Morgunblaðið - 29.11.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.11.1998, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ (ö) Dounreay (@) sæa' f ' ( 4 G]asgow ÍRLAND Sellafield KJARNORKUIBNABUR í BRETLANBI ÁHRIF Á NORÐURLÖ Kjamorku- kafbáturá hafsbotni ISLAND Færeyjar eftir 4 ár Teknesíum-9 líklega hra< talið hefur Endurvinnslustööin Sellafield í Englandi 50-fald- aöi áriö 1994 þaö magn sem hún losar af geisla- virka efninu teknesíum-99. Tveimur árum síöar mældist magn efnisins í sjó vió Noreg fimmfalt á við áriö áöur, sem sýnir aö það berst meó haf- straumum eins og gert haföi verið ráö fyrir. Ragna Sara Jónsdóttir fræddist um nýjustu mæl- ingar á efninu viö Noreg og líklegar takmarkanir sem settar veröa í Bretlandi á losun þess. VÍÐA á Norðurlöndum standa yflr mælingar á geislavirka efninu teknesí- um-99 sem berst með haf- straumum frá kjarnorkuendur- vinnslustöðinni í Sellafield í Bret- landi. Mælingar á efninu hefjast hérlendis á næsta ári, en reiknað er með að geislavirkar teknesíumagn- ir berist að Islandsströndum með hafstraumum í kringum aldamótin. Fimmfoldun varð á magni teknesíum-99 á einu ári í Óslófírði. Árið 1996 mældist geislunin 36 beequerel á hvem m3 sjávar í Ósló- flrði og ári síðar var hún komin í 170 becquerel/m3. Að sögn Anne Liv Rudfjord, sér- fræðings hjá Norsku geislavörnun- um, mældist efnið í fyrsta sinn í sjónum við Tromsö sl. sumar, sem sýnir að það berst með hafstraumn- um þangað eins og gert hafði verið ráð fyrir. Mælingin gefur þó ekki áreiðanlegar niðurstöður um aukn- ingu efnisins og segir Rudfjord að hægt verði að segja meira til um dreifingu þess og hegðun á næstu mánuðum þegar fleiri mælingar hafa verið gerðar. Að sögn Ru- dfjord er víst að efnið kemur frá Sellafíeld-verksmiðjunni í norðan- verðu Englandi, en losun verk- smiðjunnar á efninu var 50-fólduð árið 1994 þegar nýjar endurvinnslu- aðferðir voru teknar í notkun. Rudfjord segir niðurstöður mæl- inganna benda til þess að það taki efnið skemmri tíma að berast til Noregs en áætlað hafði verið. Reiknað hafði verið með að það tæki efnið 3-4 ár að berast til sjávar í Óslóflrði, en efnið mældist í miklu magni tveimur árum eftir að losun þess var aukin í Sellafield. Geislaálag ennþá langt undir hættumörkum Þrátt fyrir að magn efnisins hafí margfaldast á nokkrum árum í sjónum við Noreg er geislaálag af völdum þess enn langt undir hættu- mörkum. í alþjóðlegum viðskiptum er miðað við að magn geislavirkra efna í matvælum sé minna en 1.000 becquerel á kíló. Hugsanleg hættu- mörk vegna geislavirkra efna í mat- vælum eru hins vegar mun hærri og gætu legið á milli 10.000 og 100.000 becquerel á kíló, eftir því hvaða efni á í hlut. Efnasamsetning teknesíum-99 gerir það að verkum að það er ekki hættulegt mannin- um, þar sem það safnast í litlum mæli fyrir í líkamsvefjum hans. Efnið safnast hins vegar upp í skel- físki og krabbadýrum og ástæða þess að menn hafa nokkrar áhyggj- ur af auknu magni þess í sjónum er Geislavarnir ríkisins hér á landi hafa fengið aukið framlag fyrir árið 1999 til að standa undir kostnaði við mælingar á teknesíum-99, en þá hefjast mælingar á efninu. Gert er ráð fyrir að efnið berist með haf- straumum hingað til lands 7-9 árum eftir að það er losað í sjóinn frá endurvinnslustöðinni Sellafield í Englandi. Að sögn Sigurðar Magnússonar hjá Geislavömum ríkisins er gert ráð fyrir að efnið fari að mælast í auknum mæli við íslandsstrendur í kring um aldamótin. Sigurður segir að með slíkum mælingum sé hægt að sannreyna reiknilíkön sem spá fyrir um dreifingu á geislavirkum efnum í hafinu sem hafi t.d. mikla þýðingu ef kjarnorkuslys