Morgunblaðið - 02.02.1999, Side 58

Morgunblaðið - 02.02.1999, Side 58
MORGUNBLAÐIÐ j>8 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 KIRKJUSTARF I DAG Safnaðarstarf Hjónanámskeið Hafnarfj arðarkirkju 'FRÁ haustinu 1996 hefur verið hald- ið námskeið í Hafnarfjarðarkirkju um hjónaband og sambúð undir yfir- skriftinni „Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð". Mai-kmið námskeiðanna er að veita hjónum og sambýlisfólki tækifæri til þess að skoða samband sitt í nýju ljósi, styrkja það og efla og íhuga hvemig hægt er að taka tíma frá fyrir hvort annað á jákvæðan hátt. Nám- skeiðin eru öllum opin og henta bæði þeim er lengi hafa verið í sambúð eða hjónabandi, og hinum er nýlega hafa ruglað saman reytum. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru sr. Guðný Hall- grímsdóttir starfandi sóknarprestur við Seltjarnarneskirkju og sr. Þórhall- ur Heimisson sem er prestur við Hafnarfjarðarkirkju. Öllum pörum sem taka þátt í nám- skeiðunum býðst að koma í einkavið- töl í framhaldi af námskeiðinu, telji þau sig hafa þörf fyrir frekari hand- leiðslu. Einnig er hjónum vísað til annarra fagaðila og ieiðbeint um hvar hægt er að leita sér stuðnings sé þess þörf. Fullt er á námskeið vorsins. Enn er hægt að skrá sig á biðlista. Allar nánari upplýsingar er að fá hjá sr. Þórhalh. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverður. m. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, alt- arisganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimilinu eftir stund- ina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Starf fyrir 6^-9 ára böm kl. 17. Laugaraeskirkja. „Þriðjudagur með Þorvaldi“ kl. 21. Ljúf lofgjörðarstund. Seltjamarneskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Æskulýðsstarf fyrir 8. og 9. bekk kl. 20-22. Arbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn- um má koma til sóknarprests í viðtals- tímum hans. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf kl. 20 á vegum KFUM & K og Digranes- kirkju. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 17.30. Æskulýðsstarf fyrir 8. bekk kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar, opið hús kl. 13.30-15.30. Helgistund, spilað, sungið, handavinna og kaffi- veitingar. Æskulýðsstarf fyrir 8. bekk kl. 20-22 í kirkjunni. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. „Kirkjukrakkar“ í Rimaskóla fyrir böm 7-9 ára kl. 17-18. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetsstíg 6. Vídalínskirkja. „Sálgæsla meðal syrgjenda" - sr. Tómas Guðmundsson flytur erindi um sálgæslu í Kirkju- hvoli kl. 9 í kvöld. Víðistaðakirkja. Opið hús fyiir 8-9 ára böm kl. 17-18.30. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. HafnarQarðarkirkja. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni, Kapellu Strandbergs kl. 21.30-22. Heimsborgin - Rómverjabréfið, lest> ur í Vonarhöfh kl. 18.30-20. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 14-16. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingamndirbúning- ur kl. 14.30-15.55 í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Hvammstangakirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12 á prestssetrinu. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 16-17 kirkjuprakkarar (7-9 ára) í safnaðarheimilinu. