Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞÚ mátt alveg flytja þessa ræðu á flokksþinginu Dóri litli. Þetta er hvorki fugl né fiskur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lágmynd af Erlingi Þorsteinssyni afhjúpuð AFHJÚPUÐ var í gær lágmynd af Erlingi Þorsteinssyni, fyrrver- andi yfirlækni og stofnanda Heyrnar- og talmeinastöðvar ís- lands, í húsakynnum stöðvarinn- ar á Háaleitisbraut, 1 í Reykjavík. Þorsteinn, sonur Erlings, af- hjúpaði lágmyndina. Erlingur var frumkvöðull að heyrnarmæl- ingum á íslandi og hann starfar sjálfstætt enn í dag þrátt fyrir háan aldur. Auk Erlings voru viðstödd stjórn stöðvarinnar, starfsfólk og yfirlæknir. Slökkvilið- in á höfuð- borgar- svæðinu sameinuð? HUGSANLEGT er að flugvallar- slökkviliðið á Reykjavíkui-flugvelli verði sameinað Slökkviliði Reykja- víkui'borgar og sameining af þessu tagi er einnig til athugunar á Akur- eyri, að sögn Jóhanns D. Jóhanns- sonar, framkvæmdastjóra flug- valladeildar Flugmálastjómar. Að sögn Jóhanns eru mál af þessu tagi í vinnslu. Verið er að skoða í Reykjavík sameiningu flug- vallarslökkviliðsins við slökkvilið Reykjavíkurborgar og hugsanlega Hafnarfjarðar. Óljóst er á þessu stigi hvort þessi þrjú slökkvilið verði sameinuð, en viðræður í þá veru eru í gangi. Samningur á Egilsstöðum „Síðan era einnig uppi hug- myndir um sameiningu slökkviliðs- ins á Akureyrarflugvelli og slökkvi- liðs Akureyi'arbæjar. Þar eru einnig viðræður í gangi en þetta er allt á vinnslustigi og því að svo stöddu ekkert hægt að segja hver framvindan verður, hvorki þar né í Reykjavík,“ sagði Jóhann. Jóhann D. Jónsson sagði að á Egilsstöðum væri mál af þessu tagi komið í höfn. Þar væri kominn á samstarfssamningur milli flugvall- arslökkviliðsins og Brunavarna á Héraði. „Þar erum við með rekstur á einum sameiginlegum bíl sem staðsettur er á flugvellinum," bætti Jóhann við. Meira öryggi fyrir minna fé Að sögn Jóhanns er álitið, að hugsanlega megi ná fram meira ör- yggi fyrir minna fé með samstarfi og sameiningu slökkviliða. „Þetta snýst um hagræðingu fyrst og fremst, en talið er að með henni fá- ist betii nýting á staifsmönnum og samnýting á tækjum," sagði Jó- hann. Aströlsk perla Listavel skrifuð bók eftir einn þekktasta höfund Ástrala. „Um alla skáldsöguna leikur svo keimur hófstilltrar kímni..." Morgunblaðið Samdrykkja um Njálu Engin forlagatrú í Njálssögu Stofnun Sigurðar Nordal gengst fyrir samdrykkju um Brennu-Njálssögu í Nor- ræna húsinu í dag - laug- ardaginn 28. nóvember - kl. 14. Samdrykkjan hefst á því að Jón Karl Helga- son, bókmenntafræðing- ur, Kristján Jóhann Jóns- son, rithöfundur, og Þor- steinn Gylfason, heim- spekingur, flytja erindi um Njálu, Njálurann- sóknir og áhuga almenn- ings og fræðimanna á fornsögunum. Eftir fram- sögurnar stýrir Jón Yngvi Jóhannsson, bók- menntafræðingur, um- ræðum þremenninganna um söguna. Þorsteinn Gylfason skrifaði nýlega inngang að nýrri útgáfu á enskri þýðingu á Njálssögu eftir Carl F. Ba- yerschmidt og Lee M. Hollander. Þorsteinn var spurður að því hvort rétt væri að ný sjónarmið kæmu fram í formálanum. „Eg á ekki von á því að fyrsti hluti inn- gangsins færi Islendingum ný sannindi. Inngangurinn er skrif- aður fyrir enskumælandi lesend- ur og þar af leiðandi er ekki gert ráð fyrir sérstakri þekkingu á ís- lendingasögunum eða íslenskri miðaldarsögu hjá þeim. Fjallað er almennt um miðaldabók- menntir, sögu Islands á miðöld- um o.s.frv. Eg er einfaldlega að reyna að setja kunnar staðreynd- ir fram með skýrum hætti í þess- um hluta.