Morgunblaðið - 27.11.1998, Síða 48

Morgunblaðið - 27.11.1998, Síða 48
,48 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKÁK Internet Chess Cluh, 27.-28. nóveniber 24. SKÁKA HRAÐSKÁKEINVÍGI * Tveir stigahæstu skákmenn heims, Rússarnir Gary Kasparov og Vladímir Kramnik, mætast á Netinu í dag og á morgun. GARRY Kasparov og Vladimir Kramnik ætla að tefla 24 skáka hraðskákeinvígi i Moskvu dagana 27. og 28. nóvember. Tefldar verða 12 skákir hvom dag. Notað verður tölvu- tengt skákborð og skákirnar verða sýndar á Netinu jafnóðum og þær eru tefldar. Hægt verður að fylgjast með skákunum í beinni útsendingu á ICC- skákþjóninum, en keppnin hefst ■'klukkan 17 báða dagana. Verðlaunasjóðurinn er 24.000 doll- arar og fá keppendur 500 dollara fyr- ir jafntefli, en 1.000 dollara íyrir sig- ur í hverri skák. Styrktaraðili keppninnar er Hótel Kosmos í Moskvu og einungis verður hægt að fylgjast með henni á ICC. Það þýðir að einungis skráðir not- endur á ICC geta séð skákirnar. Auk þess þurfa þeir sem ætla að íylgjast með að kaupa sér „miða“ á keppnina. Bæði er hægt að skrá sig á ICC og kaupa miðana í gegnum Netið. Miði til að fylgjast með öllum skákunum kostar 16 doliara, en einnig er hægt að kaupa miða á annan daginn fyrir 10 dollara. Nánari upplýsingar má fínna á heimasíðu ICC: http://www.chessclub.com Róbert Harðarson netskákmeistari Róbert Harðarson sigraði örugg- lega á íslandsmótinu í netskák sem haldið var í þriðja skipti sl. sunnu- dag. Þátttakendur voru 31 og hafa aldrei verið fleiri. Sigur Róberts þarf ekki að koma á óvart, en hann tefldi nýlega í landsliðsflokki á Skákþingi íslands og stóð sig vel, lenti í 5._6. Kasparov og Kramnik á Netinu í dag sæti. Hlíðar Þór Hreinsson og Davíð Kjartansson lentu í 2. 3. sæti með sjö vinninga af níu, einum vinningi á eftir Róbert. Hlíðar er einn af okkar reyndustu netskákmönnum og hefur oft náð mjög góðum árangri á því sviði. Davíð Kjartansson er ungur skákmaður, sem tefldi í fyrsta skipti í landsliðsflokki í haust og árangur hans þar sýndi að hann er að komast í hóp okkar sterkustu skákmanna. Skákmót sem haldin eru á Netinu hafa þá sérstöðu að staðsetning skák- manna skiptir sáralitlu máli. Þannig voru þátttakendur bæði af Reykja- víkursvæðinu og utan af landi og meira að segja var einn þátttakenda í Mexíkó! Þetta var Hrannar Baldurs- son, sem nú býr í Mexíkó og hefur náð frábærum árangri þar á skák- mótum. Hrannar lenti í 4._6. sæti á mótinu ásamt Vestfirðingunum Hall- dóri Grétari Einarssyni og Sigurði Ólafssyni. Eins og áður segir var þetta í þriðja skiptið sem Islandsmótið í net- skák er haldið. Eftirtaldir skákmenn hafa orðið Islandsmeistarar: 1996: Þráinn Vigfússon. 1997: Benedikt Jónasson. 1998: Róbert Harðarson. Auk keppninnar um Islandsmeist- aratitilinn fór samkvæmt venju einnig fram keppni um besta árangur áhugamanna (1.800 stig eða minna) og byrjenda (stigalausir skákmenn). Hjörtur Þór Daðason sigraði í flokki áhugamanna, en þar varð röð efstu manna (raðað eftir stigum): 1. Hjörtur Þór Daðason 5 v. 2. Kjartan Guðmundsson 5 v. 3. Birgir Ævarsson 5 v. Birgir Ævarsson sigraði í flokki byrjenda: 1. Birgir Ævarsson 5 v. 2. Jóhann Skúlason 3!4 v. 3. Gunnar Th. Gunnarsson 3 v. Vladimir Gary Kramnik Kasparov Á Islandsmótinu í netskák hefur skapast sú skemmtilega venja að keppendur tefla undir dulnefnum. Keppendur vita því ekki fyrr en að mótinu loknu hverjir andstæðingar þeirra voru. Röð efstu keppenda á mótinu varð þessi (dulefni innan sviga): 1 Róbert Harðarson (Rose) 8 v. 2 Hlíðar Þór Hreinsson (SMU) 7 v. 3 Davíð Kjartansson (BoYzOnE) 7 v. 4 Hrannar Baldursson (Krimm) 6 v. 5 Halldór G. Einarsson (Stórm.) 