Kveðja frá Landssanibandi KFUM og KFUK á íslandi Með þakklæti til Guðs viljum við minnast séra Jónasar Gíslasonar sem á langri ævi tók þátt í starfi KFUM og KFUK af ósérhlífni og dugnaði. Jónas kynntist KFUM sem ung- ur drengur og varð fljótt virkur í starfi þess sem leiðtogi í æskulýðs- starfi félaganna og starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Námsár erlendis, prestsskapur í Vík í Mýrdal og starf hans sem sendiráðsprestur íslendinga í Kaupmannahöfn gerðu það að verk- um að tengslin við KFUM og KFUK voru i lágmarki um tíma, en þegar heim kom fengu félögin aftur að njóta krafta hans. Jónas var vin- sæll ræðumaður og predikari af Guðs náð. Hið miðlæga í predikun hans var ævinlega Jesús Kristur. Hann talaði auðskiljanlegt mál og dró upp myndir og líkingar til að skýra mál sitt. Það var kannski þess vegna sem hann átti svo auðvelt með að ná eyrum ungs fólks og var oft ræðumaður á samverum þess. Jónas var formaður Landssam- bands KFUM og KFUK á árunum 1982-1990. Sem stjórnarmaður var hann ákveðinn, en ljúfur í öllu sam- starfi og ósérhlífinn. Hann var óhræddur við að taka afstöðu í erf- iðum málum og var hamhleypa til verka. Nefndar- og stjómarstörf áttu vel við hann, en þar nutu sín skipulagsgáfa hans og óbilandi áhugi. Jónas var mjög félagslyndur að eðlisfari og átti auðvelt með að mynda tengsl við fólk. I erlendu samstarfi félaganna búum við enn að tengslum sem hann stofnaði til og hafa þau skapað meiri víðsýni og fleiri raddir boðunar í starfinu. Landssamband KFUM og KFUK á íslandi kveður séra Jónas Gíslason með virðingu og þakklæti fyi'ir þá miklu vinnu sem hann lagði af mörkum til félagsstarfsins. Eig- inkonu hans og öðrum aðstandend- um sendum við samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. F.h. Landssambands KFUM og KFUK, Björgvin Þórðarson, formaður, Gyða Karlsdóttir, framkvæmdasljóri. Kveðja frá Prestafélagi Islands „Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins al- máttka, sá er segir við Drottin: „Hæli mitt og háborg, Guð minn er ég trúi á.“ ... „Akalli hann mig mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og gjöri hann vegsamlegan.",, í dag kveðjum við prestarnir sr. Jónas Gíslason, félaga okkar og vin, guðfræðiprófessor og vígslubiskup í Skálholti. Mér er sem ég heyri hann sjálfan hafa yfir ofanrituð orð úr 91. Davíðssálmi og öll hin úr sálminum sem vitna um lífið sem hefur sigrað dauðann. Hér er það Gamla testa- mentið sem talar og flytur orð manns sem lifði og starfaði eins og hver annar maður. Hann tókst á við lífið, notaði hendur og fætur til að komast áfram, velti fyrir sér skuggahliðum tilverunnar og sá að víða var pottur brotinn. Höfundur Davíðssálma horfir á með augum þess manns sem þekkir lífið, veit að það geymir svo margt viðsjált, erfitt og slítandi. Hann horfir á atburði dagsins og lífið í heild með þá stað- reynd í huga að maðurinn stendur einn andspænis örlögum sínum og að „engi má sköpum renna“. Sálma- skáldið veit þetta - að nóttin ógnar með myrkrinu og drepsóttin geisar að deginum - en hann veit þó hitt enn fremur að Guð leggur ást á hann og að hann er hjá honum í neyðinni. Þetta er viskan. Sr. Jónas Gísla- son átti þessa trú sem hér er vitnað um, trú sem hjálpar okkur til að horfast í augu við erfiðleika, ósigi'a