Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS STURLA GÍSLASON stutt í því verkefni. Pótt heilsan bil- aði og leyfði ekki langar fundarset- ur þar sem rætt var um stafkróka, ->• greinarmerki og neðanmálsnótur var áhugi hans alltaf samur og jafn. Aidrei bar fundum okkar saman án þess að hann spyrði frétta af kristnisögunni og legði á ráðin um eitthvert óleyst efni. Það gefur augaleið að í svo marg- þættu samstarfi á vettvangi þar sem álitamálin eru jafn mörg og í sögu kristinnar kirkju í 2000 ár ber oft mikið í milli hvað varðar skoðan- ir manna, aðferðir, túlkanir, mat og niðurstöður um einstök mál. Það þarf því enginn að ætla að við Jónas Gíslason höfum ætíð verið samdóma á því sviði. Ef til vill var það oftar svo að við vorum ósammála. Við vorum hvor af sinni kynslóð, bak- grunnur okkar var ólíkur, þjálfun okkar í greininni misjöfn og við sjálfir ólíkir. Það var þess vegna oft hvasst á fundum okkar. Hvað sem á milli bar og um hvað sem var deilt var þó eitt öruggt. Jónas reyndi enginn að öðru en fullum heilindum, óskoruðum drengskap og einlægum vilja til að hafa það sem sannara reyndist í hverju máli. Og þótt hann hafi ugglaust oft vitað betur var hann furðu fús til að leggja baráttu- málum okkar sem jmgri vorum fullt lið. Þar held ég að víðsýni hafi ekki ^ endilega ráðið ferðinni heldur um- hyggja og kærleikur íyrir mönnum og málefnum. Fyrir allt þetta vil ég þakka Jónasi Gíslasyni. Það var þroskandi að eiga við hann samskipti og vart lætur kennari og kennimaður eftir sig betri orðstír en þann. Kæra Adda, Gísli, Addi Kiddi og fjölskyldur, Guð blessi minningu Jónasar og styrki ykkur við fráfall hans. Hjalti Hugason. Við biðum kennara, fyrstu bekk- ingar í Verzlunarskóla íslands. Sá sem ráðinn var hafði forfallast og verið var að leita staðgengils. Okk- ur þótti það ekkert verra að mega njóta haustblíðunnar með göngu- ferðum í bæinn, sem ekki síst heill- aði okkur utanbæjarungmennin. Og ekki íþyngdu í október áhyggjur af vorprófum. En þar kom, að Vilhjálmur Þ. Gíslason kom inn í stofuna til okkar og í fylgd hans var ungur maður, upplitsdjarfur og einarður, og kunni skólastjórinn margt gott um hann að segja. Og var það ekki sízt, að í æðum hans rynni kennarablóð, sem laðaði hann að fræðslu og uppbygg- ingu. Og það stóð ekki á því, að hann tæki til hendinni, og á ör- skömmum tíma var hann búinn að bæta okkur upp kennslutap síðustu stunda. Við höfum oft minnst á þessi fyrstu kynni okkar, séra Jónas Gíslason og ég, en sá var maðurinn, sem þannig var leiddur fram fyrir okkur. Hann hafði gaman af því á seinni árum að minna mig á, að hann hefði kennt mér, þótt ekki væru svo mörg ár milli okkar. Og ég svaraði ætíð með því að vitna til þess, hversu vel honum fórst úr hendi að teikna á töflu okkur til skilnings leyndardóminn að baki — því, að spörfuglar duttu ekki af grein, þótt svefninn sigraði þá. Síðan hafa leiðir okkar legið býsna þétt saman, hann þjónaði að vísu austur í Vík, er ég stundaði mitt guðfræðinám og fyrstu prest- skaparár mín voru langt í burtu. En eftir að hann hafði þjónað Islend- ingum í Kaupmannahöfn og sannað til góðrar eftirbreytni, hversu þarft það er að hafa prest á meðal þeirra, sem dvelja erlendis í lengri eða skemmri tíma, hvort heldur er við nám, störf eða á sjúkrahúsi, þjónuð- ^ um við prestaköllum í Reykjavík og lágu sóknamörkin saman. Séra Jónas Gíslason sinnti öllum störfum af frábærum áhuga. Hann var fylginn sér og kappsfullur og ekki gleymist lagni hans við að koma þeim málum fram, sem hon- um voru hugleikin. Minnist ég til dæmis forystu hans í því, að Presta- f félag Islands gekk í Bandalag