Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 63 BRÉF TIL BLAÐSINS Aðventa á Akureyri Frá Wolfgang Frosta Sahr: LÁNSAMUR er ég. Ég bý rétt við norðurpólinn. Þegar ég flutti til Is- lands, fyrst til Reykjavíkur og síðan til Akureyrar, gerði ég mér ekki grein fyrir því, hversu mikil sú ná- lægð átti eftir að verða. Nú er sem sagt svo komið að ég get sest í bílinn og ekið beint að pólnum, þar sem jólasveinarnir hafa nú haldið til frá því.um miðjan nóv- ember, börnunum mínum og öðrum á Akureyri til ómældrar gleði. Ég var í fyrstu svolítið efins, jafn- vel smeykur um að ég yrði leiður á þessu jólastandi ef það varaði í svo langan tíma. En ef ég skil rétt þær skýringar á íslenskum jólasiðum sem ég hef fengið síðan, þá lýsir allt þetta um- stang upp myrkasta tíma ársins og verður til þess að lífga upp á skamm- degið, samkvæmt fornnorrænni, jafnvel samgermanski-i hefð og er það vel. En þá vaknaði ein spurning hjá mér, er ekki forsætisráðherrann ný- búinn að lýsa því yfir, að ekki sé þörf á að líta til baka á það, sem vel hefur tekist, heldur að beina nú sjónum fram á við, að þeim tækifærum, sem bjóðast íslensku þjóðinni í framtíð- inni? Ég er þá að hugsa um eftirfar- andi möguleika. Skammdegið er mest í desember og janúar, en það byrjar að örla á því í nóvember og sér ekki fyrir endann í febrúar. Því ekki að stíga skrefið til fulls og hafa uppi jólalýsingar og skreytingar á þeim tíma líka? Jólin eru bara einu sinni á ári, og lengi má hlakka til þeirra. Það er líka hugsan- legt að hætta alveg við að taka skreytingarnar niður, enda mikið augnayndi af þeim. Og kannski eins gott að erlendu ferðamennirnir sem flykkjast til Islands á sumrin geri sér grein fyrir því hvert þeir eru komnir. Hugsanlega mætti líka halda áfram að spila jólalög í útvarpinu all- an ársins hring, og að birta jólaaug- lýsingar í blöðum og sjónvarpi. Af þessu hlýtur að stafa talsverð hag- ræðing, og svo segir mér hugur, að rekstrarsjónarmið séu ekki ómikil- vægust í þessu samhengi. En svo er um að gera að finna aðr- ar ástæður til frekari markaðshalda og söluherferða sem væntanlega mundu bæta andlegt ástand iandans enn fremur. Byrjun jólafóstunnar er t.d. grá- upplagður tími til að reyna að auka sölu á alls konar megi'unarkúrum og fæðubótai’efnum og best væri að benda fólki á þetta þegar í septem- ber. Um páskana væri vel hægt að bjóða upp á föndurvikur, þar sem blómaverslanir myndu auglýsa allt til þyrnikórónugerðar og byggingar- vöi’uverslanir færu ekki lengur var- hluta af jólasölunni ef þær gætu fal- boðið gæðavið og nagla í krossasmíð- ar. Flugfélögin ættu að nýta sér upp- stigningardag til sértilboða í flug- ferðum, og málaskólar hefðu nóg að gera um hvítasunnuna þegar postul- arnir fóru að tala tungum. I þessum sannkristilega anda hefðu líka gjarnan tiltekin atriði í fræðsluátaki útvegsmanna á ári hafsins mátt vera. Hvað er meira viðeigandi á tímum minnkandi afla en að minna á það, hvernig Jesús brauðfæddi þúsundir á þremur fisk- um og fimm brauðum? Bakarar, tak- ið eftir! Þannig mætti lengi telja. Leggjum öll eitthvað af mörkum. Akureyri er svo sannarlega Mekka jólasveinanna. Skrifað í nóvember ‘98 í sönnu jólaskapi. WOLFGANG FROSTI SAHR, Marbakka, Svalbarðsströnd. Rök og Frá Auðuni Braga Sveinssyni: FLEST höfum við einhverja skoðun á málum. Það er