Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 60
60 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 -*►______________________________ AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ \® <§> ® HOOVER URRIIE Et w E K HOOVER HOOVER II QQYi n HOOVER ryksucumar heimsfræsu atullumkramany. PFAFF heimilistækjaverslun fer nú með söluumboð áþessum ofiirvinsælu ryksugum. 7 nýjar tegundir fyrir ólíkar aðstæður, allir verðflokkar, - en gæðin alltaf þau sömu. HOOVER ryksugumar fást í betri raftækjaverslunum. TÖFRASÓPURINN fylgir hverri HOOVER ryksugu. I PFA F ^Heimilistœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 sœtír sofar HUSGAGNALAGERINN t Myrkur og ljós á aðventu „ÞESSU veldur hjartans miskunn Guðs vors. Hún lætur upp renna sól af hæðum að vitja vor og lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans, og beina fótum vorum á friðar veg.“ (Lk. 1:78- 79) I samfélagi okkar er til fólk sem situr í myrkri og skugga dauðans. Hvaða fólk er þetta? A dögum Jesú voru það t.d. tollheimtu- menn, hermenn eða sjúklingar. Af ýmsum ástæðum, stóð þetta fólk fyrir utan venjulegt borgara- legt samfélag. Það var einangrað og missti næstum alla von og gleði til þess að lifa lífi sínu. Þá kom Jóhannes skírari. Hann var ekki sjálfur ljósið, en hann benti á ljósið sem skín í fjarska. Jóhannes kom og sagði; „þér nöðru kyn, hver kenndi yður að flýja komandi reiði?“ Þrátt fyrir slík orð sneri fólkið sér ekki frá honum. Af hverju? Af því að hann mismunaði ekki fólki. Jóhannes ávarpaði þetta yfirgefna fólk alvarlega og einlæg- lega. Á meðal margra trúarleiðtoga, var það aðeins Jóhannes sem leit á þetta fólk sem mannneskjur sem ættu að teljast til Guðs lýðs. Hvert og eitt okkar er jafnt fyrir augum Guðs. Hörð orð hans voru ekkert annað en tjáning þess. Síðan kom Jesús. Hann var sjálf- ur ljósið. Hann var með fólki sem hafði setið í myrkri, og varð síðan það fólk sem bar ljós Guðs í samfé- laginu. Guð valdi þau til að sýna dýrð sína. Nú virðist sem margir sitji enn í myrkri í kringum okk- ur. Af hverju? Kemst ljós Guðs ekki til þessa fólks? Ber enginn ljósið til þess? En fyrst og fremst, hverjir sitja í myrkri núna? I fyrsta lagi nefni ég sjúklinga, fátæka, fatl- aða, atvinnulausa, fanga, flóttamenn oJI. Það er að segja fólk sem á í ýmsum erfið- leikum í félagskerfinu. Að sjálfsögðu eru ekki allir sjúklingar eða allt fatlað fólk í myrkri. Samt er viss tilhneig- ing í samfélagi okkar, sem reynir að útiloka fólk sem frá- brugðið er „meðaljóninum". I öðru lagi getur það verið fólk sem er Margir sitja í myrkri í kringum okkur segir, Toshiki Toma, fátækir, fatlaðir, sjúkir, atvinnulausir, fangar o g flóttamenn. sorgmætt eða einmana, t.d. vegna fráfalls einhvers í fjölskyldu sinni. En í þriðja lagi, hverjir fleiri? Eg er prestur en fyrir rúmlega tveimur árum var ég atvinnulaus. Eg var að hlaupa úr einu í annað til þess að ég kæmist aftur í þjónustu. Dag nokkurn var ég beðinn um að heimsækja sjómann frá Indónesíu á spítala. Hann slasaðist alvarlega á skipi sínu og varð að dvelja hérlend- is til að fá meðferð. Hann talaði að- Toshiki Toma eins japönsku sæmilega fyrir utan móðurmál sitt, og hann var mú- hameðstrúar. Hann var ólíkur öllum öðmm þar. Við hittumst nokkrum sinnum, en í byrjun var hann eðlilega mjög ein- angraður, hræddur og dapur. Hann var mikið meiddur og missti vinn- una á skipinu. Hann var skilinn einn eftir langt í burtu að heiman. Seinna byrjaði maðurinn að tala um sjálfan sig, t.d. um heimili sitt í Djakarta og um konuna sína og fjögurra ára dóttur. Draumur hans var að opna eigin bókaverslun, en til að gera það yrði hann að spara pen- inga; o.fl. Stig af stigi tók ég eftir því að hann var ekki bara „sjómað- ur frá Indónesíu", heldur maður sem bar sitt eigið nafn, átti sína ævisögu og skyldur. Þegar hann loksins lagði af stað til síns heima- lands, var hann mjög glaður á svip- inn og sagði mér hve mikið hann hlakkaði til þess að hitta fjölskyldu sína. Eg bað Guð innilega fyrir hon- um og fjölskyldu hans. Fyrst hélt ég að þessi maður væri einhver vesalingur og ætlaði að hugga hann. Það má segja að hann hafi setið í myrkri hér á landi. Ég reyndi að bera ljós til hans. Það er eitt, en hér er annað atriði til. Það er að ég var sjálfur huggaður með því að fá að hitta þennan mann. Spjallið við hann rifjaði mikið upp fyrir mér. Það er að hver maður er dýrmætur og einstakur. Hve þakk- arvert er að eiga fjölskyldu sem bíð- ur alltaf eftir manni og hve ómetan- leg gleði er að fá að þjóna náunga okkar, sérstaklega einhverjum sem á í erfiðleikum. Ég hafði gleymt þessu og glatað á meðan ég var upptekinn af eigin vandkvæðum mínum, sem var atvinnuleysið. „Maðurinn frá Indónesíu" vakti mig til umhugsunar. Hver sat þá í myrkri þegar allt kom til alls? Jú, maðurinn frá Indónesíu. Og ég líka. Ég sat í myrkri, en ég vissi það ekki. Þegar ég gleymdi gleðinni að elska og þjóna náunga mínum var ég kominn í það myrkur. Myrkur er ekki að- eins staða þar sem okkur skortir að vera elskuð, heldur líka sú staða þar sem við getum ekki elskað nóg þar sem við lítum ekki með kærleika og virðingu til annarra sem jafningja okkar. Við gleymun þessu svo oft og föllum ómeðvitað í myrkur. Guð gerir þann jafnan sem býst við því að vera elskaður og þann sem á að elska. Ég hélt að ég gæfi manninum frá Indónesíu ljós. Hvílíkt yfirlæti. Ljósið kom yfir hann, og yfir mig frá Jesú. „Þessu veldur hjartans miskunn Guðs vors.“ Hvert og eitt okkar er jafnt fyrir augum Guðs. Við erum ekki sjálf ljósið. Samt er okkur heimilt að benda náunga okkar á ljós Jesú, sem lýsir okkur sjálfum líka samtímis. Hverjir sitja í myrkri? Megi ljós Jesú berast til þeirra núna á aðventu. Höfundur er prestur innflytjenda í Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar. Stórglæsilegt úrval af sófasettum í leöri og áklæöi á hreint frábæru veröi. ARMULA 8, SIMAR 581 2275 og 568 5375 Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.