Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 69
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Sambíóin Álfabakka, Kringlubíó og Nýja bíó á Akureyri hafa tekið til sýninga
kvikmyndina The Negotiator með Samuel L. Jackson og Kevin Spacey í aðalhlutverkum.
MYNDBÖND
Lögga eða bófí?
Frumsýning
LÖGREGLUÞYRLUR sveima
yfir höfuðstöðvum innra eft-
irlits lögreglunnar í Chicago
og leyniskyttur hafa komið sér fyrir
á húsþökum. Þær miða byssum sín-
um á Danny Roman (Samuel L.
Jackson), sem hefur tekið yfirmann
og aðra starfsmenn deildarinnar í
gíslingu.
Roman hefur gripið til þessa
óyndisúrræðis af því að hann er í
örvæntingafullri aðstöðu; hann er
borinn röngum sökum um morð og
fjárdrátt. Roman veit að fólk hlust-
ar þegar líf er í húfi. Hann veit að
hann getur sannað sakleysi sitt ef
hann fær til þess tíma, tíma til að
komast að því hver stendur á bak
við sakargiftirnar.
Danny Roman veit hvað hann er
að gera og skilur þá aðstöðu sem
hann er að koma sér í með gíslatök-
unni. Hann er lögreglumaður og
helsti sérfræðingur borgarinnar í
gíslatökum.
En nú er Roman hinum megin við
borðið, er búinn að taka gísla og
þarf að ná í einhvern sem vill heyra
hvað hann hefur að segja. Hann
krefst þess að Chris Sabian (Kevin
Spacey), annar virtur sérfræðingur
í gíslatökum, verði fenginn til að
stjórna samningaviðræðum við sig.
Sabian þekkir þennan kollega sinn
og andstæðing aðeins af afspurn og
gengur til verks í því skyni að ná að
skilja ástandið og afstýra þeirri
hættu sem yfir vofir.
í upphafi er Sabian sannfærður
um að Roman sé búinn að týna glór-
unni en smám saman fer að votta
fyrir vafa hjá honum um hvort mað-
urinn sé óður eða hvort það sé rétt
sem hann segir, að hann sé heiðarleg
lögga sem hefur neyðst til að brjóta
lögin til þess að leita réttlætis.
Hugmyndin að myndinni er
byggð á sannri sögu. „Besti samn-
ingamaður gísladeildar lögreglunn-
ar í St. Louis var borinn röngum
sökum af mönnum í lögreglunni og
hann neyddist til þess að taka gísla
til þess að svæla sökudólgana úr
greni sínu,“ segir framleiðandi
myndarinnar, David Hoberman.
KEVIN Spacey er Chris Sabian,
sem fær það hlutverk að leysa
gíslana úr haldi.
Hoberman segir að það sem hafi
dregið sig að verkefninu hafi verið
mótsögnin í sögunni, „að tákngerv-
ingur laganna þurfi að brjóta þau til
að sanna sakleysi sitt; lögreglumað-
ur brýtur lög til að sanna að hann
hafí ekki brotið Iög.“
Leikstjórinn F. Gary Gray var
fenginn til að stýra verkinu. „Mér
fannst sagan frumleg og fersk,“
segir hann. „Þetta er mynd sem
ekki er auðvelt að flokka á einhvern
hátt og það fellur mér vel. Gray
segist ekki hafa trúað eigin augum
og eyrum þegar Samuel L. Jackson
og Kevin Spacey fengust til að leika
í myndinni. „Þetta voru tveir fyrstu
leikaramir sem mér datt í hug og
þeir tóku báðir tilboðinu."
Samuel L. Jackson segir að fyrir
sig hafi skipt miklu máli að fá tæki-
færi til að vinna með Kevin Spacey.
„Ég hafði lesið handritið og mér
leist vel á það en þegar það var
nefnt við mig að Kevin léki á móti
mér þá brosti ég breitt. Ég hitti
Kevin svo í veislu og fór að tala við
hann um The Negotiator. Ég sagði:
„Ef þú leikur í myndinni þá geri ég
það.“ Hann sagði: „Ef þú leikur í
henni þá verð ég með.“ Þannig var
það ákveðið."
Við bjóðum
jólavermi
í Grillinu
Á aðventunni jafnast ekkert á við jólavermi í Grillinu. Úrvals
þjónusta, eðalmatseðill og sérvalin vín gera kvöldverðinn að
hátíð í sígildu umhverfi með útsýni yfir borgina.
Hringdu strax og tryggðu rétta kvöldið fyrir samstarfsmenn,
viðskiptafélaga og fjölskyldu! Þú velur af okkar viðurkennda
á la carte matseðli eða fimm rétta jólavermi á aðeins 4.900 kr.
Hóte! Saga Hagatorgi 107 Reykjavík Sími 525 9900
Tóm von-
brigði
SAMUEL L. Jackson leikur Danny Roman, löggu sem tekur gísla.
STÓRBORGIN fer á annan endann þegar lögreglumaður
tekur gísla á lögreglustöðinni.
„Við Sam höfum þekkst í 18 ár,“
segir Kevin Spacey. „Ég sá hann í
mörgum leikritum og við reyndum
stundum við sömu hlutverkin. Þeg-
ar við lékum saman í Time to Kill þá
kynntumst við því að okkur líkar vel
að vinna saman. Við ákváðum að
vinna saman aftur. Þegar okkur
gafst færi á The Negotiator ákváð-
um við að grípa tækifærið."
Blues bræður 2000
(Blues Brothers 2000)______
Gamanmynd
★
Framleiðsla: John Landis, Dan
Aykroyd og Lesley Belzberg. Leik-
stjórn: John Landis. Handrit: Dan
Aykroyd og John Landis. Kvik-
myndataka: David Herrington. Tón-
list: Paul Shaffer. Aðalhlutverk: Dan
Aykroyd og John Goodman. 119 mín.
Bandarísk. CIC myndbönd, nóvember
1998. Öllum leyfð.
JOHN Landis leikstýrði „The Blu-
es Brothers“ árið 1980 og útkoman
var ein vinsælasta kvikmynd áratug-
arins sem enn lifir
góðu lífi sem „cult“
mynd. Hún var
hættulega sér-
viskufull og undar-
leg, en gekk upp
fyrir eitthvert
furðulegt krafta-
verk. Framhalds-
myndin er eins og
dæmisaga um
hvernig hún hefði getað orðið ef allt
hefði misheppnast gersamlega.
Engu er bætt við, rétt eins og fyrir-
myndin hafi verið skoðuð rækilega
og svo ljósrituð, illa. Eitt af því sem
gerði „The Blues Brothers" að því
sem hún er, var að enginn hafði
nokkurntíma séð neitt henni líkt áð-
ur. Hún virtist ekki styðjast við
neina formúlu. „Blues Brothers
2000“ er aftur á móti ekkert nema
steingerð formúlaj slæm útfærsla á
vondri hugmynd. I stuttu máli: tveir
tímar af einskærum leiðindum.
Guðmundur Asgeirsson.
THE HHH ELEMENT
LE0N
T391 RTLANTtS
AQQO NiKITA
1SSS THE EiG BLUE
T38 5 SUBWAY
1383 THE LÍÍST BfeTTLE
Nyjasta myndin ur s
ndan myndinni veráur isiensks stuttmy
A BLiNDFLUGI synd
SYI\iD I HASKOLABIO!