6 v. 6 Sigurður Ólafsson (Klofningur) 6 v. 7 Gunnar Björnsson (Lukku-Láki) 5'Æ v. 8 Einar K. Einarss. (Hmmhahmmm) 5'Æ v. 9 Sigurbjöm Björnsson (Nói) 5 v. 10 Gunnar F. Rúnarsson (Khomeini) 5 v. 11 Davíð Ólafsson (Lilli aumingi) 5 v. 12 Hjörtur Þór Daðason (AndyCole) 5 v. 13 Kjartan Guðmundsson (Kent) 5 v. 14 Ögmundur Kristinsson (ZomoII) 5 v. 16 Birgir Ævarsson (Gambri) 5 v. o.s.frv. Ingibjörg Edda Birgisdóttir var eina stúlkan sem tók þátt í mótinu. Hún hefur verið dugleg að taka þátt í skákmótum að undanförnu og náði m.a. bestum árangri íslensku kepp- endanna á Disney-mótinu, sem ný- lega fór fram í París. Með þessu áframhaldi á henni eftir að fara mikið fram á næstu mánuðum. Islandsmótið í netskák hefur óneit- anlega léttara yfirbragð en hefðbund- in skákmót. Þannig er það alvanalegt að keppendur „ræðist við“ bæði á milli skáka og eins meðan skákir standa yfir. Einna skemmtilegast er þó þegar nokkrir keppendur hafa aðstöðu á sama stað, eins og t.d. var boðíð upp á hjá Tölvuleigunni. Tefldar voru 9 umferðir eftir Mon- rad-kerfi. Umhugsunartíminn var fjórar mínútur með tveggja sekúndna viðbót við hvern leik. Teflt var á evrópska skákþjóninum í Arósum, en Danir hafa verið mjög áhugasamir um samstarf við Islend- inga á þessu sviði. Kristján Eðvarðs- son og Halldór Grétar Einarsson áttu veg og vanda af undirbúningi mótsins. Skákstjórar voru þeir Kristján Eðvarðsson og Tommy Salois. Upp- haflegu hugmyndina að Islandsmót- inu í netskák átti Taflfélagið Hellir, sem jafnframt sér um framkvæmd mótsins. Aðalstuðningsaðili mótsins var EJS hf. Þröstur í öðru sæti í Wrexham Þröstur Þórhallsson er í öðru sæti á alþjóðlega skákmótinu í Wrexham í Wales þegar ein umferð er til loka mótsins. I sjöundu umferð tapaði hann íyrir Andrew Webster (2.420) og missti þar með forystuna á mót- inu. Þröstur hafði hvítt. I áttundu umferð gerði hann síðan stutt jafn- tefli við Tékkann gamalreynda, Vlastimil Jansa (2.490), sem er jafn Þresti að vinningum. Staðan fyrir síðustu umferðina er þessi: 1. Stellan Brynell 6 v. 2. Þröstur Þórhallsson 5!4 v. 3. Vlastimil Jansa 6V4 v. 4. Steffen Pedersen 414 v. 6. Andrew Webster 4!4 v. 6. Chris Ward 4 v. 7. Tim Wall 3 v. 8. Andrew Kinsman 3 v. 9. Eugene Martinovsky 2!4 v. 10. Richard Dineley 1!4 v. Meðalstigin á mótinu eru 2.420, sem þýðir að 7 vinninga þarf til að ná stórmeistaraáfanga. Stellan Brynell vantar því einn vinning upp á áfanga og þarf því að sigra Chris Ward í síð- ustu umferðinni. Unglingameistaramót Hellis 1998 Unglingameistaramót Hellis 1998 hefst mánudaginn 30. nóvember kl. 16:30, þ.e. nokkru fyrr en venjulegar mánudagsæfingar Hellis. Mótinu verður svo fram haldið mánudaginn 7. desember kl. 16:30. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrri keppnisdaginn verða tefldar þrjár skákir og fjórar þann seinni. Umhugsunartími á hverja skák er 20 mínútur. Mótið er opið öllum 15 ára og yngri. Meðan á mótinu stendur falla venjulegar unglingaæfingar Hellis niður. Teflt verður sem hér segir: 1.-3. umf.: Mánudag 30. nóv. kl. 16:30 4.-7. umf.: Mánudag 7. des. kl. 16:30 Verðlaun: 1. Unglingameistari Hellis fær farand- bikar til varðveislu í eitt ár. 2. Þrír efstu fá verðlaunagripi til eignar. 3. Fimm efstu fá bókaverðlaun. 4. Dregin út þrenn bókaverðlaun. Þetta er í fjórða sinn sem Ung- lingameistaramót Hellis er haldið. Eftirtaldir skákmenn hafa orðið ung- lingameistarar Hellis (fjöldi þátttak- enda innan sviga): 1995: Egill Guðmundsson (22). 1996: Bragi Þorfinnsson (30). 1997: Davíð Kjartansson (32). Skákklúbbakeppni TR 1998 verður hatdin í félagsheimili TR, Faxafeni 12, fóstudaginn 27. nóvem- ber kl. 20. Keppt er í fjögurra manna sveitum og er tefld hraðskák. Öllum er frjálst að mynda sveitir og hafa slík mót notið vinsælda upp á síðkast- ið. Þátttökugjald er 1.000 kr. á sveit- ina. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson stoO‘*I> Jólamatur, gjafir og föndur, 64 síðna blaðauki fylgir blaðinu um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.