Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 48
,48 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKÁK Internet Chess Cluh, 27.-28. nóveniber 24. SKÁKA HRAÐSKÁKEINVÍGI * Tveir stigahæstu skákmenn heims, Rússarnir Gary Kasparov og Vladímir Kramnik, mætast á Netinu í dag og á morgun. GARRY Kasparov og Vladimir Kramnik ætla að tefla 24 skáka hraðskákeinvígi i Moskvu dagana 27. og 28. nóvember. Tefldar verða 12 skákir hvom dag. Notað verður tölvu- tengt skákborð og skákirnar verða sýndar á Netinu jafnóðum og þær eru tefldar. Hægt verður að fylgjast með skákunum í beinni útsendingu á ICC- skákþjóninum, en keppnin hefst ■'klukkan 17 báða dagana. Verðlaunasjóðurinn er 24.000 doll- arar og fá keppendur 500 dollara fyr- ir jafntefli, en 1.000 dollara íyrir sig- ur í hverri skák. Styrktaraðili keppninnar er Hótel Kosmos í Moskvu og einungis verður hægt að fylgjast með henni á ICC. Það þýðir að einungis skráðir not- endur á ICC geta séð skákirnar. Auk þess þurfa þeir sem ætla að íylgjast með að kaupa sér „miða“ á keppnina. Bæði er hægt að skrá sig á ICC og kaupa miðana í gegnum Netið. Miði til að fylgjast með öllum skákunum kostar 16 doliara, en einnig er hægt að kaupa miða á annan daginn fyrir 10 dollara. Nánari upplýsingar má fínna á heimasíðu ICC: http://www.chessclub.com Róbert Harðarson netskákmeistari Róbert Harðarson sigraði örugg- lega á íslandsmótinu í netskák sem haldið var í þriðja skipti sl. sunnu- dag. Þátttakendur voru 31 og hafa aldrei verið fleiri. Sigur Róberts þarf ekki að koma á óvart, en hann tefldi nýlega í landsliðsflokki á Skákþingi íslands og stóð sig vel, lenti í 5._6. Kasparov og Kramnik á Netinu í dag sæti. Hlíðar Þór Hreinsson og Davíð Kjartansson lentu í 2. 3. sæti með sjö vinninga af níu, einum vinningi á eftir Róbert. Hlíðar er einn af okkar reyndustu netskákmönnum og hefur oft náð mjög góðum árangri á því sviði. Davíð Kjartansson er ungur skákmaður, sem tefldi í fyrsta skipti í landsliðsflokki í haust og árangur hans þar sýndi að hann er að komast í hóp okkar sterkustu skákmanna. Skákmót sem haldin eru á Netinu hafa þá sérstöðu að staðsetning skák- manna skiptir sáralitlu máli. Þannig voru þátttakendur bæði af Reykja- víkursvæðinu og utan af landi og meira að segja var einn þátttakenda í Mexíkó! Þetta var Hrannar Baldurs- son, sem nú býr í Mexíkó og hefur náð frábærum árangri þar á skák- mótum. Hrannar lenti í 4._6. sæti á mótinu ásamt Vestfirðingunum Hall- dóri Grétari Einarssyni og Sigurði Ólafssyni. Eins og áður segir var þetta í þriðja skiptið sem Islandsmótið í net- skák er haldið. Eftirtaldir skákmenn hafa orðið Islandsmeistarar: 1996: Þráinn Vigfússon. 1997: Benedikt Jónasson. 1998: Róbert Harðarson. Auk keppninnar um Islandsmeist- aratitilinn fór samkvæmt venju einnig fram keppni um besta árangur áhugamanna (1.800 stig eða minna) og byrjenda (stigalausir skákmenn). Hjörtur Þór Daðason sigraði í flokki áhugamanna, en þar varð röð efstu manna (raðað eftir stigum): 1. Hjörtur Þór Daðason 5 v. 2. Kjartan Guðmundsson 5 v. 3. Birgir Ævarsson 5 v. Birgir Ævarsson sigraði í flokki byrjenda: 1. Birgir Ævarsson 5 v. 2. Jóhann Skúlason 3!4 v. 3. Gunnar Th. Gunnarsson 3 v. Vladimir Gary Kramnik Kasparov Á Islandsmótinu í netskák hefur skapast sú skemmtilega venja að keppendur tefla undir dulnefnum. Keppendur vita því ekki fyrr en að mótinu loknu hverjir andstæðingar þeirra voru. Röð efstu keppenda á mótinu varð þessi (dulefni innan sviga): 1 Róbert Harðarson (Rose) 8 v. 2 Hlíðar Þór Hreinsson (SMU) 7 v. 3 Davíð Kjartansson (BoYzOnE) 7 v. 4 Hrannar Baldursson (Krimm) 6 v. 5 Halldór G. Einarsson (Stórm.) 