Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 35
T MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 35 NEYTENDUR Hversu lengi er hægt að tala? Spurt og svarað um neytendamál Hvað kostar að láta loga á aðventuljósi? UM helgina setja margir aðventuljós í glugga og einhverjir setja líka upp hjá sér útiseríur. En hvað kostar að láta loga á þessum Ijósum allan desember- mánuð? AÐ SÖGN Ólafs Björnssonar not- endaráðgjafa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur eru perurnar sjö í aðventu- ljósinu 3 wött hver. „Samtals nota þær því 21 watt. Logi ljós á slíku aðventuljósi allan desember eða í um 672 klukku- stundh' eru það samtals 14,1 kílówatt- stund. Þær kosta á heimilistaxta samtals 103 krónur." Útiserían En hvað kostar þá að láta loga á útiseríunni í desember? Ólafur segir að algengasta perustærð í útiseríum sé 25W og oft eru 20 perur í hverri seríu. „Rafmagnsnotkun þannig seríu sem logar stöðugt allan desember er 372 kWh og kostar því um 2.700 krónur. Með einföldum klukkurofa sem slekkur á seríunni meðan dagsbirtu nýtur og yfir hánóttina má minnka rafmagns- kostnaðinn til muna. - Munið að taka alltaf úr sambandi þegar skipt er um peru.“ SÍMINN GSM hefur hafið sölu á nýju korti fyrir GSM-síma sem kostar 2.000 krónur. Með hverju símtali gengur á inneignina þar til hún er uppurin, en hægt er að leggja inn á kortið með því að hringja í þjónustusíma. Eftir að inn- eignin er búin er samt hægt að hringja í símann í þrjá mánuði. Inneignin dugar í rúmar 60 mín- útur, ef aðeins er talað á daginn, en 182 mín. ef aðeins er talað á næt- urnar og um helgar. Ef aðeins er hringt úr símanum á kvöldin dugir kortið í 133 mínútur. Verðskráin úr GSM-frelsi eins og þjónustan er kölluð er eftirfarandi: Kl. 8-18 mán.-fós. 33 kr. kl. 18-23 mán.-fös. 15 kr. kl. 23-8 mán.-fös. 11 kr. kl. 23-8 mán.-fös. 11 kr. Þegar hringt er í GSM-frelsi gild- ir sama verðskrá og þegar hringt er í hefðbundinn GSM-síma og er það breytilegt eftir því úr hvaða kerfi er hringt. Hafín sala jólabjórs JÓLABJÓR frá Tuborg, 5,6% að styrkleika, er kominn í verslanir ÁTVR og verður til sölu meðan birgðir endast, en magnið er tak- markað. Verðið á sex 33 cl flöskum eða einni kippu er 1.090 kr., en bjór- inn er ekki seldur í stykkjatali. Eins og undanfarin ár verður jólabjórinn einnig til á jólahlaðborðum veitinga- húsa. Jólasildin komin HIN árlega jólasíld frá íslenskum matvælum er komin í verslanir. Er hún í hentugri, margnota 600 ml glerkrukku eins og sést á með- fylgjandi mynd. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu hefur sala síldarinnar vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum. Fyrsta árið seldust 8.000 krukkur, síðan 11.000, í fyrra 16.000 og gert er ráð fyrir að í ár fari salan í 20.000 krukkur. eror vörusendingu frá Linz, Milano eða Stuttgart? Fraktflug er fljótasta leiðin FLUGLEIDIR F R A K T Málið er einfalt. Það skiptir engu hvaóan þú átt von á vörusendingu frá Evrópu. Ef varan hentartil flutninga með flugi getur innflytjandi snúið sér beinttil okkar hjá Flugleiðum og við sjáum um framhaldið. Varan verður komin til íslands með fraktflugi Flugleiða eins fljótt og auðið verður. Beint fraktflug Flugleiða til og frá Köln í Þýskalandi 6 sinnum í viku. Fraktflug með áætlunarvélum Flugleiða frá 11 ákvörðunarstöðum Flugleiða í Evrópu. Hafðu samband við sölumenn í síma 50 50 401
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.