há- skólamanna og yfirgaf BSRB. Hann gekk á milli okkar á aðalfundinum, þar sem gengið var til atkvæða- greiðslu um þetta álitamál, og lýsti nauðsyn breytinga. Hann var eins og þingmaður á átakafundi, enda voru stjórnmál aldrei fjarri áhuga- sviði hans og kom hann þar einnig við sögu, bæði í sveitarstjórnarmál- um fyrir austan og í flokksstarfi innan Sjálfstæðisflokksins, og leidd- ist ekki að rifja upp nöfn þekktra samstarfsmanna á þeim vettvangi og góða hlutdeild í stórum málum. Ein stærsta stundin í lífi hans, þar sem ég gegndi einnig stóru hlutverki, var biskupsvígsla hans í sjálfri Skálholtsdómkirkju. Hann hafði undirbúið allt vel og stóð hug- ur hans til ríkulegrar þjónustu í þeim hinum sama anda og hefur ætíð einkennt hann. Þóttust kunn- ugir líka vita, að í þessu ómótaða embætti vígslubiskups mundi eld- móður hans og fúsleiki til þess að ganga aldrei á snið við þungu björg- in, heldur leita leiða til að ryðja þeim úr vegi, skila góðum árangri. Þau voru svo til nýstigin út úr flugvélinni, hjónin, eftir erfiða heimsókn til Filippseyja, þegar ekið var austur í Skálholt til vígslu. Það gafst því ekki mikill tími til undir- búnings sjálfri athöfninni, báðir voru þó öruggir um framgang. En þreyta eftir ferðina og áhrifin, sem fylgdu því að vera vitni að ólýsan- legri fátækt og örbirgð austur þar samfara miklum fúsleika til þess að rétta fram hjálparhönd - og þótti honum það standa sér nærri sem fyrsti framkvæmdastjóri Hjálpar- stofnunar kirkjunnar - hafði þau áhrif, að hann gekk ekki heill til skógar, er vígsludagurinn rann upp, og háði honum í vígslunni sjálfri. Því miður sáust þar forboðar þess, sem á eftir fylgdi. Séra Jónas gat ekki sinnt háu embætti og varð- að nýjar leiðir samfara endurflutn- ingi biskups á glæst höfuðból, svo sem hugur hans stóð til. Veikindi settu mark sitt á hann og undir lok gat hann ekki gengið óstuddur. En hann gafst ekki upp. Köllunarvissan og fúsleikinn til að beygja sig undir heilagt ok fylgdi honum til síðustu stundar. En nú urðu nokkur skil á kenningu og túlkun, þar sem hann leitaðist við að láta kyndil trúarinn- ar lýsa upp þá þrautagöngu, sem honum var búin samfara óhjá- kvæmilegum vonbrigðum. Hann spurði vitanlega Guð, hvers vegna þetta hefði þurft að gerast og þannig komið í veg fyrir framkvæmd margra áforma til eflingar sjálfu Guðsríkinu. En hann vissi líka, að ekki þýddi að deila við hinn hæsta. Slíkt las hann hjá Páli sjálfum í bréf- um hans og það þekkti hann líka meðal svo margra, söguprófessorinn og sagníræðingurinn, og þurfti ekki einu sinni að vitna til hins líkþráa skáldprests í Saurbæ. Og það vitum við einnig, að ekki gerist allt svo sem Guði er þóknanlegt, en styrkur hans yfirgefur ekki þann, sem trúir. Og trúartraustið skein af ásjónu séra Jónasar, rétt eins og kraftur hins unga manns, sem er að hefja ferð og við urðum vitni að í kennslu- stofunni við Grundarstíginn forðum. En hann stóð ekki heldur einn. Guð hafði gefið honum góða konu, sem aldrei hikaði í fómfúsum kærleika og studdi bónda sinn jafnvel umfram eigin mátt. Þegar séra Jónasar Gíslasonar vígslubiskups er minnst og fyrir hann þakkað fylgir einnig hin sama þökk og virðing, sem frú Amfríður Ammundsdóttir ávann sér í hvívetna á langri samleið. Við Ebba þökkum vini, kveðjum hann og felum Guði. Við biðjum einnig ástvinum séra Jónasar bless- unar þess Drottins, sem með okkur gengur og lyftir byrðum af þreyttum herðum. Og veiti hinn upprisni Drottinn þeim styrk, sem að því starfa, er séra Jónas þráði alla tíð að vinna Guði til dýrðar, svo að heill fyígi- Olafur Skúlason. Þá hefur sr. Jónas Gíslason bless- aður fengið að