Morgunblaðið - 02.02.1999, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 02.02.1999, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 55 PRÓFKJÖR Hefur opn- að nýjan og endurbætt- an vef GUÐMUNDUR Ámi Stefáns- son, alþingismaður og fram- bjóðandi í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjaneskjör- dæmi, hefur nú opnað nýjan og endurbættan vef á Netinu. Slóð vefjarins er www.jafnad- ai-menn-is/gas og er þar að finna efni af margvíslegum toga um Guðmund Arna, störf hans, stefnumál og lífshlaup. Meðal helstu nýmæla má nefna að á vefnum er nú að finna talsverðan fjölda sjón- varpsviðtala sem hafa verið unnin með svokallaðri Real Video-tækni svo mögulegt er að flytja efnið beint til net- verja sem hljóð og kvikmynd- ir. Það eina sem netverjar þurfa til viðtöku á þessu „net- varpi“ er tölva og tenging við Netið. Jafnframt hefur bókin „Hreinar línur - Lífssaga Guðmundar Arna“ verið sett á vefinn í heild. Prófkjör sjálfstæðis- manna á Suðurlandi Arni opnar kosningaskrif- stofur á Selfossi og í Eyjum ÁRNI Johnsen alþingismaður opnar í dag, þriðjudag, kosn- ingaskrifstofur á Selfossi og í Vestmannaeyjum vegna próf- kjörs sjálfstæðismanna á Suð- urlandi laugardaginn 6. febr- úar. Skrifstofan á Selfossi er til húsa á Austurvegi 56. Kosn- ingastjóri er Valey Guð- mundsdóttir en skrifstofan er opin frá kl. 16-19 daglega. Skrifstofan í Vestmanna- eyjum er á Kirkjuvegi 28, næsta húsi við Akoges. Kosn- ingastjóri er Ásmundur Frið- riksson. Skrifstofan er opin frá morgni til kvölds. Kosningastjóri til sveita er Þórður Guðnason í Köldukinn í Land- og Holtahreppi. Svanfríður Jónasdóttir opnar heimasíðu SVANFRÍÐUR Jónasdóttir alþingismaður og frambjóð- andi í prófkjöri Samfylkingar- innar í Norðurlandskjördæmi eystra hefur opnað heimasíðu á Netinu. Slóðin er: jafnadar- menn.is/svanfridur en á síð- unni birtast m.a. skoðanir og skrif þingmannsins. Þar má einnig finna eldri greinar um sjávarútvegsmál og fleira. Einnig eru þar upplýsingar um þingmanninn og þá er þar dálkur sem ber heitið „Lífið er saltfiskur" þar sem birtar verða uppskriftir að saltfisk- réttum. Netfang Svanfríðar er sijÉalthingi.is. Tónleikum í Salnum frestað AF óviðráðanlegum orsökum verð- ur píanótónleikum Þorsteins Gauta Sigurðssonar, sem áttu að vera í kvöld í Salnum í Kópavogi, frestað til þriðjudagsins 2. mars. FRÉTTIR Heilbrigðisstofnanir í Hafnar- firði hugsanlega sameinaðar Forystumenn Alþýðuflokks og Fjarðarlista í Hafnarfirði mótmæla vinnubrögðum bæjarstjóra SAMKOMULAG er um það milli tveggja ráðherra rikLsstjói'narinnar og bæjaryfirvalda í Hafnarfh'ði að kanna möguleika á því að sameina heilbrigðisstofnanir í Hafnaifirði, þ.e. Heilsugæslustöðina í Hafnarfirði, Hjúkrunarheimilið Sólvangi og St. Jósefsspítala, í eina stofnun; Heil- brigðisstofnun Hafnarfjarðar. Ingi- björg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálai'áðherra, Geir H. Ha- arde fjármálaráðherra og Magnús Gunnarsson bæjarstjóri, undirrituðu viljayfirlýsingu þessa efnis á fostudag. Forystumenn Álþýðuflokks og Fjarð- arlista í Hafnaifirði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir mótmæla harðlega vinnubrögðum bæjarstjóra. I viljayfirlýsingunni er sagt að kannaðir verði möguleikar á gerð þjónustusamnings um rekstur heil- brigðisþjónustu til allt að fimm ára. Markmið með þjónustusamningi sé að bæta þjónustu við íbúana, að nýta betur það fé sem rennur til stofnana og að laga stjórnsýslu þeirra betur að staðbundnum aðstæðum, segir í fréttatilkynningu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráu- neytið stjórnar könnuninni sem nú verður gerð, en hún er að öðru leyti unnin í nánu samráði við