Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Miklar umræður um hallarekstur á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga „SIVAXANDI skuldasöfnun sveit- arfélaga, sem þó hefur di-egið veru- lega úr á síðustu árum miðað við árin 1992 til 1995, er algerlega óviðunandi. Þessi þróun á sér stað þrátt fyrir stöðugleika í efnahags- lífinu og mikinn hagvöxt sem fært hefur flestum sveitarfélögum veru- lega auknar útsvarstekjur. Þessa skuldasöfnun má rekja ýmist til framkvæmda og reksturs mála- flokka sem tengjast skylduverk- efnum sveitarfélaga eða valkvæð- um viðfangsefnum þeirra,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maðm’ Sambandsins, í setningar- ræðu sinni. Mikilvægt að samræma reikn- ingsskilaaðferðir Vilhjálmur sagði að samkvæmt niðurstöðum ársreikninga sveitar- sjóða landsins hefðu þeir verið reknir með tæplega 900 milljóna kr. halla á síðasta ári, eftir rekstur og fjárfestingu. Hann sagði að mið- að við fjárhagsáætlanir sveitar- sjóða á yfirstandandi ári yrði halli þeirra um 1.800 milljónir kr. á þessu ári. I skýrslu Hagstofu Is- lands um sveitarsjóða- reikninga, sem birt var sl. miðvikudag, kemur fram að halli sveitarfélaganna á árinu 1997 hafi numið 3,5 milljörðum kr. Morgun- blaðið spurði Vilhjálm hvaða skýringar væru á þessum ólíku niðurstöðu- tölum. Vilhjálmur sagði að mismunurinn væri fólginn í því að Hagstofan teldi ekki til tekna sölu borgar- sjóðs á 828 félagslegum leiguíbúðum en sú sala hafí gefið borgarsjóði sam- kvæmt ársreikningi nettó- tekjur upp á 2,6 milljarða króna. „En niðurstaðan í árbók Sambands íslenskra sveitarfélaga byggir á árs- reikningum sveitarsjóð- anna, sem hafa verið sam- þykktir af viðkomandi sveitarstjómum,“ sagði hann. Vilhjálmur kvaðst teija mjög mikilvægt að reikningsskilaaðferð- ir sveitarsjóðanna væru samræmd- ar og gerðar skýrari og markviss- ari til að íbúar sveitarfélaganna fengju raunhæfa og rétta mynd af fjárhag einstakra sveitarfélaga. „Nýsamþykkt sveitarstjórnarlög gera einmitt ráð fyrir að þetta verði gert og nú er unnið að þessu,“ sagði Vilhjálmur. Launanefnd hætti afskiptum af samningum við kennara? „Það er ljóst að sveitarfélögin hafa staðið í umfangsmiklum fram- kvæmdum á mörgum sviðum, bæði á sviði grunnskólans og leikskólans. Gert hefur verið stórfellt átak í um- hverfismálum og segja má að sveit- arfélögin séu mörg hver á góðri leið með að Ijúka mikilvægum fram- kvæmdum. Ég sé fyrir mér að í næstu framtíð muni þessari skulda- söfnun linna. Vonandi strax á næsta ári, vegna þess að það kann ekki góðri lukku að stýra að sveit- arfélögin séu að safna skuldum ár eftir ár,“ sagði hann í ____________________ samtali við blaðið. Til greina kem Sívaxandi skuldasöfnun óviðunandi Erfíð fjárhagsstaða margra sveitarfélaga og skuldasöfnun og aukin viðfangsefni voru eitt meginumræðuefnið á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hófst í gær. Einnig var þróunin í kjaramálum kennara áberandi í umræðunni. Morgunblaðið/Golli SULNASALUR Hótels Sögu var þéttskipaður fulltrúum á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær en sveitarfélög landsins eru nú 165 talsins. ir? Er ef til vill eðlilegast í ljósi þess sem gerst hefur að sveitarfé- lögin taki kjarasamningagerð við kennara hvert um sig í sínar hend- ur og launanefndin hætti afskipt- um af gerð þeirra samninga?" sagði hann. Rekstur margra sveitarfélaga kominn í „krítíska“ stöðu Vilhjálmur sagði ennfremur í setningar- ræðu sinni að þróunin í kjaramálum kennara væri alvarlegt umhugs- ■ unarefni fyrir sveitarfélögin og stöðu launanefndarinnar. Hann benti á að grunnskólakostnaðurinn væri nú orðinn stærsti útgjaldalið- ur sveitarfélaganna og tæki til sín 38% af rekstrargjöldum þeirra. „Hvað þýðir það í raun, ef sveit- arfélögin fela launanefndinni fulln- aðarumboð til að gera kjarasamn- ing við kennara og fara síðan ekki eftir samningnum? Hver er þá staða launanefndarinnar varðandi kjarasamninga við kennara og hverjar verða afleiðingamar varð- andi aðra samninga, sem hún ger- ur að fresta einsetningu grunnskóla Páll Pétui’sson félagsmálaráð- herra sagði