Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Einar Helgason fæddist á Hofi í Vopnafirði 25. des- ember 1922. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 17. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Helgi Tryggvason, f. 1. mars 1896, d. 20. mars 1982, bók- bandsmeistari í Reykjavík, og kona hans, Ingigerður Einarsdóttir, f. 2. október 1898, d. 5. júlí 1992. Einar var næstelstur sex systkina. Þau eru: Sigríður, f. 1. október 1921, Vigfús, f. 18. september 1925, Halldór, f. 16. júlí 1927, Jakob, f. 1. mars 1930, og Kristinn, f. 23. mars 1939. Einar kvæntist Steinunni G. Sigurgeirsdóttur, f. 12. nóv. 1925. Foreldrar hennar voru Línbjörg Arnadóttir og Sigur- geir Magnússon. Þau skildu 1982. Synir þeirra eru: 1) Ragn- ar Gylfi, f. 10. nóv., 1947, í sam- búð með Guðlaugu Friðriks- dóttur. Hann á þtjú börn með Sigríði M. Jóhannsdóttur. A) Steinunn Línbjörg, f. 8. sept. 1970, í sambúð með Finni Vík- i.igssyni. Þau eiga tvo syni. B) Aðalheiður Kristín, f. 15. febr. 1973, í sambúð með Birni Björnssyni. Þau eiga eina dótt- ur. C) Einar Sveinn, f. 11. jan. 1978. 2) Helgi Rúnar, f. 4. ágúst 1949, kvæntur Helgu Stefáns- Elsku afi. „Við göngum svo léttir í lundu, og lífsgleðin blasir oss við ..." Þetta er það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar ég sest niður til að skrifa til þín nokkur orð í lokin. Þá sé ég okkur fyrir mér í Range Rover á leiðinni í sumarbústaðinn við Gísl- ho’tsvatn. Þar var alltaf gaman að ve.ra. Það er svo margt sem kemur upp í hugann, og ég veit ekki hvað af þeim góðu stundum sem við átt- um saman ég á að velja til að minn- ast á hér. Það var yndislegt að fá að búa hjá þér þegar við Finnur flutt- um suður. Okkur vantaði samastað dóttur. Þeirra dæt- ur eru: A) Hrönn, f. 27. mars 1970, í sambúð með Olafi H. Þórólfssyni. Þau eiga einn son. B) Kristjana, f. 31. júlí 1972. Hún á einn son með Grími Thorarensen. C) Guðrún, f. 1. júlí 1975, í sambúð með Sigurði Erni Jóns- syni. Þau eiga eina dóttur. D) Inga Rún, f. 7. jan. 1987. 3) Ingi Garðar, f. 10. sept. 1952, d. 13. júlí 1980. Hann var kvæntur Dagnýju Hildi Leifsdóttur. Þeirra sonur er Davíð Örn, f. 27. júlí 1973. Einar ólst upp á Hofi til átta ára aldurs, er hann flutti í Reykjahlíð í Mosfellsdal og það- an til Reykjavíkur. Hann lærði bókband hjá föður sínum og í Gutenberg og tók brottfarar- próf 1945. Hann vann í Guten- berg til 1948, í Bókfelli til 1956 og var síðan verkstjóri í Hólum til 1974. Einar kenndi við Iðn- skólann í Reylqavík frá 1972 þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Einar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Bókbindarafélag íslands, sat meðal annars í prófanefnd um margra ára skeið. Síðustu árin dvaldi Einar að Hjúkrunar- heimilinu Eir í Grafarvogi. títför Einars fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. í fimm vikur áður en við fengum okkar íbúð, og það var, eins og við mátti búast af þér, afi minn, minnsta mál í heimi. Sambúðin hjá okkur gekk mjög vel. Það var svo gaman að elda fyrir þig, það var al- veg sama hvað ég bauð uppá, þú varst alltaf jafnglaður. Nema svið- in, manstu, þú skammaðir mig fyrir það að kaupa hreinsuð svið því þá vantaði mesta góðgætið. Eg man þegar Heiða systir hitti þig og langömmu á Kentucky. Vin- konui' hennar héldu að hún væri að fíflast, því hún sagðist ætla að fara og tala við afa og langömmu, og þær reyndu að stoppa hana af því þær trúðu henni ekki. En auðvitað voruð þetta þið. Kentucky var í miklu uppáhaldi og ekki get ég talið ferðirnar sem þú hefur boðið mér, eða allri fjölskyldunni, á