Morgunblaðið - 02.02.1999, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Þjóðhagsstofnun kannar tekjur og eignir landsmanna samkvæmt skattframtölum 1996 og 1997
Atvinnutekjur hæstar
í Reykjaneskjördæmi
Meðalatvinnutekjur landsmanna á árínu
1997 voru 1.486 þúsund kr. sem svarar til
124 þúsund kr. að jafnaði á mánuði sam-
kvæmt athugun Þj óðhagsstofnunar á skatt-
framtölum. Stofnunin bendir á að þegar lit-
ið sé yfír nokkurt árabil hafí dreifing at-
vinnutekna hneigst í átt til meiri tekjumun-
ar en á undanförnum tveimur árum hefur
þessi þróun stöðvast og dreiiing atvinnu-
tekna haldist lítt breytt eða jafnvel orðið
jafnari, einkum vegna minna atvinnuleysis.
MEÐALATVTNNUTEKJUR lands-
manna á árinu 1997 voru 1.486 þús-
und kr. sem svarar til 124 þúsund kr.
að jafnaði á mánuði, samkvæmt frétt
frá Þjóðhagsstofnun þar sem gerð er
grein fyrir samanburði á tekjum og
eignum landsmanna á árunum 1996
og 1997 samkvæmt skattframtölum.
Kaupmáttur atvinnutekna lands-
manna batnaði um 5,5% milli áranna
1996 og 1997 en á árunum 1993-1997
jókst kaupmáttur atvinnutekna á
mann um 4% til jafnaðar á ári.
Á árinu 1997 voru meðalráðstöfun-
artekjur hjóna 2.730 þús. króna, eða
227,5 þús. kr. á mánuði að jafnaði.
Hækkuðu meðalráðstöfunartekjur
hjóna frá fyrra ári um 7,6%. Skatt-
byrði hjóna hækkaði um 1 prósentu-
stig og fór í 20,3% af heildartekjum,
skv. athugun stofnunarinnar.
„Athugun á dreifingu ráðstöfun-
artekna hjóna sýnir að hún var
ójafnari 1997 en 1996. Þá þróun má
annars vegar rekja til hækkunar
fjármagnstekna og hins vegar til
breytinga á sköttum og bótum. Að
hluta stafa auknar tekjur af fjár-
magni af breytingum á skattalegri
meðferð þeirra. Sennilega er að
hluta um að ræða uppsöfnuð áhrif,
einkum vegna söluhagnaðar, sem
líklega eru skammvinn," segir í yfir-
liti Þjóðhagsstofnunar.
Fram kemur í samanburði Þjóð-
hagsstofnunar að hlutfall atvinnu-
tekna kvenna af tekjum karla hafi
hækkað nokkuð frá 1980 eða úr
46,6% í 52,2% árið 1997. Litlar
breytingar hafi hins vegar orðið á
þessum hlutföllum síðustu árin.
70,5% greiða tekjuskatt
og eða útsvar
Fram kemur í samanburði á
tekjuskattsstofni framteljenda að
28,4% eða um 58 þúsund manns
voru með tekjur undir 58.466 kr. á
mánuði, sem voru skattleysismörk í
staðgreiðslu á þeim tíma. Við álagn-
ingu 1996 voru 34% framteljenda
með tekjur undir skattleysismörk-
um. Hér þarf hins vegar að taka til-
lit til þess að vegna millifærslu per-
sónuafsláttar milli hjóna, greiðslu
sjómannaafsláttar o.fl. atriða eru
mun fleiri sem ekki greiða tekju-
skatta en þeir sem eru undir skatt-
leysismörkum. Einnig bendir Þjóð-
hagsstofnun á að taka
verði tillit til skatt-
tengdra bóta, þ.e. vaxta-
og bamabóta í þessu
samhengi. Fram kemur á
yfirliti Þjóðhagsstofnun-
ar að 70,5% framteljenda
greiða tekjuskatta og eða
útsvar en þegar tekið
hefur verið tillit til skattabóta lækk-
ar hlutfallið í 65%.
