Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Lögð- um ! í þessa leikitil að sigra JIJLÍUS Jónasson, fyrirliði íslenska liðsins, sagði að menn gerðu sér vel grein fyrir því að framundan væri bæði erfitt og ekki síður mikilvægt verkefni. „Við lögðum í þessa leiki til að sigra í þeim báðum. Við unn- um í þeim fyrri en menn verða að gera sér grein fyrir að núna er bara hálfleikur, sá síðari verður leikinn hér í Ungverjalandi á sunnudag- inn og við megum ekki hugsa sem svo að það sé nóg að tapa með einu eða tveimur mörkum. Við verðum, skul- um og ætlum okkur að vinna,“ sagði Júlíus og bætti við að auðvitað vissu menn að það yrði erfitt. Ungverjar kvörtuðu tals- vert undan stífum og grófum varnarleik Islendinga, hvað hefur fyrirliðinn um að að segja. Hvatti hann sína menn of harkalega til dáða? „Nei, nei. Við lékum hefð- bunda vöm og vissulega spil- uðum við fast og ákveðið en það gerðu Ungverjarnir líka. Þeir voru engir englar í þeim efnum. Við fóram í leikinn 1 heima ákveðnir í að leika fast og sjá til hvað við kæm- umst langt. Dómararnir sem vora frá Tékklandi leyfa yfyrleitt dálítið mikið og gerðu það líka heima. En Ungverjarnir léku líka fast, þannig að þetta er óþarfa væl í þeim, held ég.“ Fyrirliðinn sagðist hafa orðið hissa á því hversu ró- lega Ungverjar byrjuðu í Höllinni. „Þeir byrja öragg- lega á fullu hérna og við verðum tilbúnir frá fyrstu sekúndu og leyfum þeim ekki að ná neinum tökum á leiknum. Svisslendingar lentu vel undir í upphafi hérna og töpuðu stórt, _ það gerist ekki hjá okkur. Ég á von á að þeir leiki 3-2-1 vöm framarlega og við verðum tilbúnir í slík átök og ég held að ef við náum vörninni jafn- sterkri og heima og auðvitað markvörslunni líka þá höfum við þetta. Þá fáum við hraða- upphlaup, sem eru auðveld- ustu mörkin, en við verðum að laga sóknina aðeins, sh'pa hana til því hún var dálítið köflótt heima,“ sagði Júlíus. Morgunblaðið/Golli ÞORBJÖRN Jensson, þjálfari íslenska landsliðsins, getur fagnað sínum fimmtugasta sigri sem þjálfari landsliðsins í Ungverjalandi. Allir víta hversu mikil vægur leikurinn er ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik kom til borgarinnar Nyiregyháza í norðausturhluta Ungverjalands klukkan 3.30 að- faranótt laugardagsins, en liðið lagði af stað frá skrifstofu HSÍ í Laugardal klukkan 12.15 á föstudaginn. Ferðalagið tók því rétt rúmar fjórtán klukkustundir en klukkan í Ungverjaiandi er klukkustund á undan þeirri heima á íslandi. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Nyiregyháza Rútuferðin frá Búdapest til Nyiregyháza gekk vel. Lagt var af stað frá flugvellinum kl. 23 að staðartíma í svarta- þoku og bjuggust menn við langri og erfiðri keyrslu. Ann- að kom á daginn því fljótlega var sett myndbandsspóla í myndbandstækið og horft var á tvær myndir á leiðinni þannig að menn tóku ekki eftir því hversu langt ferðalagið var. Það vora samt þreyttir ferðalangar sem innrituðu sig á hótel Korona í miðbæ Nyiregyháza undir morgun og sofið var vært fram til klukkan 11 á laug- ardagsmorgun, en Þorbjöm Jens- son ákvað að sleppa morgunmatn- um og lét menn því fara beint í há- degismat. Leikmenn sögðust hafa sofið vel, enda á mjög frambærilegu hóteli þar sem hátt er vil lofts og vítt til veggja. Fundur var strax eftir hádegis- verð og síðan æfing kl. 15 en það er eina æfingin sem liðið fer á fyrir leikinn. Þess má til gamans geta að Ungverjar komu til borgarinnar upp úr hádegi á fóstudaginn og fóru á tvær æfingar þann daginn, tvær á laugardaginn og þeir ætla að hittast á léttri æfingu morguninn fyrir leik. Hópurinn virðist í mjög góðu jafnværi, rólegt yfirbragð var á honum er hann mætti til hádegis- verðar í gær og virtust allir mjög einbeittir enda mikilvægt verkefni framundan. „Það vita allir hversu mikilvægur leikurinn er og þegar slíkt er þá er hópurinn rólegri og einbeittari. Það ætla allir að gera sitt besta og ef menn gera það þá er ekki hægt að ætlast til meira af nokkrum manni. Eins og þú sérð þá er ekkert stress á mönnum, strák- arnir era rólegir, yfirvegaðir og ein- beittir," sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari eftir hádegismat- inn í gær. Leika öðruvísi heima en úti Spurður hvort hann ætti ekki von á að Ungverjar kæmu ákveðnir til leiks og myndu byrja af fullum krafti, ekki eins rólega og þeir gerðu í Laugardalshöll, sagði Þor- björn: „Það er einkenni á leik Ung- verja að þeir leika allt öðravísi á heimavelli en útivelli. Heima era þeir miklu ákveðnari og við erum tilbúnir í slíkt og munum byrja af fullum krafti. Þó verð ég að segja eins og er að þegar Ungverjar hafa leikið í stórmótum, eins og á HM í Japan og Evrópukeppninni þá byija þeir rólega en auka síðan hraðann og eru komnir á fullt í síðari hálf- leik.