líta frelsarann sinn Jesú Krist. Hann sem líf hans sner- ist um og hann þráði svo mjög að fá að bera vitni. Sr. Jónas Gíslason fyrirvarð sig ekki fyrir fagnaðarerindið um Jesú. Það var honum kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir. Eg sé Jónas fyrir mér í ræðustóln- um í KFUM talandi á fundum eða samkomum. Þar fór eldhugi mikill, sannur vakningaprédikari. Hann gerði fagnaðarerindið ljóslifandi fyrir fólki, það var hans náðargjöf. Jónas tók þátt í margvíslegu starfi á vegum kirkju og kristni, var m.a. formaður Landssambands KFUM og KFUK um tíma. Hans verður lengi minnst sem eldhuga og ötuls talsmanns fagnaðarerindisins. Text- arnir hans góðu við margar hressi- lega sálma munu sungnir áfram og verða áfram til hvatningar og bless- unar. Hin síðari ár hafði Jónas flein í holdinu, sem gerði honum erfitt um vik. Lífskrafturinn, viljinn og hug- urinn til starfa var þó svo mikill að fátt hélt aftur af honum, jafnvel þótt líkaminn fylgdi ekki með. Oft hafði hann beðið Guð um að taka hina lík- amlegu sjúkleika frá sér en Drott- inn hafði ávallt svarað honum eins og Páli postula forðum með orðun- um „náð mín nægir þér“. Við þau orð varð Jónas að sætta sig. Já og ekki aðeins hann heldur og starfsfé- lagar hans og samferðamenn að ógleymdri fjölskyldunni sem upp- lifði erfiða daga með sjúkdómum Jónasar og þá ekki síst blessuð Adda, konan hans góða, sem alltaf stóð við hlið manns síns af trúfesti í blíðu og stríðu, það haggaði henni ekkert þótt hún sannarlega hafi oft verið þreytt og hafi sjálf fengið að kynnast erfiðum sjúkdómi af eigin raun. Góður Guð blessi Öddu og launi henni störf þeirra hjóna fyrir KFUM og KFUK, íslensku kirkj- una og þjóðina alla. Jónas er nú laus undan sjúkdóm- um og kvölum og dýrmæt sál hans komin í faðm frelsarans Jesú. Mín síðasta minning af Jónasi er frá 8. október. Það var fundur í að- aldeild KFUM. Ég átti að flytja þar ávarp sem nýlega ráðinn fram- kvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Vel var mætt á fundinn og einn fundarmanna var blessaður sr. Jónas, sem var borinn í hús af góðum bræðrum. Hann ætlaði ekki að láta sig vanta til þess að fagna nýjum framkvæmdastjóra. Eftir fundinn benti hann mér að finna sig. Ég laut niður að honum þar sem hann sat í stól. Flutti hann mér hvatningar- og blessunarorð sem ég met mikils þótt ég hafi vissulega þurft að hafa mig allan við til þess að skilja hann og víst er að ekki skildi ég allt sem hann sagði, en ég fann að hugurinn var heill og bænirnar mikilvægar. „Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara, eins og þú hefur heitið mér, því að augu mín hafa séð hjálp- ræði þitt.“ Lúk. 2:29. Góður Guð blessi minningu sr. Jónasar Gíslasonar vígslubiskups og Hann uppörvi og styrki fjöl- skyldu hans í öllum góðum verkum um ókomna daga. „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist.“ I. Kor. 15:57. Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Forgengileiki mannlegs lífs þarf ekki að koma á óvart Kristur kenndi, að jarðlífi voru væru takmörk sett Jesús breytti dauðanum úr ógnvekjandi óvini íþjón, er að lokum flytur oss til Guðs. Þannig hljóðaði brot af kveðju vígslubiskups til okkar presta í Skál- holtsstifti í bók hans, Hver morgunn nýr, sem var stuttar hugleiðingar hans í formi prósaljóða fyrir hvern helgan dag ársins, en þetta brot tO- heyrði einum af síðustu sunnudögun- um eftir Þrenningai-hátíð. Sá tími var valinn þegar kallað var. Sr. Jónas uppfyllti þannig með lífi sínu eigin prédikun og eigið orð. Þannig var hann alltaf, sjálfum sér sam- kvæmur í trú sinni og boðun og þannig kynntist ég honum 1974 þeg- ar við vorum