Kentucky. Takk fyrir það. Þegar þú baðst mig að koma með þér í bæinn og hjálpa þér að kaupa jólagjafir, það var um kaffileytið á Þorláksmessu og þú áttir eftir að kaupa allar jóiagjaf- irnar, það var mjög skemmtileg bæjarferð. Álltaf var gaman að koma og heimsækja þig þegar við komum suður. Líka eftir að þú fluttir á Eir. Baldri Þór leiddist aldrei í heim- sókn hjá þér þar. Rúmið þitt var svo spennandi. Það var nú ekki lítið sem þið Baldur voruð búnir að hlæja saman, þegar hann fékk að fikta í tökkunum og þú sast uppí rúmi og rúmið jafnt sem höfuðgafl- inn hamaðist upp og niður. Mamm- an reyndi þó að banna þetta, en þú hélst nú ekki, barnið mætti nú leika sér. Arnþór Gylfi var alltaf hálf- feiminn fyrst en ekki leið á löngu þar til hann var kominn í fangið á þér og þið farnir að spjalla. Jóla- gjöfin til þín í ár, frá okkur, lítil fal- leg jata, mun prýða stofuna mína í náinni framtíð. Elsku afi, langafi, takk fyrir allt og allt. Bestu kveðjur frá Finni og strákunum. Þín Steinunn Línbjörg (Steina). Þegar ég hugsa um hvernig hinn hefðbundni afi á að vera, þá sé ég fyrir mér sköllóttan mann, helst með smá ístru. Mann sem hefur tíma fyrir bai-nabörnin. Þannig var hann Einar afi. Eg man svo vel eft- ir því þegar hann bjó í Skeiðarvog- inum. Hvað það var alltaf gaman að koma í heimsókn. Það fyrsta sem við systurnar gerðum var að fara niður í kjallai’a til afa og fá að búa til bækur. Þá sat hann á kollinum sínum og fylgdist brosandi með. Það var einnig mikilvægt að fá að hjálpa honum að vinna. Og þó hann yrði helmingi lengur með bækuraar fyrir vikið, þá skipti það ekki máli, því við skemmtum okkur vel. Einnig átti hann það til að bjóða okkur með sér í bfltúr eitthvert út í sveit. Það voru spennandi ferðir, því yfirleitt fórum við leiðir sem voru svo gott sem ófærar. Þá setti afi bara í lága drifið og komst þang- að sem hann ætlaði sér. Hann hafði mikla ánægju af því að ferðast um og skoða náttúruna. Hann gat nafn- greint hvert einasta blóm og hvern einasta fugl sem við sáum í þessum ferðum. Og eftir því sem við syst- urnar urðum eldri og nálguðumst sautjánda árið, þá leyfði hann okk- ur að kanna hæfni okkar undir stýri. Hann sat þá sallarólegur í farþegasætinu og sagði okkur til. Það besta við það var að hann treysti okkur og því mun ég aldrei gleyma. Svona má lengi halda áfram því minningarnar eru marg- ar og góðar. En núna er sú stund komin að þurfa að kveðja þig, elsku afi. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og ekki síst fyrir að vera sá maður sem þú varst. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ijós og dimmi meir og meir ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. (Margrét Jónsdóttir.) Fyrir hönd okkar systra, Guðrún Helgadóttir. Elsku afi. Eg man þegar ég var lítil og við fórum saman út á leikvöllinn bakvið blokkina, þar sem þú áttir heima. Fói-um svo í bakaríið og keyptum þar súkkulaðisnúðinn með mesta súkkulaðinu. Löbbuðum síðan að sjoppunni og þú gafst mér bland í poka. Það var rosa gaman. Ég man hvað þú safnaðir miklu dóti sem ég gat leikið mér að. Svo varðst þú svo veikur að þú ert heppinn að hafa fengið að deyja. Ég veit að það er gott fyrir þig að vera í himnaríki og hitta ættingja þína og Stefán afa. Ég vona að þú hafir það gott. Inga Rún. Með nokkrum orðum langar okk- ur í Alafosskómum að minnast Ein- ars Helgasonar bókbandsmeistara. Það er nú einu sinni þannig að Alafosskórinn er eins og stór fjöl- skylda og Einar var svo sannarlega hluti af henni, ekki síst vegna þess að hann er pabbi hans Helga, söng- stjórans okkar og afi hennar