„Sérstakur skattur á háar tekjur
var lagður á tekjur ársins 1997.
Skatturinn lagðist á tekjur ein-
hleypra yfir 233,8 þúsund krónur á
mánuði og samanlagðar tekjur
hjóna yfir 467,6 þúsund krónum.
Alls greiddu tæplega 9 þús. manns
hátekjuskatt, eða 3,5% framtelj-
enda. Meðaltekjuskattsstofn þeiiTa
var 4,7 milljónir kr.,“ segii' í frétt
Þjóðhagsstofnunar.
Meðalatvinnutekjur hærri
á höfuðborgarsvæðinu
Meðaltekjur á mann samkvæmt
Skuldir vegna í Fjöldi framt. með skuldir v. íbúða búðarkaupa 1997 Meðaltöl í þús. kr.
Tekju- skattsstofn Eignir Skuldir Skuldir v. ibúða Vaxta- gjöld
Einhleypir án barna 15.816 1.660 6.502 3.632 3.017 179
Einstæðir foreldrar 4.260 1.356 6.367 5.380 4.567 227
Hjón 37.081 3.487 5.597 4.124 274
Hjón með börn 23.398 3.573 6.379 4.769 310
Barnlaus hjón 13.683 3.341 4.260 3.020 214
Telguskattar og ské hlutfall framteljenda (%) ittgreiðendur við Ógiftir álagningu 1998 Hjón Allir framt.
Ógiftir alls Barnlausir Einstæðir foreldrar
Hjón alls Karlar Konur
Undir skattleysismörkum 15.816 1.660 1.660 6.502 3.632 3.017 179
Greiðendur tekjuskatts 4.260 1.356 1.356 6.367 5.380 4.567 227
Greiðendur tekjuskatts og/eða útsvars 37.081 3.487 3.487 5.597 4.124 274
Greiðendur hátekjuskatts 23.398 3.573 3.573 6.379 4.769 310
Greiðendur tekjuskatta eftir bætur 13.683 3.341 3.341 4.260 3.020 214
28,4% eða
um 58 þús.
manns með
tekjur undir
skattleysis-
mörkum
skattframtölum hafa oftast nær á
undanfömum áram verið hæstar á
Vestfjörðum en undanfarin tvö ár
hafa tekjur þar hækkað minna en í
öðrum kjördæmum. Á árinu 1997
era Vestfirðingar hins vegar komn-
ir í annað sætið en meðaltekjur
vora hæstar í Reykjaneskjördæmi
eða 1.897 þús. kr., sem er tæplega
5% yfir landsmeðaltali. Meðalat-
vinnutekjur á Vestfjörðum vora
1.835 þúsund kr. 1997 og næstir í
röðinni komu Austfirðingar en þar
vora meðalatvinnutekjur 1.828 þús.
kr. Atvinnutekjur á mann að meðal-
tali vora lægstar á Norðurlandi
vestra eða 1.698 þús. kr. Á árinu
1997 voru meðalatvinnutekjur á
höfuðborgarsvæðinu talsvert hærri
en á landsbyggðinni eða 1.834 þús.
kr. á móti 1.775 þús. kr. á mann og
hækkuðu um 7,6% á milli ára sam-
anborið við 6,6% aukningu á lands-
byggðinni.
Auknar eignir
Þjóðhagsstofhun vekur athygli á
að eignarskattsstofninn hækkaði
veralega á árinu 1997 eða um 2,67%
að raunvirði en frá 1990-1996 lækk-
aði eignarskattstofninn um 8,8%.
„Að baki þeirri þróun liggur að
skuldh' heimila hafa vaxið mun hrað-
ar en skattskyldar eignir.
Þessi þróun hefur leitt til
þess að framteljendum
með neikvæðan eignar-
skattstofn hefur fjölgað
mjög hratt eða rúmlega
tvöfaldast frá 1988.
Fjölgunin undanfarin ár
—— hefur verið 5-7%, en nú
fjölgar óveralega í þessum hópi,“
segir í frétt Þjóðhagsstofnunar.
