Morgunblaðið - 27.11.1998, Síða 61

Morgunblaðið - 27.11.1998, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 61 FRETTIR Almennur fundur um verndun mið- hálendisins AÐ tilhlutan náttúruverndarsam- taka, útivistarfélaga og fjölmargra einstaklinga er boðað til almenns fundar um verndun náttúru miðhá- lendisins í Háskólabíói laugardaginn 28. nóvember frá kl. 14 til 15.30. Dagskrá fundarins verður eftirfar- andi: Þeir sem fram koma eru Kvennakór Reykjavíkur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur, Voces Thules, dansarar úr Islenska dans- flokknum undir stjórn Láru Stefáns- dóttur, Súkkat, Anna Kristín Arn- gi'ímsdóttir ieikkona, Trúðarnir Bar- bara og úlfar, Dansstúdíóið Lipur- tré, Rússíbanar og bamakór undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar. Auk þess verður flutt af myndbandi lag Bjarkar Guðmundsdóttur, Jóga og brot úr heimildamynd Páls Stein- grímssonar, Oddafiug. Þeir sem munu flytja ávörp eru: Guðmundur Páll Ólafsson, rithöfund- ur og náttúrufræðingur, Bjarnheiður Hallsdóttir ferðamálafræðingur, dr. Guðmundur Sigvaldason, fyrrv. for- stöðumaður Norrænu eldfjallamið- stöðvarinnar, Hallmar Sigurðsson leikstjóri, dr. Ámý Erla Sveinbjörns- dóttir jarðeðhsfræðingur og Birgir Sigurðsson láthöfundur. Fundarstjóri er Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld. Allir flytjendur leggja fram vinnu sína án endurgjalds og aðgangur er ókeypis að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Veggspjald til styrktar málefninu verður til sölu á staðnum og kostar 500 krónur. Fyrirlestrar um stærð- fræðimenntun TVEIR erlendir fyrirlesarar á sviði stærðfræðikennslu eru staddir hér á landi og munu þeir halda fyrirlestra og fræðslufundi á sínu sviði Föstudaginn 27. nóvember kl. 14.15 mun dr. Frank Lester halda fyrirlestur í Kennai’aháskóla íslands sem er öllum opinn. Laugardaginn 28. nóvember kl. 9-12 mun dr. Frank Lester halda fyrh-lestur fyrir stærðfræðikennara 7.-10. bekkjar og stærðfræðikenn- ara framhaldsskóla sem fylgt verður síðan eftir með verkefnavinnu. Mánudaginn 30. nóvember kl. 15:15 mun dr. Diana Lambdin halda fyrirlestur í Kennaraháskóla Islands sem er öllum opinn. Frank Lester prófessor á sviði stærðfræðimenntunar við University of Indiana og dr. Diana Lambdin sem er dósent á sviði stærðfræði- menntunar við sama háskóla. Þau eru hér í boði Kennaraháskóla Is- lands og stærðfræðiskorar Háskóla Islands. Frank Lester hefur m.a. rit- stýrt Journal for Research in Mathematics Education og er kunn- ur alþjóðlega fyrir umfjöllun sína um þrautalausnir í stærðfræðinámi. Dr. Diana Lambdin hefur tekið þátt í stefnumótun samtaka stærðfræði- kennara í Bandaríkjunum varðandi námsmat í stærðfræði og á nú sæti í ritstjórn við gerð námsviðmiðana fyrir stærðfræðinám í grunnskólum og framhaldsskólum. Fundur um fiskistofna, umhverfi og stjórn veiða ANNAR fræðslufyrh’lestur Hins ís- lenska náttúrufræðifélags á þessum vetri verður haldinn mánudaginn 30. nóvember kl. 20.30. Fundurinn verð- ur að venju haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. A fundinum flytur Hjálmar Vilhjálms- son, fiskifræðingur á Hafrannsókna- stofnun, erindi sem hann nefnir: Umhverfisbreytingar, fiskistofnar og stjórn fiskveiða. Erindi þetta flyt- ur Hjálmar fyrir hönd Hafrann- sóknastofnunar í tilefni af Ari hafs- ins; í erindinu verður fjallað um