Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 78

Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 78
78 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ _> ________________________________________ FÓLK í FRÉTTUM KEN LOACH ^ÞEIR gerast ekki pólitískari, leik- stjórarnir á okkar menningar- svæði, en Bretinn Ken Loach. Myndir hans snúast gjarnan um baráttu lítilmagnans í hörðum heimi. Það er engin ný bóla, en fáir hafa gert það að ævistarfi og engir af samtíðarmönnum hans af slíkum sannfæringarkrafti og þessi liðlega sextugi, ódrepandi baráttumaður (fæddur á þjóðhá- tíðardaginn okkar 1936). Myndir Loach eru ósviknar, ~ j jafn hreinskilnar og dramatískar og átök persóna hans fyrir betri heimi. Lengst af hafa land- ar hans í verka- mannastétt verið eftirlætisviðfangs- efnið, en uppá síðkastið hefur Loach borið niður í fjarlægari heims- hornum. Umfjöllunarefnið jafnan það sama; öreigar og minuihluta- hópar. Hann fer með stríði á hendur auðvaldi og arðráni, vopnin kvikmyndatökuvélar, staðfesta hugsjónamanusins og innsæi listamannsins. Hvort sem menn eru sammála þessum um- búðalausa vinstrimanni eða ekki, þá lætur hann engan ósnortinn í nistandi kröftugum, heimildar- myndarlegum verkum sínum um minnipokamanninn og kúgara hans. Vissulega málar hann heim- inn gjarnan í svart/hvítu, fyrir bragðið hreyfir hann einnig við pólitfskum andstæðingum. Loka- orð myndarinnar Söngur Körlu koma frá saklausum, skoskum strætóbflstjóra, sem örlögin hafa fært inní firrta veröld borgara- stríðsins í Níkarag- va. „Ég trúi þessu ekki,“ segir hann, í miðjum drápunum og hörmungunum. Bandaríski hjálpar- stofnunarmaðurinn svarar: „En þetta er satt.“ Þetta er ævi- starf Loach í hnot- skurn; að uppfræða mannfólkið um að jarðkringlan er annað og meira en barbíveröld; að við búum ekki öll við réttlæti, frið og lífs- hamingju. Sem hvarvetna ætti og gæti verið sjálfsögð mannréttindi. Loach var við lögfræðinám í Ox- ford er hann tók þá ákvörðun að söðla um og snúa sér að leiklist. Af fjölunum lá leiðin í sjónvarpið, þar sem hann vakti athygli fyrir Z Cars og Cathy Come Home, (‘65). Sú síðarnefnda fjallaði um heimil- islausa, var fyrsta mynd leikstjór- ans um misskipt kjör mannanna, KEN Loach. Jtaggi Bjama og Stefán Jökulsson slá á íéttari nótur á Mímisbar. m -þín saga! Við bjóðum jólavermi í Grillinu Á aðventunni jafnast ekkert á við jókjvermi í Grillinu. Úrvals þjónusta, eðalmatseðill og sérvalin vín gera kvöldverðinn að hátíð í sígildu umhverfi með útsýni yfir borgina. Hringdu strax og tryggðu rétta kvöldið fyrir samstarfsmenn, viðskiptafélaga og fjölskyldu! Þú velur af okkar viðurkennda á la carte matseðli eða fimm rétta jóknermi á aðeins 4.900 kr. ÚR Carla’s Song. viðfangsefni sem hefur fylgt hon- um æ síðan. Fyrsta bíómynd Loach var Poor Cow, (‘67), um fólk í verkamannastétt, stúlku sem hvorki maður hennar né viðhald (Terence Stamp), gátu boðið sómasamlegt líf. Grá mynd og guggin. Kes, (‘69), var mun áhrifa- meiri. Söguhetjan ungur drengur í námuhéraði. Framtíð hans, sem annarra í fjölskyldunni, er ráðin í myrkum námagöngunum. Enn um sinn er þó bjart yfir tilverunni, ástæðan fálki sem hann tekur að sér, og af honum fræðist snáðinn um að veröldin er ekki öll myrk af sóti og kolaryki. Loach er þó ekki blindur harðlínumaður. í sjón- varpsmyndinni Days ofHope, (‘75), bendir hann á að stjórn verkamannaflokksins er að svíkja fólkið sitt, líkt og flokkurinn hafði gert áður. Engu að síður fór Loach að ganga verr að fjár- magna myndir sínar, næstu verk hans voru ýmist gerð fyrir sjón- varp eða ódýrar bíómyndir sem fóru ekki víða. Þeirra á meðal var Riff-Raff, (‘90), grágamansöm ádeila á kerfið. Séð með augum byggingaverkamanna í London, sem hefna sín á vinnuveitendunum er einn félagi þeirra ferst af slys- förum. Myndin fékk ekki dreif- ingu, þó hún væri margverðlaun- uð, m.a. á Cannes. Loach áttiT mestu erfiðleikum með að koma Hidden Agenda, (‘90), á koppinn, en hún fjallar um stjórnmálaá- standið á Norður-Irlandi, og leik- stjórinn hlífir hvergi löndum sín- um. Myndin er byggð á sönnum atburðum og er forkunnarvel leik- in af Brian Cox og Frances McDormand. Var að lokum fjár- mögnuð á skömmum valdatíma Davids Puttnams hjá Columbia. Þegar hér var komið sögu var Loach, þrátt