Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 51
eru þeir klettar, sem aldrei bifast, á
hverju sem gengur. Okkur
frændsystkinunum tók hún sem
sínum eigin börnum, en við höfum
orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að al-
ast upp við einstæðan kærleik, sem
einkennt hefur samband mæðra
okkar og bróður þeirra alla tíð.
Heimili Línu á Bergþórugötunni
var miðpunktur tilveni okkar allra
á uppvaxtarárunum, þangað lágu
allra leiðir og alltaf var tekið jafn-
vel á móti öllum hvernig sem á stóð.
Aidrei man ég eftir að Lína segði
nokkurn tíma styggðaryrði við
nokkurt okkar krakkanna hvernig
svo sem við höguðum okkur, en
eins og nærri má geta hlýtur ýmis-
legt að hafa gengið á í þeim stóra
hópi frændsystkina, sem þar var
stundum saman kominn.
Þegar þessir tímar eru rifjaðir
upp, er það svo skrítið, að það eru
lítil atvik sem oftast koma upp í
minningunni. Eins og t.d. þegar
Stefán Oli kenndi mér að búa til tví-
bökumjólk á sáraeinfaldan hátt,
þ.e. að sjóða vatn, strá sykri yfir
tvíbökurnar, hella vatninu yfir og
bæta síðan mjólk út í eftir þörfum.
A Bergþórugötunni voru líka alltaf
til nýir snúðar úr Árnabakaríi, vín-
arbrauð, lagakökur og annað bakk-
elsi. Ekki má heldur gleyma því
þegar bróðir minn tilkynnti að
hann gæti ekkert borðað í veislu
hjá Línu þrátt fyrir hlaðið borð af
tertum, og andlitinu á honum þegar
hún birtist með hlaðinn disk af
pönnukökum.
Ég held að ég mæli fyrir munn
okkar allra systkinabarnanna þeg-
ar ég segi, elsku Lína, þakka þér
fyrir alla þá ástúð og umhyggju
sem þú sýndir okkur alla tíð.
Frændsystkinum mínum af Berg-
þórugötunni og börnum þeirra,
móður minni og móðursystrum,
sem eftir sitja með sorg sína við
missi móður, ömmu og systur, sem
alltaf miðlaði öðrum ást og um-
hyggju af örlátu hjarta, sendi ég
samúðarkveðjur og bið góðan Guð
að styrkja ykkur.
Stefán.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
(Einar Ben.)
Lína mín, svona varst þú, alltaf
tilbúin að sjá hina hliðina á málinu
og gæta virðingar við hvem ein-
stakling, hvort sem var um barn að
ræða eða fullorðinn. Þegar ég kom
heim á Bergþóragötu núna í síð-
ustu viku, bara til að sjá þig aðeins
í öllum flýti nútímans, þá varst þú
þar ekki en tvö af bamabörnunum
þínum voru þar og gáfu mér hlut-
deild í sínum kvíða og fljótlega
sorg því áður en hendi var veifað
varst þú öll. Á þinn hljóðláta og
kröfulausa hátt varst þú farin til
allra hinna, sem við söknum svo oft
í þessari stóra samheldnu fjöl-
skyldu.
Ég hef verið svo gæfusöm að
njóta hæfileika þinna og visku í
uppeldinu, þar sem ég bjó alla
mína æsku og unglingsár í sama
húsi og þið Árni með börnin ykkar.
I húsinu hennar ömmu, þar sem
við lékum saman krakkarnir og
þau gerðu allt sem Solla frænka
ákvað. Þú og Ami eigið ykkar þátt
í því hver ég er í dag, oft gafstu
mér góð ráð þegar mér sem fljót-
færam unglingi varð fótaskortur á
tungunni við móður mína og snerir
mér við, þar sem þú varst í lykilað-
stöðu á leið unglingsins út úr hús-
inu.
Eftir að ég flutti með fjölskyldu
mína frá Vestmannaeyjum til
Reykjavíkur höfum við Árni minn
átt fastar stundir með þér á Berg-
þóragötu, bæði fyrir jólin og sautj-
ánda júni hvert ár.
Nú er því lokið en eftir eru
minningarnar um þig, Lína mín, og
þessa samvera okkar. Viljum við
Árni, börnin okkar og þau af
barnabömum, sem fengu að njóta
þess að þekkja þig, þakka þér allt
og votta fjölskyldu þinni okkar
samúð og væntumþykju.
Sólveig.
