Morgunblaðið - 02.02.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 02.02.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 23 VIÐSKIPTI Einn stærsti banki í Evrópu verður til París. Reuters. FRÖNSKU bankarnir Paribas og Société Générale ætla að sameinast í einn stærsta banka Evrópu og mun heildarverðmæti útgeflnna skuldabréfa þeirra nema tæpum 30 milljörðum evra eða 34 milljörðum dollara. Nýi bankinn verður stærsti banki Frakklands í stað Crédit Agricola og fjórði stærsti banki heims. Sam- eiginlegur hagnaður bankanna nam 2,1 milljarði evra í fyrra. Samruninn er síðasta skreflð í mikilli samþjöppun í evrópska bankageiranum, sem hefur aukizt við það að tekinn hefur verið upp sameiginlegur evrópskur gjaldmið- ill. Société Générale býður fimm hlutabréf fyiir hver átta bréf í Pari- Société Générale kaupir Paribas bas og mun því greiða 17% yfirverð miðað við skráð gengi bréfanna. Nýja fyrirtækið mun kallast SG Paribas og stjórnarformaður Pari- bas, André Lévy-Lang, mun stjóma nýja fyrirtækinu fyrst í stað. Stjórn- arformaður Société Générale, Dani- el Bouton, tekur við stjórninni 2002. Bankarnir bæta hvor annan upp, þar sem Paribas er aðallega fjár- festingabanki, en þó er búizt við uppsögnum. Nýja fyrirtækið mun verja einum milljarði evra til endur- skipulagningar. Fyrirtækið býst við að spara 800 milljónir evra með samrunanum og gegna mikilvægu hlutverki í evr- ópska bankageiranum. Aukin samþjöppun Sammni banka í Evrópu hefur aukizt síðan. tveir stærstu bankar Sviss, UBS og SCB, saeinuðust fyr- ir ári. Deutsche Bank hefur tekið við stjórn fjárfestingabankans Bankers Trust í Wail Street og tveir stærstu bankar Spánar hafa sameinazt. Sömu sögu er að segja um tvo þýzka landshlutabanka. Fréttin leiddi strax til þess að verð hlutabréfa í evrópskum bönk- um hækkaði. Einna mest hækkuðu bréf í þýzka Dresdner-bankanum, sem hefur ekki enn látið á sér kræla í samþjöppunarkapphlaupinu. Nýtt tilboðsstríð kann að skella á vegna yfirvofandi einkavæðingar ríkisrekna franska bankans Crédit Lyonnais. SG Paribas hefur látið í ljós áhuga á að eignast hlut, en BNP bankinn kann einnig að koma sterklega til greina. AT&T og Time Warner í kapalsamstarf Tilboð baðherbergissett! Kr. 23.000,- stgr. Ath. Öll hreinlætistæki hjá okkur eru framleidd hjá sama aðila sem tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og baðkari. / 9 Salerni með stút í vegg eða gólf. Hörð seta og festingar fylgja. Baðkar. 170x 70 cm. Handlaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm VERSLUN FYRIR ALLA ! Vi& Fellsmúla Simi 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 RADCREIÐSLUR izmmm New York. Reuters. BANDARÍSKI fjarskiptarisinn AT&T Corp. og fjölmiðlarisinn Time Warner Inc. hafa komið á fót sameignarfyrirtæki, sem mun bjóða símaþjónustu um kapalsjónvarps- kerfl Time Wamers í 33 ríkjum Bandaríkjanna, að sögn fyrirtækj- anna. AT&T mun eiga 77,5% í fyrirtæk- inu og Time Warner 22,5%. Samkomulagið kemur í kjölfar samnings AT&T um að kaupa kap- alsjónvarpsrisann Tele-Commun- ications Inc. fyrir 48 milljarða doll- ara. Með samningunum mun AT&T ná til rúmlega 40% bandarískra heimila. AT&T stefnir að því að veita símaþjónustu um kerfi kapal- fyrirtækjanna í stað þess að nota venjulegar símalínur. Fyi-irtækin gera ráð fyrir að bjóða upp á tilraunaþjónustu í einni eða tveimur borgum fyrir lok þessa árs og hefja víðtækari þjónustu á næsta ári. Þau hafa einnig samið um að markaðssetja fjarskiptaþjón- ustu í sameiningu og þróa aðra þjónustu, svo sem myndbandssíma. Rskimiölsverksmiðiur HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA = HÉÐINN = SM IÐJA Stórási 6 »210 Garðabæ sími 565 2921 • fax 565 2927 Jl AUGLÝSING ÞESSI ER EINGÖNGU BIRT í UPPLÝSINGASKYNÍ STOFMFISKUR Kynningarfundur vegna hlutafjárútboðs Kynningarfundur vegna hlutafjárútboös Stofnfisks hf. verður haldinn í dag kl. 16:30 í höfuðstöðvum íslandsbanka hfv Kirkjusandi, Reykjavík. Axel Gíslason, stjórnarformaöur Stofnfisks, og Vigfús Jóhannsson, framkvæmdastjóri, munu kynna rekstur félagsins og framtíðaráform þess. / / HEIMABI0 Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði! 7V /:P Onnur T0SHIBA 28" tæki kosta frá kr. 66.51 Ostgr -Staðgreiðsluafsláttur er 10% WHAT VIDf 0 SIV Fallegt útlil vönduð hönnun Super-5 Digital Blackline myndlampi Digital Comb Filter 165 W magnari 6 framhátalarar 2 bassatúbur 2 bakhátalarar Öflugur miðjuhátalari 2 Scarttengi að aftan, SuperVHS (DVD) og myndavélatengi að framan Glæsilegur skápur á hjólum með innbyggðum miðjuhátalara T0SHIBA heimabíósprengjan 2878 DG kostar aðeins k,124.74C„ með þessu öllu !! T0SHIBA Pro-Logic tækin eru magverðlaunuð at tækniblöðum í Evrópu og langmest seldu tækin í Bretlandi! T0SHIBA ERU FREMSTIR í TÆKNIÞRÓUN Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins - DVD mynddiskakerfisins og Pro-drum myndbandstækjanna :AÐU ÞER FRAMTIÐARTÆKI HLAÐIÐ ÖLLU ÞVI BESTi ÞAÐ B0RGAR SIG! Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúm ?8 S: 56? ?90I og 56? ?900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.