Morgunblaðið - 02.02.1999, Page 56

Morgunblaðið - 02.02.1999, Page 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ í* Hundalíf Ljóska Ferdinand Smáfólk I LIKE T0 PAINT 5UPER HEK0E5/5EE? MY 5UPER HEKO FUE5 ALL OVEK THE UNIVER5E! Kennarinn segir að við eigum að mála blóm. Mér leiðist að mála blóm. Mér finnst gaman að mála ofurhetjur! Sjérðu? Ofurheljan mín flýgur um allan alheiminn! Kennarinn verður ekki hrifinn af því... Ég kalla hann „Sólblóm" BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Aldamót eða ekki aldamót Frá Gunnuri Egilson: NÚ þegar aldamótin nálgast hafa heyrst skiptar skoðanir manna á meðal bæði í útvarpi og í aðsendum bréfum til dagblaðanna þar sem fólk er á öndverðum meiði um það hvort tuttugasta og fyrsta öldin gangi í garð hinn 1. janúar árið 2000 eða 2001. Þeir sem tilheyra síðari hópnum benda á það sem rök að tugur sem hefst á tölunni 1 sé ekki fullnaður fyrr en næsti tugur hefjist á tölunni 1, sem auðvitað er rétt. Þeir gefa sér þá forsendu að tímatal okkar hefjist á tölunni 1 og því ljúki 20. öldinni ekki fyrr en í lok ársins 2000 en ég hef hvergi séð rennt stoðum undir þá staðhæfingu að tímatal okkar hefjist á tölunni 1! Fyrir nokki-u rakst ég á grein í tímaritinu Newsweek frá nýliðnu ári þar sem sagt er frá því hvemig staðið var að því á sínum tíma að ákvarða tímatal það sem kristnir menn um heim allan hafa virt allar götur síðan. í greininni segir að árið 525 hafi Jóhannes páfi I. falið ábóta nokkrum að nafni Díonísus Ex- iguus, sem var stærðfræðingur mik- ill og stjömufræðingur, að búa til samræmt lítúrgískt tímatal svo kristnir menn um heim allan gætu haldið páskahátíðina og aðrar kirkjulegar hátíðir á sömu dögum á ári hverju. Eina sem Díonísus hafði til að styðjast við var tímatal sem rómverski keisarinn Díókletían hafði látið gera til að marka stofnun hins rómverska ríkis. Þar sem við- fangsefni Díonísusar var að sam- ræma tímatalið fyrir hinn kristna heim ákvað hann að láta það taka mið af fæðingu Jesú Krists. Með því að leggja rómverskt tímatal Díó- kletíans til grundvallar annarsvegar og nota tímasetningar Lúkasar og Matteusar um fæðingu frelsarans hinsvegar reiknaðist Díonísusi til að Jesús hafði fæðst á 753. ári hins gamla rómverska tímatals og gerði það ár að 0 ári hins kristna tímatals. Menn geta endalaust deilt um það nákvæmlega hvenær Jesús hafi fæðst því um það eru margar kenn- ingar, en hvað sem líður allri óná- kæmni guðspjallanna um tímasetn- ingu fæðingar frelsarans var sú ákvörðun tekin fyrir tæpum fimmt- án öldum að tímatalið, sem byggt var á útreikningum Díonísusar og hinn kristni heimur grundvallar ár- töl sín á, reiknast út frá árinu 0. Samkvæmt því gengur tuttugusta og fyrsta öldin í garð hinn 1. janúar árið 2000. GUNNAR EGILSON, eftirlaunaþegi, Dunhaga 15, Reykjavík. Greiðslur til samfélagsins Frá Birgi Óskarssyni: ÞAÐ var átakanlegt að lesa bréfið frá vesalings strætisvagnastjóran- um varðandi vangreiðslur hans til samfélagsins. Slík andfélagsleg fötl- un virðist koma upp öðru hvoru og er erfitt við að eiga, engin samtök eða' stofnanir virðast geta sinnt svona tilfellum. Þetta fólk virðist ekki skilja ýms- an samfélagslegan rekstur og vill ekki taka þátt í honum. Því er ekki Ijóst að gjöld, eins og til RÚV, eru ekki séríslensk fyrirbæri og víða er tekið harðar á undanskotum greiðslna fyrir þjónustuna en hér. Það gerir sér heldur ekki grein fyr- ir því að allir þjóðfélagsþegnar greiða sitt til nigluðu stöðvanna í formi hækkaðs vöruverðs, vegna þeirra auglýsinga sem þær stöðvar að hluta til lifa á, án þess að geta nýtt sér dagskrár þeirra nema með miklum viðbótarkostnaði. Ég efa að á byggðu bóli finnist land þar allar sjónvarpsrásir eru ruglaðar, eins og sumir vilja að sé hér. Ég fékk um tíma, íyrir nokkrum árum, stærsta dagblað þeiiTa Hjaltlandseyinga. Þar birtist sterk- ari samkennd eyjaskeggja er hér þekkist. Öðru hvoru birtist í blaðinu listi yfir fólk er reynt hafði að kom- ast hjá greiðslum til breska út- varpsins (sjónvarpsins), heimilis- föng þess, hve lengi svikin höfðu staðið yfir og hve háa sekt það þurfti að greiða. Hið sama var gert varðandi þá er brotið höfðu umferð- ariög og reglur er viðurlög lágu við. Aðgerða Ríkisútvarpsins til inn- heimtu væri ekki þörf ef félagslegur þroski þjóðarinnar væri efldur og væri það verðugt verkefni ráðuneyti menntamála til handa. BIRGIR ÓSKARSSON, Asparfelli 6, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. (//r (hj sÁcu'ty/'ffti/1 Skartgripadeild Laugavegi 61 Sími 552 4910 15*40% afsláttur af skartgripum Einstakt tækifæri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.