Morgunblaðið - 02.02.1999, Side 51

Morgunblaðið - 02.02.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 51 Elsku Ingi afí minn. Það var mjög sárt að missa þig því ég elskaði þig svo mikið. En nú veit ég að þú ert kominn á góðan stað og ég vona að þér líði vel. Þú varst mér svo góður afi. Það var ekki hægt að hugsa sér betri afa. Og ég mun aldrei gleyma _þér né því sem þú hefur kennt mér. Eg ætla að setja þessa bæn hérna hjá þér. Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín sonardóttir, Kolbrún Eva. Ingi minn. Það var nú það sem þú varst alltaf kallaður í daglegu tali. Nú ert þú horfínn okkur. Og mikil er sorg okk- ar og söknuður. En sárast syrgir auðvitað eftirlifandi eiginkona þín, Helga Þórðai'dóttir, eftir rúmlega fjörutíu ára hjónaband og óslitna samveru, sem aldrei bar skugga á. Svo eru það synimir ykkar þrír og tengdadæturnar þrjár. Þar er líka sár söknuður. Þú varst alltaf hin mikla kjölfesta í þessari samheldnu stórfjölskyldu. Ekki má gleyma barnabörnunum sem öll elskuðu þig og ömmu sína. Þau sóttust eftir að fá að fara til ykk- ar og helst að fá að gista eina eða tvær nætur í fallega einbýlishúsinu á Löngubrekkunni, þar sem dekrað var við þau. Þetta hús byggðuð þið árið 1974-5 af miklum dugnaði og myndarskap. Og má segja að þú, Ingi minn, hafir unnið þar hvert einasta handtak sjálfur. Þú varst dverghagui- og dug- legur og allt lék í höndum þér. Það var nú kannski toppurinn fyrir barnabörnin þegar þau fengu að fara ein með afa og ömmu upp í sumarbú- staðinn Sælukot og vera þar um helgi. Jæja, nú ætlum við að kveðja þig vinur okkar og mágur. En mig lang- ar til að segja frá atviki sem gerðist í gamla daga, þegar þið voruð í til- hugalífínu. Þú varst staddur á heim- ili tilvonandi tengdaforeldra þinna, þar sem ég var líka til húsa. Eg var víst eitthvað niðurdreginn og dapur. Þá var eins og þú læsir hugsanir mínar og sagðir: „Þér finnst að ég sé að taka systur þína frá þér, en það er ekki rétt, því að nú ert þú bara að eignast bróður." Það átti eftir að reynast mikið rétt. Við hjónin kveðjum þig nú og ósk- um þér velfarnaðar í nýjum heim- kynnum. Sigurður Þórðarson, Þóra Gísladóttir. asta fyrir hann, en hann hafði kennt sér meins í sumar, en verið við sæmi- lega heilsu, þar til kallið kom svo óvænt. Ingi, eins og hann var ávallt nefndur af vinum og fjölskyldu, var traustur vinur vina sinna, ávallt til- búinn að rétta hjálparhönd og gera vinargreiða ef með þurfti og hann sá að hann gat orðið að liði. Kynni okkar og vinátta hafa staðið allt frá því að þau Helga og Ingi voru að draga sig saman, á unglingsárun- um, og var okkur strax ljóst að þar fór traustur mannkostamaður. Vinátta okkar þróaðist með nánari kynnum en við Helga höfum ávallt verið nánar vinkonur og frænkur, allt frá barnæsku. Margar voru þær ferðirnar er við fórum saman, í tjaldútilegu á sumr- um, í sumarbústaðinn og í ferðir ut- anlands. Þau Helga komu sér upp sumar- bústað í Svínadal fyrir um 14 árum og var þetta þeirra sælureitur alla tíð síðan. Ætluðu þau að njóta þess að dvelja þar meir eftir að vinnu lauk nú í sumar, eftir að hann hafði fengið aðkenningu að þeim sjúkdómi er nú lagði hann að velli. Þau höfðu haft svo margar áætlanir um það sem þau ætluðu að gera og njóta, ávallt saman, enda ávallt nefnd í sama orð- inu, Ingi og Helga. Fráfall Inga kom okkur svo að óvörum, við vorum svo óviðbúin, ný- búin að vera hjá þeim, og þau á leið til okkar, er hann veiktist sunnud. 17. jan. sl. Við höfum misst mikið og söknuð- urinn er mikill, en synirnir og bama- börnin voru þeim hjónum svo mikils virði og mikill er þeirra missir, og Helga mín, megi guð styðja þig og styrkja í sorg þinni. Minningin um góðan vin mun lifa í hjarta okkar. Við þökkum samfylgdina og vottum íjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Sigrún og Hilmar. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR INGI ÞÓRARINSSON, Löngubrekku 27, Kópavogi, er lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur föstudaginn 22. janúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðju- daginn 2. febrúar, kl. 13.30. Helga Þórðardóttir, Kristján Þór Guðmundsson, Sigrún Birna Dagbjartsdóttir, Þórarinn Björn Guðmundsson, Guðmunda Ingimundardóttir, Björgvin Már Guðmundsson, Ásrún Þóra Sigurðardóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA JÓNSDÓTTIR, Lönguhlíð 3, áður til heimilis á Lindargötu 44a, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 4. febrúar kl. 15.00. Kristjana Ragnheiður Birgis, Mikael Franzson, Birgir Örn Birgis, Aldís Einarsdóttir, Anna Birgis, Hjálmar W. Hannesson, Margrét Birgis, Jón Þorsteinn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Við m’ðum harmi slegin er við fengum þær fréttir að þú hefðir kvatt þennan heim. Elsku Ingi, við kveðjum þig með þakklæti. Þú munt ávallt eiga vísan stað í hjarta okkar. Við þökkum fyrir allar góðar sam- verustundir í gegnum árin. Hvíl í friði, kæri vinur. Elsku Helga, megi guð vera með þér og fjölskyldu þinni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú íylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigursteinn, Ólöf, Sigrún, Jóhann og Arndís Birta. í dag kveðjum við góðan vin og fé- laga, sem kvaddi þennan heim svo óvænt eftir stutta sjúkrahúslegu. Ekki hvarflaði að okkur vinum og fjölskyldu að þetta áfall yrði það síð- + Móöir mín, tengdamóðir og amma, RÓSA GÍSLADÓTTIR, sem andaðist laugardaginn 23. janúar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. febrúar. Gísli Gunnlaugsson, Borghildur Magnúsdóttir, Jóhanna María Gísladóttir, Bjarni Ómar Jónsson, Rósa Bjarnadóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall BJÖRNS M. ARNÓRSSONAR. Kristín Guðbjörnsdóttir, Andri Steinþór Björnsson, Pálína Eggertsdóttir og aðrir aðstandendur. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALDIMAR JÓHANNSSON bókaútgefandi, Fornuströnd 5, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 3. febrúar kl. 15.00. Erfisdrykkja verður á Hótel Sögu (Súlnasal) að athöfn lokinni. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hrafnkelssjóð (Bókabúðin Borg, Lækjargötu) eða líknarstofnanir. Ingunn Ásgeirsdóttir, Ásgeir Már Valdimarsson, Anna Valdimarsdóttir, Bragi Kristján Guðmundsson, Jóhann Páll Valdimarsson, Guðrún Sigfúsdóttir, Ingunn Ásgeirsdóttir, Þórunn Ásgeirsdóttir, Steinunn Ásgeirsdóttir, Örn Ásgeirsson, Óðinn Ásgeirsson, Elísabet Ásgeirsdóttir, Elín Ósk Ásgeirsdóttir, Valdimar Sverrisson, Jón Helgi Jónsson, Jóhann Páll Jónsson, Egill Örn Jóhannsson, Sif Jóhannsdóttir, Valdimar Jóhannsson og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐGEIR FR. HALLGRÍMSSON, Eskifírði, lést á Vífilsstaðaspítala föstudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugar- daginn 6. febrúar kl. 14.00 Elsabet Jónsdóttir, Friðgeir Friðgeirsson, Sigríður Halla Jóhannsdóttir, Svanhildur Sveinbjörnsdóttir, Ómar Jónsson, Ingólfur Friðgeirsson, Jóhanna Friðgeirsdóttir, Steinn Friðgeirsson, Helga Friðgeirsdóttir, Drífa Friðgeirsdóttir, Kristgeir Friðgeirsson, Inga Jóna Friðgeirsdóttir, Ásmundur Þórisson, Einar Jónsson, Guðný Indriðadóttir, Óskar B. Hauksson, Auður Mjöll Friðgeirsdóttir, Hjálmar Sveinbjörnsson, Brynja Rut Sigurðardóttir og barnabörn. + Hjartans þakklæti sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku eiginmanns míns, fósturföður og afa, EYJÓLFS EIRÍKSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkradeildar Víðihlíðar. Þórdís Sigurðardóttir, Þórdís Ágústsdóttir, Marteinn Karlsson og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs mannsins míns, föður okkar, sonar, tengdasonar, bróður og mágs, KRISTJÁNS FRÍMANNSSONAR, Breiðavaði. Fyrir hönd aðstandenda, Stefanía Egilsdóttir, Breiðavaði. + Þökkum hjartanlega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, VIKTORÍU GUÐLAUGAR JAFETSDÓTTUR, Heiðargerði 23, Reykjavík, sem andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans 28. desember 1998. Sérstakar þakkir sendum við læknum og hjúkrunarfólki á gjörgæsludeild Landspítalans. Jón Ágústsson, börn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.