og misfellur á hverjum degi. Hann átti þessa spakvitru og einlægu trú sem horfist í augu við stundina með þá sýn framundan að Guð hefur hlutina í hendi sér og að hann hefur síðasta orðið. Sr. Jónas var alla tíð mjög áhuga- samur um kirkju og samfélag. Hann fann sinn starfsvettvang innan vé- banda Kristilegra skólasamtaka og KFUM. Það átti við hann að lögð var áhersla á að hver og einn í sinni stétt og stöðu þyrfti að taka sína eigin afstöðu til fagnaðarerindisins og axla þá ábyrgð og köllun sem eft- irfylgdin við Jesúm Krist fól mönn- um á herðar. Af þessum sökum m.a. lét hann stjórnmál til sín taka. Hann var mjög pólitískur á tíma og tókst á við viðfangsefni pólitíkurinn- ar af sama eldmóði og annað sem hann fékkst við. Starfsreynsla sr. Jónasar í prestsskap var mjög margvísleg. Hann var prestur í íslenskri sveit, í höfuðborginni og í útlöndum. Marg- háttuð viðkoma hans í kirkju og samfélagi leiddi til þess að hann átti vini og kunningja víða. Sr. Jónas kom við sögu okkar margra presta þegar við stunduðum nám við guð- fræðideild Háskóla íslands. Þar var á ferð kennari sem bar persónuleg- an hag okkar fyrir brjósti. Kennari sem vildi vita hvernig okkur leið, hvaða vonir við bundum við námið og hverjar væntingar okkar væru gagnvart prestskapnum. Og þótt við kynnum e.t.v. ekki að meta kirkjusöguna að verðleikum, þá kunnum við að meta umhyggju hans og velvilja. A síðari árum átti sr. Jónas við mikla vanheilsu að stríða sem dró úr honum allan mátt. En viljinn var jafn mikill og fyrr, jafnvel meiri - oft sáum við hann takast á við verk- efni sem hann sinnti meira af vilja en mætti. En á þessum ögurstund- um kynntumst við betur mannkost- um hans og persónuleika og oftar en ekki reis virðing hans hvað hæst í veikindum hans. Hann var um- hyggjusamur og natinn, hann kunni að samgleðjast innilega með öðram og síðast en ekki síst þá bar hann kirkjuna áfram á bænarörmum. Á sr. Jónasi urðu orð postulans sér- stök opinberun: „Náð mín nægir þér því að mátturinn fuilkomnast í veikleika.“ Nú kveðjum við sr. Jónas með þökk fyrir liðna tíð og biðjum góðan og miskunnsaman Guð að taka hann að sér og varðveita hann hjá sér um alla eilífð. Prestafélag íslands vott- ar frú Amfríði, sr. Gísla, Arnmundi og fjölskyldum þeirra innilegustu samúð. Helga Soffía Konráðsdóttir. Við andlát séra Jónasar reikar hugurinn til okkar fyrstu kynna sem vora í sendiráði íslands í Kaup- mannahöfn. Jónas var þá sendiráðs- og sjúkrahúsprestur og átti ég það erindi að biðja hann að skíra bam vinafólks míns. Frá þessum fyrstu kynnum tókst vinátta við Jónas og Öddu sem haldist hefur óslitið síð- an. Séra Jónas varð strax mikill ör- lagavaldur í lífi okkar hjónanna því óbeint leiddi hann okkur saman. Ég trúði honum fyrir því að ég ætti í miklu hugarstríði þar sem ég hefði heillast af ungri stúlku heima á ís- landi og ég gæti ekki einbeitt mér að nokkrum hlut því hún viki ekki úr huga mér. Gallinn væri sá að hún væri bæði miklu yngri en ég, vart af unglingsaldri, og varla leyfilegt að fella til hennar ástarhug og svo héldi ég að hún hefði ekki minnsta gi-un um hug minn til hennar. Jónas hlýddi á frásögn mína og eins og honum var eiginlegt svaraði hann að bragði og sagði mér að skrifa henni strax og tjá henni tilfinningar mínar. Þetta