nokkra nytjastofna á svæðinu Græn- land-Island-Noregur þ.e. þorsk við Grænland og ísland, norsk-íslenska síldarstofninn og íslenska sfld. Allir eiga þessir stofnar það sameiginlegt að þeir blómstruðu á hlýviðrisskeið- inu og minnkuðu síðan mikið eða hrundu nánast með öllu. Eftir mikl- ar veiðitakmarkanir hafa sumir þessara stofna náð sér á strik en aðrir ekki. Leitast verður við að skýra viðbrögð fiskistofnanna við breytingum á umhverfisaðstæðum og veiðiálagi. Fræðslufundir félagsins eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Samkeppni um jólasveina- búninga FRESTUR til að skila inn tillögum í hugmyndasamkeppni Þjóðminja- safns Islands og Reykjavíkur, menn- ingarborgar árið 2000, um búninga á íslensku jólasveinana þrettán rennur út 1. desember nk. Óskað er eftir skissum eða teikn- ingum af búningum og hugmyndum að efni og útfærslu. Jólasveinarnir sem undanfarin 10 ár hafa heimsótt safnið munu í ár koma í heimsókn í ráðhús Reykjavíkur í þrettán daga fyrir jól þar eð hús Þjóðminjasafns- ins við Suðurgötu er lokað vegna við- gerða. Jafnframt verður sýning í ráðhús- inu á þeim tillögum sem borist hafa og gefst gestum kostur á að greiða atkvæði um þær. Dómnefnd Þjóð- minjasafnsins mun kunngera úrslit samkeppninnar á þrettándanum, 6. janúar. Harmonikan á netinu ALMENNA umboðsski’ifstofan tók nýverið við umboði fyrir Accordians Worldwide á íslandi en það fyrirtæki rekur m.a. vef á netinu sem fallar um allt sem viðkemur harmonikum og harmonikuleik. Á vefnum eru m.a. birtar fi’éttir af harmonikuviðburðum, endursöluaðil- um, harmonikuleikurum og harmon; ikufélögum frá öllum heimshornum. I viku hverri heimsækja að meðaltali um 85.000 manns vefinn, sem er á slóðinni www.accordions.com og sömuleiðis hefur vefsíða umboðs- skrifstofunnar flust á slóðina www.acordions.com/genage. Tónlistararmur A.U. hefur undan- farin ár sérhæft sig í öllu er varðar harmonikuna, þ.m.t. sölu á harmon- ikum, hljómleikahaldi og útgáfu á geislaplötum og harmoniku-útsetn- ingum. Almenna umboðsskrifstofan býður íslenskum harmonikuleikurum og fé- lögum sem hafa áhuga á að kynna sig erlendis upp á vefsíðugerð og vistun hjá Accordions Worldwide. Upplýs- ingar um verð fyrii- vefsíðugerð má finna á vef Iceland Online Internet Solution, sem annast vefsmíðar fyrir A.U. á slóðinni www.iceland-on- line.com. Leiðsögumenn gegn virkjunum FÉLAGSFUNDUR Félags leiðsögu- manna, haldinn í Reykjavík 18. nóv- ember 1998, leggst eindregið gegn fyiii’huguðum virkjunum, miðlunar- lónum og öðrum mannvirjun sem þeim fylgja á hálendi íslands; í Eyja- bökkum, Hafrahvammagljúfrum, Þjórsárverum og öðrum hálendisperl- um, eins og segir í fréttatilkynningu. Jafnframt skorar fundurinn á rík- isstjórn og Alþingi íslendinga að beita sér fyrir því að Fljótsdalsvirkj- un sæti lögformlegu mati á umhverf- isáhrifum. LIONSMENN pakka jólapappír. Lionsmenn í Hafnar- firði ganga í hús ÁRLEG fjáröflun Lionsklúbbs Hafnarfjarðar er að hefjast og verður gengið í hús og fólki boð- in að þessu sinni kerti og jóla- pappír. Allur ágóði af söfunni rennur til líknarmála. Á síðasta ári var Hæfingarstöð fatlaðra í Bæjarhrauni færð tölva með forriti til lestrarkennslu þroskaheftra, einnig var gefin tölva til Leikskólans Víðivalla við Miðvang. Klúbburinn styrkti iðjuþjálfa til náms í Danmörku og fiðluleikara til þátttöku í Or- kester Norden. Iþróttasamband