RÓSA
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Rósa Sigríður
Kristjánsdóttir
fæddist á Innra-
Leiti á Skógar-
strönd 24. maí 1912.
Hún andaðist á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 18. nóveniber
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Krislján Gunn-
laugsson, bóndi þar,
ojg Ragnheiður
Arnadóttir. Ragn-
heiður var ættuð
frá Syðri-Rauðamel
í Eyjahreppi, en
Kristján frá Bláfeldi í Staðar-
hreppi. Börn þeirra sem komust
upp auk Rósu vom Magnús,
Sigfús og Kristjana.
Eftirlifandi eiginmaður Rósu
er Stefán Bjarnason. Síðastliðin
37 ár hafa þau Rósa og Stefán
búið á Sunnuvegi 19 í Reykja-
vík. Börn þeirra eru Guðný
Bjarnheiður, gift Hafsteini
Snæland, búsett í Vogum á
Vatnsleysuströnd, og Ragnar
Kristján, kvæntur Ingibjörgu
Hjaríardóttur, búsett í Reykja-
vík. Barnabörn þeirra eru Þór-
hildur, Kristjana og Steinunn
börn Guðnýjar og Hafsteins,
Kristína, Stefán og Gunnar,
börn Ragnars og
Ástrídar Ákadóttur
fyrri konu hans, og
Bryndís barn Ragn-
ars og Bjarkar
Gísladóttur. Barna-
barnabörnin eru:
Hafsteinn, Guðný
og Þórdís, börn
Þórhildar og Grét-
ars Inga Símonar-
sonar. Hannes og
Andri, börn Krist-
jönu og Jóns Inga
Hannessonar. Ing-
unn og Sumarliði,
börn Steinunnar og
Ingimars Sumarliðasonar, Grét-
ar og Guðsteinn, börn Steinunn-
ar og Ellerts Grétarssonar.
Bergur, Anna, Stefán og María,
börn Kristínu og Finnboga Pét-
urssonar. Leifur og Arnar, börn
Gunnars og Evgueníu Míkaels-
dóttur Charapova. Gísli, barn
Bryndísar og Sigurðar Péturs
Sigurðssonar.
Rósa hafði meistararéttindi í
kjólasaumi. Hún vann við
saumaskap og fjölmörg önnur
störf og var dagmamma síðustu
starfsárin.
Utför hennar verður gerð frá
Laugarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Móðir mín dvaldist síðustu tvo
mánuði lífs síns á sjúkrahúsi
Reykjavíkur. Hún barðist við dauð-
ann til hinstu stundar og vonaðist
eftir að komast heim til sín aftur.
Hún elskaði manneskjurnar sem
hún umgekkst og hún elskaði lífið
og vildi alls ekki yfirgefa það.
Foreldrar hennar voru Kristján
Gunnlaugsson og Ragnheiður Árna-
dóttir á Innra-Leiti. Þrátt fyrir fá-
tækt vora þau annáluð fyrir gest-
risni og hjálpsemi við alla sem til
þeirra leituðu. Kristján afi minn dó
árið 1918 og heimilið leystist upp
tímabundið og fiest börnin fóru til
vandalausra. Ragnheiði ömmu
minni tókst þó að sameina fjölskyld-
una aftur á Innra-Leiti eftir nokk-
urra ára erfiðan aðskilnað.
Mamma fór suður innan við tví-
tugt og var við ýmis störf í Reykja-
vík. Rúmlega tvítug réðst hún sem
kaupakona að Sölvholti í Flóa þar
sem hún hitti bóndasoninn og föður
minn Stefán Bjarnason, sem varð
lífsfóranautur hennar til æviloka.
Þau hófu sambúð í Reykjavík
kreppuáranna árið 1935 og unnu við
öll þau störf sem fengust. Mamma
fór að starfa við saumaskap og hóf
upp úr því nám í kjólasaum og út-
skrifaðist saumameistari árið 1944.
Þeirra kynslóð bætti sér lág kjör og
atvinnuleysi með því að byggja hús
yfir sig. Þau byggðu sér hús á
Hjallavegi 26 árið 1944. Þeim tókst
þó ekki að halda því nema árið. Síð-
ar byggðu þau aftur og þá í Sigtúni
35 og fluttu þar inn árið 1947. Þar
bjuggu þau til 1961 en þá höfðu þau
byggt sér nýtt hús við Sunnuveg 19,
þar sem þau héldu bú saman til
hinsta dags móður minnar.
