Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 31 LISTIR BÆKUR Fræðirit „RING OF SEASONS. ICELAND - ITS CULTURE & HISTORY" eftir Terry G. Lacy. Ann Arbor, The University of Michigan Press. 297 bls. ÍSLENDINGUM fer sem öðrum að þeim þykir lofið gott. Þegar út- lendingai- skrifa um íslendinga leggja þeir yfirleitt við hlustir og stundum verður fréttamönnum svo brátt í brók þegar útlendingar stíga á íslenzka jörð að það fyrsta sem þeim dettur í hug er _að spyrja þá hvað þeim finnist um Island. Það er eins og álit annan’a skipti Islendinga miklu máli og er óljóst af hverju, sennilegasta ástæðan er hefðbundin minnimáttai'kennd smáþjóðar. En það er sérstök ástæða til að leggja við hlustir þegar útlendingur hefur kynnt sér vel innviði þjóðarinn- ar og sögu hennar, raunar svo vel að það er ekki lengur hægt að kalla hana útlending því að hún hefur gleggri skilning á þjóðai'vitundinni og sögunni en flestir Islendingar sjálfir. Terry G. Lacy er bandarísk fræðikona sem hefur búið hér á landi sl. 25 ár og stundað kennslu í mannfræði, félagsfræði og ensku. Hún hefur nú tekið sér fyrir hendur að skrifa bók um athuganir sínar á Islendingum eða reynslu sína af Islend- ingum því að bókin er ekki bara skipulegar at- huganir á Islendingum heldur lýsir hún sam- skiptum . sínum við dæmigerða íslenzka fjölskyldu. Þeirri lýs- ingu er blandað saman við lýsingu á sögu Is- lendinga, norrænni goðafræði og þjóðtrú ýmislegri. Ur þessu verður hin skemmtilegasta blanda sem er fróð- leg fyi-ir alla áhugamenn um íslenzkt samfélag og sögu þess. Bókin skiptist í fimm kafla. Sá íyrsti er almenn greinargerð um ís- lendinga og íslenzkt samfélag. Höfundm' spyi' hvað móti þetta sam- félag og hvernig það líti út. Hún lýsir ýmsum einkennum sem blasa oft við útlending- um en innbyggjarar taka ekki eftir. Hún nefnir hlut eins og þann að ei’fitt er að fá ís- lenzka stúdenta til að spyrja spuminga og átt- ar sig á að það er ekki vegna þess að þeir hafi ekki eitt og annað að segja um hváðeina sem um er rætt heldur vegna óframfærni og óvana við að halda eigin skoðunum fram. Hún nefnir líka framtakssemi og dugnað. Það eru hlutir sem íslendingar upp- götva stundum í útlöndum að er öðru- vísi farið þar en heima hjá þeim, það sem þeim finnst eðlileg framtakssemi einstaklings í eigin lífi er ekki sú sama og talin er eðlileg í útlandinu. Slíkar uppgötvanir segja oft langa sögu. I þessari bók er einnig fjallað um einstaklingshyggju sem ristir djúpt í þjóðarsálina en mér virðist hún vera óhjákvæmilegur hluti fram- taksseminnar. En höfundm- gleymir ekki að lýsa öðrum mikilvægum stað- reyndum um þjóðina eins og tung- unni og staðsetningu landsins á hnettinum og þar með veðrinu, gróðri og að íslendingar hafa verið sæfarai' í gegnum tíðina. I þessum kafla og öðr- um er síðan sagt frá íslenzki'i fjöl- skyldu sem er dæmigerð og í þessum fyrsta kafla er lýst þorrablóti. Þeir fjórir kaflar sem eftir eru eru allir kenndir við árstíðirnar. Sá fyrsti nefnist vor. Atburðirnir sem látnir eru gerast í fjölskyldunni tengast flestir vori: fæðing, gifting, ferming. En þar er líka lýst dauða og útfór. En í kaflanum er farið yfir sköpunar- sögu norrænnar goðafræði úr Völu- spá, goðsögnina um Þór og upphaf Islandsbyggðar og kristnitökuna. Annar kafli nefnist sumar og er samsettur úr frásögnum af sumardeg- inum