Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 4% + Guðrún Bjarna- dóttir fæddist á Leifsstöðum í Öng- ulsstaðahreppi í Eyjafirði 21. apríl 1918. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri að morgni 27. janú- ar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Bjarni Benedikts- son (f. 16. febrúar 1873, d. 11. desem- ber 1928) kennari, sýsluskrifari, bóndi og fjárbússtjóri á Leifsstöðum, og Snjólaug Eyj- ólfsdóttir kona hans (f. 26. des- ember 1872, d. 11. ágúst 1961). Systkini Guðrúnar voru Krist- ján (f. 27. ágúst 1911, d. 5. febr- úar 1992), Guðbjörg (f. 19. febr- úar 1913, d. 2. febrúar 1987) og Margrét Ingibjörg (f. 8. ágúst 1915, d. 3. mars 1963). Guðrún útskrifaðist sem gagnfræðingur frá Menntaskól- anum á Akureyri 1935 og lauk námi í tannsmíði og gull- og postulínsvinnu árið 1948. Hún starfaði sem tannsmiður frá Þegar vinir manns deyja fer hugurinn af stað, leitar í sjóð minn- inganna og dregur fram skarpar myndir frá liðnum tíma. Ein slík er þegar ég hitti Guðrúnu Bjarnadótt- ur í fyrsta sinn. Þessi stund var þrungin mikilli eftii-væntingu. Árni Jónsson, Addi frændi, eins og við systurnar kölluðum hann, hafði boðað komu sína til Seyðisfjarðar og að þessu sinni ætlaði hann ekki að vera einn á ferð eins og undan- farin sumur. Hann hafði beðið fóð- ur minn að gifta sig og Gunnu Bjama, sem foreldrar mínir þekktu frá skólaárum sínum í MA. Þetta var stórfrétt. Eg, stelpuhnát- an, hafði reyndar fyrr um sumarið fært það vai'lega í tal við vin minn, Arna, hvort hann teldi ekki tíma- bært að fá sér konu. Eg efast ekki um að hann hefur verið kíminn á svip þegar hann svaraði mér. Svar- ið var fallegt, sýndi trúnaðartraust og grópaðist í huga lítillar stúlku. „Jú, það vildi ég gjarnan og vel gæti ég hugsað mér að eignast ein- hvern tímann litla, góða stúlku eins og þig“. Það var því ekki örgrannt um að mér fyndist ég bera tölu- verða ábyrgð á þessum ráðahag, þó að líka læddist að mér sá grunur að ef til vill hefði þetta nú verið ákveð- ið án minnar tilhlutunar. En nú var stundin mnnin upp, þarna stóð Árni í forstofunni heima og hjá honum fíngerð, grönn kona, rauð- birkin, með þykkt og fallegt hár. Hún var hæglát, hógvær og blíð og bauð af sér góðan þokka. Ekki er að orðlengja það að í henni eignað- ist fjölskylda mín traustan og góð- an vin og á þá vináttu hefur aldrei borið skugga. Gunna var sannar- lega gefandi í hæglæti sínu og tryggð. Heimili þeirra Gunnu og Árna að Gilsbakkavegi 11 var fallegt menn- ingarheimili, þar var mikið lesið, margt spjallað og slegið á alla strengi tilfinningahörpunnar, enda sameinaði Árni það að vera djúpur alvörumaður og leiftrandi grínisti. Gunna var meiri alvörumanneskja en grínisti en hún kunni vel að meta kímni og hló oft hjartanlega þegar hnyttin orð hrutu af vörum. Gunna var lærður tannsmíða- meistari og vann við þá iðn þangað til börnin þeirra, María og Bjarni, fæddust. Eftir það helgaði hún sig heimilinu og uppeldi þeirra og ræktaði garð sinn vel. í þessari fjöl- skyldu réð hamingjan ríkjum þar til skyndilega syrti. Árni veiktist al- varlega og lést hinn 29. okt. 1970. Það var þungt högg, eftir stóðu þau þrjú, Maja 14 ára og Bjarni 10 ára. Það þarf ekki að lýsa því hvílík breyting varð á lífi þeirra við fráfall 1948 til 1956. Hún var heimavinnandi húsmóðir á Akur- eyri 1956 til 1970 er Iiún hóf störf sem bókavörður á Amts- bókasafninu á Akureyri. Hinn 12. ágúst 1955 giftist Guðrún Árna Jónssyni (f. 28. maí 1917, d. 29. október 1970) amtsbóka- verði, kennara og rithöfundi. Þau eignuðust tvö börn Maríu (f. 11. júlí 1956) og Bjarna (f. 3. júní 1960). María er leikkona, búsett í Lundi í Svíþjóð, en Bjarni er þjóðfélagsfræðingur, búsettur