Hún hóf störf við fatahreinsun
upp úr 1950 og næstu þrjá áratug-
ina vann hún auk þess mikið við
saumaskap, hattagerð og í fiski, eða
eins og kraftar hennar entust til
slíkra starfa. Hún tók svo að sér
störf sem dagmamma í nokkur ár.
Það var hápunktur starfsferils
hennar, þar sem lífsreynsla hennar
og mannkostir nutu sín til fulls.
Börnin sem hún tók að sér urðu svo
hænd að henni að þau héldu sum
sambandi til æviloka hennar.
Foreldrar mínir vora alla tíð
verkalýðssinnar og sósíalistar. Þau
stóðu alltaf með þeim sem börðust
fyrir bættum kjöram og félagslegri
samhjálp. En stuðning sinn veittu
þau ekki aðeins með þátttöku í
verkalýðsbaráttu heldur með eigin
lífi og manneslguást.
Móðir mín mátti ekkert aumt sjá.
Þótt hún væri skapmikil og oft áköf
í að halda fram sínum málstað talaði
hún aldrei iila um nokkra mann-
eskju. Það var í mesta lagi að hún
gerði grín að samferðamönnum sín-
um ef þeir sýndu sérhyggju og
hroka. Hún átti alltaf krafta af-
gangs til að hjálpa lítilmagnanum
og þeim sem áttu um sárt að binda.
Frá barnæsku minni man ég eftir
ferðum okkar mömmu til að sinna
sjúkum eða einmana ættingjum að
vestan, oft fjarskyldum. Alla tíð
sem ég man eftir mér tóku hún og
pabbi á móti börnum og fullorðnum
sem illa stóð á fyrir og hlúðu að
þeim. Þar vora allir velkomnir
hvernig sem á stóð.
Heimilið á Sunnuvegi 19 varð
heimili stórfjölskyldu þeirra og er
það ennþá. Þau urðu viðbótarfor-
eldrar bamanna minna og áttu mik-
inn þátt í uppeldi þeirra. Bamaböm
mín og systur minnar hafa átt þar
mikið og dásamlegt athvarf. Þar
eiga ennþá athvarf einstaklingar,
sumir þeim óskyldir, sem þau tóku
undir vemdarvæng sinn á barns-
aldri. Eins og í Sigtúni 35 var mikið
samkvæmislíf á Sunnuvegi 19, inn-
an stórfjölskyldunnar og með félög-
um hennar. Með versnandi heilsu
móður minnar dró þó nokkuð úr því
í seinni tíð að hún gæti staðið fyrir
slíku.
Síðustu mánuðina og kannski
lengur gekk mamma á viljanum ein-
um saman. Hún lifði af því hún vildi
lifa. Hún hafði alla tíð umvafið aðra
ást, og þeir vildu ekki sleppa henni.
Pabbi vakti yfir henni flestar nætur
síðustu tvo mánuðina á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur. Hann vonaðist eftir og
barðist fyrir því til hinstu stundar
að hún mætti læknast. Hann hreif
starfsfólk sjúkrahússins með sér í
þeirri baráttu. Kannski skarst
stundum í odda eins og oft vill verða
meðal félaga þegar hörð barátta er
háð. En starfsfólkið skildi þetta.
Þeim þótti vænt um pabba og
mömmu í þeirra stríði og foreldrum
mínum fannst hjúkrunarliðið dá-
samlegt og vora því afar þakklát.
Ragnar Stefánsson.
Ekkert er jafn afstætt og tíminn.
Hann berst innan úr framtíðinni;
líður ótrauður hjá og verður að mis-
sárum og misljúfum minningum.
Eftir því sem á ævina dregur flýgur
hann æ hraðar líkt og hringekja
sem tilgangslaust snýst um sjálfa
sig. Erill og tryllingur daglegs lífs
bera önnur gildi tilverunnar ofur-
liði.
Þegar ég frétti um andlát Rósu
Kristjánsdóttur vinkonu minnar og
fóstru, fannst mér eins og tíminn
næmi staðar eina örstund. Hugur-
inn leitaði aftur til þeirrar fortíðar
þegar tíminn virtist nægur og enda-
laus og griðlönd bernskunnar voru
ennþá friðuð og ósnert.