Hrannar, undirleikarans okkar. Síðan syngja með okkur í kórnum Ragnar sonur hans og tengda- dótth-in Guðlaug og aldrei er hún Helga okkar, konan hans Helga, langt undan. Jafnframt hefur Einar ferðast með kórnum bæði innan- lands og utan og á góðum stundum var hann hrókur alls fagnaðar, greip þá gjarnan í gítarinn og var þá vandfundið það sem hann ekki kunni að spila og syngja. Með Einari er genginn einn af dyggustu tónleikagestum Álafoss- kórsins, alltaf var hann mættur með sitt hlýja bros og hvatningar- orð á vörum, jafnvel eftir að heilsu hans hrakaði lét hann sig ekki vanta. Eftir að Einar fór að dvelja á hjúkrunarheimilum hefur kórinn haft þá ánægju að geta heimsótt hann og aðra dvalargesti og sungið með þeim jólalögin á aðventunni. Að lokum biðjum við guð að blessa minningu Einars Helgason- ar og þökkum fyrir samfylgdina. Sonum hans og fjölskyldum þeiri-a vottum við okkar dýpstu samúð. Félagar í Álafosskórnum. Einar Helgason er dáinn. Við munum sakna hans, bókbindara- hópurinn JAM, en þar var hann fé- lagi og vinur alla tíð. Einar var bók- bandsmeistari í orðsins fyllstu merkingu. Það er ekki ofmælt að telja hann með bestu bókbindurum landsins á sinni tíð. Strax í iðnskóla skaraði hann fram úr og hlaut hæstu einkunn og vandvirkni hans var viðbrugðið í hvívetna. Sérstak- lega var hann góður handgyllari. Ég kynntist Einari fyrst fyrir fimmtíu árum þegar ég var í bók- bandsnámi í Bókfelli að Hverfis- götu 78. Við unnum saman næstu sex árin. Hann varð strax yfirgyll- ari fyrirtækisins, tók við því starfi af Olafi Tryggvasyni föðurbróður sínum. Það kom því í hans hlut að kenna mér undirstöðuatriðin í handgyllingu og ég gleymi því seint hvað það var gaman að vinna með honum. Hann naut þess að kenna og gera það á þann hátt að vinnan varð leikur. Frá þessum árum á ég margar góðar minningar um góða félaga í Bókfelli. Þetta var samvalinn hópur ungs fólks, sem átti það oft til að slá á léttari strengi í harðri lífsbaráttu þessara ára. Einar var þar í farar- broddi. Spilaði og söng vísur af hjartans lyst við ýmiss tækifæri, á árshátíðum eða á ferðalögum. Þá var gaman að lifa. Pólitíkin á þessum árum átti sinn þátt í að krydda tilveruna og það vildi svo til að Einar var líklega eini íhaldsmaðurinn í hópnum. Hinh- voru flestir kommar og einstaka krati. Það flugu því stundum þung- ar hnútur á milli borða í vinnusaln- um. En þrátt fyrir allar væringar hafði þetta engin áhrif á vinskapinn á milli okkar félaganna. Hann hélst alla tíð eins og um eina fjölskyldu væri að ræða. Einar var mikill náttúraunnandi og hafði gaman af ferðalögum. Þeir ferðuðust oft saman Einar og Tryggvi Sveinbjömsson vinnufélagi okkar, sem látinn er fyrir sex árum. Heyrðum við oft mergjaðar ferða- sögur þeirra félaga, t.d. um miðhá- lendið og var þá ekki allt vílað fyrir sér, eins og ég þekkti raunar sjálf- ur úr ferðalögum með Tryggva á þessum sömu árum. Þetta var t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGVALDI FANNDAL TORFASON, Árbraut 14, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugar- daginn 28. nóvember kl. 14.00. Elísabet Finnsdóttir, Ingibjörg Sigvaldadóttir, Guðrún Sigvaldadóttir, Torfhildur Sigvaldadóttir, Sjöfn Sigvaldadóttir, Svala Sigvaldadóttir, tengdasynir og barnabörn. t INGIBJÖRG RAGNARSDÓTTIR kennari, Skjólbraut 10, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánu- daginn 30. nóvember kl. 15.00. Ragna Pálsdóttir, Þórmundur Sigurjónsson, Páll Einarsson, Ragnar Ragnarsson, Guðrún Ragnarsdóttir, Árni Björn Jónasson, Páil Árnason, Jónas Árnason, Ragna Árnadóttir, Magnús Jón