Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ (ö) Dounreay (@) sæa' f ' ( 4 G]asgow ÍRLAND Sellafield KJARNORKUIBNABUR í BRETLANBI ÁHRIF Á NORÐURLÖ Kjamorku- kafbáturá hafsbotni ISLAND Færeyjar eftir 4 ár Teknesíum-9 líklega hra< talið hefur Endurvinnslustööin Sellafield í Englandi 50-fald- aöi áriö 1994 þaö magn sem hún losar af geisla- virka efninu teknesíum-99. Tveimur árum síöar mældist magn efnisins í sjó vió Noreg fimmfalt á við áriö áöur, sem sýnir aö það berst meó haf- straumum eins og gert haföi verið ráö fyrir. Ragna Sara Jónsdóttir fræddist um nýjustu mæl- ingar á efninu viö Noreg og líklegar takmarkanir sem settar veröa í Bretlandi á losun þess. VÍÐA á Norðurlöndum standa yflr mælingar á geislavirka efninu teknesí- um-99 sem berst með haf- straumum frá kjarnorkuendur- vinnslustöðinni í Sellafield í Bret- landi. Mælingar á efninu hefjast hérlendis á næsta ári, en reiknað er með að geislavirkar teknesíumagn- ir berist að Islandsströndum með hafstraumum í kringum aldamótin. Fimmfoldun varð á magni teknesíum-99 á einu ári í Óslófírði. Árið 1996 mældist geislunin 36 beequerel á hvem m3 sjávar í Ósló- flrði og ári síðar var hún komin í 170 becquerel/m3. Að sögn Anne Liv Rudfjord, sér- fræðings hjá Norsku geislavörnun- um, mældist efnið í fyrsta sinn í sjónum við Tromsö sl. sumar, sem sýnir að það berst með hafstraumn- um þangað eins og gert hafði verið ráð fyrir. Mælingin gefur þó ekki áreiðanlegar niðurstöður um aukn- ingu efnisins og segir Rudfjord að hægt verði að segja meira til um dreifingu þess og hegðun á næstu mánuðum þegar fleiri mælingar hafa verið gerðar. Að sögn Ru- dfjord er víst að efnið kemur frá Sellafíeld-verksmiðjunni í norðan- verðu Englandi, en losun verk- smiðjunnar á efninu var 50-fólduð árið 1994 þegar nýjar endurvinnslu- aðferðir voru teknar í notkun. Rudfjord segir niðurstöður mæl- inganna benda til þess að það taki efnið skemmri tíma að berast til Noregs en áætlað hafði verið. Reiknað hafði verið með að það tæki efnið 3-4 ár að berast til sjávar í Óslóflrði, en efnið mældist í miklu magni tveimur árum eftir að losun þess var aukin í Sellafield. Geislaálag ennþá langt undir hættumörkum Þrátt fyrir að magn efnisins hafí margfaldast á nokkrum árum í sjónum við Noreg er geislaálag af völdum þess enn langt undir hættu- mörkum. í alþjóðlegum viðskiptum er miðað við að magn geislavirkra efna í matvælum sé minna en 1.000 becquerel á kíló. Hugsanleg hættu- mörk vegna geislavirkra efna í mat- vælum eru hins vegar mun hærri og gætu legið á milli 10.000 og 100.000 becquerel á kíló, eftir því hvaða efni á í hlut. Efnasamsetning teknesíum-99 gerir það að verkum að það er ekki hættulegt mannin- um, þar sem það safnast í litlum mæli fyrir í líkamsvefjum hans. Efnið safnast hins vegar upp í skel- físki og krabbadýrum og ástæða þess að menn hafa nokkrar áhyggj- ur af auknu magni þess í sjónum er Geislavarnir ríkisins hér á landi hafa fengið aukið framlag fyrir árið 1999 til að standa undir kostnaði við mælingar á teknesíum-99, en þá hefjast mælingar á efninu. Gert er ráð fyrir að efnið berist með haf- straumum hingað til lands 7-9 árum eftir að það er losað í sjóinn frá endurvinnslustöðinni Sellafield í Englandi. Að sögn Sigurðar Magnússonar hjá Geislavömum ríkisins er gert ráð fyrir að efnið fari að mælast í auknum mæli við íslandsstrendur í kring um aldamótin. Sigurður segir að með slíkum mælingum sé hægt að sannreyna reiknilíkön sem spá fyrir um dreifingu á geislavirkum efnum í hafinu sem hafi t.d. mikla þýðingu ef kjarnorkuslys verður og mikið af geislavirkum efnum