fyrir íjárhagsörðug- leika og einarðar, misvel þokkaðar skoðanir, orðinn viðurkenndur klettur í kvikmyndaflaumnum og hefur síðan gert hverja gæðamynd- ina á eftir annarri. Raining Stones, (‘93), Ladybird, Ladybird, (‘94), þar sem þungamiðjan er kona, aldrei þessu vant, nánar tiltekið einstæð, margra barna móðir í vonlitilli bar- áttu við félagsmálayfirvöld. Land and Freedom var frumsýnd 1995, Carla’s Song, ári síðar. Loach er því á sínu frjóasta skeiði og engin ástæða til að ætla annað en hann eigi eftir að ýta við samvisku kvik- myndahúsgesta í framtíðinni, á sinn vægðarlausa, en oft grá- glettna hátt. Við bíðum eftir nýj- ustu verkum hans, The Flickering Flame, (‘97), og My Name Is Joe, (‘98). Vonandi stinga þær upp koll- inum á næstu kvikmyndahátíð (ef dagar hennar eru ekki endanlega taldir), hún hefur verið helsti far- vegur Loach-mynda til þessa. Sígild myndbönd RAINING STONES (1993) ★★★V2 Verkamannafjölskylda í verald- legu basli. Faðirinn (Bruce Jones), katólskur og heittrúaður, kemst fyrst í krappan dans þegar ekki er til aur fyrir kjól á dótturina er hún á að fara í fyrstu altarisgönguna. Hann er stálheiðarlegur, atvinnu- laus maður sem kynnist því að neyðin kennir naktri konu að spinna. Loach er ekki að fegra hlut- ina, myndin er sjálfsagt raunsann- asta kvikmjmd sem gerð hefur verið um líf þeirra sem ekki nutu góðs af efnahagsstefnu frú Thatcher. Okkar maður reynir allt til að halda heiðri fjölskyldunnar, hann er metnaðar- fullur þrátt fyrir bjargarleysið og gefst ekki upp. Gerist m.a. sauða- þjófur í Miðlöndunum og rænir tún- þökum af golívelli íhaldsmanna áð- ur en fýkur í öll skjól og hann verð- ur að leita á náðir hæpinna lána- stofnana. Bæði glettin og umhugs- unarverð og ekki síst trúverðug. Leikurinn og handritið hrein unun. SÖNGUR KÖRLU - CARLA’S SONG (1996) ★★★% Margslungin mynd um Körlu (Oyanka Cabezas), rótlaust blóm sem flúið hefur Níkaragva og kynn- ist saklausum og lítt reyndum en heiðarlegum strætóbílstjóra (Ro- bert Carlyle), í sínu nýja umhverfi í Glasgow. Fortíðin stendur í vegi fyrir þeim, saman halda þau í kross- ferð til heimalandsins. Margslungin mynd um frelsisdrauminn og martröðina Níkaragva. Vináttu, traust, þetta lífsnauðsynlega spurs- mál um að kynnast hlýju og sam- kennd, hvar sem maður er staddur. Þó fyrst og fremst hvöss og óvægin ádeila á frelsisskerðingu og yfir- gang og skeytingarleysi stórveld- anna (hér CIA og USA), gagnvart saklausu fólki. Einstrengingsleg en átakanleg og vel leikin. LAND OG FRELSI - LAND AND FREEDOM (1995) ★★★V2 Líkt og í Söng Köriu er sögusvið- ið utan Bretlandseyja, að þessu sinni Spánn á tímum borgarastyrj- aldarinnar. Þangað flykktust heitir vinstrimenn hvaðanæva úr Evrópu til að berja á fasistum Frankós hershöfðingja. Þeirra á meðal sann- trúaður, atvinnulaus kommúnisti frá Liverpool. Barátta hans fyrir „landi og frelsi" færir honum að lok- um heim sanninn um að byltingin étur börnin sín. Mikilfenglegt og sögulegt drama og hugmyndafræði- legt uppgjör harðlínumanns. Sæbjörn Valdimarsson MYNPBÖND Losti og launráð Villikettir (Wild Things) S |M* 111111111 y 11 (I ★★ Leikstjóri: John McNaughton. Hand- ritshöfundur: Stephen Peters. Kvik- myndataka: Jeffrey L Kimball. Tón- list: George S. Clinton. Aðalhlutverk: Matt Dillon, Neve Campbell og Kevin Bacon. (100 min.) Bandansk. Skífan, nóvember 1998. Bönnuð innan 16 ára. VILLIKETTIR er blóðheit glæpamynd sem gerist í bænum Blue Bay á Flórída. Hefst at- burðarásin á því að tvær stúlkur kæra kennara sinn fyrir nauðg- un en þegar lög- reglan rannsakar málið koma í ljós grunsamleg tengsl milli málsaðila. I kvikmyndinni er ofinn glæpa- og svikavefur sem miðar að því að koma áhorfandanum á óvart fram á síðustu mínútur og má segja að fléttan leysist ekki fyrr en hlut- verkaskráin er farin að birtast í lokin. Þó að finna megi mjög at- hyglisverða tilburði hjá leikstjóra þessarar kvikmyndar (John McNaughton sem m.a. leikstýrði „Henry: A Portrait of a Serial Killer") getur hún í heild sinni ekki talist góð. Handritið er hreinlega of klaufalegt og veldur ekki þeirri flækju sem þar er byggð upp. Ekki vantar þó losta- semdina í kvikmyndina sem getur talist sæmilega örvandi afþrey- ing. Heiða Jóhannsdótttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.