fyrsta, siglingum Eiríks rauða og Leifs heppna til Grænlands og Norð- ur-Ameríku, lokum þjóðveldisins, frásögnum af Loka og íslenzkri af- mælisveizlu. Þriðji kafli er haustið. Fjölskyldan mætir í síðdegiskaffi og tekui' slátur, sagt er frá álfum og tröll- um og Eyvindi og Höllu. Islandssagan er sögð frá upphafi sambands við Nor- egskonung, ft-am að siðaskiptum og til 1830. Síðasti kaflinn, vetur, lýsir jóla- haldi og áramótum, torfkofum og sál- inni hans Jóns míns, íslandssögunni frá 1830 og fram á þennan dag og ragnarökum og nýjum tíma. Þetta er vönduð bók og vel unnin. Frásögnin er byggð á traustri þekk- ingu á Islandi og Islendingum. Höfundurinn hefur kannað flest af því bezta sem hefur verið skrifað um Island og Islendinga og vinnur vel úr því. Textinn er auðlesinn og gefur góða mynd af viðfangsefni sínu. Það er að vísu ekki verið að segja frá því þjóðfélagshrati sem maður rekst á í fréttum eftir hverja helgi ársins held- ur þeim hluta þjóðarinnar sem teljast verður öllu markverðari. Litmyndir eru á afmörkuðum myndasíðum á einum stað í bókinni og tengjast því ekki textanum vel en þær eru viðeig- andi og góðar. Einnig era svarthvítai' myndir sem falla vel inn í textann. Þetta er bezta bók á enskri tungu sem ég hef rekizt á um íslenzkt nútímaþjóðfélag, sögu þess og sér- kenni. Guðmundur Heiðar Frímannsson Góð lýsing á þjóð Terry G. Lacy GARÐLJÓÐ BÆKUR Ljóö í GARÐI KONU MINNAR eftir Guðjón Sveinsson. Mánabergsútgáfan. 1998 - 94 bls. GARÐRÆKT og skógrækt yerður mönnum enn að yrkisefni á Islandi. Margt er ógert í jteim efnum og ekk- ert nema gott eitt um það að segja þegar ljóðabók er gefin út með ræktun sem meg- inefni. I garði konu minnar eftir Guðjón Sveinsson er eins konar óður til náttúrunnar og gróðursins og ekki síst til skógarins. Ljóðmál Guðjóns mótast af þessu við- fangsefni, er ljóðrænt og á stundum grósku- mikið í bókstaflegri merkingu þess orðs. Hann á þannig til að hlaða saman persónu- gervingum þar sem hann blandar saman heimi jurta og manna: Undirveggjumávorin standa páskaliljur prúðar sem drottningar djásnum prýddar. Háleitur riddaraspori (sem ábyrgur heimilisfaðir fyrir stríð) gerir hosur sínar grænar fyrir blásólinni er drepur kankvís til þín tittlinga svo lítið beri á. Hér er haganlega unnið með myndmál. Guðjón á einnig til að flétta þjóðfélagsádeilu inn í þennan gi'óð- urheim sinn og tekst bærilega stund- um. Hann yrkir til að mynda um álm í garðinum sem er smár og kræklótt- ui' „sem verkalýðshreyfingin / en man fífil sinn fegri“. I einstaka kvæði finnst mér þó skáldinu vera fullmikið niðri fyrir þannig að listgildið fellur í skugga áróðurins eins og í kvæðinu Til skóg- arins: Framtíð vors heims er falin í skóganna vernd feigð býr í hugvitsins gálausu, drottnandi feikn. Hið ósvífna vald meö dramblæti, daga og ár, dregur á bláhvelin ógnþrungin voðateikn. Erfitt er að sjá bein tengsl milli skóganna vernd og voðateikna á bláhveli, enda þótt ber- sýnilega sé hér verið að fjalla um náttúravernd í báðum tilvikum. Hér ber hugsjónin skáldið af leið. Þess utan hefrn' orðalag eins og „drottn- andi feikn“ og ógn- þrungin voðateikn“ í mínum huga löngu dagað uppi. Ómstríðar eru líka hendingar eins og þessar: Finna nálægð þína heita lófa ljúfs bross undir sólarlag. Þarna færi betur að forðast tvöfalt eignarfall, „ljúfs bross“. Bestu