einmitt aðal hugs- andi fólks að láta skoðun sína í ljós, annaðhvort með eða á móti. Sé því ekki til að dreifa, er sá hinn sami markleysingi, honum er sama um allt. Oft heyrum við sagt, er við spyrjum fólk um álit þess á stjórn- málaflokkum hérlendis, að sama sé, hver þeirra sé kosinn; allir séu þeir slæmir og fremur til ógagns en gagns. Eru líkur til, að slíkt fólk skipi sér í baráttusveit landi og lýð til heilla? - Tæpast. Það er svo auð- velt að deila á aðra, en aðhafast sjálfur ekkert. Ég gæti t.d. látið eiga sig að skrifa þessa grein. Eng- inn hefur beðið mig um að gera það. Ég læt mig samt hafa það, og von- ast til að greinin birtist sem bréf, því þá sér hún fyrr dagsins ljós en ef um venjulega aðsenda grein væri mótrök að ræða. Það er mín reynsla. En nú er ég loksins að komast að efninu, það er með rökin og mótrök- in. Ég átti tal við kunningja minn einn um greiðslukortin. Ég var og er á móti þeim. Mín rök eru að þau hvetji fólk oft til að kaupa meira en góðu hófi gegnir, enda trúlega fund- in upp til að fólk eyði meiru en ella væri. Ég sagðist borga allt jafnóð- um, og trúlega opna pyngjuna nokkrurn sinnum á dag. Þá sagði kunninginn, sem greiddi mest af sinni úttekt með greiðslukorti: - Fyndist þér ekki betra að greiða þessa úttekt i einu lagi á hálfs ann- ars mánaðar fresti? - Nei, sagði ég; ég er ekki viss um, að ég yrði hýr á svip yfir að sjá allt í einu rosalega háa tölu yfir bæði þarft og óþarft, sem ég hefði fýrir löngu tekið út. Ég vil vita, hvað ég á eftir í veskinu eða buddunni hverju sinni. Borgar menntun sig? Sumir segja, að skólanám sé aðeins tíma- sóun, því að ekki sé víst, að mennta- menn hljóti betri tekjur eða lífskjör en þeir, sem spara sér skólagöngu á framhalds- og háskólastigi. Mótrök (mín): Menntun borgar sig ekki alltaf fjárhagslega, en hún auðgar ávallt líf hvers þess, sem hennar nýtur. Margt aldrað fólk segir, að laus sparisjóðs- eða bankabók, gefi bestu ávöxtunina. Sagt er, að bank- arnir „lifi“ mikið á þessu fólki, því að vextir, sem bækur þess gefa, eru langt undir verðbólgustigi, eða inn- an við 1%. Mótrök mín: Með því að festa bækur um lengri tíma, má fá langtum hærri vexti. Mér finnst, að bankar ættu að benda öldruðu fólki á þann möguleika. Það er til skammar fyrir bankana að græða þannig á fólki, vegna þess að það veit ekki betur. Nóg að sinni. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. NY VERSLUN LAUGAVEGI 38 ecco OPNUNAR TILBOÐ Laugavegi 38 • sími 551 0765 Komnir aftur Barna kuldaskór m/riflás Ullarfóðaðir Cóður gúmmísóli PÓSTSENDUIVI SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Ioppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg, sími 552 1212 Teg.: 8178 Litur: Svartir m/rauðu Stærðir: 22-35 Litur: Svartir m/bláu Stærðir: 22-30 Verð: kr. 3.995 http://www.simnet.is/ mannvernd BLEKKING & ÞEKKING Almennur fundur 3. des Norræna húsinu kl. 16:25 Hefur © hugleitt! Nýir félagar velkomnir 8:881-7194 ailll 10:00 £ 13:00 Pósthólf 94 121 Rvk. HOTEL SK3ALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16 NÝTT HÓTEL Á BESTA STAÐ í MIÐBORGINNI VETRARTILBOÐ Verðfrá kr. 2.700 á niann i2ja manna herbergi. Morgunverðarhlaðborð innifalið. Frir drykkur á veitingabúsinu Vegamótum. Sími 511 6060, fax 511 6070 guesthouse@eyjar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.