Morgunblaðið - 29.11.1998, Page 50
50 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Tannverndarráð
ráðleggur foreldrum
að gefa börnum sínum
jóladagatöl
án sælgætis
Sauma gardínur
- blindfoldun
Lengjan á 1.000 kr.
Bíðið ekki eftir jólaösinni.
Sími 587 4517.
SERTILBOÐ
Opið sunnudag kl. 13-17
kr. 3.500
Sendum í
póstkröfu
samdægurs
SKÓUERSLUN
KÓPAUOGS
HAMRABORG 3 • SÍMl 55A 1754
í DAG
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Bótaþegar og
jólin
MÉR var tjáð það að ör-
yrkjar og fleiri bótaþegar
fengju jólauppbót sem
næmi heilum Í4.524 krón-
um. Skatturinn af þessum
jólaglaðningi er 8.279
krónur. Pað er illa farið
með þetta fólk, það ætti
að fá jólaglaðninginn
skattfrjálsan svo það geti
haldið jól eins og aðrir.
En áfram skal reyna að
fmna ný göt á sultarólina
og það í öllu góðærinu.
Oryrki.
Bjartsýnisverðlaun
Framsóknarflokksins
ÉG VAR að horfa á mynd
í Morgunblaðinu þar sem
sem heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra Framsókn-
arflokksins er að afhenda
Benedikt Davíðssyni
„Bjartsýnisverðlaun“
Framsóknarflokksins til
handa Landssambandi fé-
laga eldri borgara. Skötu-
hjúin eru ósköp ánægð á
svipinn en það er tvennt
sem mér finnst vanta á
þessa frétt. í fyrsta lagi
ályktun flokksins um mál-
efni aldraðra. Eitthvað
hlýtur flokkurinn sem í
seinustu kosningum hafði
„fólk í fyrirrúmi“ að hafa
um þá að segja. Við erum
fólk, ekki síður en aðrir. I
öðru lagi rökstuðninginn
fyrir veitingu Bjartsýnis-
verðlaunanna. Er það
kannski ástæða til bjart-
sýni að fjöldi aldraðra
þurfi að lifa við fátæktar-
mörk vegna jaðarskatta,
svívirðilegra skerðinga á
tekjutryggingu og
greiðslu skatta af tekjum
sem jaðra við fátæktar-
mörk? Kannski er það
fyrir að halda í þá von að
þeim takist að fá veruleg-
ar úrbætur hjá ríkis-
stjórninni. Það væri engin
smá bjartsýni.
Þórir Guðmundsson,
eldri borgari.
Tapað/fundið
Fullorðinsúlpu
saknað
SONUR minn, Dabbi V.,
gleymdi úlpu fyrir u.þ.b.
6-8 mánuðum heima hjá
vini eða vinkonu. Ulpan er
ný, mjög vönduð, blágrá
að lit með áfastri hettu
með smá deri framaná.
Hún er ómerkt. Ulpunnar
er saknað. Ef hún liggur í
óskilum heima hjá ein-
hverjum þá vinsamlega
látið vita í síma 561 1333,
Laufey.
Dýrahald
Köttur fæst
gefins
GUSTUR, svartur og
hvítur, sex mánaða
fressköttur fæst gefins á
gott heimili, vegna of-
næmis á núverandi heim-
ili. Upplýsingai' í síma
557 2064.'
Lísa er
týnd
LISA í Undralandi týnd-
ist sl. sunnudag, 22. nóv-
ember. Lísa er svört á lit
með hvítar loppur og
trýni, en ómerkt. Síðast
sást til hennar fyrir utan
kafflhúsið Ara í Ögri á
horni Laugavegs og Ing-
ólfsstrætis. Þeir sem hafa
orðið hennar varir láti vita
á Óðinsgötu 21b eða í
síma 552 3214.
Með morgunkaffinu
ÞÚ RÆÐUR hvort þú trúir
því, en þær björguðu mér
úr ræsinu.
ÉG VEÐJA 1000 kalli að
minn öskrar hærra en þinn.
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar...
EIRÍKUR Stefánsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Fáskrúðsfjarðar, sagði í viðtali við
Morgunblaðið um síðustu helgi að
330 manns hefðu flutzt frá Aust-
fjörðum á fyrstu níu mánuðum líð-
andi árs. Hann segir það samsvara
20 þúsund manna flótta frá höfuð-
borginni.