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Hvítasunnukirlgan Ffladelfi'a. Sam- vera á vegum systrafélagsins kl. 20. Ester Jakobsen flytur hugleiðingu. Allar konur hjartanlega velkomnar. Lágafellskirkja. Æskulýðsstarf ferm- ingarbama. á miðvikudögum kl. 20. Umsjón Sigurður Rúnar Ragnarsson. Draetír-buxur blussur-píls Míkíð úrval í lítlum stœrðum. Nýkomíð míkíð úrval ajstökum buxum. Verðfrá kr. 1.690. Nýbýlavegí 12, Kóp., stmís54 4433 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Bútasaumssýn- ing í Hafnarborg LISTGAGNRÝNANDI Mbl. fór á sýninguna i Hafnarborg og skrifar um hana, en af takmarkaðri þekkingu sém bendir til að hann stundi ekki búta- saum. Sýningin í Hafnar- borg er skemmtileg og yndislegt að sjá hana til að skoða litasamsetningar Fassett, sem er hreinn snillingur í því að setja saman liti og fá út sterk áhrif. Hvað bútasauminn sjálfan varðar er þessi sýning hins vegar ekkert framúrskarandi, því það er einfaldlega ekki það sem Fassett er að setja fram. Hann notar einfóld form og býr til úr þeim oft á tíðum bráðskemmtileg mynstur með litunum og mikiu fremur ætti að flokka teppi hans sern list en nokkuð annað. Á bak við hann er hið góða fyrir- tæki Rowan, sem fram- leiðir í kössum kit eftir hugmyndum Fassett sem seld era um allan heim. Hvað varðar athuga- semdina um „stjömu- mynstrað teppi á jarðhæð sem gert er úr rifnu og götóttu efni“ þá er við- komandi teppi eitt af þremur antik-teppum á sýningunni og var ekki gert úr rifnu efni, heldur hefur tíminn farið svo með það. Teppið er sem sagt rúmlega hundrað ára gamalt listaverk sem hef- ur varðveist ákaflega vel til þess að gera og má hverjum sem skoðar sýn- inguna vera það dagljóst að hvorki stfll þess né lita- val er í neinu samræmi við verk listamannsins. En rétt er það, að Fas- sett kemst upp með „hæp- inn“ frágang á verkum sínum (aðeins eitt teppi, röndóttar stjömur, stung- ið á óhefðbundinn hátt með grófu bródegami er saumað af honum sjálfum, hitt er saumað af Lizu) og hugsanlega er ástæðan sú að á þeim stutta tíma sem hann hefur stundað þessa list hefur honum einfald- lega ekki gefist tími til að tileinka sér þau sjónarmið að horn eigi að standast á og að vattstungan sé eins stór hluti af teppinu og sjálfur saumaskapurinn við efri hlutann, toppinn. Það má heldur ekki gleyma því að Fassett er ekki bútasaumari sjálfur heldur. (Það er yfirleitt talað um stungin teppi, ekki vatteruð.) Svo er hann jú listamaður og hönnuður fyrst og fremst og vinnur sem slíkur eftir öðram lögmálum en venjulegt fólk. (Skoðun bréfritara.) En Storkurinn á heiður skilinn fyrir að koma með þessa sýningu sem vafalít- ið á eftir að hafa mikil áhrif á litaval og hug- myndir þefrra fjölmörgu Islendinga sem stunda bútasaum í dag sér til ánægju. Vigdís Stefánsdóttir, ritstjóri Islenska búta- saumsblaðsins og áhugamanneskja um bútasaum. Fyrirspurn til RUV HEFUR einhvern timann verið athugað að koma af- notagjöldum ríkisútvarps og sjónvarps inn í skatta- kerfið? Notandi. Tapað/fundið Talstöð í óskilum TALSTÖÐ Morotorola Radius SP-300 fannst á Dvergshöfða. Uppl. í síma 552 8201 eftir kl. 17. GSM-sími týndist GSM-sími týndist á Laugavegi eða við JL-hús- ið sl. föstudag. Skflvís finn- andi hafi samband í síma 565 6229. Dýrahald Svartur labrador SVARTUR labrador blendingur týndist fyrir jól frá Hverfisgötu í Reykja- vík. Hann var með hvítar málningarslettur á rófu og víðar. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 562 5262. Stór, brúnn hestur týndist í Kjós BRÚNN, frekar stór 8 vetra hestur týndist í haust frá Möðravöllum í Kjós. Mark: boðbfldur aft- an hægra. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 566 6472 eða 566 7977. Læða í óskilum í Þingholtunum LÍTIL þrílit læða, (hálfstálpaður kettlingur) er í óskilum á Urðarstíg í Þingholtunum. Þeir sem kannast við kisu hafi sam- band í síma 552 5104. SKAK llmsjóii Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur. ÞETTA hróksendatafl kom upp á Hoogovens stórmótinu í Hollandi sem lauk á sunnudaginn. Jan Timman (2.649) hafði hvítt og átti leik gegn Alexander Yermolinsky (2.597) frá Bandaríkjunum. 39. He8! og svartur gafst upp, því bæði 39. - Kxe8 40. h7 og 39. - Kg6 40. Hxe6+ er alveg voniaust. Gaiy Kasparov tryggði sér sigur á mótinu með jafntefli við Kramnik í síðustu umferð. Lokastaðan: 1. Kasparov 10 v. af 13 mögulegum, 2. Anand %Vz v., 3. Kramnik 8 v., 4.