gerði ég og um það bil ári seinna settum við upp hringa einn fagran sumardag á yndislegu heimili Jónasar og Oddu í Holte skammt utan Kaupmannahafnar. Ég sé ennþá fyrir mér hlýlegt og glettnislegt bros vinar míns þegar við tilkynntum honum trúlofunina. Jónas og Adda héldu áfram að vera miklir örlagavaldar í lífi okkar hjón- anna því Jónas gaf okkur saman í Akureyrarkirkju og skírði þrjú af börnum okkar. Síðar kom svo yngri sonur þeirra og varð mín hægri hönd í fyrirtæki okkar og höfum við starfað saman um áratuga skeið. Á þessum tíma var algengt að mikið veikir sjúklingar væru sendir í læknisaðgerðir til Kaupmanna- hafnar. Nánustu aðstandendur sem fylgdu sjúklingunum áttu þá marg- ar erfiðar stundir í ókunnu landi. Öllu þessu fólki sinnti sr. Jónas af einstakri kostgæfni, eiginlega svo mikilli að mér var þá þegar ljóst að það hlyti um síðir að ganga út yfir heilsu hans. í bókstaflegri merk- ingu þess orðs fór hann um Kaup- mannahöfn eins og stormsveipur til að sinna sjúklingum og ættingjum þeirra, vitja íslendinga sem lent höfðu í fangelsum og undirbúa at- hafnir á vegum kirkjunnar svo að- eins það helsta sé nefnt. Jónas var einstaklega lipur og fær bflstjóri og þegar mest lá við fór hraðamælirinn stundum yfir 150 km hraða á Lyng- by-hraðbrautinni, en þá vora hraða- takmarkanir ekki eins strangar og nú er. Ég reyndi að láta sem ekkert væri, þótt oft væri mér um og ó. Ekkert mannlegt var sr. Jónasi óviðkomandi. Hann hafði fyrir utan áðurgreind störf einlægan áhuga og mikla þekkingu á málaralist, stjórn- málum og viðskiptum svo fátt eitt sé talið. I frístundum glímdi hann við að raða saman stórum og flóknum púsluspilum, en sú iðja fannst hon- um afslappandi og lýsir það honum vel. Atorka Jónasar við að veita öðr- um lið jaðraði oft við hið ofurmann- lega og fyrir okkur hin sem stóðum honum nærri, ekki síst Öddu, var á stundum erfitt að vera í takt við hann og fylgja honum eftir. I stað þess að reyna að gera ævi sr. Jónasar skil í stuttri minningar- grein ætla ég að bregða upp hvers- dagslegu atviki frá Kaupmannahöfn sem ég tel að lýsi vel einni af mörg- um hliðum hans. Það var barið ákveðið að dyram á herbergi mínu og ég heyrði strax að þar var Jónas kominn. Hann vatt sér inn, leit á klukkuna og sagði að eftir ör- skamma stund hæfist uppboð á bók- um úr dánarbúi íslensks læknis sem hefði starfað í Danmörku í áratugi og við yi'ðum að hafa hraðann á. Ég hafði aldrei farið á uppboð áður og á leiðinni í bílnum sagði Jónas að ég mætti bjóða í læknisfræðibækur en hann myndi sjálfur bjóða í ljóða- bækur. „Mundu bara að þú átt að bjóða fimm krónur sem fyrsta boð“. Þar sem bfll Jónasar var með merki stjórnarerindreka gat hann lagt honum upp á gangstétt beint fyrir framan uppboðsstaðinn. Uppboðið var byrjað þegar við komum inn. Ég heyrði Jónas bjóða í ljóðabæk- urnar og einhver landi okkar aftar í salnum bauð stíft á móti og yfirbauð hann. Þá tók Jónas til sinna ráða, reis snöggt á fætur og fór til manns- ins. Eftir það skiptust þeir á skyn- samlegum boðum. Þegar röðin kom að læknisfræðiritunum og fyi’stu ár- gangar Læknablaðsins í fögru bandi vora boðnir upp varð mér svo mikið um að ég bauð tíu krónur sem fyrsta boð. Mér til mikillar furðu bauð enginn betur og ég fékk verkið á tíu krónur danskar! Ég kom svo sigrihrósandi með feng minn til Jónasar, en hann sagði aðeins: „Þú áttir að fara að mínum ráðum og bjóða fimm krónur sem fyrsta boð.