Morgunblaðið - 28.11.1998, Page 21

Morgunblaðið - 28.11.1998, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 21 VIÐSKIPTI Exxon og Mobil í eina sæng? London. Reuters. BANDARÍSKI orkurisinn Exxon Corp er nærri samkomulagi um yf- irtöku Mobil Corp, annars stærsta olíufélags Bandaríkjanna, sam- kvæmt heimildum brezka blaðsins Financial Times í báðum fyrirtækj- um. Að sögn FT eru viðræðurnar vel á veg komnar og tilkynningar að vænta í byrjun næstu viku. Ef viðræðurnar bera árangur verður um að ræða mesta samruna í iðnaði og ef til öllum atvinnugrein- um, sem um getur, samkvæmt frétt blaðsins. I New York vildu starfsmenn Exxon ekkert segja um fréttina. Mobil hafði áður neitað að svara spumingum um þrjá möguleika: að Exxon kaupi Mobil, Mobil sameinist Chevron Corp eða Mobil kaupi Atl- antic Richfield, Inc (ARCO). Verð hlutabréfa hækkar Sögusagnir um samruna fyrir- tækja höfðu orðið til þess að verð hlutabréfa í Mobil hafði hækkað um tæp 5% á miðvikudag, þótt verð á olíu hefði ekki verið lægra í 12 ár. Bréf í Mobil seldust á 78,375 doll- ara og höfðu komizt í 79,625 dollara. Bréf í Exxon seldust á 72,625 doll- ara og lækkuðu um 0,125 um dag- inn. Að sögn FT er J.P. Morgan Exxon til ráðuneytis, en Mobil nýt- ur ráðgjafar Goldmans Sachs. Yfirtakan mun treysta stöðu Exxons sem forystufyrirtækis í greininni eftir fyrirhugaða yfirtöku British Petroleum Co Plc á Amoco Gefíon á söluskrá ÓslÓ. KJELL INGE RÖKKE stjórnarformaður mun trúlega selja danska fjárfestingarfé- lagið Gefion, átta mánuðum eftir að Rökke keypti það að sögn norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv. Fyrirtæki Rökke, TRG, keypti 40% í Gefion í marz fyr- ir 650 miiijónir norskra króna og seldi síðan hlutinn Aker RGI fyrir sama verð. Verð- mæti hlutarins í Gefion hefur minnkað um 250 milljónir króna. Þótt Gefion sé á sölulista Aker RGI hefur endanleg ákvörðun ekki verið tekin. Forsendan fyrir sölu er verð sem Aker RGI tapar ekki á að sögn blaðsins. Góð afkoma Afkoma Gefion hefur verið góð. I sumar seldi félagið íþróttahluta aðalknattspyrnu- leikvangs Danmerkur, Parken. Gefion vill einnig selja þrjú skrifstofuháhýsi við völlinn að andvirði 180 milljónir norskra króna. Fyrir íþróttaleikvanginn fengust 55 milljónir danskra króna. Það átti sinn þátt í því að Gefion skilaði hagnaði upp á 196 milljónir danskra króna fyrri hluta árs. Fyrirtækið ger- ir ráð fyrir um 265 milljóna króna hagnaði á árinu í heild. Gefion á töluverðar eignir á Gíbraltar. Fyrr á þessu ári voru skrifstofu- og hótelfélögin Europort og Eurotower seld fyrir 440 milljónir króna. Yfir- völd á Gibraltar hafa enn ekki samþykkt viðskiptin. Corp. BP Amoco verður þriðja stærsta olíufélag heims sem er op- inberlega skráð. Mobil hefur rætt við ýmsa hugs- anlega samstarfsaðila og var nálægt því að ná olíuhreinsunar- og mark- aðssamningi við Amaco, þótt við- ræðurnar bæru ekki árangur. Aður höfðu sérfræðingar í New York sagt að að Exxon og Mobil gæti reynzt erfitt að fá samþykki eftirlitsyfirvalda í Bandaríkjunum og Evrópu. Verðmæti útgefinna hlutabréfa Mobil Oil nemur 64 milljörðum doll- ara, en Chevrons 54 milljörðum, svo að hvers konar sameinað fyrirtæki mundi standa BP Er ESB bandalag eða stórríki? Svarið fæst í þessari bók Ómissandi rit fyrir áhugamenn um stjórnmál HASKOLAUTGAFAN S. 525-4003 • h u @ h i . i s <p&zLz fiát íéttu stenin bujuna Jólastjaman er íslenskframleiðsla og fáanleg í mörgum litum og stærðum. Pú færð jólastemninguna inn á heimilið eða vinnustaðinn með fallegri jólastjömu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.