Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ stóriðjuframkvæmdir. „Mikil um- ræða hefur verið um uppbyggingu , stóriðju á Reyðarfirði. Ef af því verður ásamt tilheyrandi virkjunum í' ‘ þurfum við ekki að hafa áhyggjur af |p- framtíðinni. Ef ekki þá þurfum við að einbeita okkur að minni verkefn- um sem alltaf eru til ef maður er nógu vakandi fyrir þeim,“ segir hann. Theodór segir að framþróun í málmiðnaði sé mjög háð ákvörðun- um um virkjanir og stóriðnað. „Ef ekki verður framhald á framkvæmd- .rjSi um fer málmiðnaðurinn inn í nýtt hnignunartímabil, ekki aðeins fyrir- tæki hér fyrir austan heldur málmiðnaðurinn um allt land. Pað hefur sýnt sig að stóriðjan er mikil vítamínsprauta fyi-ir málmiðnaðinn, ekki síst þær smiðjur sem næst eru byggingarstað. Við sáum það gerast við uppbygginguna í Hvalfirði.“ Haniy er eindreginn vii-kjunar- sinni. „I mínum huga snýst málið um framtíð byggðar á Austurlandi. Fólki fækkar stöðugt vegna fækk- unar og einhæfni starfa við útgerð 11 og fiskvinnslu. Þessi þróun heldur áfram ef ekki kemur eitthvað nýtt til. Eins og er sér maður ekkert annað en stóriðju sem gæti skapað þau störf sem til þarf, bæði við fyrir- tækið sjálft og þjónustu við það og starfsfólkið.“ Þegar umræðunni er beint að umhverfisspjöllum íyrir- hugaðra virkjana segir Theodór að ekki verði bæði haldið og sleppt, það er að segja ekki sé hægt að eiga bæði umrædd landsvæði ósnortin og - fá nauðsynleg störf til að viðhali byggðinni. „Ferðaþjónustan er bara vertíð og stendur ekki undir fjölgun íbúa. Hins vegar eru ýmis tækifæri í þeirri framþróun sem er í aukinni úrvinnslu sjávarafurða, bæði á sjó og landi. En það er ekki nóg. Við sem búum hér í þessum litlu þorpum viljum hafa það eins gott og aðrir. Höfum það svo sem enn en eftir því Ij sem íbúunum fækkar verður erfið- Ijl ara að halda uppi þjónustustiginu. Ef við svo fáum ekki að spreyta okk- F* ur á nýjum viðfangsefnum þá horfu- . illa fyrir þessum landsfjórðungi," segir Theodór. Fjárhagsleg endurskipulagning Fyrirtæki sem vinnur mikið fyrir sveiflukenndar atvinnugreinar eins og sjávarútveginn og uppbyggingu virkjana og stóriðju hefur átt sín erfiðleikatímabil eins og nærri má geta. Theodór Blöndal segir að tímabilin hafi verið þrjú, það fyrsta í upphafí rekstrar, hið versta á síldar- leysisárunum og þriðja um 1990 við erfiðleika sjávarútvegsins. Upp úr 1990 var Vélsmiðjan Stál hf. orðin afar illa sett fjárhagslega eins og flest önnur málmiðnaðarfyrirtæki. Félagið var lokað fjölskyldufyrir- tæki í eigu fjölskyldna stofnend- anna. „Fyrir þremur árum hafði Slippstöðin hf. á Akureyri samband við okkur og spurðist fyrir um möguleika á að fjárfesta í fyrirtæk- inu og taka upp samvinnu. Við ákváðum að taka því, opna félagið fyrir nýjum hluthöfum og freista þess að tryggja þannig framtíðar- rekstur þess. Við vorum ekki verr settir en svo að við gátum það,“ seg- ir Theodór. Hlutafé eldri hluthafa var fært nið- ur og samþykkt að auka hlutafé með sölu nýrra hluta. Slippstöðin keypti jg| 15% eignarhlut. í kjölfarið var ráðist í gagngera fjárhagslega endurskipu- lagningu og við hana breyttu stærstu kröfuhafarnir hluta lána sinna í hlutafé og urðu við það stórir hlut> hafar. Nú á Reginn hf., eignarhalds- félag Landsbankans, 