Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Skiptar skoðanir um úrskurð bresku lávarðadeildarinnar 1 máli Pinochets Hvaða þjóðarleiðtogi verður handtekinn næst? AFRYJUNARDOMSTOLL lá- varðadeildar breska þingsins úr- skurðaði í fyrradag að Augusto Pin- ochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, nyti ekki friðhelgi sem fyrr- verandi þjóðhöfðingi og hnekkti þar með dómi undirréttar í Lundúnum sem hafði úrskurðað að handtaka hans í síðasta mánuði hefði verið ólögleg. Afrýjunardómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að laga- leg friðhelgi fyrrverandi þjóðhöfð- ingja næði ekki til þeirra glæpa, sem Pinochet er sakaður um. Pinochet var hershöfðingi þegar hann tók völdin í sínar hendur í valdaráni árið 1973 og hefur verið sakaður um að hafa látið ræna, pynta og myrða þúsundir pólitískra andstæðinga sína á 17 ára valdatíma sínum. Nýtur takmarkaðrar friðhelgi Urskurður áfrýjunar- dómstólsins byggist eink- um á því að Pinochet hefur látið af embætti þjóðhöfð- ingja. Lávarðamir fímm, sem fjölluðu um áfrýjunina, sögðu að lagaleg friðhelgi fyrrverandi þjóðhöfðingja væri minni en ríkjandi ráðamanna. Niðurstaðan er því sú, eins og lögfræðing- ar Pinochets bentu á, að aðeins er hægt að sækja einræðisherrann fyrrver- andi til saka vegna þess að hann lét af embætti til að greiða fyrir því að lýðræð- isleg stjóm gæti komist til valda í landi sínu árið 1990. Allir dómararnir fímm vora sammála um að væri Pinochet enn forseti Chile yrði ekki hægt að sækja hann til saka. Hann nyti aðeins takmarkaðrar frið- helgi sem fyrrverandi þjóð- höfðingi; ekki væri hægt að lögsækja hann fyrir „lög- mætar stjórnarathafnir“ en öðru máli gegndi um at- hafnir sem væra álitnar ólögmætar samkvæmt þjóðarétti. Straumhvörf í baráttunni gegn mannréttindabrotum Talsmenn mannréttindasamtaka sögðu að þessi úrskurður markaði tímamót á sviði mannréttindalaga og sögðu að áhrif hans myndu ekki einskorðast við Pinochet eða Chile. „Þetta era skilaboð til allra ráða- manna sem gerast sekir um morð,“ sagði David Bull, yfirmaður Bret- landsdeildar Amnesty Intemational. „Skilaboðin era: „hættið strax. Hægt er að sækja ykkur til saka.“„ Geoffrey Bindman, lögfræðingur Amnesty Intemational og fjöl- skyldna nokkurra fórnarlamba Pin- ochets, lýsti úrskurðinum sem „mik- ilvægasta mannréttindadómsmáli aldarinnar". Geof Gilbert, prófessor í þjóðarétti við Essex-háskóla, sagði að úrskurðurinn væri mjög mikil- vægur vegna þess að ensk lög væru „meðal íhaldssömustu laga heims á þessu sviði“. „Þetta bendir því til þess að straumhvörf hafí orðið á sviði alþjóðlegra glæpalaga." Marc Weller, aðstoðarfram- kvæmdastjóri alþjóðamálastofnunar Cambridge-háskóla, lýsti úrskurðin- um sem „sigri skynseminnar yfir kreddufestunni" og miklum ósigri fyrir þá sem héldu því fram að fyrr- verandi þjóðhöfðingjar ættu að njóta algjörrar friðhelgi. Urskurðurinn gæti einnig styrkt Alþjóðaglæpadómstólinn, sem ráð- gert er að koma á fót í Haag til að taka á verstu mannréttindabrotun- um og veita lögsögu í málum þjóð- höfðingja. Stjómvöld í Bandaríkjun- um og Kína hafa þó lagst gegn dóm- Mannréttindasamtök hafa fagnað úrskurði æðsta dómstóls Bretlands um að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, njóti ekki friðhelgi sem tímamótum í bar- áttunni gegn alvarlegum mannréttinda- --------------------7----------------- brotum í heiminum. Urskurðurinn getur einnig haft mjög víðtækar og ófyrirsjáan- legar afleiðingar í samskiptum ríkja heims og varað hefur verið við því að hann geti skapað hættulegt fordæmi. DEILAN um handtöku Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur leitt til götumótmæla í landinu og óttast er að átök blossi upp. Andstæðingur Pinochets er hér handtekinn í Santiago. stólnum þar sem þau óttast að hann kunni að verða til þess að menn verði lögsóttir af pólitískum ástæð- um. „Sögulegt fordæmi" Spænska dagblaðið E1 País fagn- aði niðurstöðu bresku dómaranna og sagði daginn „hátíðisdag í lífí margra lýðræðissinna". Urskurður- inn væri mikilvægur þar eð gamlir harðstjórar gerðu sér nú ljóst að þeir gætu þurft að sæta