stjórnendur viðkomandi heilbrigðisstofnana og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, segir í fréttatilkynningu. Án samþykktar eða heimildar bæjaryfirvalda Oddvitar Alþýðuflokks og Fjarð- arlista í Hafnarfirði, Ingvar Viktors- son og Lúðvík Geirsson, sendu á laugai'dag frá sér yfirlýsingu vegna þessa máls. Þar segir að fyrrnefnd undirritun bæjarstjóra sé án nokk- urrar samþykktar eða heimildai' bæjaryfirvalda og hafi hvorki verið rædd né samþykkt í bæjarstjórn eða bæjarráði. Bæjarstjóri hafi ekki afl- að sér neins umboðs til þessarar undirritunar og segjast þeir líta svo á að hún sé ómarktæk. Bæjarstjóri, Magnús Gunnarsson, hafi með und- irskrift sinni gengið langt út fyrir heimildir sínar samkvæmt 55. gr. sveitarstjórnai'laga um verksvið framkvæmdastjóra sveitarfélaga. Segir í yfirlýsingunni að við þessi vinnubrögð verði ekki unað. Þar segir ennfremur: „Vinnubrögð bæjarstjóra eru með eindæmum og forkastanleg. Hvorki kjörnum bæjar- yfirvöldum né stjómendum og starfs- fólki umræddra heilbrigðisstofnana hafa verið kynntar neinai' hugmyndir í þessa veru. Framganga bæjarstjóra er ekki síst ámæhsverð fyrir þær sak- ir að á bæjarstjórnarfundi sl. þriðju- dag neitaði hann því ítrekað að nokkrar hugmyndir væru uppi um uppstokkun í stjómun heilsugæslu- mála í Hafnarfirði á þessu stigi. Á sama fundi vildi hann ekkert kannast við né taka undir þá tillögu sem ráð- herraskipaður formaður stjórnar Heilsugæslunnar í Hafnarfirði lagði fram á fundi stjórnarinnar í sl. viku þar sem lagt var til að Már Pétursson yrði ráðinn sem forstjóri Heilsugæsl- unnar og í önnur verkefni. Á fundi bæjarráðs sl. fimmtudag var ekki vikið einu orði að hugmynd- um um breytta stöðu heilsugæslu- mála hvað þá að þá lægju á borði bæjarstjóra drög að viljayfirlýsingu um uppstokkun í þessum málaflokki. Stjórnendur bæjarfélagsins og stjórnendur umræddra stofnana fá fyi-st að heyra fréttir af þessum mál- um eftir að bæjarstjóri er búinn að skrifa umboðslaus undir yfirlýsingar í nafni bæjarins," segir í yfirlýsingu Ingvai’s Viktorssonar og Lúðvíks Geirssonar. Úr dagbók lögreglunnar 34 teknir fyrir hraðakstur AÐFARANÓTT laugardags var fremur fátt í miðborginni og ástand manna þokkalegt. Fimm manns voru handteknir vegna minni háttar mála og einn fluttur á slysadeild. Heldur fleira fólk var í miðborginni aðfara- nótt sunnudags og meiri ölvun. Hand- taka þurfti átta manns vegna ölvunar og í nokkrum tilfehum þurfti að skilja menn að vegna slagsmála. Alls voru 34 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur um helgina en sum- ir þefrra voru á öðru hundraðinu á leið að Hvalfjarðargöngum. Fjórtán voru grunaðfr um ölvun við akstur. Á laugardag varð árekstur þriggja bif- reiða á Bíldshöfða/Höfðabakka. Einn farþegi kvartaði undan eymslum í baki og hálsi. Ökumaður annarrai' bifreiðarinnar var grunaður um ölv- un við akstur. Um miðnætti aðfara- nótt sunnudags var ölvaður maður á reiðhjóli stöðvaður. Hjólið reyndist stolið. Stúlka varð fyrir bifreið á Löngu- hlíð við Miklubraut um miðjan dag á sunnudag. Meiðsli stúlkunnar voru talin minniháttar. Á fóstudagsmorgun var thkynnt um innbrot í söluturn við Bústaða- veg. Þar var stolið miklu af vindling- um. Sama dag var tilkynnt um inn- brot í bifreið við Bergstaðastræti. Stolið var verkfærum, ýmsum varn- ingi og hljómtækjum fyrir háa upp- hæð. Á laugardagsmorgun var brotist inn í veitingahús við Háaleitisbraut og stolið talsverðu af peningum. Þá var brotist inn í íbúð við Langagerði og stolið sjónvörpum og hljómflutn- ingstækjum. Ungur piltur var tekinn við að krota á strætóskýli á fóstudagskvöld. Hann var fluttur heim tU ömmu sinnar. Hún greip til sinna