Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 6

Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 6
6 LAUGAKDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Kjarnorkuendurvinnslustöðin í Sellafield í Bretlandi endurvinnur eitt mesta magn kjarnaeldsneytis í heiminum. Löngum hefur verið litiö á Breta sem eina mestu „umhverfissóöa" í Evrópu, en endurvinnslustöðvar af þessu tagi hafa í för með sér losun geislavirkra úrgangsefna til sjávar. Ragna Sara Jónsdóttir heimsótti Sellafield og komst aö því að Bretum er mikiö í mun aó bæta ímynd sína og eyða í það miklum fjármunum ár hvert. Kjarnorkuiðnaður í Bretlandi - áhrif á Norðurlönd BRESK stjómvöld, sem að hluta til eru eigendur risafyrirtækisins British Nuclear Fuels (BNFL), virðast taka tillit til þess mikla pólitíska þrýstings sem þau hafa verið beitt af nágrannalönd- unum varðandi losun geislavirkra úrgangsefna, og vinna nú að því að bæta ímynd sína í umhverfismál- um. Kjamorkuverið í Sellafíeld í Englandi hefur starfað frá upphafi sjötta áratugarins. Þar hefur verið framleidd orka, þótt endurvinnsla á kjamaeldsneyti sé veigamesti hluti starfseminnar í Sellafield. Það er einna helst slík endur- vinnsla sem veldur losun á geisla- virkum úrgangsefnum í hafið og er Sellafield ein stærsta endur- vinnslustöðin í heiminum. Geislavirk úrgangsefni frá end- urvinnslustöðinni í Sellafield ber- ast með hafstraumum norður um höf og hafa Norðurlöndin auk ír- lands stundað mælingar á geisla- virkum efnum við strendur landa sinna til að fylgjast með útbreiðslu og magni efnanna. Ríkisstjómir landanna hafa jafnframt mótmælt starfsemi Sellafield-stöðvarinnar og þeirri ákvörðun breskra stjóm- valda að heimila aukna losun geislavirks úrgangs. Þrýstingur ríkjanna hefur vaxið með ámnum og nú virðist sem bresk stjórnvöld séu orðin meðvituð um stöðu sína og vinni markvisst að bættri ímynd kjamorkuiðnaðarins í umhverfís- málum. Áhyggjur umhverfisráðherra Norðurlandanna Andstaða Norðurlandanna og íra við starfsemi stöðvarinnar hef- ur veitt eigendum Sellafield nauð- synlegt aðhald. Umhverfisráðherr- ar Norðurlandanna sendu í febrúar sl. sameiginlegt bréf til breskra yf- irvalda þar sem aukinni losun Sellafield á geislavirka efninu teknesíum-99 er mótmælt. f bréf- inu var farið fram á að losun teknesíum-99 út í hafið yrði hætt þar til meiri upplýsingar lægju fyr- ir um efnið, dreifingu þess og áhrif á umhverfið. Umhverfisráðherra Breta svaraði bréfinu um hæl og sagði bresk stjómvöld vera um- hugað um þessi mál og vilji minnka losunina eins mikið og unnt væri. Guðmundur Bjamason umhverf- isráðherra sendi umhveifisráð- hen-a Bretlands einnig bréf í ágúst sl. þar sem hann ítrekar áhyggjur íslenskra stjómvalda varðandi ör- yggi kjarnorkuendurvinnslustöðva í Bretlandi og mengun frá þeim. Bréfið var sent í kjölfar þess að geislavirkt plúton slapp út í and- rúmsloftið í Sellafield og 72 starfs- menn þurftu að yfirgefa verksmiðj- una. Norræn stjómvöld og náttúra- verndarsamtök hafa einnig gagn- rýnt það fyrirkomulag sem er í gildi varðandi leyfisveitingar á los- un geislavirks úrgangs. Þar hafa erlend ríki ekki rétt á að segja álit sitt, jafnvel þótt úrgangurinn ber- ist til þeirra og geti haft skaðleg áhrif á umhverfi þeiiTa. Hrein ímynd sjávarafurða mikilvæg Áhyggjur Norðurlandanna af losun geislavirks úrgangs frá Sellafíeld í hafið era ekki ástæðu- lausar. Náttúran og hafið í norðri eru með hreinustu svæðum jarðar og það að helsta mengunin skuli berast frá iðnríkinu Bretlandi er að sjálfsögðu umhugsunarvert og skiljanlegt að löndin standi vörð um hagsmuni sína. Hrein ímynd þessara landa og afurða þeirra, þá einna helst sjávarafurða, er gríðar- lega mikilvæg. Skaðist hún, t.d. af völdum geislavirki-a efna, er ljóst að afleiðingamar verða gífurlegar, eins og dæmin sanna. Þegar kjarn- orkuknúinn rássneskur kafbátur sökk við Bjamarey árið 1989 lækk- uðu sjávarafurðir frá Noregi tíma- bundið í verði á Japansmarkaði strax eftir að spurðist út um slysið. Mælingar sýndu hins vegar að kaf- bátaslysið hafði engin áhrif á geislavirkni