Morgunblaðið - 02.02.1999, Page 24

Morgunblaðið - 02.02.1999, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Hvert eiga neytendur að leita með kvartanir? Ymsar stofnanir taka við ábendingum ÞAÐ eru mismunandi leiðir farnar ef neytendur telja sig hlunnfarna í viðskiptum eða álíta að þeir þurfl að koma ábendingum á framfæri um vafasama vöru eða viðskiptahætti. Gallaðar vörur Neytendasamtökin aðstoða neyt- endur við að ná fram réttmætum kröfum sínum hafi seljandi hafnað kröfum neytandans. Jóhannes Gunnarsson formaður Neytenda- samtakanna segir að samtökin reki kvörtunarþjónustu sem hægt er að leita til sé gengið á rétt neytenda í viðskiptum. „Til að tryggja betur að neytendur geti náð fram rétti sínum á fljótvirkan og ódýran hátt hafa NS stuðlað að stofnun sex úrskurð- arnefnda sem ná til fjármálafyrir- tækja, vátryggingarfyrirtækja, efnalauga og þvottahúsa, þjónustu iðnaðarmanna og iðnaðarfyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins, ferða- skrifstofa og verslana innan vé- banda Kaupmannasamtakanna og Samtaka samvinnuverslana." Varasamar vörur Abendingar um almennt vöruör- yggi falla undir markaðsgæsludeild Löggildingarstofu. Þangað getur fólk komið með ábendingar sem snerta almennar neytendavörur eins og barnavörur, textflvörur, húsgögn og verkfæri. Ennfremur fellur undir þessa deild önnur vara sem ekki er á ábyrgð annarra. Deildin ber ábyrgð á eftirliti með öryggi leikfanga og hættulegra eft- irlíkinga. Finnist hættuleg vara á markaði er almenningi bent á að hafa samband við markaðsgæslu- deild Löggildingarstofu. Raftæki Undir rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu falla öll mál sem snerta öryggi raffanga og raflagna. Ef fólk vill fá upplýsingar um hvort rafvirki er löggiltur eða það er ósátt við vinnu rafvirkja leitar það til þessarar deildar Löggildingarstofu. Ennfremur geta neytendur haft samband ef þeir eru með gölluð raf- föng á við lampa, brauðrist, þvotta- vél eða eldavél., Matvæli Öll matvæli sem era aðfinnslu- verð falla undir Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Sé meðferð matvæla ábótavant, þau sóðalega meðhöndl- uð á sölustað eða seld eftir síðasta söludag er rétt að snúa sér til heil- brigðiseftirlitsins. Séu innihaldslýs- ingar á pakkningum ekki viðunandi, merkingar rangar eða óleyfileg aukefni í mat tekur heilbrigðiseftir- litið við slíkum ábendingum. Það er síðan heilbrigðissvið Heil- brigðiseftirlitsins sem tekur við ábendingum sem snerta reykingar á reyklausum stöðum. Villandi auglýsingar Samkeppnisstofnun hefur eftirlit með að farið sé að lögum í sambandi við verðmerkingar á vörum og þjón- ustu. Neytendur geta til dæmis leit- að til Samkeppnisstofnunar ef vara er ekki verðmerkt sem skyldi. Að sögn Önnu Birnu Halldórs- dóttur hjá Samkeppnisstofnun geta neytendur leitað til stofnunar- innar með efni sem snertir rangar eða villandi auglýsingar og eins ef auglýsingar misbjóða börnum og unglingum. Þá segir hún að neyt- endur eigi að fá upplýsingar um af- borgunarkaup þegar um slíkt er að ræða til að geta borið saman mis- munandi lánakjör. Ákveðnar upp- lýsingar eiga að tryggja réttindi neytenda í pakkaferðum og þær eiga að liggja frammi hjá ferða- skrifstofum. Sé misbrestur þar á er hægt að hafa samband við Sam- keppnisstofnun. Engin kvittun Fái viðskiptavinir ekki kvittun þegar þeir era að kaupa vöra eða þeir verða varir við að söluverð er ekki stimplað inn í kassa geta þeir leitað til eftirlitsskrifstofu rílds- skattstjóra með ábendingar sínar. „Hafi einhver gi'un um að tekju- skráningu