Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
rHEYÍ ARENT YOU 601N6TO
5ITINTHE PUMPKIN FATCH,
ANP WAIT FOR THE
“6REAT PUMPKIN"? ^
WE KE NOT A5 STUPIP
A5 YOU..WE'RE 60IN6
"TRICK 0RTREATIN6"
MAf'SE l'LL
JUST SAV', 50RT
OF JOKINOL'Ö
"THANK YOU,
JU5T PUT
THE eiCTCLE
l INTHI5BA6"
Hæ! Ætlarðu ekki að sitja l graskera-
beðinu og bíða eftir „graskerinu
stðra"?
Við erum ekki eins heimsk og
þú ... við erum að fara og spyija
„grikk eða gjöf“.
Ég segi kannski, bara svona
í gríni, „þakka þér fyrir.
Settu reiðhjólið bara í
þennan poka.“
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sínii 569 1100 • Símbréf 569 1329
Nýjar áherslur
í búsetumálum
fatlaðra
Frá Ingimari Oddssyni:
ÉG HEF starfað með fotluðum í
átta ár en er núna sjálfstætt starf-
andi verktaki á vegum svæðisskrif-
stofu Reykjaness og hef verið að
vinna að tilraunaverkefni með nýjar
áherslur í búsetumálum fatlaðra.
Eins og þeir sem hafa unnið að
þjónustu við fatlaða vita er starfs-
umhverfí okkar jafn misjafnt og
þjónustuþegarnir eru margir. Eðli-
legast er því að miða þjónustuna og
búsetuformið algerlega við einstak-
linginn og þarfir hans.
Ymsar starfsaðferir og áherslur
hafa í gegnum tíðina verið þróaðar
og innleiddar í starf með fötluðum
og þróunin verið hröð. En enn hætt-
ir okkur til að líta á fatlaða og þá
helst þroskahefta sem lægra settan
þjóðfélagshóp og jafnvel vandamál
eða viðfangsefni sem þarf að leysa,
líkt og kemur fram í áætlunum og
markmiðum sem sett eru til grund-
vallar starfseminni á mörgum heim-
ilum fyrir fatlaða. Þar er gert ráð
fyrir að fullorðnir einstaklingar
hljóti þjálfun inni á sínum eigin
heimilum og læri að lúta reglum
þeim sem settar eru um hegðun og
framkomu inni á heimili sínu.
Fatlaðir gera sér væntingar um
heimili líkt og annað fólk. En jafnvel
þótt einstaklingur sé fær um að búa
einn og hafí vilja til þess hafa alls
ekki alltaf verið til viðunandi úrræði
handa honum vegna þess að ekki
hefur verið gert ráð fyrir sérstöðu
einstaklingsins þ.e. að hinn fatlaði
þurfí sértækt úrræði sem kemur til
móts við sérstöðu hans sem fatlaðs
einstaklings. Þetta verður til þess að
hinn fatlaði þarf oft að dvelja á sam-
býli miklu lengur en ella. Þarna
koma líka inn í sparnaðaraðgerðir
stjórnvalda sem leggja hart að
stjórnendum stofnana, sem sjá um
þjónustu við fatlaða, um sparnað.
Þetta veldur því að starfsemin
staðnar í hlutverki sínu og þjónar
miklu frekar greiðendum þjónust-
unnar en þeim sem hennar ættu að
njóta. Starfsemin er látin líta vel út
gagnvart stjórnvöldum en nýtist
ekki fötluðum að sama skapi.
Sú starfsemi sem ég hef verið að
vinna að er byggð út frá þeim
grunnforsendum að þjónustuþeginn
búi á sínu eigin heimili og komið sé
til móts við óskir hans og þarfir
eins og frekast er unnt. Hann er
sjálfráður á heimili sínu um hagi
sína og engin þjálfunaráætlun ligg-
ur til grundvallar starfseminni. í
öllu er leitast við, í samráði við
þjónustuþegann og aðstandendur
hans, að gera honum kleift að lifa
eðlilegu lífi miðað við væntingar
hans og þarfir.
Þessar aðferðir hafa svo leitt til
þess að allar framfarir hvað varðar
hæfni og betri líðan koma frá ein-
staklingnum sjálfum og þeim for-
sendum sem hann gefur sér. Ekki er
fyrir hendi það áreiti sem er á
Fatlaðir gera sér væntingar um
heimili líkt og annað fólk, segir
í greininni.
mannmörgum heimilum og því verð-
ur jafnvægi í tilfinningalífi einstak-
lingsins mun betra og allar forsend-
ur íyrir því að einstaklingurinn njóti
sín betur en við þau skilyrði sem
fötluðum á sambýlum er ætlað að
búa við.
Síðastliðið sumar fórum við, einn
þjónustuþegi, aðstandandi og starfs-
maður, til Svíþjóðar að kynna okkur
hvort slík þjónustuúrræði sem við
höfðum skapað væru til þar í landi
og hver reynslan af þeim væri.
Vissulega má gera ráð fyrir því að í
svo mannmörgu þjóðfélagi komi
þörfin fyrir sértæk úrræði oftar upp
á borð, enda má segja að breiddin í
starfsemi með fótluðum í Svíþjóð sé
töluvert meiri en við eigum að venj-
ast hér. Við ræddum við stjórnendur
nokkurra stofnana og fengum upp-
lýsingar um hliðstæða starfsemi, s.s.
„bakpokasýstemið“, þar sem þjón-
ustuþeginn er líka í hlutverki launa-
greiðanda og ræður sjálfur starfs-
fólk. Eins dæmi þar sem aðstand-
endur hafa tekið höndum saman og
byggt húsnæði og hannað starfsem-
ina sem greidd er af hinu opinbera.
Reynslan sýnir að þegar húsnæði
og starfsemi er hönnuð algerlega út
frá þörfum þeirra sem þar eiga að
búa minnkar álag á einstaklingnum
og þjónustuþörfin veður minni þeg-
ar til lengri tíma er litið. Þetta þýðir
að í framtíðinni er hægt að fá það til
baka sem lagt var til í iyrstu. Öfugt
við það sem hendir okkur oft í dag,
að sparnaðurinn kosti endalausar
leiðréttingar í framtíðinni.
Það væri óskandi að þeir sem fara
með þennan málaflokk nýttu sér þá
reynslu sem komin er af þessu verk-
efni og öðrum sambærilegum, hér-
lendis sem erlendis, og leituðu til
þjónustuþeganna og aðstandenda
þeirra um samvinnu við áframhald-
andi þróun í búsetumálum fatlaðra.
Og komi til móts við neytendur
þjónustunnar eins og um þjónustu
sé að ræða. Ekki betrunarvist.
INGIMAR ODDSSON,
Breiðuvík 4, Reykjavik.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.