Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 67 FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Stjörnubíó sýnir gamanmyndina Can’t Hardly Wait, Partíið, en hún fjallar um hóp krakka sem kemur saman til að skemmta sér eftir brautskráningu frá skólanum þar sem þau hafa stundað nám í fjögur ár. Líf og fjör að leiðarlokum LEIKSTJÓRARNIR Harry Elfont og Deborah Kaplan skrifuðu saman handritið að myndinni Can’t Hardly Wait. Frumsýning AÐ lokinni brautskráningu nemenda í Huntington Hill skólanum er komið að lokapartíinu þar sem hin skraut- lega nemendaflóra sem þrifist hef- ur í skólanum undanfarin fjögur ár sleppir fram af sér beislinu og fær útrás fyrir allar þær tilfinn- ingar sem legið hafa bældar þenn- an tíma. Hinn efnilegi rithöfundur Preston Meyers (Ethan Embry) hefur verið ástfanginn af fegurð- ardís bekkjarins, Amöndu Beckett (Jennifer Love Hewitt), allt frá því hann sá hana fyrst þegar þau voru að hefja nám við skólann, og með hverju árinu hefur hin kvala- fulla ástríða hans farið stigvax- andi. I partíinu nær þetta svo há- marki og hann verður að grípa þetta síðasta tækifæri til að tjá henni ást sína áður en hann heldur til Boston daginn eftir. Preston er ákveðinn að láta til skarar skríða í partíinu, en hann veit ekki að það getur ekki staðið verr á því kær- asti Amöndu, glæsimennið Mike Dexter (Peter Facinelli), er einmitt nýbúinn að segja henni upp til þess að hann geti leikið lausum hala og farið á kvennaveið- ar að vild. í slagtogi við þennan ástarþríhyrning er svo hin hæg- láta Denise Fleming (Lauren Ambrose) sem er trúnaðarvinur Prestons, en í partíinu lendir hún í heldur óvæntu ástarævintýri með fyrrverandi æskuvini sínum; Kenny Fisher (Seth Green). I hópnum er einnig gáfnaljósið William Lichter (Charlie Corsmo) sem soðið hefur saman stórkost- lega áætlun til að niðurlægja Mike og vini hans í hefndarskyni fyrir einelti síðustu fjögurra ára og einnig er á sveimi stúlkan sem vill láta alla árita minningabókina sína. Síðast en ekki síst er það svo stelpan sem heldur partíið en hún þarf að takast á við bletti í gólf- teppinu, þjófnað af heimilinu og veggjakrot. Allt reynir þetta unga fólk að koma á framfæri skilaboð- um um fortíð sína og ráðgera næsta leik í óvissri framtíðinni sem bíður þess. Leikstjórar myndarinnar Can’t Hardly Wait eru þau Deborah Kaplan og Harry Elfont, en þau eru jafnframt höfundar kvik- myndahandritsins. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem þau leikstýra, en þau hafa skrifað nokkur kvik- myndahandrit saman. Fyrsta verk- efni þeirra var handrititð The Fa- mily Way sem Jenno Topping, framleiðandi Can’t Hardly Wait, keypti en síðan skrifuðu þau fyrir hana handritið að A Very Brady Sequel. Þau áttu síðan þátt í gerð handritanna að myndunum Homeward Bound 2 og Jingle AU the Way. Aðalleikararnir í Can’t Hardly Wait hafa allir áður getið sér gott orð á hvíta tjaldinu. Ethan Embry lék aðalhlutverkið í myndinni Dutch sem John Hughes leik- stýrði og aðrar myndir sem hann hefur leikið í eru m.a. A Far Off Place, White Squall, That Thing You Do! og Vegas Vacation. Charlie Korsmo hefur m.a. leikið í myndunum Hook, Dick Tracy, Men Don’t Leave og Heatwave. Lauren Ambrose lék síðast í gamnanmyndinni In & Out, sem Kevin Kline fór með aðalhlutverk- ið í, Peter Facinelli hefur m.a. leikið í myndunum Touch Me, Foxfire og Angela og Seth Green hefur leikið í myndunum Austin Powers: International Man of My- stery, Airborne, My Stepmother is an Alien og Big Business. Loks má nefna Jennifer Love Hewitt sem fer með eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttunum Party of Fi- ve, en hún hefur leikið í myndun- um I Know What You Did Last Summer og I Still know What You Did last Summer, sem sýnd verð- ur hér á landi síðar í vetur. PRESTON Meyers (Ethan Embry) gerir klaufalega tilraun til þess að ná athygli fegurðardísarinnar Amöndu Beckett (Jennifer Love Hewitt). DAGINN eftir partfið heldur Mike Dexter (Peter Facinelli) áfram að stríða William Lichter (Charlie Corsmo) eins og hann hefur gert alla tíð í skólanum. HIN hægláta Denise Fleming (Lauren Ambrose) lendir í óvæntu ástarævintýri með Kenny Fisher (Seth Green). EKKI LÁTA ÞIG VANTA B Klóbburinn Frábær gamanmynd, frábær partýmynd. Komið og upplifið partý ársins. Með Jennifer Love Hewitt (I Know What You Did Last Summer). Geggjuð tónlist. Nördar, töffarar, glanspíur, klíkur, íþróttageggjarar, pabbastelpur, fegurðardrottningar o.fl. fólk í partýinu www.vortex.is/st|ornubio/ DAG FRUMSYND „Hröð og fyndin." GÆRDAGURINN HEYRIR SÖGUNNI TIL. Á MORGUN ER FRAMTÍÐIN. í KVÖLD ER PARTÝIÐ Kevin Thomas/ LOS ANGELES TIMES „Grípandi lónlisl og leikandi léllur húrnor." Janet maslin/ NEW YORK TIMES „Kallið á lögguna. Þetta parlý skekur húsið. Farið með kærustuna og upplifið villt fjör. Tónlistin sér um að halda partýinu gangandi." \Á/ooih David Noll/ VH-1, NEW YORK „Partý sem þú gleymir seinl. Allir munu falla fyrir Jennifer Love Hewifi (I Know What You Did Last Summerl." Jeanne Wolf/ JEANNE WOLF'S HOLLYWOOD ATH! :Ý‘ : muuðc nmocER raucuai mm B I ffldlffl II NHIliNVI!ll mam kskt www.sony.com Allir þeir sem kaupa sig innó sýninguna kl. 21.00 íkvöld er boðið í CAN'T HARDLY WAIT partý sem haldið verður í klúbbnum eftir sýningu. VEITINGAR I BOÐI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.