33% hlutafjár og Byggðastofnun 15%. Síðar keypti Fálkinn hf. í Reykjavík um 15% hlutafjár. Eldri hluthafamir, um 10 talsins, eiga nú mikinn minnihluta hlutafjár. „Þessi breyting hefur gefið fyrir- M tækinu nýtt líf. Vélsmiðjan Stál er ** aftur orðin nokkuð öruggur vinnu- staðiu- og við erum bjartsýn um framtíðina," segir framkvæmda- stjórinn. Þrjátíu menn vinna hjá íyr- irtækinu og ársveltan er um 200 milljónir kr. Félagið skilaði hagnaði á síðasta ári en Theodór telur að reksturinn verði í járnum á þessu. Hann segir að til umræðu hafi kom- |g ið að fara með fyrirtækið á almem - [ an hlutafjármarkað en engar ákvarðanir verið teknar. í því sam- ™ bandi segir hann að félagið sé í gríð- VÍTAMÍNSPRAUTA msBPnammíF Á SUNNUDEGI ► Theodór Blöndal er fæddur á Seyðisfirði 22. nóvember 1946. Hann útskrifaðist sem tæknifræðingur frá Tækniskólanum í Þrándheimi í Noregi árið 1969 og hefur síðan starfað lijá Vélsmiðjunni Stáli hf., fyrst sem tæknifræðingur og síðan sem framkvæmdastjóri frá árinu 1985. Eiginkona Theodórs er Björg Sigurðardóttir Blöndal frá Eskifirði, verslunarstjóri í Stálbúðinni. Þau eiga þrjú börn. eflir Helga Bjarnason ÉLSMIÐJAN Stál hf. á Seyðisfirði hefur sérhæft sig í þjónustu við fiski- mjölsverksmiðjur og smíði lokubúnaðar íyrir virkjanir, auk almennra skipaviðgerða og þjónustu við einstaklinga og fyrir- tæki. Theodór Blöndal fram- kvæmdastjóri bindur mikla vonir við uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Austfjörðum og segir það lífs- spursmál fyrir byggðina. I fimmtíu ára sögu fyrirtækisins hafa skipst á skin og skúrir. Staðan er góð um þessar mundir, meðal annars vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækisins í kjölfar kaupa Slipp- stöðvarinnar hf. á 15% hlutafjár og náinnar samvinnu fyrirtækjanna. Smíðuðu verkfæri Saga fyrirtækisins er rakin aftur til ársins 1947. Þá um vorið lauk Pétur Blöndal námi í rennismíði í Reykjavík, fór heim til Seyðisfjarðar og stofnaði Vélaverkstæði P. Blöndals sf. Sú starfsemi stóð stutt því verkstæðishúsið brann til kaldra kola í byrjun desember það sama ár ásamt flestum áhöldum og tækjum. Pétur lagði þó ekki árar í bát. Fékk til liðs við sig bróður sinn, Ástvald Kristófersson, og saman byggðu þeir nýtt verkstæðishús og endur- reistu reksturinn. Sú hefð hefur myndast að miða afmæli fyrirtækis- ins við þann dag sem byrjað var að grafa fyrir sökkli nýja hússins, 26. febrúar 1948. Á fyrstu árum fyrirtækisins voru fáir menn við ýmis störf hjá véla- verkstæðinu, meðal annars við við- gerðir á breskum togurum, smíði og uppsetningu olíukynditækja og olíutanka fyrir olíufélögin, pípulagn- ingavinnu, bflaviðgerðir og fleira. Á árinu 1952 var ákveðið að hefja stál- herslu og framleiðslu áhalda úr stáli. Ástvaldur fór til Hollands til að kynna sér þá starfsemi og keyptir voru stálherslupottar. Af þessu til- efni var stofnað hlutafélag um rekst- urinn og nafni hans breytt í Vélsmiðjuna Stál hf. Framleidd voru verkfæri af ýmsu tagi, svo sem meit- lar, kúbein, rifjárn, felgujárn og fleira. Theodór Blöndal, sonur Pét- urs, segir að verkfærin hafi verið hin ágætustu áhöld en markaðurinn hafi ekki tekið við nema takmörkuðu magni og svo hafi innflutningur haf- ist og grundvöllur framleiðslunnar