íslands, Hljóðfærasjóður Hafnar, Lions Quest vímuvarnarverkefni Lions og LCIF, alþjóðahjálpar- sjóður Lions fengu einnig styrki. „Lionsmenn vonast eftir góð- um viðtökum bæjarbúa eins og undanfarin ár og nú er lag að birgja sig upp af jólapappír og útikertum fyrir jólahátíðina og styrkja gott málefni í leiðinni," segir í frétt frá klúbbnum. Jólabasar KFUK HINN árlegi jólabasar KFUK Seldir verða fallegir munir, verður haldinn í félagshúsi handavinna og kökur. Á basarn- KFUK og KFUM við Holtaveg 28 um verður jafnframt selt kaffi og laugardaginn 28. nóvember og vöfflur. hefst kl. 14. Jólakort Barnahjálpar SÞ komin út JÓLAKORT Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, UNICEF, eru komin í verslanir. UNICEF hefur selt jólakort til Ijáröflunar fyrir starfsemi sína allar götur síðan 1949. Barnahjálpin leggur áherslu á að nota endurunnin efni í fram- leiðslu sína án þess þó að minnka gæði hennar. Oll umslögin og flest kortin eru úr endurunnum pappír. Listaverk prýða UNICEF-kort- in, bæði verk stóru meistaranna, nútímalist, höggmyndalist og klippimyndir. Þessi listaverk eru frá yfir 200 þjóðlöndum, en ágóð- inn af sölunni fer allur til starf- semi Barnahjálparinnar meðal barna víða um hcim. Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna var formlega stofnuð árið 1946. Til að byijað með var aðal- verkefnið að hjálpa börnum sem þjáðust eftir heimsstyijöldina síð- ari. Árið 1953 fékk Barnahjálpin það hlutverk að vinna að langtíma þróunarstarfí meðal þurfandi barna um allan heim. Starf sjóðs- ins hefur breyst gegnum árin, en þörfin fyrir neyðarhjálp sem og varanlega hjálp er jafn brýn nú sem áður . Hér á ísland eru það Kvenstúd- entafélag íslands og Félag ís- lenskra háskólakvenna sem sjá um sölu jólakorta Barnahjálparinnar. Skrifstofa þeirra er á Hallveigar- stöðum, Túngötumegin, og er hún opin fram að jólum milli kl. 16 og 18. Þar er hægt að nálgast jóla- kortin og aðra hluti sem Barna- hjálpin selur, auk þess sem kort,- unum hefur verið dreift í allar heistu bókabúðir landsins. Léttir harmon- ikutónleikar í Ráðhúsinu FÉLAGAR í Harmonikufélagi Reykjavíkur leika létta tónlist úr ýmsum áttum í Ráðhúsi Reykja- víkur við Vonarstræti sunnudaginn 29. nóvember kl. 15. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. LEIÐRÉTT RANGT var farið með tölur í fyrir- sögn fréttar um biðlista hjá barna- og unglingageðdeild Landspítal- ans. Hægt er að taka við tíu börn- um, sem grunur er um að séu of- virk, til greiningar á deildinni á mánuði, en ekki tveimur eins og sagði í fyrirsögninni. Það þýðir að lengst þurfi börn að bíða í sex mán- uði, en staðan er nú þannig að um 60 börn eru á biðlista. Beðist er velvirðingar á þessu. Nafn féll niður Nafn féll niður í formála minning- argreinar um Ásdísi Pálsdóttur á blaðsíðu 54 í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag. Yngsta dóttir Ásdísar heitir Eva Björk Kristjánsdóttir, fædd 14.2. 1981. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. IYNDAVELAR Öryggismyndavélakerfi sem Securitas býöur er mjög fjölbreytt og uppfyllir þarfir allra þeirra sem hafa þörf fyrir sívökult auga. Hvort sem er í heila borgarhluta, banka eða bílageymslur. Hafið samband við tæknideild og fáið frekari upplýsingar. SECURITAS Síðumúla 23 • 108 Reykjavík Sími: 533 5000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.