6 v. 6 Sigurður Ólafsson (Klofningur) 6 v. 7 Gunnar Björnsson (Lukku-Láki) 5'Æ v. 8 Einar K. Einarss. (Hmmhahmmm) 5'Æ v. 9 Sigurbjöm Björnsson (Nói) 5 v. 10 Gunnar F. Rúnarsson (Khomeini) 5 v. 11 Davíð Ólafsson (Lilli aumingi) 5 v. 12 Hjörtur Þór Daðason (AndyCole) 5 v. 13 Kjartan Guðmundsson (Kent) 5 v. 14 Ögmundur Kristinsson (ZomoII) 5 v. 16 Birgir Ævarsson (Gambri) 5 v. o.s.frv. Ingibjörg Edda Birgisdóttir var eina stúlkan sem tók þátt í mótinu. Hún hefur verið dugleg að taka þátt í skákmótum að undanförnu og náði m.a. bestum árangri íslensku kepp- endanna á Disney-mótinu, sem ný- lega fór fram í París. Með þessu áframhaldi á henni eftir að fara mikið fram á næstu mánuðum. Islandsmótið í netskák hefur óneit- anlega léttara yfirbragð en hefðbund- in skákmót. Þannig er það alvanalegt að keppendur „ræðist við“ bæði á milli skáka og eins meðan skákir standa yfir. Einna skemmtilegast er þó þegar nokkrir keppendur hafa aðstöðu á sama stað, eins og t.d. var boðíð upp á hjá Tölvuleigunni. Tefldar voru 9 umferðir eftir Mon- rad-kerfi. Umhugsunartíminn var fjórar mínútur með tveggja sekúndna viðbót við hvern leik. Teflt var á evrópska skákþjóninum í Arósum, en Danir hafa verið mjög áhugasamir um samstarf við Islend- inga á þessu sviði. Kristján Eðvarðs- son og Halldór Grétar Einarsson áttu veg og vanda af undirbúningi mótsins. Skákstjórar voru þeir Kristján Eðvarðsson og Tommy Salois. Upp- haflegu hugmyndina að Islandsmót- inu í netskák átti Taflfélagið Hellir, sem jafnframt sér um framkvæmd mótsins. Aðalstuðningsaðili mótsins var EJS hf. Þröstur í öðru sæti í Wrexham Þröstur Þórhallsson er í öðru sæti á alþjóðlega skákmótinu í Wrexham í Wales þegar ein umferð er til loka mótsins. I sjöundu umferð tapaði hann íyrir Andrew Webster (2.420) og missti þar með forystuna á mót- inu. Þröstur hafði hvítt. I áttundu umferð gerði hann síðan stutt jafn- tefli við Tékkann gamalreynda, Vlastimil Jansa (2.490), sem er jafn Þresti að vinningum. Staðan fyrir síðustu umferðina er þessi: 1. Stellan Brynell 6 v. 2. Þröstur Þórhallsson 5!4 v. 3. Vlastimil Jansa 6V4 v. 4. Steffen Pedersen 414 v. 6. Andrew Webster 4!4 v. 6. Chris Ward 4 v. 7. Tim Wall 3 v. 8. Andrew Kinsman 3 v. 9. Eugene Martinovsky 2!4 v. 10. Richard Dineley 1!4 v. Meðalstigin á mótinu eru 2.420, sem þýðir að 7 vinninga þarf til að ná stórmeistaraáfanga. Stellan Brynell vantar því einn vinning upp á áfanga og þarf því að sigra Chris Ward í síð- ustu umferðinni. Unglingameistaramót Hellis 1998 Unglingameistaramót Hellis 1998 hefst mánudaginn 30. nóvember kl. 16:30, þ.e. nokkru fyrr en venjulegar mánudagsæfingar Hellis. Mótinu verður svo fram haldið mánudaginn 7. desember kl. 16:30. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrri keppnisdaginn verða tefldar þrjár skákir og fjórar þann seinni. Umhugsunartími á hverja skák er 20 mínútur. Mótið er opið öllum 15 ára og yngri. Meðan á mótinu stendur falla venjulegar unglingaæfingar Hellis niður. Teflt verður sem hér segir: 1.-3. umf.: Mánudag 30. nóv. kl. 16:30 4.-7. umf.: Mánudag 7. des. kl. 16:30 Verðlaun: 1. Unglingameistari Hellis fær farand- bikar til varðveislu í eitt ár. 2. Þrír efstu fá verðlaunagripi til eignar. 3. Fimm efstu fá bókaverðlaun. 4. Dregin út þrenn bókaverðlaun. Þetta er í fjórða sinn sem Ung- lingameistaramót Hellis er haldið. Eftirtaldir skákmenn hafa orðið ung- lingameistarar Hellis (fjöldi þátttak- enda innan sviga): 1995: Egill Guðmundsson (22). 1996: Bragi Þorfinnsson (30). 1997: Davíð Kjartansson (32). Skákklúbbakeppni TR 1998 verður hatdin í félagsheimili TR, Faxafeni 12, fóstudaginn 27. nóvem- ber kl. 20. Keppt er í fjögurra manna sveitum og er tefld hraðskák. Öllum er frjálst að mynda sveitir og hafa slík mót notið vinsælda upp á síðkast- ið. Þátttökugjald er 1.000 kr. á sveit- ina. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson stoO‘*I> Jólamatur, gjafir og föndur, 64 síðna blaðauki fylgir blaðinu um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.