í Reykjavík og starfar á auglýs- ingastofunni YDDU. Bjarni er í sambúð með Karin Bernhards- son, lækni á SHR. Guðrún eign- aðist tvö barnabörn Árna ísak Rynell (f. 31. maí 1982) og Ölmu Bjarnadóttur Bernhardsson (f. 9. janúar 1998). títför Guðrúnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Árna. Gunna var lengi að ná sér, ef hún gerði það nokkum tímann al- veg. En hún var ekki þeirrar gerð- ar að gefast upp, áfram lifði hún fyrir bömin þeirra og minningu Arna. Hún fór aftur að vinna úti og gerðist nú bókavörður við Amts- bókasafnið en Ami hafði verið Amtsbókavörður frá 1962 til dánar- dægurs. Þau seldu Gilsbakkaveg 11 og fluttu að Víðilundi 10 og þar átti Gunna heimili uns heilsan fór að bila og hún flutti á Dvalarheimilið Hlíð. Þangað var gott að heim- sækja hana, setjast í gamla sófann við kringlótta borðið, þiggja kaffí og kökur og spjalla um gamla daga. Eg og fjölskylda mín eigum Gunnu og Adda frænda margt að þakka. Öll mín menntaskólaár var ég heimagangur hjá þeim á Gils- bakkaveginum. Þangað kom ég ef ég þurfti aðstoð við verkefni eða ef mig langaði í eitthvert gómsæti, að ég tali nú ekki um þegar mér lá mikið á hjarta. Þau vom t.d. fyrsta fólkið fyrir utan foreldra mína sem ég sagði frá og sýndi mynd af Helga mínum og þegar ég birtist með hann í eigin persónu tóku þau honum af sömu hlýju og mér. Við voram alltaf velkomin á heimili þeirra og það breyttist ekki við frá- fall Árna. Aldrei fórum við um Akureyri án þess að gista eða a.m.k. að borða hjá Gunnu og heima hjá okkur var hátíð í bæ þegar Gunna og krakkarnir komu suður. Bömin okkar hafa alltaf litið á þau sem náið frændfólk og þegar þau vora lítil og vora spurð um skyldleikann vafðist þeim aðeins tunga um tönn en svo kom svarið. Jú, afí þeirra og Addi frændi vora bekkjarbræður og bestu vinir. Við systurnar og Maja og Bjarni vær- um því „bekkjarbræðrabörn“ og víst er að vináttan og væntumþykj- an væru ekki dýpri þó að við vær- um blóðskyld. Þessa vináttu og tryggð þökkum við Helgi og börnin okkar. Elsku Maja, ísak, Bjarni og fjöl- skylda, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og einnig ber ég ykkur kveðjur föður míns. Það er bjart yfír minningu Guð- ránar Bjarnadóttur. Guð blessi hana. Margrét Erlendsdóttir. í sex ár meðan ég stundaði skólanám á Akureyri var heimili Guðránar föðursystur minnar og Árna manns hennar og barna þeiraa annað heimili mitt. Eg ýmist bjó þar eða var kostgangari og naut þar alls eins og ég væri heimamaður. Þegar ég lít til baka til þessara ára fæ ég á tilfinning- una að vistin hjá henni og Árna á Gilsbakkaveginum hafí ein og sér verið á við drjúga skólagöngu. Samræðurnar yfír kvöldkaffinu teygðust stundum langt fram yfír miðnætti, og varð þá fátt mannlegt útundan. Að þessum kvöldstundum með þeim hjónum bý ég enn og verður svo áfram. Guðrán Bjamadóttir var yngst fjögurra systkina frá Leifsstöðum og kveður nú síðust þeirra. Nú sér æskuheimilis þeirra varla stað leng- ur enda munu húsakynni á Leifs- stöðum ekki hafa verið háreist og ekki veraldlegur auður í garði. Leifsstaðasystkinin vora alla tíð afar náin og þótt bemska þeirra hafi sjálfsagt ekki alltaf verið dans á rós- um minntust þau æskustöðvanna með miklum hlýhug og vora sann- færð um að óvíða gæti að líta feg- urra útsýni en af Leifsstaðahlaðinu. Guðrán missti fóður sinn þegar hún var aðeins tíu ára veturinn 1928 og vorið eftir flutti ekkjan, Snjólaug amma mín og systkinin fjögur, til Akureyrar. Systkinin sóttu sér þá menntun sem efni leyfðu, Guðrán lauk gagnfræða- prófí og nam síðan tannsmíði. Framan af bjó hún með móður sinni, Guðbjörgu systur sinni og Stefáni Reykjalín, manni hennar, og stundaði iðn sína, eða