Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ fslenska skammdegið heillar erlenda ferðamenn MÖRG hótel á landinu verða lok- uð um jólin en flestöll hótel í Reykjavík verða hins vegar opin um áramótin. Aðsókn erlendra ferðamanna til landsins um ára- mót hefur verið mjög góð undan- farin tvö til þrjú ár og virðist hún ætla að verða með mesta móti í ár ef litið er á herbergjabókanir hótelanna á höfuðborgarsvæð- inu. Þessi ferðamannaaukning um áramót skilar sér hins vegar ekki út á landsbyggðina. Þeir gestir sem ætla sér að dvelja á hótelum um jólin ættu ekki að verða í vandræðum, því opið er á nokkrum hótelum, bæði veitingasalir og gistirými, en eft- irspurn ræður hversu víða er op- ið. Ýmis hótel hafa tekið upp sam- vinnu um bókanir og lokanir um jólin, en nánast öll hótel verða opin um áramótin, enda hefur fjölgun erlendra ferðamanna í Mörg hótel full- bókuð um áramót svokallaðar áramótaferðir til ís- lands aukist til muna sem og Norðurljósaferðir Japana. Ingibjörg Ólafsdóttir, hótel- stjóri á Hótel íslandi, segir að op- ið verði hjá þeim um jól og ára- inót. Líti út fyrir að milli 80 og 90 gestir muni dvelja hjá þeim um jólin og fullbókað sé um ára- mótin. Hótel Saga verður lokuð jóladagana 24.-26. des. og vísar því sínum bókunum á Hótel Is- land. Hins vegar er fullbókað á Hótel Sögu um áramótin. Opið verður á Hótel Loftleið- um um jólin en lokað á Hótel Esju en bæði verða opin um ára- mótin, enda þegar orðið fullbók- að á báðum stöðum. Að sögn Geirlaugar Magnúsdóttur í bók- unardeild Hótels Loftleiða er þokkalega bókað hjá þeim um jól- in. Á Grand Hótel Reykjavík verð- ur opið um jól og áramót og útlit er fyrir að 50-60 manns dvelji þar um jólin og fullbókað er um ára- mótin að sögn Jóhanns Siguróla- sonar, bókunarstjóra. Á Fosshótel Lind, Fosshótel KEA og Hótel Örk lítur út fyrir róleg jól og mun það fara eftir eftirspurn hvort op- ið verði á þessum stöðum eða ekki sjálfa jóladagana. Hins vegar verður opið á Hótel Reykjavík og Hótel Cabin en lokað verður á Hótel Holti 24.-26. des. Morgunblaðið/Halldór ÁTTA prestar báru kistu séra Jónasar úr kirkju. Frá vinstri: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, sr. Hjalti Hugason, sr. Jón Bjarman, sr. Sigurður Pálsson, sr. Ólafur Jóhannsson (bak við Sigurð), sr. Valgeir Ástráðs- son, sr. Halldór Gunnarsson og sr. Kjartan Jónsson. * Utför séra Jónasar Sturlu Gíslasonar ÚTFÖR séra Jónasar S. Gíslason- ar vígslubiskups fór fram síðdegis í gær frá Hallgrímskirkju í Reykja- vík. Jarðsett verður í Skálholti í dag. Biskup íslands, Karl Sigur- björnsson, jarðsöng. Söng annaðist Hljómkórinn og Inga Backman söng einsöng. Organisti var Hörð- ur Askelsson. „Tyggjóbani“ kominn á kreik HIN „tyggjó“-klístraða ásýnd götunnar heyrir brátt sögunni með tilkomu „tyggjóbanans" að sögn Guðmundar Rögnvaldsson- ar hjá fyrirtækinu Holræsa- hreinsun ehf. en fyrirtækið hef- ur nýlega flutt tæki þetta til landsins frá Irlandi. Að sögn Guðmundar er hér um algjöra nýjung að ræða og tæki til slíkra verka hefur ekki verið til í landinu. Guðmundar segir menn hafa reynt ýmis ráð til að fjarlægja tyggjóklessur af gangstéttum með misjöfnum ár- angri og hafa menn í verstu til- fellum þurft að skipta um gang- stéttarhellur til að losna við óhroðann. Tæknin sem tyggjó- baninn byggist á er að vatn er hitað í 150 gráður og gufan sem myndast er notuð við hreinsun- ina. Meðalafköst tyggjóbanans eru, að sögn Guðmundar Rögn- valdssonar, um 50 fermetrar á klukkustund allt eftir þéttni tyggjóklessanna. Guðmundur segir ekki óalgengt að í nánasta umhverfi verslunarmiðstöðva hafi tyggigúmmítugga yfirgefið eiganda sinn um tuttugu sinnum á fermetra. Auknar líkur taldar á prófkjöri í Reykjavík AUKNAR líkur eru á að haldið verði prófkjör síðustu helgina í jan- úar vegna uppstillingar á fram- boðslista samfylkingar í Reykjavík. Samráðsnefnd flokkanna, sem standa að framboðinu, stefnir að því að taka ákvörðun um þetta inn- an 10 daga. Mest andstaða við prófkjör hefur verið í Alþýðubandalaginu, en heimildarmenn Morgunblaðsins fullyrða að hún sé að veikjast. Til Morgunblaðið/Halldór STARFSMENN Holræsahreinsunar ehf. munda hér „tyggjóbanann“ í Austurstæti. Mál fyrrverandi