Arður af hlutabréfum
jókst um 203%
Fram kemur í tölulegum saman-
Atvinnutelgur eftir kjördæmum 26-65 ára framteljendur « . . . .. . J Meðalvinnutekjur, þus. kr. Breirtjng 1996 1997 milliára Vísitala, landsmeðal- tal = 100
Reykjavík 1.671 1.797 7,5% 99,2
Reykjanes 1.760 1.897 7,8% 104,7
Þ.a. sveitarfélög á höfuðb. svæði 1.767 1.901 7,6% 104,9
Vesturland 1.672 1.790 7,0% 98,8
Vestfirðir 1.802 1.835 1,8% 101,3
Norðurland vestra 1.575 1.698 7,8% 93,7
Norðurland eystra 1.613 1.723 6,8% 95,1
Austurland 1.722 1.828 6,2% 100,9
Suðurland 1.612 1.720 6,7% 94,9
Höfuðborgarsvæðið 1.705 1.834 7,6% 101,3
Landsbyggðin 1.664 1.775 6,6% 98,0
Landið allt, vegið meðaltal 1.689 1.811 7,2% 100,0
burði stofnunarinnar að framtalinn
arður af hlutabréfum hefur marg-
faldast á árinu 1997 samanborið við
árin á undan. 1996 nam hann 1.389
millj. kr. en á árinu 1997 nam hann
4.208 millj. kr. skv. framtölum og
hafði aukist um 203%. Á sama tíma
fjölgaði þeim sem töldu fram arð af
hlutabréfum um 12,3%. Þá töldu
rúmlega 5.900 manns fram tekjur af
fasteignum, sem námu um 1,5 millj-
örðum kr. og var það 174,5% vöxtur
frá árinu á undan.
Hagnaður af sölu hlutabréfa var
3.383 millj. kr. á árinu 1997 en 962
millj. kr. á árinu á undan og var þar
um 251% aukningu að ræða milli
ára. Á sama tíma fjölgði framtelj-
endum sem töldu fram hagnað af
sölu hlutabréfa um 175%.
Á árinu 1997 fjölgaði einnig þeim
sem notfærðu sér skattafrádrátt
vegna dagpeninga eða um 8,7%. Alls
nam frádráttur vegna dagpeninga
um 3,2 milljörðum kr. og jókst sú
fjárhæð um 11% frá árinu á undan.
Eru eigin Iaun lækkuð og
greiddur hærri arður?
í frétt Þjóðhagsstofnunar er bent
á að eitt megineinkenni skattfram-
tala 1998 megi rekja til breytinga á
skattkerfinu og ber þai’ hæst breyt-
ing á skattlagningu fjár-
magnstekna. „At.hygli
vekur mikil hækkun
tekna af fasteignum og
arðs af hlutabréfum.
Ástæðan fyrir hækkun
tekna af fasteignum er
breyting sem verður á
skattlagningu þeirra við “
upptöku fjármagnstekjuskatts. Nú
era leigutekjur taldar fram brúttó
og þær skattlagðar sem fjár-
magnstekjur, bera 10% skatt, en ár-
ið áður mátti draga frá rekstrar-
kostnað og leigutekjur sem eftir
Ráðstöfunar-
tekjur hjóna
hækkuðu um
7,6% og skatt-
byrði um 1
prósentustig
stóðu voru skattlagðar sem hverjar
aðrar tekjur. Þótt almenn hluta-
bréfaeign hafi aukist mikið á síð-
ustu áram skýrir hún ekki nema að
hluta til þá miklu hækkun sem verð-
ur á arðgreiðslum og ýmislegt
bendfr til þess að skýringanna sé
frekar að leita til breytinga á skatt-
lagningu arðs. Allm- arður ber nú
10% skatt en var áður skattfrjáls
upp að ákveðnu marki en arður um-
fram þau mörk var skattlagður sem
hverjar aðrar tekjur. Arður sem
hlutfall af nafnverði hlutabréfa
hækkar mikið en getur skýrst af því
að fyrirtæki hafi frestað arðgreiðsl-
um um eitt ár og einnig að í einstak-
lingshlutafélögum hafi menn lækk-
að launin sín en á móti greitt sér
hærri arð. Líklegt er einnig að
mörgum einstaklingsfyrirtækjum
hafi verið breytt í hlutafélög og
hagnaður tekinn út sem arður frem-
ur en sem hreinar tekjur af atvinnu-
rekstri. Mikla aukningu söluhagn-
aðar hlutabréfa má vafalaust rekja
til þess að margir hafa beðið með að
selja bréfin og vegna fyrirhugaðra
breytinga á skattalegri meðferð
söluhagnaðar. Því er hér um um-
talsverð uppsöfnunaráhrif að
ræða,“ segir í frétt Þjóðhagsstofn-
unar.