“ — Hvað með framhaldið? „Eg ákvað að taka sérstaklega fyrir tvö stef í Njáluumræðu síð- ustu aldar og þessarar. Annars vegar er um að ræða hugmynd- ina um að í Njálu og öðram Is- lendingasögum sé römm forlaga- trú. Halldór Kiljan Laxness sagði einu sinni að Njála væri fyrst og fremst bók um forlaga- trú norrænnar heiðni. Þarna er Halldór aðeins að bergmála hug- myndir fræðimanna allt frá því á 18. öld. Hins vegar hefur borið svolítið á því að fræðimenn og sérstak- lega erlendir fræðimenn hafi reynt að gera sér mat úr hug- myndum sögunnar og annarra Islendingasagna um sæmd og vansæmd, sem hvatir til verka. Hugmyndirnar hafa verið tengd- ar tvenns konar menningu. Önn- ur hefui' verið kennd við skömm og hin við sekt. Greinarmunur er gerður á tvenns konar siðferði - skammarsiðferði og sektarsið- ferði. Samkvæmt því er siðferði dæmigerðra nútíma Evrópubúa sektarsiðferði. Njála er talin vera af öðrum og framandlegum heimi sæmdar og vansæmdar. Aðallega hefur borið á þessum siðfræði- hugmyndum í Njálufræðum síð- ustu áratuga." ------------------ — Hvaða skoðun Njála er harm- hefm þú á forlaga- saga eða kenningunni? „Ég held því fram að hugmyndin um for- lagatrúna í Njálu sé nánast að- Þorsteinn Gylfason ► Þorsteinn Gylfason, prófess- or í heimspeki við Háskóla Is- lands, er fæddur 12. ágúst árið 1942 í Reykjavík. Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavik árið 1961 og BA-gráðu í heimspeki frá Harvard-háskóla árið 1965. Þorsteinn stundaði framhalds- nám og rannsóknir í heimspeki við Magdalen College í Oxford frá 1965 til 1971. Þorsteinn hefur kennt við HÍ frá 1971 og verið prófessor frá 1989. Eftir hann liggja margar bækur og ritgerðir um heim- speki og ljóðaþýðingasafnið Sprek af reka. Bók hans Rétt- læti og ranglæti er nýkomin út hjá Heimskringlu. harmleikur harmleikjanna og eðlilegur hluti af útleggingum skáldsins á at- burðunum. Ef spurt er hvort eitthvað þessu líkt finnist í Njálu hlýtur svarið að vera himinhróp- andi nei.“ — Hvernig heldur þú að ís- lendingar eigi eftir að taka tíð- indunum? „Ég get engu spáð um við- brögðin. Hins vegar vil ég taka fram að niðurstaða mín er mjög eðlileg ef við leiðum hugann að því að höfundur Njálu var krist- inn og þjóðin hafði verið ki-istin í 300 ár áður en Njála var sett saman. Forlagatrú er ekki til í neinni mynd í kristnum dómi.“ — Hvers konar harmleikur er Njála? „Þó svo að engin forlagatrú sé í Njálu blasir við að Njála er harmsaga eða harmleikur eins og Fom-Grikkir, og vel að merkja Shakespeare, skrifuðu. Eðlilegt er að spurt sé um hvers konar harmleik sé að ræða. Margt er líkt með Njálu og grískum harm- leik. Eins má finna ýmis líkindi með Njálu og harmleikjum eftir Shakespeare. Frægt dæmi er hlutverk rógberanna Marðar í --------- Njálu og Jagó í Óþelló. Ef haldið er áfram og spurt hverj- um höfundur Njálu líkist mest sýnist mér svarið hins vegar eins misskilningur. Eg rökstyð skoðun mína með því að bera saman dæmigerð forlagatráar- verk eins og gi'ísku harmleikina og Njálu. Þrátt fyrir að Njála sé skyld grísku harmleikjunum er þama reginmunur á. Munurinn er sá að grísku harmleikjaskáld- in, eins og Aískýlos, voru gagn- tekin af forlagatrú. Forlagatrá er áþreifanleg í allri atburðarás vera að hann sé einna skyldastur harmsagnahöfundum 19. aldar. Hvort sem þeir skrifuðu leikrit eins og Ibsen eða skáldsögur eins og Balzac. Njála er nefnilega þjóðfélagsleg harmsaga. Það sem ræður rás viðburðanna og fellir hetjur harmleiksins, sem eru annars vegar Gunnar á Hlíðar- enda og hins vegar Flosi, er þjóð- félagið sem þeir búa í og er geng- ið af göflunum."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.