sé ábótavant, ekki gefnir út reikningar og ekki skráð í sjóðvél geta viðkomandi komið með slíkar ábendingar til okkar,“ segir Björg Gunnlaugsdóttir starfsmaður ríkis- skattstjóra. Hún segir nokkuð um að leitað sé til eftirlitsstofunnar með mál af þessum toga og bætir við að reynt sé að skoða þær upp- lýsingar sem berast og gera ráð- stafanir til að koma þeim á fram- færi við viðkomandi skattstofu. ALOE VERA *Creme Xtreme* 70% hr eint Aloe §i |§ /f % .. Útsölú^t'aðir: Stella, Bankastra'ti 3, Lauga 111“. Apótek, Kirkjuteigi 21, Snyrtivöiuversii iii Glæsibæ, Álfheiraum 74, Hyge.t, t'iinglunni, Vestmannaeyja Apót ok, Kaupí. Skagíirðinga, Skagfírðingabúó, Siji rnu Ajiotuk , Ákureyri. j tsímu^Tl 3635 1969-1999 30 ára reynsla Einangnmargler GLERVERKSMIÐJAN Samvehk Eyjasandur 2 • 850 Hella ® 487 5888 • Fax 487 5907 L- Gœðavara Gjaídvara — inatar- og kaffislell. He Allir verðflokkar. ^ m'( VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir liönnuðir in.a. Gianni Versace. SMOKKNUM er stungið upp í leggöngin og hringnum á smokkn- um ýtt eins langt inn og hægt er. ÞEGAR innri hringurinn er kom- inn inn fyrir lífbeinið er smokkur- inn kominn á sinn stað. Kvensmokkar komnir á markað Góð vörn ef smokk- arnir eru notaðir rétt NÝLEGA komu á markað hérlendis smokkar fyrir konur en erlendis hafa þeir verið fáanlegir um tíma. „Þessir nýju smokkar gefa konum aukið val í sambandi við notkun á getnaðai'vörnum og sumum konum finnst gott að nota þessa tegund smokks þar sem þær axla þá ábyrgðina sjálfar á að nota getnað- aivörn," segir Sóley Bender, lektor í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands og formaður fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir. Hún segir að bæði sé hægt að setja smokkinn upp fyrir samfarir og þegar að þeim kemur. „Þetta aukna val skiptir konur miklu máli því hér á landi hefur úrval getnaðar- varna verið takmarkað. „I sumum tilvikum hafa karlmenn neitað að nota smokk en með því að stjórna sjálfar getnaðarvörninni geta konur varið sig gegn smitsjúkdómum og þungun." Sóley bendir á að annað efni sé í kvensmokkum en þeim smokkum sem framleiddir era fyrir karla. „I þessum smokkum er polyurethane sem er þynnra efni en latex og mun dýrara í framleiðslu. Færri tilvik eru um ertingu af völdum þessa efn- is.“ Aðspurð segir Sóley að smokk- arnir hafi verið rannsakaðir erlendis og bæði jákvæðir og neikvæðir eig- inleikar hafi komið fram. „Kostirnir era þeir að smokkarnir auka kynferðislega ertingu hjá sum- um konum og þær hafa bent á að innri hringur smokksins veiti þeim kynfullnægju fyrr en ella. Þá er smokkurinn vel smurður sem hefur dregið úr særindum við samfarir. Auk þess hefur verið bent á að kvensmokkurinn renni síður af en karlasmokkurinn sem þýðir að and- rúmsloftið verður afslappaðra. Gallarnir eru hins vegar þeir að sumum konum finnst smokkarnir ekki auka örvunina og þær tala um að kynferðisleg ánægja sé ekki eins mikil og ef hann er ekki notaður. Sumum finnst smokkurinn of stór um sig og tala um að hann skerði kynferðislega svöran. Þá hafna sumir karlmenn hug- mynd um að nota kvensmokk og kvartað hefur verið undan að erfitt sé að koma smokknum fyrir í leggöngunum. Þá hafa borist kvart- anir yfir því að það heyrist of mikið í smokknum meðan á samföram stendur." - Er kvensmokkurinn örugg getnaðai’vörn? „Séu smokkarnir notaðir staðfast- lega er talað um þungun í 5% tilvika miðað við ársnotkun. Ef notkunin er ekki stöðug geta um 15-25% kvenna orðið þunguð yfir árið.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.