verður og mikið af geislavirkum efnum fer í hafið. Ekki lengur hægt að geyma teknesíum-99 Eigendur endurvinnslustöðvar- innar í Sellafield, sem eru breska ríkið (50%) og aðrir hluthafar (50%), losuðu fram tO ársins 1980 teknesíum-99 og önnur efni í hafið. Það ár var farið að geyma úrgang- inn í þar til gerðum tönkum og var það gert fram til ársins 1994 þegar langur helmingunartími þess, eða 213.000 ár. Til viðmiðunar má benda á að heilmingunartími ann- ari-a geislavirkra efna sem berast frá Sellafield, svo sem efnisins cesí- um-137 er 30 ár. Morgunblaðið/RSJ 'v \ V'N ^ V 1 i ; 1 \ Svalbarði; | Geislavirkni frá Sellafield Ferðalag með 5000 ím ' hafstraumum um Norðurhöf ■CT " k jk '1 1 /I 1 x •• J \y/1 \ i Soc 1: 3000jW ■ f 3 |\ A 9 VI U 50 tu ,jÉ)ounreaý \ iÍC/* ‘Xtff%rSk V100 < eftirqsár y"'■%, < Sellafield 1000 1 y eftir 1 ár > O í ENDURVINNSLUSTÖÐINNI EARP eru ýmis geislavirk efni skilin frá geislavirkum úrgangi áður en hann er settur í geymslu, eða skolað á haf út. Ferlinu er stjórnað með tölvum og fer að mestu leyti fram í tönk- um neðanjarðar. nýjar endurvinnsluaðferðir voru teknar í notkun. Nýja endur- vinnslustöðin, sem kallast EARP (Enhanced Actinide Removal Plant), skilur ákveðin geislavirk frumeí'ni úr úrganginum og gerir kleift að endurnýta þau. Hins vegar hefur ekki enn fundist leið til að skOja teknesíum-99 frá úrgangin- um svo því er skolað út í haf. Teknesíum-99 hefur því frá árinu 1994 verið losað í miklum mæli út í sjó þar sem unnið er að því í Sellafi- eld að tæma geymslutankana. BNFL (British Nuclear Fuels), eigendur Sellafield, standa nú fyrir viðamiklum rannsóknum sem miða að því að ná teknesíum-99 úr geisla- virka úrganginum sem fellur til sjávar. „Teknesíum-99 er stærsta losunarvandamálið sem við stönd- um frammi fyrir núna,“ segir Stephen Sharpe yfirmaður í EARP-endurvinnslustöðinni. „Það er gífurlega dýrt að reisa nýja tanka til að geyma efnið. Þótt áhrif teknesíum-99 á umhverfið séu mjög lítilvæg þá er það af pólitískum ástæðum sem við verðum að grípa til aðgerða varðandi losun efnisins," segir Sharpe í samtali við Morgun- blaðið. Sharpe segir að BNFL hafi veitt 3 milljónum punda til rann- sókna á upptöku teknesíum-99 úr geislavirkum úrgangi, en það sam- svarar rúmlega 350 milljónum ís- lenskra króna. Sharpe segir að finnist aðferð til að endurnýta teknesíum-99 muni losun efnisins til sjávar minnka í u.þ.b. 5-10 terabecquerel á ári. Frá 1994 hafa verið losuð um 200 tera- becquerel af teknesíum-99 á ári í hafíð. Breska umhverfismálastofn- unin hefur nú sett Sellafield strang- ari takmörk um losun efnisins, og mælir með að árlegt magn verði lækkað niður í 90 terabecquerel, en eigendur Sellafield vilja losa 150 terabecquerel. Beðið er eftir að um- hverfisráðherra úrskurði í málinu. Ef ekki finnst lausn varðandi los- un teknesíum-99 á næstu árum, er samt sem áður ljóst að losun þess verði með öllu hætt í kringum árið 2020 þegar endurvinnslu þess elds- neytis sem losar teknesíum-99 verður hætt. jl ! 11 Ruslað til í garði nágrannanna Ian Parker hjá Umhverfismála- stofnun Bretlands, sem er m.a. um- sagnaraðili allra breytinga á losun frá Sellafield, segir að losunartak- mörk endurvinnslustöðva kjarn- orkuúrgangs séu endurskoðuð á u.þ.b. fjögurra ára fresti. Hann seg- ir að þrýstingur nágrannalanda hafi áhrif á það magn geislavirkra úrgangsefna sem losað er frá Bret- landi þótt heimamenn séu ekki skuldbundnir óskum hinna þjóð- anna. Hann segir andstöðu nor- rænu þjóðanna þó skiljanlega. „Losun geislavirks úrgangs frá Bretlandi og tengslum þess við ná- -4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.