í ávarpi sínu á ráðstefn- unni að halli sveitarsjóða landsins væri mikið áhyggjuefni. „Það sjá allir að svona er ekki hægt að láta mál þróast. Sem betur fer er rekst- ur margra sveitarfélaga í lagi en of mörg eru komin í krítíska stöðu. Halli sveitarfélaga í ár, þeirra sem á annað borð eru rekin með halla, samsvarar yfu- átta milljarða halla á ríkissjóði. Núverandi ríkisstjóm tók við ríkissjóði í miklum halla- rekstri. Það var sett sem forgangs- verkefni við stjómarmyndunina að koma ríkisíjármálum í lag og það hefur tekist og á þessu ári og því næsta greiðum við niður skuldir ríkissjóðs um 30 millj- arða,“ sagði Páll. „Löggjafinn hefur lagt miklar skyldur á sveitarí'élögin og sumar þeirra eru mjög fjöl- breyttar, svo sem um að hafa lokið við að einsetja gmnn- skólann 2002. Ég tel að vel komi til greina, með tilliti til þenslu á sum- um landssvæðum og mikillar skuldasöfnunar sumra sveitarfé- laga, að breyta þessu ákvæði grunnskólalaga og lengja þann tíma sem sveitarfélögin hafa til að festa einsetningarákvæðið um tvö eða þrjú ár,“ sagði Páll. Ekkert þýðir að senda Jöfnunarsjóði reikninginn I máli félagsmálaráðherra komu fram áhyggjur af launamálum kennara. „Einstök sveitarfélög hafa reynst óþaifiega undanláts- söm og rofið þá samstöðu sem var um störf launanefndar. Ósk kenn- ara var að samið yrði við einn aðila. Jöfnunarsjóður greiðir sveitarfé- lögum aukakostnað við skólahald samkvæmt sanngjörnum reglum og ríkið stendur fyllilega við samn- inga en ekkert þýðir að senda Jöfn- unarsjóði reikning fyrir sértækum launahækkunum kennara," sagði Páll. Félagsmálaráðherra sagðist ekki hafa ákveðið hvenær málefni fatlaðra færðust yfir til sveitarfé- laganna en kvaðst hafa fengið í hendur ný frumvarpsdrög um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga. Kvaðst hann gera ráð fyrir að það yrði lagt fram að loknu jólaleyfí þing- manna. Fresta greiðslum úr Jöfnunarsjóði í góðæri? Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði í ávarpi sínu að fjár- hagur sveitarfélaganna væri því miður í öðrum og vara- samari farvegi um þess- ar mundir en fjárhags- staða ríkissjóðs. Fjár- málaráðherra kynnti á ráðstefnunni þá hug- mynd sína að ríkið og sveitarfélög tækju upp formlegt samstarf um efnahagsmál. „Eftir því sem sveitarfélögin taka að sér fleiri verkefni hefur rekstur þeirra meiri efnahagslega þýðingu. Af- koma þeirra getur haft afgerandi áhrif á stöðu og horfur í þjóðarbú- skapnum. Þess vegna er mikilvægt að áætlanir og umfang þeirra hvað varðar tekjur, framkvæmdir og önnur útgjöld séu í samræmi við þau efnahagsmarkmið sem að er stefnt á hverjum tíma. Frekar en að tryggja þetta með valdboði og ætla ríkisvaldinu alla ábyrgð á Ríki og sveitar- félög taki upp samstarf í efna- hagsmálum stjórn efnahagsmálanna sýnist skipulegt samstarf ríkis og sveitar- félaga vænlegra til árangurs," sagði Geir. Ráðherra sagði að ein nærtæk leið til að koma á fót formlegu sam- starfi um efnahagsmál væri sam- eiginleg markmiðssetning af hálfu ríkis og Sambands íslenskra sveit- arfélaga, þar sem annars vegar væri stefnt að tilteknum afkomu- bata og hins vegar að endurskoðun laga og reglna varðandi málefni þar sem um gagnkvæma hagsmuni væri að ræða. Geir tók fram að þetta væru enn aðeins hugmyndir sem ekki hefðu verið til umfjöllun- ar í ríkisstjórninni. Geir nefndi nokkur atriði sem vert væri að ræða með tilliti til sameiginlegs efnahagsmarkmiðs ríkis og sveitarfélaga, s.s. varð- andi tekjuöflun. „í fjármálaráðu- neytinu hefur verið reiknað út að hlutdeild sveitai'félaganna í kostnaði við rekstur skattkerfis- ins sé of lítill og æskilegt að þau taki bæði beint og óbeint meiri þátt í innheimtu og nauðsynlegu skatteftirliti. Aðrir telja æskilegt að sveitarfélögin dragi úr vægi skatttekna og fái svigrúm til að auka vægi þjónustugjalda. Þetta eru allt atriði sem vert væri að ræða með tilliti til efnahagsmarkmiðanna. Sameiginleg niðurstaða gæti leitt af sér minni sjálfvirkni og aukinn sveigjanleika í tekjuöflun sveitarfélaganna," sagði hann. I öðru lagi nefndi hann Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga sem mögulegt sveiflujöfnunartæki í efna- hagslífinu. „í mínum huga gæti það vei’ið sameigin- legt hagsmunamál ríkis og sveitarfélaga og um leið haft jákvæð efnahagsleg áhrif að fresta gi’eiðslum úr jöfnunarsjóðnum á góð- æristímum og safna fyrn- ingum til þess tíma þegai’ hai’ðnar í ári.