Björnsson, Brynhildur Magnúsdóttir. EINAR HELGASON skemmtilegur tími þegar ungir menn voru að hasla sér völl í erfiðri lífsbaráttu kaldastríðsáranna. Einar gerðist síðan verkstjóri í bókbandsvinnustofu Hóla og var þar hátt á annan áratug í farsælli samvinnu við hinn mikilsvirta bóka- útgefanda og hönnuð, Hafstein Guðmundsson. Næstu þáttaskil í lífi Einars verða þegar hann er ráðinn kennari við stofnun bókbandsdeildar Iðn- skólans í Reykjavík 1972. Það varð okkar stétt til gæfu að fá Einar til að móta það starf sem framundan var og það leysti hann svo sannar- lega vel af hendi alla tíð. Hann var kennari við Iðnskólann í rúm tutt- ugu ár. Á seinni árum hefur leið okkar Einars oft legið saman í gegnum starfsemi JAM-hópsins, sem er klúbbur nokkurra handbókbindara. Þetta er fyrirbæri sem okkur þótti nauðsynlegt að hafa til að tengja saman fortíð og framtíð. Einar minn, ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir sam- fylgdina og alla þá alúð sem þú lagðir í að kenna mér list þína, eins og svo mörgum öðrum. Ég og Ragnheiður kona mín sendum öllum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Svanur Jóhannesson. Starf áhugamannakóra byggist öðru fremur á því, eins og annað fé- lagsstarf, að einhver hluti þátttak- enda sé tilbúinn til þess að gefa af tíma sínum og af sjálfum sér. Því fleiri sem eru tilbúnir til þess, því betra verður stai'fið. Einar Helga- son var þess háttar maður og Karlakórinn Stefnir var svo hepp- inn að Einar starfaði með honum um árabil. Einar kom fyrst í Stefni þegar Helgi sonur hans söng þar og stjórnaði kórnum og Einar hélt áfram að syngja með Stefni eftir að Helgi fór að stjórna öðrum kórum og syngja með þeim. Fljótlega komumst við Stefnismenn að því að Einar var tilbúinn til þess að gera meira fyrir kórinn en syngja á æf- ingum og tónleikum svo við kusum hann í stjórn. Þar lagði hann alltaf gott til málanna og var ætíð reiðu- búinn að leggja kórnum lið við hvers konar starfsemi. Hann tók t.d. þátt í undirbúningi ýmiss konar skemmtana á vegum kórsins og að skemmtun lokinni mátti ailtaf treysta á að Einar tæki þátt í því að ganga frá og hnýta alla lausa enda. Þá snaraðist hann úr jakkanum og sópaði gólf, staflaði stólum og borð- um, þvoði upp o.s.frv. Það var líka lengi fastur liður að leita til Einars um frágang á ýmiss konar dag- ski'ám og nótnaheftum og þau verk vann hann alltaf af sinni alkunnu smekkvísi og vandvirkni, en hann var bókbindari að mennt og kenndi lengi bókband við Iðnskólann í Reykjavík. Og það var sama hvað verkefnið var smátt, Einar taldi alltaf meginatriði að vanda verkið eins og kostur var. Við þökkum fyr- ir það. Einar var ekki framhleypinn maður eða hávaðasamur. En hann var gamansamur og skemmtilegur, stutt í brosið og glampann í augun- um. Og hann var meiri leikari og betri skemmtikraftur en margir vissu. Við sáum það til dæmis einu sinni þegar við vorum á leið heim úi' söngferð á Hvammstanga og Blönduós. Þá fór Einar á kostum í rútunni á heimleiðinni eins og þrautþjálfaðúr revíusöngvari. Það verðui' mörgum minnisstætt. Síðustu árin gat Einar ekki leng- ur sungið með okkur vegna heilsu- brests. En hann kom stundum á tónleika og þá var gott að hitta hann og taka í höndina á honum. Þótt hann ætti erfiðara með að brosa en áður, mátti samt sjá votta fyrir glampanum í augunum og maður vissi að hann var þarna inni og naut þess að hitta gömlu félag- ana. Nú fáum við að kveðja hann með nokkrum lögum í dag. Við ætl- um að reyna að vanda okkur við það. Hann á það skilið. Karlakórinn Stefnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.