Morgunblaðið - 02.02.1999, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Fjárlagafrumvarp Bandai íkj astj órnar
Gert ráð fyrir
117 milljarða
dala afgangi
Washington. Reuters.
Reuters
NOKKUR hundruð manna fóru í gær um götur Dili, höfuðborgar A-Tímors, til að leggja áherslu á kröfuna
um sjálfstæði landsins. Andstæðingar þess eru hins vegar farnir að vopnast og segjast óttast borgarastyijöld.
Mikil spenna og ótti við borgarastyrjöld í Austur-Tímor
Andstæðingar að-
skilnaðar vopnast
Jakarta. Reuters.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
lagði í gær fram frumvarp til fjár-
laga næsta árs þar sem gert er ráð
fyrir því að útgjöldin til varnar-,
mennta- og heilbrigðismála verði
aukin. I frumvarpinu er
því spáð að tekjuaf-
gangurinn verði 117
milljarðar dala, and-
virði 8.100 milljarða
króna, á næsta ári.
Stjóm Clintons spáir
því að tekjuafgangur-
inn aukist smám saman
og verði 393 milljarðar
dala, 27.500 milljarðar
króna, árið 2009. Alls
verði hagnaðurinn 2,41
billjón dala, 168 billjón-
ir króna, á næsta ára-
tug.
Búist er við að fjár-
lagafrumvarpið fyrir
fjárhagsárið 2000, sem
hefst 1. október, sé
upphafíð að langri baráttu milli for-
setans og meirihluta repbúblikana á
þinginu um hvað gera eigi við þenn-
an mikla tekjuafgang. Bandaríski al-
ríkissjóðurinn var rekinn með halla í
28 ár þar til á síðasta ári, þegar
tekjuafgangurinn var 69,2 milljarðar
dala, og gert er ráð fyrir því að hann
verði 79,3 milljarðar dala í ár. Þessi
umskipti eru rakin til spamaðarað-
gerða, sem vom samþykktai- á áran-
um 1990, 1993 og 1997, mikils hag-
vaxtar og aukinna skatttekna, sem
hagfræðingar eiga erfitt með að
skýra.
Repúblikanar vilja
meiri skattalækkanir
Clinton leggur til að 62% af áætl-
uðum tekjuafgangi næstu 15 ára
verði notuð til að styrkja almanna-
tryggingakerfíð, 15% til að efla
sjúkratryggingar aldraðra og 11%
verði notuð í forgangsmál eins og
menntamál, vísindarannsóknir og
landvamir.
Repúblikanar era lítt hrifnir af
frumvarpi Clintons, enda er þar'
gert ráð fyrir mjög takmörkuðum
skattalækkunum og auknum út-
gjöldum til margra málaflokka.
Margir repúblikanar era hlynntir
þeirri hugmynd að megnið af tekju-
afgangnum verði notað til að efla al-
mannatryggingakerfið
en leggja mikla áherslu
á víðtækar skattalækk-
anir. Repúblikaninn
Dick Armey, leiðtogi
meirihlutans í fulltrúa-
deild Bandaríkjaþings,
lagði til í vikunni sem
leið að tekjuskattar,
fjármagnstekjuskattar
og eignaskattar verði
lækkaðir um 10%.
Útgjöldin til varnar-
mála aukin
f nýja fjárlagafram-
varpinu er gert ráð fyr-
ir því að útgjöldin til
varnarmála verði aukin
um 12 milljarða dala,
andvirði 840 milljarða króna. For-
setinn vill einnig fjölga lögreglu-
mönnum, vernda þjóðgarða og sögu-
lega vígvelli, efla starfsþjálfun, gera
ráðstafanir til að auka öryggi banda-
rískra sendiráða og efla varnir gegn
hugsanlegum efna- og sýklavopna-
árásum á Bandaríkin.
Clinton gerir einnig ráð fyrir
skattaafslætti handa ýmsum hópum,
m.a. fólki sem annast aldraða eða
sjúka ættingja sína og heimavinn-
andi foreldram.
Til að mæta auknum útgjöldum
hyggst stjórnin m.a. fækka ýmsum
smugum, sem stórfyrirtæki hafa not-
að til að lækka skatta sína. Stjórnin
hyggst einnig auka tekjur sínar um 8
milljarða dala, 560 milljarða króna,
með því að hækka skatta á sígarett-
ur um 55% á næstu áram og um 15%
þegar á næsta ári í stað ársins 2002
eins og ráðgert hafði verið.
