Morgunblaðið - 02.02.1999, Qupperneq 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Myndbandalisti vikunnar
Efstu myndirnar þaul-
sætnar á listanum
GWYNETH Paltrow og John Hannah fara með aðalhlutverkin í
Rennihurðum eða „Sliding Doors“ sem er í 5. sæti þessa vikuna.
MYNDBANDALISTI vikunnar er
nú í fyrsta skipti birtur í Morgun-
blaðinu. Af því tilefni var hringt í
Stefán Unnarsson, framkvæmda-
stjóra Myndmarks sem eru samtök
myndbandaútgefenda og mynd-
bandaleigna og hafa umsjón með
' listanum.
- Hvernig er listinn unninn ?
„Hringt er í útvaldar mynd-
bandaleigur um allt land og leigu-
tölurnar teknar, lagðar saman og
útkoman fengin."
- Ræður slembilukka vali á leig-
um, eða við hvað er miðað?
„Við veljum þær leigur sem við
vitum að kaupa allar myndir. Við
tökum púlsinn á mörgum leigum en
segja má að útleiga mynda á einni
leigu endurspegli nokkuð vel allan
markaðinn. Það eru lítil frávik á
milli myndbandaleiga."
- Hvað hefurðu að segja um lista
vikunnar?
„Það eru litlar hræringar á listan-
*- um frá fyrri viku og efstu myndir
listans hafa verið nokkuð þaulsætn-
ar og gengið mjög vel. Efsta mynd-
in þessa vikuna, „Six Days Seven
Nights“, heldur toppsætinu frá
fyrri tveimur vikum, en hún er nátt-
úrlega með leikara aldarinnar í að-
alhlutverki, sjálfum Harrison Ford.
í öðru sæti er myndin „Sensel-
ess“ sem er lauflétt grínmynd með
Marlon Wayans, en hann er mjög
vinsæll hérlendis. Efstu myndimar
á listanum eru allar tiltölulega nýjar
myndir og eins og sjá má er ein af
stórmyndum sumarsins, Godzilla, í
fjórða sætinu. Einnig má benda á
myndina með Bruee Willis, Merc-
ury Rising, sem hefur gengið mjög
vel en hún er búin að vera sjö vikur
á listanum.
Ný mynd á listanum er „Hope
Floats“ með Söndm Bullock, en
myndir með henni hafa yfirleitt náð
miklum vinsældum hérlendis. Önn-
ur ný mynd á listanum er danska
myndin „Vildspor" sem tekin er á
íslandi og skartar íslenskum leikur-
um.“
- Hvernig er myndbandamarkað-
urinn á þessum árstíma?
„Það er erfitt að segja hvort þessi
árstími er betri fyrir grín-, spennu
eða dramatískar myndir en annar
árstími. Myndbandamarkaðurinn er
mjög jafn allt árið, þótt það leigan
sé aðeins meiri á sumrin. Þá hefur
fólk meiri tíma,“ segir Stefán að
lokum.
THE MASK O F ZOR.RO
ANTOMO ANTHONY
BANDERAS HOPKINS
>
VINSÆLUSTU
MYNDBÖNDIN1
AISLANDI ...b
Nr. var vikur Mynd Útgefandi Tegund
1. 1. 3 Six Days Seven Nights SAM myndbönd Gaman
2. 4. 2 Senseiess Skífan Gaman
3. 3. 2 Wrongfully Accused SAM myndbönd Gaman
4. 2. 3 Godzilla Skífan Spenna
5. 5. 4 Sliding Doors Myndform Gaman
6. 6. 7 Mercury Rising CIC myndbönd Spenna
7. 7. 5 Red Corner Warner myndir Spenna
8. 8. 6 Lethal Weapon 4 Warner myndir Spenna
9. NÝ 1 Hope Floats Skifan Drama
10. 10. 5 Object Of My Affection, The Skífan Gaman
11. 9. 4 He Got Game Bergvík Drama
12. 11. 4 Phantoms Skífan Spenna
13. 12. 7 Big Hit, The Skífan Spenna
14. 14. 8 City Of Angels Warner myndir Drama
15, NÝ 1 Substitute 2 SAM myndbönd Gaman
16. NÝ 1 Vild Spor Hóskólabió Spenna
17. 15. 8 Hush Skífan Spenna
18. 13. 9 Mon Who Knew Too Little Warner myndir Gaman
19. 19. 10 Wild Things Skífan Spenna
20. NÝ 1 Paulie CIC myndbönd Gaman
irtTtrrti II m ■»i ■ nnniD ítti iirriTOi
Á TÖKUSTAÐ.