allt þar til hún giftist árið 1955, Árna Jóns- syni, kennara, rithöfundi, leikara og leikstjóra hjá Leikfélagi Akur- eyrar og síðast amtsbókaverði. Hún helgaði sig eftir það heimili og uppeldi barna þeirra, meðan sam- vistir hennar og Árna entust. Það urðu mikil vatnaskil í lífi Guðrúnar þegar maður hennar féll frá langt um aldur fram árið 1970, enda hafði sambúð þeirra verið af- ar kærleiksrík. Guðrán var geðrík og hafði viðkvæma lund og í raun- inni varð hún ekki söm eftir þetta áfall. Eftir að hún var orðin ekkja tók hún upp þráðinn við vinnu utan heimilis og nú við afgreiðslustörf á Amtsbókasafninu, hinum gamla vinnustað manns síns. Það starf hentaði henni vel og gegndi hún því af alúð þar til starfsævinni lauk. Guðrán hélt eigið heimili meðan ki-aftar leyfðu og vai' þar allt með líkum brag og hjá þeim Áma á Gils- bakkaveginum. Vandað og viðamik- ið bókasafn hans setti ekki síst svip á híbýlin. Það varð henni erfítt að sætta sig við að hverfa þaðan þegar heilsan þvarr og bar hún lengi þá von í brjósti að sér auðnaðist að snúa aftur heim. Því miður reyndist það tálvon. Síðustu árin bjó hún á dvalarheimili aldraðra á Hlíð. Velvildin sem ég naut á heimili Gunnu og Árna forðum hefur fylgt mér æ síðan og fyrir það er ljúft að þakka að leiðarlokum. Börnum l>eirra og barnabörnum færi ég samúðarkveðjur mínar, móður minnar og systkina. Jón Guðni Kristjánsson. Guðrún Bjarnadóttir eða Gunna Bjama, einsog hún var oftast köll- uð meðal ættingja og vina, var yngst af fjórum systkinum. Þessi systkini, sem nú era öll látin, Krist- ján, Bubba, Magga og Gunna, voru í nánum tengslum við fjölskyldu mína svo lengi sem ég man eftir, og ég á ljúfar minningar um þau öll. Amma mín, Guðbjörg Bjama- dóttir, var afasystir þeirra, en það vora forlögin, sagði hún amma mín, sem sáu til þess að hún kynntist þessu frændfólki sínu. Oft sagði hún söguna af því þegar hún hitti Benedikt hálfbróður sinn, afa systkinanna, í fyrsta sinn. Amma mín, sem átti tvö alsystkini og ell- efu hálfsystkini, ólst upp hjá frændfólki sínu í annarri sveit og þekkti ekkert systkina sinna. Þá var það dag einn snemma á þriðja áratugnum að amma, sem þá var löngu orðin ekkja og nýflutt til Akureyrar, rakst þar á mann sem henni var sagt að byggi yfír í Kaupangssveit, og flaug henni þá í hug að spyrja þennan mann um Benedikt hálfbróður sinn, en hún vai’ búin að frétta að hann byggi GUÐRUN BJARNADÓTTIR hjá Bjarna syni sínum og Snjólaugu konu hans á Leifsstöð- um í Kaupangssveit. „Þekkir þú Benedikt á Leifsstöð- um?“ spurði amma. „Já,“ svaraði maðurinn, „ég þekki hann.“ Amma mín sagði þá hver hún væri og hvers vegna hún væri að spyrja um Benedikt, hann væri bróðir hennar, en þau hefðu aldrei sést. „Já, það er nú það,“ sagði bónd- inn með hægð, „ég er Benedikt á Leifsstöðum." „Þá eram við systkini," sagði amma. „Svo mun vera,“ sagði Benedikt. Þannig hófust kynnin milli fjöl- skyldna okkar Gunnu, og hafi for- lögin verið þar að verki, einsog amma mín tráði, þá vora forlögin henni og okkur afkomendum henn- ar sannarlega hliðholl á þeiiri stundu. Foreldrar Gunnu, þau Bjarni og Snjólaug, og síðar börnin þeiraa fjögur áttu eftir að reynast ömmu einstaklega vel og á efri ár- um hennar má segja að hjá þeim systkinunum hafí hún átt sitt ann- að heimili, þegar svo bar undir. Fyrst þegar ég man eftir Gunnu bjó hún ásamt móður sinni á heim- ili Bubbu systur sinnar og Stefáns Reykjalín, sem þá vora nýlega gift. Gunna var þá að læra tannsmíði, en hún var ein fyrsta íslenska kon- an sem lagði stund á þá grein og starfaði hún við tannsmíði um ára- bil. Frá fyrstu tíð var Gunna mér einkar góð og hlýleg, og man ég hvað mér fannst alltaf gaman að koma inn