Hagspár stjómarinnar era var-
færnislegar og hún spáir því að hag-
vöxturinn verði um 2% í ár og á
næsta ári. Hagvöxturinn á síðasta
ári var 3,9% og 5,6% á síðasta fjórð-
ungi ársins.
HUNDRUÐ manna komu saman í
Dili, höfuðborg Austur-Tímors, í
gær til að krefjast sjálfstæðis
landsins en Indónesíustjórn til-
kynnti í síðustu viku, að það kæmi
til greina. Hópar manna, sem
hlynntir era áframhaldandi yfírráð-
um Indónesa, era farnir að vopnast,
að sögn vegna ótta við borgara-
styrjöld í landinu, en þeir hafa verið
sakaðir um að skjóta unga menn,
sem neita að fylgja þeim að málum.
„Lengi lifi Austur-Tímor,“ hróp-
aði fólkið, sem fór um borgina á
vörubifreiðum og vélhjólum, en
ekki vora fréttir um, að til átaka
hefði komið. Indónesíustjórn, sem
sendi her sinn til A-Tímor 1975 og
innlimaði landið ári síðar, tilkynnti
óvænt í síðustu viku, að til greina
kæmi að veita landinu sjálfstæði.
Ali Alatas, utanríkisráðherra
Indónesíu, sagði hins vegar í gær,
að Indónesar myndu ekki hverfa
burt í skyndingu eins og Portúgalir
hefðu gert á sínum tíma. Indónesar
og Portúgalir hafa átt í viðræðum
um A-Tímor fyrir milligöngu Sa-
meinuðu þjóðanna og hefur þar
verið rætt um sjálfstjóm en ekki
fullt sjálfstæði
í tilkynningu Indónesíustjómar
sagði, að hugsanlegt væri, að A-
Tímor fengi sjálfstæði að loknum
kosningunum 7. júní nk. og þá að
því tilskildu, að íbúamir hefðu
hafnað tillögu um sjálfstjóm.
Vopn frá hernum
Hópar manna í A-Tímor, sem
hlynntir era yfirráðum Indónesa,
segjast óttast um líf sitt komi til
fulls aðskilnaðar og sagði einn tals-
manna þeirra í gær, að fulltrúar
þeirra myndu fara til Jakarta, höf-
uðborgar Indónesíu, og biðja
stjórnvöld um vopn. Sjálfstæðis-
sinnar saka þá hins vegar um vis-
vitandi ögranir og segja, að þeir
hafi skotið unga menn, sem hafi
neitað að ganga til liðs við þá. Er
það einnig haft eftir talsmönnum
mannréttindasamtaka, að Ind-
ónesíuher hafi komið vopnum til
þeirra, sem andvigir era sjálfstæði
landsins.
Xanana Gusmao, leiðtogi upp-
reisnarmanna í A-Tímor, segir í
viðtali við vikuritið Tempo, að engin
hætta sé á borgarastyrjöld í land-
inu og hann segist viss um, að íbú-
arnir muni velja sjálfstæði umfram
sjálfstjóm með miklum meirihluta.
Gusmao er nú í fangelsi í Jakarta
en verður fljótlega fluttur í stofu-
fangelsi.
Reuters
CLINTON Banda-
ríkjaforseti á leið í
Hvíta húsið í gær.
Chee Soon Juan, leiðtoga Lýðræðisflokks Singapúr, skipað að koma fyrir rétt
Singapúr. Reuters.
DOMARI í Singapúr úrskurðaði í
gær að Chee Soon Juan, leiðtogi
Lýðræðisflokks Singapúr, skyldi
koma fyrir rétt vegna ákæra um að
hafa haldið ræðu í helsta fjármála-
hverfi borgríkisins án leyfis. Hefur
mál þetta valdið mikilli umræðu um
þau höft sem era á málfrelsi í
Singapúr.
Hélt Chee því fram að hann hefði
ekki brotið nein lög með ræðu sinni
í fjármálahverfinu 29. desember
síðastliðinn. Segir hann stjórnar-
skrárbundin réttindi sín til mál-
frelsis brotin með þeim kvöðum að
sækja þurfi sérstaklega um leyfi til
að flytja ræðu á opinberam vett-
vangi.