ráða, blandaði sápu- vatni í fótu, ók pUti aftur í skýlið og lét hann þiifa eftir sig! Aðfaranótt laug- ardags var rætt við mann í Hafnar- stræti vegna ótímabærs þvagláts hans þar. Ætlunin var að maðurinn færi sína leið eftir viðtalið en hann veittist að lögreglumönnunum og hafhaði í fangageymslu. Nokkur hross sluppu inn á tún við Norðlingabraut á laugardag og skemmdu þar heyrúllur fyi’ir á ann- að hundrað þúsund krónur. Voru hrossin fjarlægð í skyndi. Síðdegis á laugardag voru börn talin í hættu vegna brims við leik sinn í fjörunni við Eiðsgranda. Þar fundust strákar með blauta fætur en þó er ástæða til að vara foreldra við hættunni sem börnum getur stafað af brimi á þess- um slóðum. Athuga- semd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá utanríkisráðuneyt- inu: „í frétt DV 29. janúar er fullyrt að utanríkisráðuneytið hafi „haft afskipti af‘ málaferlum Eimskips gegn bandarískum stjómvöldum vegna sjóflutninga fyrir varnarlið- ið á Keflavíkurflugvelli og „freist- að þess að hafa áhrif á dómarann sem hefur með málið að gera í Washington, Thomas F. Hogan." Jón Baldvin Hannibalsson, sendi- herra Islands í Washington, hafi sent dómaranum bréf „í þessum tilgangi“ sem hafi verið endursent. Þar sem frétt þessi gefur afar vill- andi mynd af staðreyndum máls- ins vill ráðuneytið gera stutta grein fyrir þeim. I munnlegum málflutningi vegna máls Eimskipafélags ís- lands hf. gegn bandarískum stjórnvöldum, sem fram fór 6. janúar sl., fullyrti lögmaður bandaríska dómsmálaráðuneytis- ins að umfjöllunarefnið í mála- ferlunum væri til diplómatískrar meðferðar bandarískra og ís- lenskra stjórnvalda og af þeim sökum væri einkaaðila óheimilt að höfða þetta dómsmál. Fullyrð- ing lögmannsins var röng, enda höfðu bandarísk stjórnvöld ítrek- að hafnað ósk utanríkisráðuneyt- isins um að eiga samningaviðræð- ur um málið sem varðar m.a. túlkun samnings og samkomulags milli Islands og Bandaríkjanna um sjóflutninga fyrir varnarliðið frá 24. september 1986. Utanrík- isráðuneytið taldi sér rétt og skylt að leiðrétta þessa röngu fullyrðingu og fól sendiráðinu í Washington að hafa samband við bandarísk stjórnvöld í því skyni og óska eftir að þau leiðréttu um- rædd ummæli. Töldu þau sér ekki fært að verða við ósk sendiráðs- ins og bentu sendiráðinu á að koma leiðréttingu á framfæri við dómarann í málinu. í Ijósi þessa ritaði sendiherra íslands í Was- hington dómaranum bréf sam- kvæmt fyrirmælum ráðuneytisins þar sem umrædd fullyrðing lög- manns bandaríska dómsmála- ráðuneytisins var leiðrétt. Dóm- ari málsins, sem hefur samkvæmt reglum dómsins nokkuð frjálsar hendur varðandi viðtöku á bréf- um sem þessum, tók við bréfinu en ákvað síðan að endursenda það.“ AUGLÝSING ÞESSI ER EINGÖNGU BIRT I UPPLÝSINGASKYNI Skuldabréf Haraldar Böðvarssonar hf. á Verðbréfaþingi íslands Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka skuldabréf Haraldar Böðvarssonar hfv 1. flokk 1995, á skrá þingsins þann 8. febrúar 1999. Heildarnafnverð útgáfunnar var 155.000.000 kr. Skráningarlýsingu og önnur gögn er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, viðskiptastofu íslandsbanka hf., Kirkjusandi, 155 Reykjavik. AUGLÝSING ÞESSI ER EINGÖNGU BIRT ( UPPLÝSINGASKYNI íslandsbanka hf., 2. fl. 1998, á Verðbréfaþingi íslands Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka skuldabréf íslandsbanka hf., 2. flokk 1998, með víkjandi ákvæði, á skrá þingsins þann 8. febrúar 1999. Heildarnafnverð útgáfunnar var 500.000.000 kr. Skráningarlýsingu og önnur gögn er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, viðskiptastofu íslandsbanka hf., Kirkjusandi, 155 Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.