kallaðh' til starfa í St- arfsháttanefnd þjóðkirkjunnar, sem varð mér dýrmætur reynsluskóli. Ég gleymi ekki hvemig það varð hluL skipti sr. Jónasar að leiða starfið áfram, finna úrlausnir og takast sjálf- ur á við það sem erfiðast var. Grund- völlur starfs okkar var að skilgreina hvað kirkjan væri og það var hans framsetning sem allir urðu sáttir við. „Kirkja Krists er líkami hans á jörðu, þar sem Guð starfar áfram í Heilögum anda ... Hún er ein, af því að Drottinn hennar er aðeins einn, Jesús Kristur. Hún er heilög, af því að hún þiggur helgi sína frá honum, sem hefur frátekið hana sér til eignai' um eilífð. Hún er almenn, af því að hún á erindi við alla menn um gjörvalla jörðina á öllum tímum og er og hefui' verið farvegur þess hjálp- ræðis, sem nægir til eilífs lífs. Hún er postuleg, af því að hún byggir trú sína og kenningu á þeirri opinberun Guðs í Jesú Kristi, sem okkur er geymd í orðum Heilagrar ritningai'.“ Þannig skilgreinii- sá einn kirkju sína, sem er af Guðs náð prédikari og hirðir, sá sem er reiðubúinn til þjón- ustu, vegna þess að hann hefur heyrt kall Drottins í eigin h'fi og hlýtt því og treystir á blessun hans og hand- leiðslu. Við urðum vinir, sem störfuðum saman í Starfsháttanefnd og fyrir mig varð vináttan við sr. Jónas og konu hans, frú Amfríði, dýrmæt eign. Það að kynnast sr. Jónasi svo heil- steyptum og djörfum, en samt reiðu- búnum að taka tillit til, hlusta og svo oft umbera, var hluti af þessari eign. Tilfinningin er mér varanleg verð- mæti, því „hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega er eilíft“. Við sem unnum kirkju okkar, stöndum í mikilli þakkarskuld við frumherjann á svo mörgum sviðum, sr. Jónas Gíslason, sem á starfstíma sínum kom nær alls staðar að í kirkj- unni, með svo þróttmiklu og óeigin- gjörnu staifi, alltaf gefandi úr brunni trúar sinnar og fullvissu um nálægð Jesú Krists og sigri hans yfir forgengileikanum, sem við værum háð. Þess vegna væri ekki til einskis barist í málefnum kh-kjunnar, aðeins að hann leiddi baráttuna og gæfi sig- urinn. Sannarlega hafði Drottinn, Jesús Kristur kennt, að jarðlífi okkar væru takmörk sett, en við værum kölluð til starfa, hver á sínu sviði, til að gera okkar besta og að síðustu breytti Jesús dauðanum í þjón, sem flytti okkur til húss Guðs með hinum mörgu vistarverum. Það hefur orðið í lífi sr. Jónasar og ég bið Drottin Guð að blessa og styrkja eiginkonu hans og fjölskyldu. Allt er til þakkar í þehrí minningu sem við eigum um sr. Jónas Gíslason, vígslubiskup. Hallddr Gunnarsson. Áhuga á þætti trúarbragða í sögu- legri framvindu og virðingu fyrh- trú- arbrögðum sem siðareglu á ég mjög að þakka kynnum af Jónasi Gíslasyni á æskuárum okkar. Þau hófust í fyrsta bekk Menntaskólans í Reykja- vík veturinn 1940-41, en í fjórum efstu bekkjunum sátum við saman, tvo þá síðustu með Pálma Vilhelms- son á milli okkar. Mikill var jafn- framt kunningsskapur okkar við Pál Sigurðsson, (þótt á hinn bóginn vær- um við í öðrum kunningsskap, Jónas við KFUM-pilta, Páll við skáta-fé- laga og ég við róttæklinga). Ondverðar skoðanir höfðum við Jónas á trúmálum og stjómmálum. Alger trúarvissa var Jónasi gefin, en mér efahyggja; honum voru hug- stæðar arfateknar máttarstoðir þjóð- félagsins, en mér samfélagslegar breytingar, sem ég nefndi framfarir. Um þessi efni ræddum við fram og aftur, og urðu þær umræður okkur eins konar æfing í rökræðum, þess að setja fram og rökstyðja sjónar- mið okkar. Jónas Gíslason lauk prófi í guð- fræði við Háskóla íslands 1950 og var eftirfarandi vetur við frekara nám í guðfræði í Noregi. Fram til 1953 var hann síðan starfsmaður við