Orðrétt sagði hann:
„Það eru allir á aldrinum frá 16 til
30 ára fluttir úr bæjunum; þetta
fólk er ekki hér lengur, það er bara
farið“!
Strjálbýlið hefur verið að „tapa“
tugum þúsunda fólks til suðvestur-
homsins á seinni helmingi aldarinn-
ar. Það eru ekki bara Hornstrandir
sem sitja eftir eyðisveitir. Lunginn
úr strjálbýlisbyggðum hefur horft á
eftir fólksflaumi langtímum saman.
í þessu ljósi þarf engan að undra
þótt Austfírðingar sitji ekki þegj-
andi undir því að orka fallvatna,
sem breyta má í störf, verðmæti,
lífskjör, þ.e. í betri búsetuskilyrði,
fljóti óbeizluð til sjávar.
Landið er svo sannarlega „fagurt
og frítt og fannhvítir fjallanna tind-
ar“. En það þarf að nýta auðlindir
þess ef tryggja á búsetuna.
xxx
MARGUR höfuðborgarbúinn
horfír sljóum augum á lands-
byggðina, sem svo er kölluð, fjara
út. Standist þessar byggðir ekki
samkeppnina um búsetu fólks, segir
margur „spekingurinn", sem situr
yfír krús á miðbæjarkrá, þá þær um
það. Svo einfalt er málið, séð um
glasbotninn.
Stöldrum nú eilítið við. Sam-
keppnin um búsetu fólks er nefni-
lega farin að bitna á henni Reykja-
vík. Þar fór í verra. Hún hefur verið
að missa bæði fólk og fyrirtæki til
Kópavogs síðustu árin - og það í all-
nokkrum mæli - ef Víkverji hefur
tekið rétt eftir. Ef ekki hefði komið
til nokkurt fólksstreymi að austan,
norðan og vestan sæist slagsíða á
höfuðborgarskútunni. Það er farið
að syrta í R-listaölið.
xxx
EKKI er öll sagan sögð. Sam-
keppnin um búsetu fólks, sú
sem höfuðmáli skiptir, stendur
nefnilega ekki á milli Kópavogs og
Reykjavíkur, jafnvel ekki milli höf-
uðþorgar og landsbyggðar, heldur á
milli Islands og umheimsins!
Nútíma fjölmiðlun sýnir okkur
dag hvurn búsetuskilyrði í umheim-
inum. Nútíma samgöngur gera
okkur kleift að flytja landa og
heimsálfa á milli með jafnauðveld-
um hætti og á milli landshorna. Vei
menntað og starfshæft fólk getur
haslað sér völl nánast hvar sem er í
veröidinni - og gerir það ef hugur
stendur til. Segull góðra búsetu-
skilyrða dregur.
ísland gæti orðið að Hornströnd-
um hins byggilega heims, ef þjóðin
gleymir þeim veruleika, eða sinnir
honum ekki, „að þetta land á ærinn
auð, ef menn kunna að not’ann“!
x x x
*
YLIR, annar mánuður vetrar að
fornu tímatali, hófst næstliðinn
mánudag, 23. nóvember. í dag,
sunnudag 29. nóvember, hefst að-
venta eða jólafasta. Þá er tímabært
að hefja undirbúning jóla, einnar af
þremur meginhátíðum kristinna
manna. Hinar eru páskar og hvíta-
sunna.
Ekki á morgun heldur hinn heils-
ar fullveldisdagurinn, 1. desember,
en þann dag árið 1918 varð ísland
viðurkennt frjálst og fullvalda ríki.
Við deildum þó konungi með Dön-
um fram að lýðveldisstofnun árið
1944. Núverandi drottning Dana
ber og íslenzkt nafn: Margi-ét Þór-
hildur.
Þegar aðventa er hafín líður hratt
á skammdegið. Þá eru eru aðeins
rúmar þrjár vikur til vetrarsól-
hvarfa (22. desember), þegar sólar-
gangur er stytztur. Frá þeim tíma
og helgum jólum liggja allar leiðir
til vors og gróanda, hvernig sem á
mál er litið. Með það í huga er létt
að þreyja þon-ann og góuna.