“ Þorbjörn sagðist ekki gera ráð fyrir miklum breytingum í leik ís- lenska liðsins. ,Auðvitað þurfum við að laga sóknina aðeins hjá okkur og við munum gera ákveðnar áherslu- breytingar í vörninni því heima skoruðu Ungverjar með skotum af gólfinu og við verðum að stoppa það. Annars var vörnin okkar sterkasti þáttur heima þannig að við gerum ekki stórvægilegar breyting- ar á henni. Þegar allt kemur til alls vinnast leikir íyrst og fremst á vörn og markvörslu, sem var góð heirna," sagði Þorbjörn. Neita að trúa öðru en við vinnum Valdimar Grímsson lék sinn fyrsta landsleik 1985 gegn Ung- verjum og hann man að sjálfsögðu eftir þeim leik. „Þetta var í Valence í Frakklandi í janúar, leiknum sem Stjáni (Kristján Arason) gerði fimmtán mörk. Við unnum 28:24 og ég man að ég lék meira og minna í öllu mótinu. Þetta var á tíma Bogdans og eftir þetta mót komu nokkrir tugir leikja þar sem maður sat meira og minna á bekknum," sagði Valdimar í gær. Hann sagði leikinn á sunnudaginn mjög mikilvægan. „Hópurinn er mjög vel stemmdur og það er svo skrítið að fyrir svona mikilvæga leiki þá er miklu rólegra yfir hópn- um en fyrir leiki sem ef til vill skipta minna máli, þá er meiri galsi í mann- skapnum. Núna era menn einbeittir og ákveðnir í að sigra enda vita menn hvaða þýðingu leikurinn hef- ur. Þó svo menn hafi ekki velt þeim möguleika fyrir sér hvaða þýðingu það hefði fyrir íslenska landsliðið ef við komumst ekki til Egyptalands þá vita allir að HM í Egyptalandi er lykilinn að öllu - lykillinn að því að teljast meðal þeirra bestu. Hugsanlega væri hægt að komast á Ólympíuleikana í gegnum Evr- ópukeppnina en það er miklu langsóttara og erfiðara dæmi,“ sagði Valdimar og ítrekaði að hann hefði svo sem ekki hugsað þá hugs- un til enda að tapa. „Við komum að þessu verkefni, það er að segja leikjunum tveimur við Ungverja, til að sigra í þeim báðum og það ætlum við okkur að gera. Ég neita að trúa öðru en við vinnum. Eg hef sagt það frá upphafi að við færum til Egyta- lands og þangað ætlum við, annað kemur ekki til greina," sagði Valdi- mar. Hann sagði menn ekki koma til leiks með það fyrir augum að ná jafntelfi. „Nei, svoleiðis fórum við ekki í leikinn. Við ætlum okkur að vinna, jafntefli nægir en það er ekk- ert verið að hugsa um það. Við höld- um áfram á þeirri braut sem lögð var í Laugardalshöllinni. Vörnin verður sterk og markvarslan einnig og síðan þurfum við aðeins að fín- pússa sóknina og vanda okkur meira þar. Menn voru of bráðir í sókninni, sérstaklega þegar við voram komnir dálítið yfir. Það gerist ekki aftur. Við gerum okkur allir grein fyrir því að ef við ætlum að vera í hópi þeirra bestu verðum við að vinna, eða ná altént einu stigi. Það eina jákvæða sem ég sé við að við skyldum missa niður góða for- ystu í Höllinni er að menn gera sér ennbetur grein fyrir því að það verð- ur erfitt að leggja Ungverja að velli hérna. Ef við hefðum unnið stórt væri hættara við að menn væru heldur værukærari og hugsuðu sem svo að það væri nóg að halda bara í horfinu, það myndi duga til að kom- ast áfram. Slíkt er ekki gott og ég held að með slíku hugarfari mynd- um við skjóta okkur í fótinn og þurfa að sitja eftir heima með sárt enni. Það er því að vissu leyti fínt að þurfa að sækja tvö stig hingað. Við vitum að Ungverjar era í betri stöðu, þeir era á heimavelli og til að ljúka við þetta verkefni verðum við að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð var í Höllinni," sagði Valdimar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.