Dómarinn sem kvað upp úr-
skurðinn í gær, See Kee Oon, sagð-
ist hins vegar ekki geta dæmt eftir
öðru en gildandi lögum og sam-
kvæmt þeim væri ástæða til að efna
til réttarhalda yfir Chee. „Við skul-
um átta okkur á því, lögmaður,"
sagði See við J.B. Jeyaretnam, lög-
fræðingur Chees, „að ég hef ekki
völd til að fyrirskipa endurskoðun á
lagabókstafnum."
Gæti Chee átt yfir höfði sér sekt
upp á 210 þúsund ísl. krónur ef
hann verður fundinn sekur. Kveða
lög í Singapúr á um að sé maður
sektaður um meira en 80 þúsund
krónur sé þeim ekki heimilt að
Talar leyfislaust um
lýðræði og málfrelsi
bjóða sig fram við þingkosningar
næstu fimm ár þar á eftir.
Ong Teng Cheong, forseti
Singapúr, hafnaði í síðustu viku
óskum um að skotið verði á fundi
stjómarskrárréttar til að fara yfir
mál Chees. Sagði hann að Chee
væru margar aðrar leiðir færar til
að sækja mál sitt.
Ber að sækja um Ieyfi
Saksóknarar luku málflutningi
sínum í gærmorgun og lögðu þá
áherslu á þá staðreynd málsins að
samkvæmt lögum um opinber
fundahöld hefði Chee borið að
sækja um leyfi til að flytja ræðuna.
Jeyaretnam sagði hins vegar að
engin ástæða hefði verið til að ætla
að ræðan jafngilti „ógnun við öryggi
Singapúr" og að lögreglumenn
hefðu ekki „séð neitt sem hefði get-
að orsakað að ríkisró yrði ógnað“.
„En herra minn, slíkt getur gerst
hvenær sem er,“ sagði Low Hui Hui
Reuters
CHEE Soon Juan (t.v.) gengur
út úr réttarsal í Síngapúr í gær
ásamt lögfræðingi sínum, J.B.
Jeyaretnam.
lögreglustjóri, sem var lykilvitni
saksóknara. „Rétt eins og Marsbúar
gætu hvenær sem er gert innrás í
Singapúr?" spurði Jeyaretnam. „Þú
reiknar varla með svari við þessari
spurningu," sagði See dómari þá.
Low hafði varað Chee við því að
ef hann talaði án leyfis væri hann að
brjóta lögin. Höfðu lögreglumenn
ítrekað reynt að fá Chee ofan af
áætlun sinni en þegar það mistókst
áttu þeir einskis annars úrkosti en
handtaka hann. Lögmaður Chees
hélt því hins vegar fram að eina
ástæða þess að Low hefði viljað
koma í veg fyrir að Chee talaði op-
inberlega væri sú að Chee er leið-
togi stjómarandstöðuflokks.
Stjórnarandstaðan
á erfitt uppdráttar
Chee hefur í ræðum sínum rætt
um lýðræði, málfrelsi og önnur slík
málefni. Er því litið á mál hans sem
prófmál en lagabókstafur í Singa-
púr þykir valda því að opinber um-
ræða er af skomum skammti. Þykir
augljóst af viðbrögðum stjómvalda
að þau séu heldur leið yfir því að
Chee skuli hafa ákveðið að þyrla
upp óveðri nú vegna lýðréttinda í
landinu.
Flokkur alþýðunnar hefur farið
með völdin í Singapúr allt síðan
landið fékk sjálfstæði árið 1965 og
hefur flokkurinn nú 81 þingsæti af
83. Lýðræðisflokkur Chees hefur
hins vegar engin sæti á þjóðþinginu
og á reyndar öll stjómarandstaða
ansi erfitt uppdráttar í Singapúr.
Heldur Chee því fram að afar erfitt
og tímafrekt sé að fá leyfi fyrir því
að tala á opinberum vettvangi og að
kerfið sé byggt upp með þeim hætti
að erfitt sé fyrir stjómarandstöð-
una að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri.
Þessu neita stjómvöld hins vegar
og segja að stjómarandstæðingar
hafi næg tækifæri til að koma sjón-
armiðum sínum á framfæri. Sagði
Khor Chor Huat, sem fyrir þeirri
nefnd sem veitir leyfi til ræðuhalda
á opinberum vettvangi, að það væri
ekki rétt að ríkisstjórn hefði gefið
fyrirskipun um að öllum umsóknum
stjómarandstöðunnar um ræðuhöld
yrði hafnað, né heldur að öllum slík-
um óskum skyldi vísað til innanrík-
isráðuneytisins.