Góð saman þrátt
fyrir hrakspár
EFSTA myndin á myndbandalist-
anum þessa vikuna er Sex dagar
og sex nætur með þeim Harrison
Ford og Anne Heehe í aðalhlut-
verki en leikstjóri er Ivan Reit-
man. Meirihluti myndarinnar er
tekinn upp á Kau-
ai, einni eyju
Hawaii, en sú eyja
er Harrison Ford
ekki með öllu
ókunnug því fyrir
sautján árum var
myndin um Indi-
ana Jones,
„Raiders of the
Lost Ark“, tekin
upp á svipuðum
slóðum.
Ford er ánægð-
ur að vera kominn
á gamalkunnar
slóðir og ekki síð-
ur yfir því að hann
fær að fljúga í
inyndinni. Ford er
reyndur flugmað-
ur og á nokkrar
flugvélar sjálfur.
Þess vegna kom
annað aldrei til greina en hann
sæi um flugatriðin og gátu því
staðgenglar haft það náðugt á
meðan.
Heche segist hafa verið yfir sig
hrifin af því að taka þátt í róman-
tískri gamanmynd. „Ég vildi endi-
lega vera ástfangin," segir hún
hlæjandi. „Reyndar verður per-
sónan ástfangin gegn vilja sínum,
því hún er meira upptekin af því
sem henni ber skylda til að gera
en því sem hana langar til að
gera. Myndin ætti því að höfða til
þeirra sem eru óragir við sinn
innri mann.“
Leikstjórinn Ivan Reitman segir
að mikið hafi oltið á því að það til-
finningahitinn í sambandi aðalleik-
aranna skilaði sér til áhorfenda.
Mikill aldursmunur er á þeim Ford
og Heche, eða 27 ár, en Ford hefur
ítrekað verið valinn einn kyn-
þokkafyllsti leikari Hollywood.
Hins vegar setti yfirlýsing Anne
Heche um sam-
kynhneigð sína og
samband við Ellen
DeGeneres stuttu
fyrir tökur mynd-
arinnar dálítið
strik í reikninginn.
Margir töldu að
samleikur Heche
og Fords væri
dauðadæmdur því
enginn myndi geta
samþykkt þau sem
ástfangið par eftir
þessa yfirlýsingu.
„í fyrstu hélt ég
að þetta yrði auð-
velt,“ segir leik-
sljórinn. „Þarna
eru karlmaður og
kona strandaglóp-
ar á eyju. En í
rauninni liefur
þetta verið erfið-
asta mynd sem ég hef gert á ferl-
inum.“
Reitman segir að hann og
Harrison Ford hafi hist þegar
Heche kom út úr skápnum og rætt
hvort það hefði áhrif á val hennar
í myndina. Þeir hefðu komist að
þeirri niðurstöðu að hún væri
rétta manneskjan í hlutverkið,
enda upphaflega valin úr 100 um-
sækjenda hópi. Okkur fannst að
einkalíf hennar ætti ekki að skipta
máli í þessu samhengi. Reitman
viðurkennir þó að öll fjölmiðlaum-
ræðan í kjölfar ákvörðunar Heche
hafi skotið honum skelk í bringu.
„En ég vissi að það neistaði á milli
hennar og Ford í myndinni, og
það var það sem skipti máli.“
ANNE Heche og Harrison
Ford.