í litla herbergið hennar í Holtagötu 7, þar sem allt var svo smekklegt og fallegt. Hún var líka rauðhærð einsog ég, og það vakti samkennd mína, því það var ekkert gaman að vera rauðhærður á þeim áram. Margan greiða gerði hún mér þegar ég var í skóla á Akur- eyri á unglingsáram mínum og var svo heppin að vera kostgangari hjá Bubbu og Stefáni. Svo liðu árin, og þegar ég kom heim eftir nokkurra ára dvöl í út- löndum var Gunna gift Árna Jóns- syni amtsbókaverði og þau búin að eignast tvö indæl börn, Maríu og Bjarna. Þá var gaman að koma á heimili þeirra á Gilsbakkaveginum og kynnast Árna, sem var svo ljúf- ur og skemmtilegur. Árni lést langt um aldur fram og var það mikið áfall fyrir Gunnu og bömin. Gunna fluttist í minni íbúð og fór að vinna á Amtsbókasafninu. Á þessum áram dvaldist ég með fjöl- skyldu minni á Akureyri á hverju sumri, og það var fastur liður hjá okkur að fara út á bókasafn til að hitta Gunnu fljótt eftir að við kom^* um í bæinn, og alltaf var jafn nota- legt að sjá hana á sínum stað við afgi-eiðsluborðið, brosandi og alúð- lega. Gunna var hlédræg og tranaði sér ekki fram, hæg í framkomu, jafnvel dálítið feimnisleg, en bros hennar fallegt og heillandi. Hóg- værð var henni í blóð borin, og kemur upp í huga minn að oft sagði hún við mig og fjölskyldu mína, þegar hún var að aka okkur um all- ar trissur á litla bflnum sínum, að hún væri nú ekki góður bílstjóri.®1 En Gunna var einmitt góður bíl- stjóri, gætin og tillitssöm í umferð- inni. Þannig vandaði hún allt sem hún tók sér fyrir hendur. Útsaum- aðir munir, sem prýddu heimili hennar, bára vott um prýðisgott handbragð, en líka fágaðan smekk og næmi fyrir litum. Einhverntíma sagði ég við hana að hún hefði list- ræna hæfileika, og þá brosti hún og fannst að ég hefði sagt mikla fjarstæðu. Síðustu árin fór heilsu Gunnu hnignandi, alltaf bar hún sig þó vel, en svo fór að lokum að hún gat ekki lengur séð um sig sjálf í íbúð- inni sinni í Víðilundi, og varð að^ flytjast á Dvalarheimilið Hlíð. Þegar ég sagði dóttur minni að Gunna væri komin í Hlíð varð henni að orði: „Ég á erfitt með að sjá Gunnu fyrir mér innan um gamalt fólk, í mínum huga verður Gunna aldrei gömul.“ Þessi orð rifjast upp fyrir mér nú við andlát Gunnu. Gunna var í rauninni aldrei gömul þó að hún kæmist yfir átt- rætt og líkamleg heilsa væri farin að gefa sig. I útliti hélt hún sér ótrálega vel; grönn og beinvaxin^r og létt á fæti, rauðgullna hárið var að vísu löngu orðið snjóhvítt, en það var þykkt og fór henni vel. Og málrómurinn var alltaf hinn sami, þýður og unglegur. Ævi Gunnu var löng og farsæl. Ég, sem er ein af þeim mörgu sem hlutu ríkulegan skerf af tryggð hennar og vináttu, minnist hennar með söknuði, og mikið er ég for- sjóninni þakklát fyrir að hafa leitt hálfsystkinin tvö, ömmu mína og afa Gunriu, saman á Akureyri fyrir nær áttatíu áram. Una Margrét Jónsdóttir. Markmið Útfararstofu Islands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Otfarar- stofa Islands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti, er hafa ber i huga er dauösfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu Islands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar i samráði við prest og aöstandendur. Flytja hinn látna af dánarstaö í líkhús. Aðstoða við val á kistu og iikklæðum. Undirbúa lík hins látna i kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. Legstað í kirkjugarði. Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. Líkbrennsluheimild. Duftker ef líkbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skilti á leiði. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, utfararstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.