brostið. Á sjötta áratugnum tók fyrirtækið þátt í síldarævintýrinu og frá þeim tíma hefur þjónusta við fiskimjöls- verksmiðjur verið snar þáttur í starfsemi Stáls. Upp úr 1970 tók Stál að sér að smíða lokubúnað og ristar fyrir Laxárvirkjun og hóf smíði stálbáta. Þessir tveir þættir hafa síðan verið mikilvægir í starf- seminni, það er að segja vinna við virkjanir og síðar einnig stóriðjuver svo og smíði og þó einkum viðhald og endurbætur fiskibáta. Tekið þátt í endurnýjun loðnuverksmiðjanna Þegar farið er yfir helstu þætti rekstrarins í dag nefnir Theodór fyrst þjónustu við fiskimjölsverk- smiðjur. Félagið hefur tekið þátt í enduruppbyggingu loðnuiðnaðarins á undanfornum árum. Unnið hefur verið að smíði og viðhaldi véla og tækja í flestar mjölverksmiðjur landsins og einnig aðeins fyrir er- lendar verksmiðjm-. Félagið nýtur þess að hafa öflugar verksmiðjur á heimamarkaði og hefur unnið mikið fyrir þær, ekki síst SR-mjöl á Seyðisfirði, ■ Hi'aðfrystihús Eski- fjarðar og Sfldaivinnsluna í Nes- kaupstað. Næst nefnir Theodór vinnu við virkjanir og stóriðjufyrirtæki. Sein- ustu verkefnin á þessu sviði eru smíði lokubúnaðar og uppsetning í Hágöngur og endurnýjun búnaðar Sogsvirkjana og Búrfells. Hafa um 80% þeirra lokumannvirkja sem smíðuð hafa verið innanlands komið í hlut Stáls hf. Félagið komst inn á stóriðjumarkaðinn 1985 með því að taka að sér smíði bræðslukera fyrir álverið í Straumsvík. Var þetta stórt verk og fyrsta verkefnið í málmiðnaði sem austfirskt fyrii-tæki fær í alþjóðlegu útboði. Á athafnasvæði Vélsmiðjunnar Stáls hf. er dráttarbí-aut sem hafnar- sjóður Seyðisfjarðar lét útbúa fyrir sex árum. Þar er unnt að taka upp allt að 40 metra löng skip. Hefur fyr- irtækið fengið töluvert af verkefnum við viðhald og endurbætur fiskiskipa en þeim hefur fækkað, meðal annars vegna þess hvað skipum af þessari stærð hefur fækkað mikið á seinni ár- um. Rætt hefur verið um stækkun slippsins en engar ákvarðarnir um það teknar. Vélsmiðjan Stál sinnir auk þess almennri þjónustu, ekki síst fyrir austfirsk fyrirtæki. Þá má ekki gleyma rekstri Stálbúðarinnar, byggingarvöruverslunar sem Stál rekur í húsakynnum sinum. Þar er lögð áhersla á vörur sem fyrirtækið þarf vegna reksturs smiðjunnar og þjónustu við iðnaðinn á Seyðisfirði. Stóriðja mikilvæg fyrir framtíðina „Við teljum að uppbyggingu loðnuiðnaðarins sé að mestu lokið í bili,“ segh- Theodór þegar hann er spurður um verkefnin framundan. „Veiði hefur gengið vel í langan tíma og afurðaverð verið hagstætt. Reynslan hefur kennt manni að bú- ast megi við einhverjum afturkippi." Telur hann að enduruppbyggingu loðnuiðnaðarins sé að ljúka en áfram verði þó einhver verkefni á því sviði. En hvað tekur þá við? Theodór bindur vonir við virkjanir og Morgunblaðið/Helgi Bjarnason THEODÓR Blöndal, framkvæmdastjói’i Vélsmiðjunnar Stáls hf. á Seyðisfirði, við listaverk sem starfsmenn fyrirtækisins eru að gera úr stálbitum úr verksmiðju Hafsfldar sem eyðilagðist í snjóflóði fyrir nokkrum árum. Náttúruöflin liafa mótað bitana á þann hátt sem ekki er í mannlegu valdi. Verkið hefur verið gefið Seyðisfjarðarbæ og verður sett upp í bænum. í baksýn sést Skinney í dráttarbrautinni. STÓRIÐJA YRÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.