Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ HÁCÆÐA TÖLVUSKJÁIR CTX hágæða tölvuskjáir eru í verðflokkum sem henta einstaklingum jafnt sem stórum fyrirtækjum. CTX tölvuskjáir hafa hlotið lof virtustu gagnrýnenda í heimi fyrir lága bilanatíðni, skýra skjámynd og litla útgeislun. CTX tölvuskjáirnir eru framleiddir samkvæmt ISO 9002 stöðlum og uppfylla kröfur Evrópu- sambandsins um orkunotkun, endurnýtingu og vistvæni. TÆKNIBÆR Skipholt 50c - 105 Reykjavík Slmi: 551 6700 - Fax: 561 6700 Netfang: pantanir@tb.is - www.tb.is Heldur þú að j: B-vítamm sé rtóg ? NATEN I _______-ernóg!____5 ^mb l.is ALLTAf= e/TTH\SA£) ISIÝT7 MARGMIÐLUN nVidia nær frumkvæði á þrívíddarmarkaði 1600x1200x2 bita = 3,7 MB. Sama kort getur aftur á móti aðeins keyrt þrívíddarleik í 800x600 því taka þarf tillit til z-ássins; 800x600x6 bita = 2,74 MB. Ef fara á út í 1024x768x6 bita þarf 4,5 MB sem er eðlilega meira en kortið ræður við. Voodoo II betra í hægvirkar vélar? Miklu skiptir í hvernig tölvu á að keyra kortið; Voodoo II er Iíkast til betra kort í hægvirkar vélar, enda hannað með þær þarfir í huga en TNT-kortið fyrir hraðvirkari vélar; máli skiptir að tölvan sé með nógu öflugan örgjön'a til að nýta þrívídd- arkortið af einhverju viti. Voodoo Il-kortin lækka nú ört i verði, enda er tæknin orðin gömul, og fyrir vik- ið er hagkvæmt að uppfæra vél með Voodoo Il-korti með því að bæta við öðru slíku og SLI-tengja þau sam- an. Það leysir þó ekki öll vandamál, því þó hvert kort sé með 12 MB minni og þar af leiðandi 8 MB text- ure-minni skila þau saman ekki nema 8 MB, ekki 16. Þegar valið stendur aftur á móti á milli þess að fá sér tvívíddarkort og tvö Voodoo Il-kort eða eitt Riva TNT er ekki spurning að hag- kvæmara er að fá sér AGP TNT- kort, en eðlilega er ekki hægt að SLI-tengja AGP Voodoo-kort, það er almennt bara ein AGP-braut í PC-tölvum. Fyrir vikið lækkar hit- inn í vélarhúsinu með einu TNT- korti sem sér bæði um tvívídd og þrívídd. Ekki er mikið mál að setja kortið í og ekki ástæða til að sjá á eftir Matrox tvívíddarkortinu og Voodoo II-kortinu sem tekið var úr í staðinn. Vélin sem kortið var reynt í er 450 MHz Pentium II með 100 MHz móðurborði og því meira en nóg afl til að keyra TNT-kortið í botni. Hægt er að eiga talsvert við kortið til að auka enn hraðann á því, meðal annars eiga við VSYNC-still- ingar, fínstilla Glide og DirectöD, en einnig má leika sér með minnis- hraðann, fara allt upp í 130 MHz, en eitthvað varð kortið óstöðugra við það. Allir leikir keyra á góðum hraða með frábæra upplausn í tölvunni og líklega líður á löngu þar til 3Dfx- kort fer aftur í tölvuna. Voodoo býð- ur reyndar líka upp á heildarlausn í skjákortum sem kallast Voodoo Banshee. Það er með ágætis 100 MHz 128 bita tvívíddarörgjörva og 3Dfx 2 þrívíddarörgjörva. TNT- kortið tekur Banshee aftur á móti nánast í nefið. Niðurstaðan er því að Riva TNT-þrívíddarhraðallinn er betri en Voodoo II og í mörgum til- fellum reyndar betri en tvö SLI- tengd Voodoo Il-kort. Með Riva TNT hefur nVidia tek- ist að ná frumkvæðinu í þrívíddar- grafík fyrir einkatölvur og ekki ljóst hvort Voodoo 3 eigi eftir að hrifsa það til sín á ný. Einnig er hugsan- legt að annað íyrirtæki nái undir- tökunum, og þannig bíða menn spenntir eftir skjákortum með PowerVR-örgjörvanum frá Nec, sem verður meðal annars notaður í Dreamcast-tölvuna. Fyrirtæki skiptast á um að hafa undirtökin á markaði fyrir þrívídd- arhraðla. Árni Matthí- asson komst yfír nVidia Riva TNT kort sem hann segir besta kost- inn í dag. ÞRÍVÍDDARTÆKNINNI fleygir fram og eins gott fyrir fyrirtæki að vera vel á verði. Heldur hefur hægt á vexti 3Dfx undanfarið og önnur fyrirtæki sótt af krafti inn á markað þar sem 3Dfx var nánast allsráð- andi fyrir ári eða svo. Lengst hefur náð fyrirtækið nVidia, sem framleiðir afbragðs 128 bita þrí- víddarörgjörva sem það kallar TNT. Ólíkt mörgum öðrum framleið- endum, til að mynda 3Dfx, ákváðu nVidia-menn að smíða ekki sjálfir API fyrir skjástýringu, heldur