Fjögurra ára gamall flutti ég
ásamt fjölskyldu minni í risið í Sig-
túni 35. Fljótlega komst ég í kynni
við þau Rósu Kristjánsdóttur og
Stefán Bjarnason sem bjuggu á
fyrstu hæð hússins ásamt syni sín-
um Ragnari. Áður en varði var ég
orðinn heimagangur á hæðinni; kom
og fór eins og mér sýndist; borðaði
og svaf; spilaði Marías eða sat og
spjallaði við Stefán og Rósu um lífíð
og tilveruna. Fyrsta maí fórum við
saman í ki'öfugöngu og kaffi hjá
MIR. Osjaldan sofnaði ég í fangi
Rósu og Stefán bar mig sofandi upp
í risið til foreldra minna.
Við bjuggum í þessu sama húsi í
rúm sex ár; ég kallaði Stefán og
Rósu fóstra minn og fóstru; bjó
sjálfur í risinu en fyrsta hæðin var
jafn mikið heimili. Ríkidæmi
bernskunnar í Laugarneshverfmu
einkenndist af því að eiga þessi tvö
heimili í sama húsinu. Ég kynntist
vel hjartahlýju Rósu og mann-
gæsku sem ekkert aumt mátti sjá.
Hún var líka einlægur sósíalisti svo
að lífsskoðanir hennar fóra vel að
eiginleikum og innræti. Ungum
kenndi hún mér að standa aldrei á
þeirra bandi sem máttu sín meir og
taka alltaf svari smælingjans í sam-
félaginu.
Tíminn leið og við fiuttum í sitt
hvora áttina en þó var alltaf einhver
ósýnilegur þráður sem tengdi okkur
saman. Á seinni árum vanrækti ég
okkar fundi eins og svo margt ann-
að mannbætandi sem gleymist í ys
og þys og tilgangsleysi daganna. Én
þegar við hittumst kom það ekki að
sök. Engu var líkara en við hefðum
hist í gær, enda virtist tíminn ekki
vera til þegar Rósa var annars veg-
ar. Hún tók utan um mig; við horfð-
umst í augu og í fangi hennar fann
ég aftur griðastað bernsku minnar.
Einhverjar merkustu kvenhetjur
í bókum Halldórs Laxness eru móð-
ir organistans í Atómstöðinni og
amma Álfgríms í Brekkukotsannál.
Báðar voru þær hafnar yfir tímann,
enda lifðu þær í einhverju einkenni-
legu tímaleysi samkvæmt eigin til-
finningum og eðlisávísan. Þær voru
fyrir ofan og handan allra trúar-
bragða. Hugmyndafræði þeirra var
tímalaus, enda mótuð af þeim
mannkærleika sem á upptök sín í
manneskjunni sjálfri en ekki innan-
tómum kennisetningum og kredd-
um klerkanna. Rósa Kristjánsdóttir
var þannig kona. I bernskuminning-
um mínum er hún umvafin þeim
dularfulla ævintýraljóma sem hæfir
drottningunni af Griðlandi þar sem
allir eiga sér öraggt athvarf; háir
sem lágir; börn, menn og málleys-
ingjar.
Rósa lést 19. þessa mánaðar eftir
erfiða og stranga sjúkdómslegu.
Löngum og erilsömum vinnudegi
var lokið. Hún trúði því að einhvern
tíma mundi réttlætið sigra í heimin-
um og hagaði sér samkvæmt því.
Ég vil votta aðstandendum hennar
og þá sérstaklega Stefáni fóstra
mínum, mína dýpstu samúð, og
vona að okkur takist öllum að lifa að
einhverju leyti samkvæmt lífsskoð-
unum hennar. Þá tekst kannski að
gera heiminn örlítið betri en hann
er í dag.
Ottar Guðmundsson.
Vélarniðurinn berst milli hæða.
Ég ligg lítil stúlka í rúminu mínu.
Amma stígur saumavélina uppi í
litla herberginu kvöld eftir kvöld.
Jólin nálgast. Ég má ekki sjá inn í
herbergið. „Ég er að sauma fyrir
konu úti í bæ,“ segir amma íbyggin.
Svo koma jólin. Við systkinin fáum
kynstrin öU af gjöfum. Amma hefur
saumað á okkur hvern alklæðnaðinn
á fætur öðrum. I jólaboðunum
ógleymanlegu á jóladag koma
frænkurnar og þá erum við allar í
eins sparifötum.
Eða sunnudagarnir. Ég passa
mig að vakna snemma, hleyp upp og
skríð upp í til afa. Fljótlega birtist
amma í gættinni með rjúkandi kaffi
og upprúllaðar pönnukökur. Við
gæðum okkur á herlegheitunum.