í hafinu við Noreg, en umræðan ein nægði til að hafa slík tímabundin áhrif á verð sjávaraf- urðanna. Meira en 20 efni falla til sjávar frá endurvinnslustöðinni í Sellafi- eld. Örar tækniframfarir undanfar- inna ára hafa þó gert mönnum kleift að endurvinna sífellt fleiri efni, svo fjöldi efna sem fellur til sjávar fer minnkandi. Bretar hafa einnig undanfarið verið að hreinsa geislavirk svæði og eytt í það mikl- um fjármunum. Þótt það sé mjög til bóta og þeim til framdráttar skapar hreinsunin losun á geisla- virkum efnum til sjávar svo áhrifa hreinsunarinnar gætir meira í ná- grannalöndunum en í Bretlandi. Eigendur Sellafield hafa nýverið sótt um leyfi fyrir endurvinnslu brennsluefnis úr nýrri tegund kjamaofna, sem nýtir brennslust- angir úrans og plútons mun betur en eldri tegundir hafa gert og gerir þar af leiðandi kleift að endui-vinna mikið magn efnanna sem annars myndi falla til sem úi'gangsefni. Að auki verður endurvinnslu á brennsluefni frá eldri kjarnaofnum hætt, en hún hefur krafist mikillar endurvinnslu sökum slæmrar nýt- ingar ofnanna. Með nýju ofnunum mun minna af geislavirkum úr- gangi falla til en áður. Beðið er eft- ir svari breskra stjórnvalda við því hvort þeir leyfi nýju brennsluofn- ana. Geislavirkni frá Sellafield innan hættumarka í samtölum við norræna sér- fræðinga á sviði geislavarna kom í ljós að geislavirkni frá Sellafield í hafínu t.d. við Noreg og Danmörku er enn langt undir hættumörkum, og hafa þeir sérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við mikla trá á því að Bretar séu að öðlast nýja sýn á umhveifið. Steen Hoe er sér- fræðingur hjá Almannavörnum ríkisins í Danmörku og segir hann aðspurður að magn geislavirku úr- gangsefnanna sem mælist við strendur Danmerkur sé enn svo lítið að ekki sé litið á það sem al- varlegt vandamál. Hann bendir til samanburðar á að það magn sem mælist í lífverum sé enn langt und- ir hættumörkum fyrir neytendur sjávarafurða. Neyti menn 100 kg af humri eiga þeir jafn mikið á hættu að fá krabbamein og við það að reykja eina sígarettu. Vibeke Hein upplýsingafulltrái Almannavarna ríkisins í Danmörku segir eftir heimsókn til Sellafield að greinilegt sé að Bretar leggi sig mikið fram í umhverfis- og örygg- ismálum. Þeir geri sér grein fyrir stöðu sinni og taki tillit til pólitísks þrýstings nágrannalandanna um að þeir haldi losun geislavirkra efna í hafið í skefjum. Morgunblaðið/RSJ SELLAFIELD er i senn kjarn- orkuver og endurvinnslustöð fyrir geilsavirkan úrgang og veitir 10.000 manns atvinnu. John Barbour upplýsingafull- trúi Sellafield segir að eigendum vinnslustöðvarinnar sé mikið í mun að halda umhverfisáhrifum hennar í lágmarki. Fyrirtækið eyði til dæmis árlega 75 milljónum punda í rannsóknir á nýjum endurvinnslu- aðferðum á kjarnorku, sem sam- svarar tæpum níu milljörðum ís- lenskra króna á ári. Barbour segii' fyi-irtækið auk þess vinna að því að öðlast aukið traust meðal almenn- ings, til dæmis með framþróun í ör- yggisbúnaði. Þannig sé öryggi starfsfólks einnig aukið til muna og menn sjái að kjarnorka sé orku- gjafi sem hafi sína kosti. Hún hafi t.d. ekki áhrif á eyðingu ósonlags- ins. Barbour tekur dæmi því til skýr- ingar hvað magn geislavirku efn- anna sem mælast í hafinu við Norðurlönd er lítið og skaðlaust: „Með því að neyta sex humra úr sjónum við Noreg færðu í þig jafn mikið af geislavirkum efnum og að borða eina parahnetu sem inni- heldur geislavirk efni frá náttúr- unnar hendi,“ segir Barbour. Geislavirk efni frá Sellafield ber- ast með hafstraumum til sjávar við Noreg og Danmörku um 3-4 áram eftir að þau fara í hafið við Sellafi- eld og dregur úr geislavirkni þeirra á leiðinni. Efnin berast til Islands 7-9 árum eftir að þau fara í hafíð við Sellafield og hefur þá dregið veralega úr styrk þeirra. Á MORGUN Útbreiðsla tekneslum-99 í blaðinu á morgun, sunnudag, verður nánar fjallað um út- breiðslu geislavirka efnlsins teknesíum-99 og hugsanlega möguleika á að losun þess í hafiö verði hætt á næstu árum, í kjölfar nýrrar tækni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.