“ Á eftir fórum við saman á kínversk- an veitingastað sem Jónas hafði mikið dálæti á og héldum upp á vellukkuð og skemmtileg viðskipti. Þannig var séra Jónas, ekki aðeins andlegur leiðtogi og einlægur trú- maður, heldur hafði hann einnig gaman af að taka þátt í því sem menn flokka undir veraldlega hiuti, en er í raun hluti af eðlilegu lífi og samofið því sem andlegt kallast. Fyrir hamhleypu eins og séra Jónas var afar erfitt að þurfa að takast á við sjúkdóm sem hamlaðj athafnaþrá hans á öllum sviðum. I þeira baráttu bannaði hann sér aldrei. Fyrir okkur, sem fylgdumst með því stríði, var það þyngra en tárum taki. Nú hefur okkar kæri séra Jónas fengið langþráða hvfld og frið, sem hann trúði einlæglega á og boðaði ætíð kröftuglega að við myndum öðlast fyrir trú á Drottin vorn Jesú Krist. Við biðjum að sú trú megi nú styrkja Öddu og fjölskyldu þeirra í sorginni. Óvenjulegum lífsferli er lokið og við sem eftir stöndum þökkum af alhug kynnin og vinátt- una sem var óbrigðul. Guð blessi minningu séra Jónasar Gíslasonar vígslubiskups. Guðmundur Hallgrímsson og ^ Anna Guðrún Hugadóttir. Ég hitti Jónas Gíslason fyi'st meðan ég var enn á unglingsaldri. Á þeim tíma heyrði ég hans líka oft getið vegna vináttu náinna skyld- menna minna við hann. Persónuleg kynni mín af Jónasi hófust þó fyrst er ég byrjaði nám í guðfræðideild haustið 1972. Ég halla ekki réttu máli þótt ég játi að í upphafi óttaðist ég þennan nýja læriföður minn. Atorkan, áhuginn, starfsgleðin og athafnasemin var langt umfram það sem hugmyndir mínar um „hina andlegu stétt“ rúm- uðu. Jónas Iíktist í mínum huga meira athafnasömum framkvæmda- stjóra eða stjórnmálamanni, enda var hann í raun hvort tveggja ævi- langt þótt hann gegndi slíkum hlut- verkum opinberlega aðeins um skamman tíma og á ungum aldri. Fljótt virðist veraldlegur frami hafa orðið honum hjóm eitt og lengst af leitaði hann kröftum sínum útrásar á kirkjulegum vettvangi. Þegar fram liðu stundir áttum við Jónas eftir að elda mörg járn sam- an: Hann var faðir Gísla sem var mér líkt og fóstbróðir öll árin í Há- skólanum. Hann varð fyrsti kennari minn í kh'kjusögu, en sú fræðigrein átti síðar eftir að verða lifibrauð mitt. Hann var andmælandi við doktorsvörn mína. Um árabil störf- uðum við saman á vegum Alþingis í ritstjórn Sögu kristni á íslandi í 1000 ár og þegar Jónas var kjörinn vígslubiskup í Skálholti varð ég eft- irmaður hans við guðfræðideildina. Smám saman rann óttinn af mér og ég tók að meta aðra eðliskosti Jónasar en þá sem fyrst blöstu við. í persónulegum samskiptum komst ég í kynni við umhyggjusemi hans og vilja til að stuðla að framförum og framgangi þeirra „unglinga“ sem hann eyddi miklum hluta tíma síns með. í kennslunni kynntist ég yfir- sýn hans og næmum skilningi á við- fangsefnum kirkjusögunnar. í rit- stjórninni kom oft í ljós hve úrræða- góður Jónas var og fundvís á hag- nýtar lausnir á sérhverjum vanda. Því miður nutum við krafta hans of SJÁ NÆSTU SÍÐU Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ P UTFARAH Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is CC Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.