kvæði Guðjóns eru raunar þau kvæði bókarinnar þar sem hann kastar laufskrúði málsins og spyi' einfaldra, persónulegra spurninga: Að lokinni heimsókn fyllist ég tómleika ogspyr kem ég aftur? Þöglir veggir veita engin svör þrestirnir hverfa inn í limgerðið flugurnar þagna. - Er nema von ég spyrji? í garði konu minnar er ljóðrænn óður til náttúrunnar. Skáldið fer oft laglega með myndmál og á einnig til að yrkja ljóst og einfalt. En því er stundum mikið niðri fyrir og þá vill listgildið líða fyrii’ það. Skafti Þ. Halldórsson Guðjón Sveinsson • ORMURINN er eftir Kristínu Steinsdóttur. í kynningu segir: „Sagan greinii- frá tveimur börnum, pifti og stúlku, í íslensku sjávarplássi sem hafa miklar áhyggjur af ormi í maga móður stúlkunnar og hvernig þau reyna að grafast fyrir um það hvers konar orm- ur þetta gæti ver- ið. Áhyggjur og brennandi for- vitni reka börnin í ferð á milli vinnu- staða í bænum þar sem þau hitta fólk til þess að komast að því hvers konar ormar það eru sem helst geti hrjáð fólk. Sagan lýsir á nærfærinn hátt fjörugu ímyndunarafli barna og Nýjar bækur endurspeglar í leiðinni samfélag vinnandi fólks sem ekki hefur mik- inn tíma til að vera með börnum sín- um.“ Útgefandi er Æskan. Bókin er 50 bls., myndskreytt af Aslaugu Jóns- dóttur. Verð: 1.290 kr. • SVANUR ogjólin er eftir Sören Olsson og Anders Jacobsson í þýðingu Jóns Daníelssonar. I kynningu segir: Svanur er niðri í bæ að fást við lífshættulegt verkefni; að kaupa jólagjöf handa Soffíu. Stelpudót! Samt er heil eilífð til jóla. En það er margt að gerast og Svan- ur er í essinu sínu. Sænska sjónvarpið gerði fram- haldsþætti eftir þessari bók. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er Kristín Steinsdóttir 182 bls. Umbrot og frágangur: Skjaldborg. Bókin erprentuðí Singapúr. Verð. 1.630 kr. • FRUMKVÆÐI er ljóðabók eftir Ingólf Steinsson. Hún inniheldur safn 77 Ijóða og kvæða frá 22 ára tímabili. Bókin skiptist í fjóra kafla: Eldri deild, Ameríkuljóð, Yngri deild og Kvæði. Fyrh’ þremur árum sendi Ingólfur frá sér söguna Undir heggnum - upp- vaxtarsaga blómabarns. Útgefandi er Tunga. Bókin er 124 síður. Bókaútgáfan Bjartur sér um dreifingu. Verð: 1.680 kr. Ingólfur Steinsson AUGLYSING UM UPPGREIÐSLU VERÐTRYGGÐRA SKULDABRÉFA LANDSBANKI ÍSLANDS HF. Auglýsing um uppgreiðslu verðtryggðra skuldabréfa útgefnum af Lind hf. í 2. flokki B 1993, þann 20. ágúst 1993. Landsbanki íslands hf. hefur ákveðið að nýta sér uppgreiðslu- ákvæði skuldabréfa 2. flokks B 1993 og greiða þau upp þann 15. desember. Bréfin eru bundin lánskjaravísitölu (nú neysluvöruvísitölu). Grunnviðmiðun verðtryggingar var 3307 stig lánskjaravísitölu í ágúst 1993. Greíðslustaður skuldabréfanna er í afgreiðslu bankans að Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Heimilt verður að framvísa skuldabréfum í öllum afgrelðslum bankans sem aðstoða munu vfð innlausnina. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá bókhaldsdeild Viðskiptastofu Landsbankans á Laugavegi 77, 155 Reykjavík, eða í síma 560 3219. Reykjavík nóvember 1998 Landsbanki íslands Landsbanka íslands hf. - Viðskiptastofa Laugavegi 77, 155 Reykjavík, sími 560 3100, bréfsíml 560 3199, www.landsbankl.is Loáskin nsfóáraái r jakkar EGGERT feldskeri efst á Skólavörðustígnum, sími 551 1121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.