ábyrgð gerða sinna færa þeir frá föðurlandi sínu. Þótt enn væri ekkert alþjóð- legt skipulag til í þessu viðfangi þýddi niðurstaðan í Bretlandi að landslög ásamt alþjóðlegum sátt- málum hefðu lagt drög að nýrri al- þjóðlegri skipan dómsmála. Dagblaðið ABC, sem þykir einna lengst til hægri á Spáni, sagði í for- ystugrein að niðurstaða bresku dómaranna fæli í sér „sögulegt for- dæmi“ í hinni alþjóðlegu mannrétt- indabaráttu. Aður viðtekin viðmið í þessum efnum hefðu nú breyst. E1 País tók fram að of snemmt væri að segja til um hvort Pinochet yrði framseldur til Spánar. Blaðið lætur í ljós þá skoðun að framsal verði til þess að styrkja lýðræðið í sessi í Chile þar eð Pinochet hefði áður verið „ósnertanlegur", ekki síst í krafti þeirrar stöðu að vera öld- ungadeildarþingmaður til lífstíðar, sem hann sjálfur tryggði sér. Nú sé hann það ekki lengur. „Innrás í dómskerfi Chile“ Dagblaðið E1 Mercurío í Chile var á öndverðum meiði og sagði í for- ystugrein að úrskurðurinn spillti mjög stjórnmálaástandinu í landinu. „Akvörðun bresku dómaranna felur í sér innrás í dómskerfi Chile og op- inbera vantrú á fullveldi þjóðarinn- ar. Fram að þessu hafa rök ríkis- stjórnar Chile ekki einu sinni verið tekin til greina.“ Blaðið segir að enginn vafí leiki á því að Pinochet hafi notið friðhelgi diplómata þegar hann kom til Bret- lands en þau rök hafí verið hundsuð með öllu. „Þessir atburðir era mjög alvarlegir fyrir Chile. I fyrsta skipti í sögunni hefur það gerst að erlend- ur dómari hefur dæmt fyrrverandi þjóðarleiðtoga þvert á vilja ríkis- stjórnar hans og þjóðar. Með þessu móti hefur dómarinn hundsað mikil- vægi og merkingu laga í okkar eigin landi.“ Forystugreininni lýkur með full- yrðingu þess efnis að friður og stöð- ugleiki kunni að vera í hættu í Chile. Thatcher gæti átt á hættu að verða handtekin Nokkur bresk dagblöð gagnrýndu einnig úrskurðinn og vöruðu við því að hann gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í samskiptum ríkja heims. Lögfræðingar Pinochets héldu því fram að yrði hann framseldur til Spánar gæti það orðið til þess að George Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, yrði handtekinn og sendur til Iraks vegna mannfallsins í Persaflóastyrjöldinni. Ronald Reagan, forveri hans í embættinu, kynni einnig að eiga á hættu að verða sóttur til saka í Panama vegna hernaðaríhlutunar Bandaríkja- manna þar á valdatíma hans. Argentínumenn gætu einnig kraf- ist þess að Margaret Thatcher, fyrr- verandi forsætisráðherra Bretlands, yrði framseld til Argentínu vegna árásarinnar á herskipið Belgrano í Falklandseyjastríðinu 1982. Hún gæti því átt á hættu að verða hand- tekin í Argentínu eða ríkjum sem hafa gert framsalssamninga við landið. Breska dagblaðið The Daily Tel- egraph tók undir þetta sjónarmið og varaði við því að úrskurður áfrýjun- ardómstólsins gæti skapað hættu- legt fordæmi. The Times sagði að úrskurðurinn gæti leitt til „hol- skeflu“ lögsókna vegna mannrétt- indabrota. Breski áfrýjunardómstóllinn var þó ekki fyrstur til að skapa þetta fordæmi. Hæstiréttur Spánar hafði áður úrskurð- að að spænskir dómstólar hefðu lögsögu í málum manna, sem sakaðir eru um pyntingar og hópmorð, á þeirri forsendu að Spán- verjar hefðu staðfest sátt- mála Sameinuðu þjóðanna um slíka glæpi. Svissneskir og franskir dómstólar hafa kveðið upp sams konar úrskurði. Stjórnlagadómstóll Þýska- lands hefur einnig tekið málið fyrii' og sænsk og ítölsk yfirvöld hafa tekið það til athugunar. Svo gæti því farið að innan nokkurra mánaða hafi flest ríki Evr- ópu áskilið sér rétt til að lögsækja þá, sem bera ábyrgð á pyntingum og hópmorðum, hvar sem glæpirnir voru framdir. Kissinger framseldur til Spánar? Leiðtogar margra Evr- ópuríkja fögnuðu úrskurði breska áfrýjunardómstóls- ins en viðbrögðin í Banda- ríkjunum voru varfærnis- leg. Bandaríska utanríkis- ráðuneytið sagði að láta ætti breska og spænska dómstóla um að útkljá mál Pinochets og The New York Times sagði varfærnisleg viðbrögð Bandaríkjastjórnar benda til þess að hún væri ekki allskostar sátt við þá hugmynd að erlendir dómstólar gætu sótt fyrrverandi þjóðhöfðingja til saka. Alfred Rubin, prófessor í þjóð- rétti við Fletcher-lagaskólann í Boston, sagði það geta haft mjög al- varlegar afleiðingar ef dómari á Spáni gæti sótt fyrrverandi ráða- menn í öðram ríkjum til saka. „Hvað hindrar þá að Spánverjar fái Henry Kissinger [fyrrverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna] framseldan þar sem hann var viðriðinn valdaránið [í Chile]? Hvað á að hindra að Spánverjar stjórni heim- inum? Þetta virðist leiða til glund- roða, þar sem hvaða ríki sem er geti kveðið upp dóma vegna byltinga í öðrum ríkjum. Ég tel að þetta sé ólýðræðislegt.