Meðalatvinnutekjur rúmar 5
millj. í hæsta tekjuhópnum
Stofnunin gerir einnig tilraun til
að kanna dreifingu atvinnutekna og
ráðstöfunartekna framteljenda skv.
skattframtölum. Bent er á að þegar
litið sé yfir nokkurt árabil hafi
dreifing atvinnutekna hneigst í átt
til meiri tekjumunar. „Undanfarin
tvö ár hefur hins vegar dreifingin
haldist lítt breytt eða jafnvel orðið
jafnari. Sköpum virðist skipta að
dregið hefur út atvinnuleysi," segir
í samantekt Þjóðhagsstofnunar.
Stofnunin hefur þann fyrirvara á
samanburði sínum að takmarkaðar
vísbendingar sé að fá um launaþró-
un úr skattframtölum þvi upplýs-
ingar um atvinnuþátttöku og vinnu-
tíma vanti.
Við samanburð á dreifingu tekna
raðar Þjóðhagsstofnun framteljend-
um eftir tekjubilum í tíu jafn stóra
hópa, frá þeim tekjulægsta til þess
tekjuhæsta. Þar kemur m.a. í ljós að
meðalatvinnutekjur þeirra 10%
karla sem era í hæsta tekjuhópnum
voru 5.031 þúsund kr. 1997. Meðal-
atvinnutekjur allra karla voru 1.961
þús. kr., en aðeins 10% kvenna voru
með tekjur yfir 1.949 þús. kr. á því
ári. Einnig er lagt mat á dreifingu
ráðstöfunartekna og skattbyrði
hjóna og sambýlisfólks. Yfírlitið
leiðir m.a. í ljós að 21,8% heildar-
tekna á árinu 1997 féllu í skaut
tekjuhæsta hópnum (10% hjóna
með hæstu ráðstöfunartekjur) og
þessi hópur greiðir jafnframt 29,1%
af heildartekjuskatti hjóna. Hópur-
inn fær hins vegar 6,5% af barna-
bótum og 7,2% af vaxtabótum og
þegar upp er staðið er hlutur hans í
ráðstöfunartekjum 19,2%.
10.300 hjón eignalaus eða með
skuldir umfram eignir
Athugun Þjóðhagsstofnunar leið-
ir einnig í Ijós að meðaleignar-
skattsstofn hækkaði úr 3.600 þús.
kr. í árslok 1996 í 3.741 þús. kr. í lok
árs 1997. Hækkaði eignarskatts-
stofninn að raungildi um 1,7%.
Framtaldar skuldir heimilanna í
heild námu um 331 milljarði kr.,
aukning frá árinu á undan var 27,8
milljarðar. Upplýsingar um skuldir
framteljenda vegna íbúðarkaupa
leiða m.a. í ljós að íbúðaskuldir ein-
stæðra foreldra námu að
jafnaði um 3,4 földum
tekjum þeirra, saman-
borið við 1,26 hjá hjónum
og 1,82 hjá einhleypum.
„Um 10.300 hjón voru
annaðhvort eignalaus
eða með skuldir umfram
....... eignir. Meðaleignar-
skattstofn þeirra hjóna sem töldu
fram jákvæðan stofn reyndist um
7,6 milljónir króna og vora tæplega
11.000 hjón með eignarskattsstofn
yfir 10 milljónum króna,“ segir í yf-
irliti Þjóðhagsstofnunar.