-7. Ivan Sokolov, Piket, Shirov og Timman 7 v., 8.-9. Ivantsjúk og Svidler 6V4 v., 10. Topa- lov 6 v., 11. Kasimdsjanov 5 v., 12. Van Wely 4'A v., 13. Yermolinsky 4 v. 14. Reindermann 3 v. Bermúda mótið: Frakkinn Bacrot er efstur með 714 vinning af 9 möguleg- um, en Helgi Áss Grétarsson er í öðru sæti með 6V2 v. Waitzkin frá Banda- ríkjunum er þriðji með 6 v. Þröstur Þórhallsson er í miðjum hópi kepp- enda með 4!4 v. Skákþing Reylgavíkur: Jón Viktor Gunnarsson er efstur með 6V2 v. af 7 mögulegum. Bragi Þorfinnsson og Kristján Eðvarðsson koma næstir með 5V4 v. HVERNIG finnst þér að vera búinn að fá eigin skrifstofu? UTSALAN hefst í dag kl. 8.00 Litir: Svartir og brúnir Stærðir: 41-46 Tegund: A.M. Verö 2.995 Mikið úrval á utsölunni Póstsendum samdægurs r ~oppskórinn - VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1 21 2 Víkverji skrifar... TÍMI Jóhönnu Sigurðardóttur virðist vera runninn upp eftir prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík en hún er ótvíræður sig- urvegari prófkjörsins. Hið sama má segja um aðra fulltrúa Þjóðvaka sem tóku þátt í prófkjörinu en þrjú af sex efstu sætum listans eru skip- uð þingmönnum og varaþingmönn- um Þjóðvaka frá síðustu Alþingis- kosningum. Einnig vekur athygli hver hlutur kvenna er á lista Sam- fylkingarinnar en fjórar konur eru í fimm efstu sætum listans. Virðist því vera Ijóst að sú skoðun sem oft hefur heyrst að konur komi illa út úr prófkjörum eigi ekki við rök að styðjast líkt og konur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi hafa sýnt og sannað. Kunningi Víkverja, sem aldrei hefur fundið sig innan neins flokks á vinstri vængnum en hefur stutt sameiningu vinstri manna, tók þátt í prófkjörinu líkt og ríflega 11 þús- und Reykvíkingar. Hann var hins vegar mjög ósáttur við að þurfa að merkja við ákveðinn flokk í próf- kjörinu og velja fjóra einstaklinga sem buðu sig fram í nafni þess flokks. Þótti honum lítið fara fyrir samfylkingu og þeim sameiningar- vilja með því að skikka kjósendur til að velja einstaklinga eyrnamerkta ákveðnum flokki. Lenti hann í tölu- verðum vandræðum með að velja fjóra í því hólfi sem hann valdi, en hann hefði gjarnan viljað velja fólk úr öðrum hólfum. Einstaklinga sem hann taldi hæfa til þess að skipa fjögur efstu sæti lista Samfylking- arinnar hvort sem þeir buðu fram í hólfi Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags eða Kvennalistans. XXX VÍKVERJI brá sér á dögunum í leikhús til þess að sjá leikritið Hinn fullkomni jafningi eftir Felix Bergsson sem jafnframt er eini leikarinn í sýningunni. í leikritinu er sögð saga fimm íslenskra karl- manna sem eiga það sameiginlegt að vera samkynhneigðir. í Ieikritinu er komið inn á ýmsa viðkvæma hluti eins og þegar sam- kynhneigðir koma „út úr skápnum", hvernig fjölskyldur þeima taka þeim tíðindum, annað hvort með þögninni eða sem eðlilegum hlut, feluhomma og þar fram eftir götun- um. Inn í textann fléttast ljóð bandaríska ljóðskáldsins Walt Whitman sem Jón Ásgeir Sigur- vinsson hefur þýtt á snilldarlegan hátt fyrir uppfærsluna. Það er óhætt að segja að leikhús- ferðin hafi staðið fyrir sínu. Fór þar saman frábær leikur, góður texti þar sem írónían skín í gegn og mál- efni sem þarft er að vekja umræður um á fordómalausan hátt, það er samkynhneigð. Mikil þorri fólks telur sig vera lausan við fordóma en þegar á reyn- ir er raunin önnur. Oll eigum við einhverja fordóma við að glíma þrátt fyrir allt. Fordómar geta verið af ólíkum toga en fordómar gagn- vart samkynhneigðum og fólki af öðrum litarhætti og kyni eru þeir sem hafa verið mest áberandi í um- ræðunni. Því er leiksýningin Hinn fullkomni jafningi þörf áminning til fólks um að líta í eigin barm varð- andi fordóma og hverjar afleiðingar þeirra geta orðið fyrir þann hóp sem verður fyrir fordómum í þjóð- félaginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.