ein- beita sér að því að ná besta hugsan- lega stuðningi við Direct3D, enda töldu þeir að sá staðall yrði ráðandi í leikjunum sakir stuðnings Microsoft. Framan var Direct3D mjög böggskotið, en eftir því sem böggamir hafa bitnað á notendum hefur þeim verið útrýmt smám sam- an. Nýju 128 bita nVidia Riva TNT- gjörvamir geta sýnt 250 milljóna díla (pixel) á sekúndu fyllihraða, sem gefur 8 milljón marghliðunga á sekúndu og eru fyrstu örgjörvamir sem unnið geta tvo díla í hverju tifi klukkunnar. Kemur ekki á óvart að fyrirtækinu hefui- gengið mjög vel í flestum prófunum og yfirleitt verið með öfiugasta örgjörvasettið. Reyndar hefur það ekki komið eins vel út úr 3D Winbench, en það próf er ekki lengur talið marktækt; al- siða er að örgjörvar sem era bein- línis lélegir og keyra leiki illa nái háu skori í 3D Winbench, til að mynda Intel i740 hraðallinn, sem er þó ekki upp á marga fiska almennt. Riva TNT er arftaki Riva 128- kortsins sem þótti gott tvívíddar- kort en ekki nema slarkfært þrí- víddarkort, meðal annars fyrir það hvað minnisstuðningur var lítill. í Riva TNT-kortinu sem hér er sagt frá er aftur á móti kappnóg minni, 16 MB. Minnið skiptir miklu máli í þrívíddarkorti og þannig getur til að mynda kort með 4 MB minni keyrt skjáinn í tvívídd í upplausn- inni 1600x1200 í 16 bita lit; til þarf Mynd- listarmenn í gagna- grunn MARGMIÐLUN og Upplýs- ingamiðstöð myndlistar hafa tekið höndum saman um að setja upp á Netinu gagna- grunn um íslenska myndlist- armenn. A sióðinni http://umm.is má þannig nálgast upplýsingar um 250 íslenska myndlistarmenn úr hópi félagsmanna Sambands íslenskra myndlistarmanna. I fréttatikynningu frá Margmiðlun kemur fram að myndlistarmennirnir leggi sjálfir til upplýsingar um feril sinn og verk og samþykki færslu þeirra í gagnagrunn- inn. Enginn sé skráður í gagnagranninn nema sam- þykki hans liggi fyrir og geti myndlistarmennirnir hvenær sem er óskað eftir því að upp- lýsingum um þá verði breytt eða þær jafnvel teknar út. Næst á dagskrá er að skrá upplýsingar um aðra mynd- listarmenn og myndhöfunda og skanna inn verk þeirra eftir atvikum í samvinnu við söfn og erfingja viðkomandi myndlistarmanna eða mynd- höfunda. Einnig stendur til að auka til muna efni í mynd- verkabanka eftir því sem verkast vill. Margmiðlun hf. hafði með höndum alla tæknilega ráð- gjöf, útfærslu og vinnu gagnagrunnsins fyrir birt- ingu hans á Netinu. Upplýs- ingakerfi Upplýsingamið- stöðvarinnar er skrifaði í Lotus Notes og getur geymt skjöl, myndir og hljóð og miðlað þeim síðan á Netinu. Vefsíðurnar og gagnagrunn- urinn eru í beinlínuvinnslu og allt efni því uppfært daglega og nýju efni, myndum og texta bætt við um leið og það berst. Upplýsingamiðstöð mynd- listar er samstarfsverkefni menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra mynd- listarmanna og Myndstefs og var til þess stofnað með samningi fyrir þremur árum með það f huga að auka al- menna þekkingu og áhuga á fslenskri myndlist. Megin- áherslan í starfi Upplýsinga- miðstöðvarinnar að undan- förnu hefur verið á hönnun og skipulagningu fyrrnefnds gagnagrunns. ■ Miðturn & LX Pentium II móðurborð ■ 333 Mhz Pentium II örgjörvi I 17" skjár (aðgerðir birtast á skjá) 1 ■ 8mb ATI 2D/3D AGP skjákort ~ ■ 64 MB SDRAM innra minni ■ ■' ■ 6,4GB harður diskur 0 SoundBlaster 64 hljóðkort ■ 32 hraða geisladrif EB 280w hátaiarar ■ 56 bás mótald ■ 2 mán. netáskrift hjá Margmiðlun ■ Mús, lyklaborð og Windows '98 ■ Epson Stylus 440 Ijósmyndaprentari & prentarakapall ■ Genius Colorpage Live 30 bita / ^ myndlesarl 4800 pát W ■ Disney Mulan Mahjong tölvuleikuiV Margmiðlun llilafastm 2 bíómidar fylgja URBAN LEGEND ATH: Það er nóg til... en vertu timanlega því þessi pakki slær i gegn! Tvcir hoðsmiðar á forsýningu á Urlian Legnnd fylgja tölvunum ineðan liirgðir enrlast! Skeifunni 11 • Rvk • Sími:550-4444 og Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarf. • Sími 550-4020 Gi rt\\ •V-V /VV s*v Hr -;
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.