Landsbanka Islands. A þessum ár- um hittumst við alloft, en síðan miklu sjaldnar, jafnvel engu sinni á sjöunda áratugnum. Sóknai'prestur í Vík í Mýrdal var Jónas 1953-64 og síðan prestur Islendinga í Kaup- mannahöfn fram til 1970. Eftir að Jónas hóf kennslu í guðfræðideild Háskóla íslands 1971, þar til hann varð vígslubiskup 1989, bar fundum okkar öðru hverju saman, og þá fannst mér alltaf sem við hefðum ræðst við daginn áður. Svo lítt var Jónas breyttur. Síðasta sinni hitti ég Jónas Gísla- son 1996. Vann hann þá að samn- ingu endurminninga sinna. Og þóttu mér sýnishorn hans og upprifjanir býsna fróðleg. An efa mun mörgum leika hugur á að lesa minningar hans. Haraldur Jóhannsson. Jónas er horfinn sjónum okkar og kominn til fundar við guð sinn sem hann helgaði líf sitt. Þegar sjúkdóm- ar hafa tekið svo stóran toll af manneskjunni að hún er orðin fangi í eigin líkama ófær um að tjá sínar innstu hugrenningar er dauðinn líkn. Það var ekki auðvelt fyrir slík- an eldhuga sem Jónas var að komast ekki ferða sinna óháður og vera bundinn við hjólastól síðustu daga ævi sinnar. Það átti illa við hann að geta ekki hlaupið við fót, farið allra sinna ferða, eða sinnt áhugamálum sínum með sama hætti og áður. Líf Jónasar einkenndist af vinnusemi, elju og dugnaði. Hann gekk heils- hugar að hverju því verki sem hann tók að sér og var trúr sannfæringu sinni. Ég kynntist Jónasi sem barn, þegar ég dvaldi oftar en einu sinni langdvölum á heimili hans og móð- ursystur minnar Arnfríðar, eða Öddu frænku eins og hún er oftast kölluð. í mínum huga voru þau Adda og Jónas, enda þótti Jónasi mikið til hennar koma og sagðist sjálfur ekki vera nema hálfur maður án hennar. Jónas var afskaplega félagslyndur maður og vildi helst alltaf hafa fólk í kringum sig. Enda var gestkvæmt mjög á heimili þeirra Öddu og Jónasar og þau höfðingjar heim að sækja. Lífið bauð upp á ýmsa til- breytingu. Þau kynntust lífinu úti á landi sem ung prestshjón, þau fengu að smakka á stórborgarlífinu í Kaupmannahöfn, þar sem þau þjón- uðu íslendingum um árabil og ruddu brautina að íslensku safnað- arstarfi erlendis. Síðan gerðist Jónas sóknarprestur í Reykjavík, dósent við guðfræðideild Háskóla Islands og síðustu árum starfsæv- innar eyddi hann sem vígslubiskup í Skálholti. Jónas og Adda nutu þess að ferðast og oft var hann fulltrúi kirkjunnar eða annarra samtaka á fundum eða ráðstefnum erlendis. En nú skal lagt upp í hina síðustu ferð og Jónas hefur kvatt elskaða eiginkonu, synina Gísla, Arnmund og barnabörnin 10 sem hann var svo stoltur af. Við sem eftir stöndum drúpum höfði 1 þakklæti fyrir það sem Jónas var okkur. Það var gott að eiga hann að, þegar við hjónin þuiftum að fá ráð sem ung prests- hjón, hann miðlaði ótrauður af reynslu sinni og uppörvaði. Hann sýndi móður okkar einstaka um- hyggju við ótímabært lát fóður okk- ar, sem við systkinin þökkum fyrir. Fyrir hönd okkar hjóna og barna okkar þakka ég ævarandi tryggð og vináttu. Inga Þóra Geirlaugsdóttir. Kveðja frá Skálholtsstað Þegai' Jónas Gíslason var kjörinn vígslubiskup í Skálholtsstifti árið 1989 laut það embætti enn lögunum frá 1909 og var því ekki sjáÉstætt embætti í raun. Með lögunum 1990 var svo ákveðið að embætti vígslu- biskupa yrðu sjálfstæð og að þeir skyldu sitja á biskupsstólunum fornu. Séra Jónas tók því kalli og settist að hér í Skálholti er honum hafði verið búin aðstaða til þess. Hann var því fyrstur biskupa hér eftir að nær tvö hundruð ár voru lið- in frá því að biskup hafði setið þann stað sem Gissur gaf til að vera bisk- upsstóll meðan kristni væri í land-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.