“ Haft verði samflot við uppgjör eldri lífeyrisskuldbindinga Geir sagði einnig að ýmislegt benti til að uppgjör lífeyrisskuld- bindinga vegna eldra réttindakei’f- is og eldri starfsmanna gagnvai’t lífeyrissjóðum starfsmanna íTkis og sveitarfélaga yrði næsta stóra verkefnið í lífeyrismálum. Sagði Geir mai-gt mæla með að ríki og sveitarfélög hefðu samflot í þessu uppgjöri. „Óháð reikningsfærslu munu greiðslur vegna skuldbindinganna að óbreyttu fai’a mjög hækkandi á næstu árum. Með uppgjöri á skuld- bindingunum mætti hins vegar di’aga úr óvissu og jafna greiðslurn- ai’, til dæmis þannig að þær falli á ríki og sveitax’félög tiltölulega jafnt næstu 40 ái’in, en taki jafnframt að einhvexju leyti mið af stöðu efna- hagsmála. Þetta er fjárhagslega mjög stórt verkefni og spurning um milljarðaútgjöld á hverju ári næstu áratugina bæði fyrir rík- ið og sveitarfélögin,“ sagði hann. Hann sagði einnig verðugt vei’kefni ríkis og sveitarfélaga að vinna að sameiginlegum í’eglum um einkafi’amkvæmdir og einka- fjármögnun á sviði opinbei’s rekstr- ar. Þá sagði Geir að á undanfónium árum hefðu ríki og sveitarfélög gengist undir metnaðarfull fram- kvæmdaáfoi-m s.s. við giunnskóla- byggingar, ofanflóðavamir og frá- veituframkvæmdir. „Þó aðeins sé horft til næstu fimm ára eru þetta áform um framkvæmdir sem fela í sér tugmilljarða króna útgjöld. Þær raddir hafa heyrst að þegar á heild- ina er htið og áætlanir teknar sam- an bendi ýmislegt til að við höfum fæi’st of mikið í fang,“ sagði Geir. Flutningaskip ITF Nítján úr áhöfninni hættir eða reknir NÍTJÁN manns í tveimur áhöfnum á Global Mariner, skipi Alþjóðasam- bands flutningaverkafólks, ITF, hefur verið sagt upp eða þeir hætt vegna aðstæðna um borð og ásak- ana um óreglu. Þetta kom fram í fi’étt sem nýlega birtist á heimasíðu Lloyd’s List á Netinu. Flutningaskip ITF, Global Mar- iner, kom hingað til lands í júlí síð- astliðnum en í ár minnist ITF þess að herfei’ð sambandsins gegn henti- fánastefnu hefur staðið í hálfa öld. Sýning var sett upp um borð í skip- inu sem ferðast á umhverfis jörðina til ársloka 1999 til að vekja athygli fólks á tilgangi hentifánaherferðar- innar, vinna að umbótum á aðbún- aði sjómanna og kynna störf þeirra almennt. Að því er fram kemur í áður- nefndri frétt hyggst einn sjómann- anna á Global Mariner sem sagt var upp störfum fara í mál gegn stéttarfélagi sínu, en hann heldur því fram að hann hafi verið í’ekinn eftir að hafa sótt fund um borð í skipinu þar sem áhöfnin lýsti áhyggjum sínum vegna aðstæðna um borð. Box-gþór S. Kjæmested, fulltrúi ITF hér á landi, sagði í samtali við Morgunblaðið að sér væri ekki kunnugt um mál þetta og sér hefði ekki tekist að afla upplýsinga um það. m TWW\nHn 1 r: " Stafaskilti Borgar Apóteks bannað Talið líkjast um of merki Lyfju SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað Borgar Apóteki í Álftamýri að nota stafaskilti með orðinu „Lyfjabúð", þar sem fyrri orðhlutinn, „Lyfja“, er tvöfalt stæri’i en hinn síðari, vegna þess að það líkist um of merki vei’slana Lyfju hf. Bannið tekur gildi 10. desember. Lyfja kærði stafaskilti Boi’gai’- apóteks 21. október sl. og taldi það villa um fyrir viðskiptavinum og brjóta gegn firma- og vörumerkja- rétti sínum og vekja þá trú að versl- unin tilheyri Lyfju hf. Var í því sambandi bæði vísað til stafastærð- arinnar og græna litai’ins í skiltinu, sem væi’i áþekkur einkennislit Lyfju. -------------- A Obreytt líðan eftir umferðarslys 13 ÁRA drengurinn, sem slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann við Gullinbrú í Grafai’vogi í fyrradag, er enn á gjörgæsludeild Borgar- spítalans og er haldið sofandi í önd- unarvél. Læknar segja enn of snemmt að spá um batahorfur, en segja líðan hans eftir atvikum góða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.