fer í hafið. Ekki lengur hægt að geyma teknesíum-99 Eigendur endurvinnslustöðvar- innar í Sellafield, sem eru breska ríkið (50%) og aðrir hluthafar (50%), losuðu fram tO ársins 1980 teknesíum-99 og önnur efni í hafið. Það ár var farið að geyma úrgang- inn í þar til gerðum tönkum og var það gert fram til ársins 1994 þegar langur helmingunartími þess, eða 213.000 ár. Til viðmiðunar má benda á að heilmingunartími ann- ari-a geislavirkra efna sem berast frá Sellafield, svo sem efnisins cesí- um-137 er 30 ár. Morgunblaðið/RSJ 'v \ V'N ^ V 1 i ; 1 \ Svalbarði; | Geislavirkni frá Sellafield Ferðalag með 5000 ím ' hafstraumum um Norðurhöf ■CT " k jk '1 1 /I 1 x •• J \y/1 \ i Soc 1: 3000jW ■ f 3 |\ A 9 VI U 50 tu ,jÉ)ounreaý \ iÍC/* ‘Xtff%rSk V100 < eftirqsár y"'■%, < Sellafield 1000 1 y eftir 1 ár > O í ENDURVINNSLUSTÖÐINNI EARP eru ýmis geislavirk efni skilin frá geislavirkum úrgangi áður en hann er settur í geymslu, eða skolað á haf út. Ferlinu er stjórnað með tölvum og fer að mestu leyti fram í tönk- um neðanjarðar. nýjar endurvinnsluaðferðir voru teknar í notkun. Nýja endur- vinnslustöðin, sem kallast EARP (Enhanced Actinide Removal Plant), skilur ákveðin geislavirk frumeí'ni úr úrganginum og gerir kleift að endurnýta þau. Hins vegar hefur ekki enn fundist leið til að skOja teknesíum-99 frá úrgangin- um svo því er skolað út í haf. Teknesíum-99 hefur því frá árinu 1994 verið losað í miklum mæli út í sjó þar sem unnið er að því í Sellafi- eld að tæma geymslutankana. BNFL (British Nuclear Fuels), eigendur Sellafield, standa nú fyrir viðamiklum rannsóknum sem miða að því að ná teknesíum-99 úr geisla- virka úrganginum sem fellur til sjávar. „Teknesíum-99 er stærsta losunarvandamálið sem við stönd- um frammi fyrir núna,“ segir Stephen Sharpe yfirmaður í EARP-endurvinnslustöðinni. „Það er gífurlega dýrt að reisa nýja tanka til að geyma efnið. Þótt áhrif teknesíum-99 á umhverfið séu mjög lítilvæg þá er það af pólitískum ástæðum sem við verðum að grípa til aðgerða varðandi losun efnisins," segir Sharpe í samtali við Morgun- blaðið. Sharpe segir að BNFL hafi veitt 3 milljónum punda til rann- sókna á upptöku teknesíum-99 úr geislavirkum úrgangi, en það sam- svarar rúmlega 350 milljónum ís- lenskra króna. Sharpe segir að finnist aðferð til að endurnýta teknesíum-99 muni losun efnisins til sjávar minnka í u.þ.b. 5-10 terabecquerel á ári. Frá 1994 hafa verið losuð um 200 tera- becquerel af teknesíum-99 á ári í hafíð. Breska umhverfismálastofn- unin hefur nú sett Sellafield strang- ari takmörk um losun efnisins, og mælir með að árlegt magn verði lækkað niður í 90 terabecquerel, en eigendur Sellafield vilja losa 150 terabecquerel. Beðið er eftir að um- hverfisráðherra úrskurði í málinu. Ef ekki finnst lausn varðandi los- un teknesíum-99 á næstu árum, er samt sem áður ljóst að losun þess verði með öllu hætt í kringum árið 2020 þegar endurvinnslu þess elds- neytis sem losar teknesíum-99 verður hætt. jl ! 11 Ruslað til í garði nágrannanna Ian Parker hjá Umhverfismála- stofnun Bretlands, sem er m.a. um- sagnaraðili allra breytinga á losun frá Sellafield, segir að losunartak- mörk endurvinnslustöðva kjarn- orkuúrgangs séu endurskoðuð á u.þ.b. fjögurra ára fresti. Hann seg- ir að þrýstingur nágrannalanda hafi áhrif á það magn geislavirkra úrgangsefna sem losað er frá Bret- landi þótt heimamenn séu ekki skuldbundnir óskum hinna þjóð- anna. Hann segir andstöðu nor- rænu þjóðanna þó skiljanlega. „Losun geislavirks úrgangs frá Bretlandi og tengslum þess við ná- -4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.