Ilmurinn af sunnudagssteikinni
berst úr eldhúsinu. Bráðum kemur
Helga af Hrafnistu eða Brynjólfur
frændi í mat.
Á kvöldin segir amma mér sögur
frá því hún var barn eða við förum í
gönguferðir með afa og spjöllum um *
lífið tilverana.
Elsku amma, þakka þér fyrir að
vera alltaf til staðar og fyrir allan
þann tíma og ástúð sem þú gafst
mér og svo börnunum mínum. Þú
hugsaðir alltaf um alla aðra en
sjálfa þig og máttir ekkert aumt sjá.
Bless, amma mín.
Kristína.
Nú er langamma Rósa dáin. Hún
var góð eins og engill. Hún lék sér
við mig, sagði mér sögur og kenndi
vísur. Hún gaf mér fullt af nammi
og líka bók. Stundum gaf hún mér
fisk að borða. í sumar fór hún með
mér í Svarfaðardal, þá var gaman
og hún leiddi mig næstum því alls
staðar. Hún var besta langamma í
heimi. Ég veit að henni líður vel á
himnum.
Leifur Valentín Gunnarsson.
Elsku amma, ég held að þú komir
til mín á gluggann. Þú gafst mér
fullt af nammi og ég held að þú fær-
ir mér nammi af himninum. Þú
brostir mikið til mín og ég kyssti
þig alltaf þegar ég kom í heimsókn.
Þú komst líka til mín í heimsókn.»
Við töluðum mikið saman. Við sjá-
umst heil.
Stefán Finnbogason.
Amma Rósa var örlát, skilnings-
rík og hlý. Hún hafði líka skap sem
hún beitti ef henni þótti eitthvað
óréttlátt. Amma hafði upplifað erf-
iða tíma í æsku og naut þess að
hjálpa öðrum. Hún vildi hafa marga
í kringum sig og allir áttu að fá nóg
að borða. Ef maturinn kláraðist þá ^
hlaut einhver að vera svangur en ef
afgangur varð þá vai- maturinn
vondur. Þegar Evgenía kom til ís-
lands tók amma svo vel á móti
henni. Þær eyddu löngum tíma
saman og þó þær töluðu ekki sama
tungumálið var alltaf auðvelt að
skilja ömmu. Börnin okkar hafa líka
notið þess að vera nálægt ömmu og
viljum við þakka henni fyrir allt
sem hún gaf okkar fjölskyldu.
Elsku amma, hvíl í friði.
Gunnar, Evgenía,
Leifur og Arnar.
Til Rósu
Sumarið ‘68.
Ég nýkomin í bæinn, nýútskrifuð
að norðan, búin að ganga mína
fyrstu Keflavíkurgöngu - gegn
hernum, gegn Nató.
Grikkirnir mættir gegn Pippinell-
is og Papodópúlosi.
Mótmælaaðgerðir í heila viku.
Ragnar Stefánsson handtekinn.
Fleiri handtekin, þekkti þau ekki -
þá.
Hinir ganga með borða um upp-
handlegg, þjóðemislegan, Haarde,
Waage og Gunnarsson, til stuðnings
þeim Pippinellis og Papodópúlosi.
Ein á flótta yfir í Tjarnargötu 20,
Fylkingarhúsið, með Heimdelling-
ina á hælum mér, ætla greinilega að
hafa mig undir.
Kemur þá ekki fullorðin kona,
kona sem ég þekki ekki, stappar
niður fæti og segir við Heimdelling-
ana: skammisti ykkar strákar og
látiði stúlkuna í friði.
Heimdellingar horfa á konuna,
þessa konu sem er einsog hver önn-
ur kona, þeir hlaupa, hverfa.
Konan segir: láttu ekki þessa
íhaldsdrengi hafa áhrif á þig væna
mín, þeir era ekki góðir. Komdu
með mér góða. Ég tek í hönd henn-
ar, hönd konu með ótrúlega fallegt 4
bros.
Seinna komst ég að því að konan
var Rósa. Rósa var mamma Ragn-
ars og Rósa var kona Stefáns og
heim'li Rósu og Stefáns var heimili
okkar Fylkingarfélaganna.
I dag lít ég í kringum mig og ótt-
ast að alþýðuhetjan Rósa finnist
hvergi framar. *
Birna Þórðardóttir,