“ Bandarískar fjölskyldur fórnar- lamba Pinochets fognuðu hins vegar úrskurðinum. Þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna hefur rætt við emb- ættismenn dómsmálaráðuneytisins um möguleikann á því að óska eftir framsali Pinochets til Bandaríkj- anna vegna sprengjuárásar í Was- hington árið 1976, þegar útlagi frá Chile og bandarískur samstarfsmað- ur hans biðu bana. Talið er að leyni- þjónustan í Chile hafí staðið fyrir til- ræðinu. Talsmaður Þjóðaröryggisráðsins sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um framsalsbeiðni en mál- ið yrði kannað frekar í ljósi úrskurð- ar breska áfrýjunardómstólsins. Reuters Banana forseti á flótta Gaborone. Reuters. CANAAN Banana, fyrrverandi for- seti Zimbabve, sem fyiir skemmstu var dæmdur fyrir ósiðlegt athæfi, er flúinn úr landi. Hélt Banana til nágrannaríkisins Botsvana og bendir ýmislegt til þess að hann hafi haldið áfram flóttanum en eng- inn veit hvert. Dómstóll í heimalandi forset- ans gaf út hand- tökuskipun á hendur honum er frétt- ir bárast af því að hann hefði sótt um pólitískt hæli í Botsvana. Banana vai' fyrir skemmstu, eftir fimm mánaða réttarhöld, fundinn sekur um ellefu ákæraatriði er varða ósiðlegt athæfí, tilraun til slíks og kynferðisárás. Forsetinn er sakaður um samkyn- hneigð, sem er bönnuð bæði í Zimbabve og Botsvana, og því er talið að hann hafi ákveðið að halda áfram fór sinni. Á meðal þein-a landa sem nefnd era sem líklegur áfanga- staður er Suður-Afríka, þar sem lög- gjöfin er frjálslyndari. Stjórnvöld í Botsvana neita því að Banana hafi sótt þar um hæli. Hann er vegabréfslaus, þar sem hann varð að láta það af hendi er málarekstur- inn á hendur honum hófst. ----------------- Slegist um gjafír í IKEA TÖLUVERT af húsgögnum eyði- lagðist og flytja þurfti unga konu á sjúkrahús eftir að slagsmál brutust út við opnun nýrrar IKEA-verslunar í Ósló í gærmorg- un. 100 fyrstu viðskiptavinunum höfðu verið boðin gjafakort að verðmæti um 10.000 ísl. kr. og er óhætt að segja að færri fengu en vildu, að því er fram kemur í Aftenposten. Mikill ijöldi beið við dyr versl- unarinnar í gærmorgun og þegar þær voru opnaðar var troðningur- inn svo mikill að ung kona slasað- ist og margir hlutu pústra. Áttu Iögregla og öryggisverðir í versl- uninni í mesta basli með að halda aftur af mannskapnum meðan á ræðuhöldum stóð og svo tók við mikið verk að skilja fólk og róa niður þegar átökin um gjafakort- in hófust. I versluninni var hins vegar engin kort að hafa, því þeim hafði verið dreift til þeirra sem komið höfðu sér fyrir í röð kvöldið áður til að draga úr hættunni á troðn- ingi. Þetta jók hins vegar einung- is á öngþveitið og reiðina og hyggjast nokkrir sárir og reiðir viðskiptavinir kæra verslunina fyrir ólöglega viðskiptahætti. -------♦-♦-♦----- Ranariddh prins kjörinn þingforseti Flinoni Penh. Reutera. NORODOM Ranariddh prins var í fyrradag kjörinn forseti þjóðþingsins í Kambódíu en fyrir skömmu náðist samkomulag milli hans og Huns Sens, forsætisráðherra landsins, um stjórnarsamstarf eftir meira en þriggja mánaða stjórnarkreppu í landinu. Er kjör Ranariddhs liður í samningi sem þessir fyrram and- stæðingar náðu 13. nóvember síðast- liðinn en Hun Sen verður áfram for- sætisráðherra. Hun Sen vann nauman sigur í þingkosningum í júlí síðastliðnum en fékk ekki nægan stuðning til að geta myndað starfhæfa ríkisstjóm. Tók þá við stjórnarkreppa allt þar til Hun Sen og Ranariddh náðu samningum. Banana I í I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.