Morgunblaðið - 29.11.1998, Page 58

Morgunblaðið - 29.11.1998, Page 58
58 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ l Indversk matreiðsla fráJíi rrialaj a- veiti rigas taðnum Námskeið mánudaginn 7. desemberfrá ki. 18.30-21.30. Skráning hjá Shabönu í símum 8993045, 5541609 og 581 1465. W! *.tAN skeio mrtBIHUH 5-1fr flRft Fyrir 12-16 ára eru fleiri lög í boði. Námskelðið er í 1 klukkustund, einu sinni í viku í 7 vikur og fer fram í Félagsmiðstöðinni Tónabæ, í síðasta tímanum verður upptaka í fullkomnu hljóðverl og fær hvert bam snældu með sínum söng. u Námskeiðið hefst síðast í nóvember. Innritun í símum 565 4464 og 897 7922. FÓLK í FRÉTTUM Skálað í kampavíni og kavíar á Rex Spændum í okkur kavíar Við suðurenda Kaspíahafs vinna Iranir nokkrir kavíar. Hann rataði alla leiðina inn á veitingastaðinn Rex í Reykjavík. Þar sá Hildur Loftsdóttir hann hverfa ofan í listafólkið góða. HRAFN og Austurstrætis- kavíarinn. STYRJAN er hálflaga og klædd stórum beinplötum í fimm röðum. Hausinn er brynvarinn, uggarnir stífir og sporðurinn skakkur. Fremstu geislar eyrugganna mynda öflugan gadd. Munnurinn er h'till, tannlaus og neðan á höfð- inu, alllangt fyrir aftan trjónuna. Fyrir framan munninn eru fjórir þreifiangar. Já, flestir ættu að vera fegnir að þessi skemmtilega lýsing á ekki við þá. En þeir, sem tækist að hrygna sams konar eggjum og styijan, þyrftu hins vegar ekki að hafa áhyggjur af fjármálum framan. Styrjugreyið sem þykir ekkert lostæti sjálf er mjög verðmætur fiskur vegna þessara svörtu hrogna sem er einhver dýrasti veislumatur úr fiskaríkinu. Shakespeare segir styrjuhrognin Morgunblaðið/Halldór LEIKSTJÓRARNIR fengu afbragðs þjónustu. GUÐNÝ og Friðrik Þór njóta veiganna. AÐ hætti Rex. ljúfmeti í Hamlet. Magnúsi Erni Guðmarssyni, yfirkokki á veitinga- staðnum Rex, fannst því upplagt að bjóða sögufólki nútímans á Islandi að smakka þetta dýra ljúfmeti sem hann hefur í boði, innan fjölda gómsætra rétta á meðalverði. Ails konar fólk úr öllum áttum var kom- ið og hafði myndað skemmtilega afslappaða stemmningu, þegar sögumennirnir Hrafn Gunnlaugs- son, Guðný Halldórsdóttir og Frið- rik Þór Friðriksson mættu á Rex. Konur, hlýja og 70 milljónir Friðrik Þór telur að góðir tímar séu framundan í kvikmyndagerð á íslandi. Það lá því beint við að nýta hið virta, milliþurra, fallega ljós- gula Pommery-kampavín til að skála og fagna nýkláruðum áföng- um í greininni. Hrafn: Eg er að fagna Konum í mannraunum. Það er handrit sem ég hef verið með í maganum árum saman. Eg var að ljúka við að skrifa það og finnst það mitt frum- legasta handrit fram til þessa. Þetta er feminísk gamanmynd í fullri lengd með alvarlegum undir- tón um lífsháskann, ást og konur. - Veistu þá mjög mikið um kon- ur? Hrafn: Ja, sko, ég hafði í huga átta aðalleikonur úr mínum fyrri myndum við skrifin. Þannig tókst mér að skapa þær útfrá lifandi per- sónum og hafa þær mjög ólíkar. Þegar mann rekur í vörðumar með karakter þá er ágætt að fara beint út í lífið og ímynda sér hvemig ákveðin leikkona hefði bmgðist við í lífinu. Guðný: Ég er ekki að fagna neinu sérstöku. Ég er bara voða glöð og þakklát að vera boðin á svona fínan veitingastað að borða góðan mat. Hrafn: En varstu ekki að ljúka tökum á Ungfrúnni góðu? Guðný: Nei. Friðrik Þór: Jú, útitökunum, er það ekki? Guðný: Jú, reyndar. Hrafn: Já, það era erfiðustu tök- urnar. Guðný: Já, ætli það ekki. Hrafn: Þú ert kannski að fagna því að vera komin inn í hlýjuna? Guðný: Nei, ég er reyndar búin að fagna því með samstarfsfólki mínu. Annars er ég bara að fagna því að vera hér. - Með mestu gæjunum í bæn- um? Guðný: Ég læt það nú vera. - En þú Friðrik Pór? Friðrik Þór: Ég er að fagna því að það hillir undir fyrsta klipp hjá Krumma á myndinni hans Myrkra- höfðingjanum sem Islenska kvik- myndasamsteypan er framleiðand- inn að. Þá getum við farið að selja sýningarréttinn á henni og ég fæ til baka mínar 70 milljónir sem ég er búinn að leggja í myndina. - En hvað um að þú varst nýlcga kallaður „The hottest director in Europe“ framan á Screen kvik- myndatímaritinu, og að þú munir leikstýra kvikmynd um fransk- pólska nafna þinn Chopin? Ertu ekki að fagna því? Friðrik Þór: Nei, ég er bara að undirbúa Engla alheimsins sem verður mín næsta mynd. Og eins og Magnús Örn grunaði var stutt í sögumanninn í listafólk- inu góða, og kavíarinn varð ofan á kvikmyndunum í samræðunum eft- ir að írönsku styrjuhrognin höfðu fengið að sanna sig. Þau voru borin fram í krukkunni á ísklökum með sýrðum rjóma, sítrónu og ristuðu brauði. Iranir að koma til Guðný: Mér finnst þetta mjög flottur matur, ægilega léttur og góður. Vanalega nýtir fólk sér tækifærið í Austur-Évrópu og fær sér kavíar, og því er mjög gaman að geta verið hérna niðri í Austur- stræti og geta notið þess að borða þennan góða mat. Hrafn: Þetta er ógeðslega gott. Friðrik Þór: Mér finnst þetta mjög gott. Ég segi það sama og Duna, að ég fæ mér kavíar aðal- lega þegar ég er í Rússlandi. Ég fer þangað öðru hvoru og þekki góðan kavíar orðið mjög vel og get sagt að þessi íranski er mjög ljúf- fengur. Það sama má segja um íranska kvikmyndagerð, og það þarf endilega að efla viðskiptin við þessi lönd því þau eru alveg að koma til. Guðný: Þegar ég var lítil fengu mamma og pabbi nokkrar kavíar- dollur að gjöf frá Rússneska sendi- ráðinu. Hann var geymdur inni í ísskáp þar til hann yrði borðaður við gott tækifæri. En hann gleymdist þar oft í miðskúffunni, og við systurnar stálumst í kavíar- inn og hámuðum hann í okkur með skeið. Friðrik Þór: Ég var ekki alinn upp á rússagulli eins og Guðný. Hjá mér var bara hrogn og lifur í annað hvert mál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.