sýslumanns á Akranesi í Héraðsdómi Krefur ríkið um 7,9 milljónir í skaðabætur SKAÐABÓTAMÁL Sigurðar Gizurarsonar, fyrrverandi sýslu- manns á Akranesi, gegn ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavík- ur á miðvikudag. Málinu var frestað til 14. janúar til munnlegs flutnings ríkislögmanns um frávísunarkröfu. Sigurður krefst ógildingar þeirr- ar ákvörðunar dómsmálaráðherra að flytja sig úr embætti sýslumanns á Akranesi til Hóimavíkur og krefst jafnframt skaðabóta vegna ákvörð- unar ráðherra. I dómkröfu Sigurðar segir að staðfest verði með dómi að honum verði dæmdar 7 milljónir ki'óna í bætur úr ríkissjóði fyrir miska, sem dómsmálaráðherra hefur valdið með ákvörðun sinni, áreitni og æru- meiðingum og tilræði er henni tengjast. Sigurður hefur ennfremur höfðað mál á hendur dómsmálaráðherra fyrir áminningu sem ráðherra veitti honum með bréfi 2. mars sl. vegna meðhöndlunar Sigurðar á sektar- innheimtu _ Þórðar Þórðarsonar á Akranesi. I dómkröfu segir að stað- fest verði með dómi, að ógild sé áminning sú, sem dómsmálaráð- herra veitti Sigurði og að honum verði dæmdar 900 þúsund króna bætur úr ríkissjóði. marks um þetta hafa menn yfirlýs- ingu sem Svavar Gestsson alþingis- maður gaf á fundi í Alþýðubanda- lagsfélagi Reykjavíkur á miðviku- dag. Þar sagði hann að hann myndi ekki gera prófkjör að úrslitakosti. Hann myndi ekki láta samfylkingu félagshyggjufólks stranda á próf- kjöri. Hann sagðist hins vegar ekki vera tilbúinn að samþykkja próf- kjör á þessari stundu. Stuðningsmenn prófkjörs funda Ekkert liggur fyrir um hvaða leikreglur verða settar fyrir próf- kjörið, en samkomulag um þær ræður úrslitum um hvort Alþýðu- bandalagið samþykkir að velja á framboðslistann með prófkjöri. Stuðningsmenn prófkjörs í Al- Nýr fram- kva'inria stjói/i Flugfélags Islands JÓN Karl Ólafsson tekm- við starfi framkvæmdastjóra Flugfélags ís- lands frá og með áramótum af Páli Halldórssyni. Páll hefur sagt upp starfi sínu hjá félaginu. Hann hefur verið framkvæmdastjóri frá stofnun fyrir einu og hálfu ári. Jón Karl hefur verið starfsmaður Flugleiða í 16 ár. Hann er fertugur og hefur verið for- stöðumaður fjárreiðudeildar, síðan hagdeildar, þá leiðastjórnunar og síðastliðin fimm ár forstöðumaður austursvæðis Flugleiða. í frétt frá Flugfélagi Islands segir að félagið fljúgi frá Reykjavík til fimm áætlunarstaða víða um land og frá Akureyri til sex staða á norðan- verðu landinu. Þá taki félagið þátt í leiguflugi og flugi til Grænlands og Færeyja. Það hafi verið stofnað til að fást við yfírvofandi samkeppni í áætlunarflugi innanlands og geri Flugleiðir ráð fyi'ir að endurfjár- magna reksturinn fyrir áramót. þýðuflokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista komu saman til form- legs fundar í fyrradag þar sem staðan í framboðsmálum samfylk- ingar var rædd. Fundurinn er tal- inn til marks um vaxandi þrýsting á að framboðsmálin verði leyst með prófkjöri. I vikunni buðu frammámenn í Al- þýðubandalaginu fram þá lausn í framboðsmálum að Össur Skarp- héðinsson yrði í fyrsta sæti, alþýðu- bandalagsmaður í öðru sæti, kvennalistakona í þriðja og Jó- hanna Sigurðardóttir í fjórða. Þessi tillaga byggðist á því að handraðað yrði á listann. Alþýðuflokksmenn og aðrir stuðningsmenn prófkjörs munu strax hafa hafnað þessari til- lögu. 100 þús. kr. bónus til hvers starfsmanns Islandsbanka BANKARÁÐ íslandsbanka hefur ákveðið að greiða hverj- um starfsmanni í fullu starfi 100 þúsund króna bónus vegna góðrar rekstrarafkomu bankans og var bónusinn greiddur út í gær. Greiðslan er innt af hendi óháð öðrum samningsbundn- um greiðslum, eins og greiðslu fyrir þrettánda mán- uð og öðru slíku. Lætur nærri að greiðslan nemi samtals um 80 milljónum króna, en rúm- iega 850 starfsmenn eru hjá Islandsbanka og er hluti þeirra í hlutastarfi. Allir starfsmenn fá sömu upphæð í bónus og þeir sem eni í hluta- starfi fá greiðslu í hlutfalli við starfshlutfall sitt. Sigurveig Jónsdóttir, upp- lýsingafulltrúi íslandsbanka, sagði að ákveðið hefði verið að greiða bónusinn til starfs- manna í þakklætisskyni fyi'ir þátt þeiira í velgengni ís- íandsbanka á síðustu misser- um og árum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.