Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 1
31. TBL. 87. ÁRG.
SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Sendinefnd Kosovo-Albana heldur til
Frakklands til viðræðna um frið
Serbar sagðir
hafa gefíð eftir
París, London. Reuters.
FRÖNSK stjórnvöld leystu í gær
þann hnút sem kominn var á fyrir-
hugaðar viðræður um frið í Kosovo,
sem hefjast áttu í Frakklandi í gær.
Serbnesk stjórnvöld höfðu á föstu-
dag komið í veg fyrir að samninga-
menn Frelsishers Kosovo (KLA)
héldu til viðræðnanna og neituðu þá
alhr fulltrúar Kosovo-Albana að yf-
irgefa Júgóslavíu. Var sendinefnd
Kosovo-Albana hins vegar á leiðinni
til Rambouillet í Frakklandi um það
leyti sem Morgunblaðið fór í prent-
un í gær. Var gert ráð fyrir að við-
ræðumar hæfust klukkan fimm að
íslenskum tíma.
í yflrlýsingu franska utanríkis-
ráðuneytisins sagði að „vandamálið
hefði verið leyst“ eftir að Hubert
Vedrine, utanríkisráðherra Frakk-
lands, átti samtöl við stjórnvöld í
Belgrad. Ekki var þó ljóst í hverju
þessi lausn fólst.
Robin Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, sem mun stýra viðræð-
Reuters
FJÖLDI fólks hafði safnast saman við sjúkrahúsið í Amman þar sem
Hussein Jórdamukonungnr lá banalegu sfna í gær.
unum ásamt Vedrine, hafði fyrr í
gær sagt að engar friðarviðræður
myndu fara fram nema Kosovo-Al-
banai- væru þar viðstaddir. Kvaðst
Cook hafa rætt við Zivadin
Jovanovic, utanríkisráðherra Jú-
góslavíu, sambandsríkis Serbíu og
Svartfjallalands, á föstudagskvöld
eftir að Serbar höfðu komið í veg
fyrir að samningamenn KLA yfir-
gæfu Pristina, höfuðborg Kosovo,
og sagðist vongóður um að
serbnesk stjórnvöld breyttu
ákvörðun sinni. „Ég get ekki fullyrt
að svo fari en í gærkvöld [á fóstu-
dagskvöld] leit út fyrir að Belgrad
myndi láta undan kröfum okkar.“
Höfðu hópar Serba og Kosovo-Al-
bana uppi mótmæli í Rambouillet
þegar Cook og Vedrine komu þang-
að í gær. „Enga samninga við morð-
ingja,“ hrópuðu Serbarnir en hópur
Kosovo-AJbana kallaði ákaft „UCK,
UCK“, en það er albanskt heiti
Frelsishers Kosovo.
Abdullah rfldsarfi tekinn
við völdum í Jórdaníu
Amman. Reuters.
RÍKISSTJÓRN Jórdaníu lýsti í gær Hussein
Jórdaníukonung óstarfhæfan og var sonur
Husseins, Abdullah ríkisarfi, svarinn í embætti
sem ríkisstjóri. Fer hann þá með völd í landinu í
forföllum föður síns sem lá banaleguna í gær. Var
hætt við að flytja Hussein af sjúkrahúsi í konungs-
höll sína í útjaðri Amman, höfuðborgar Jórdaníu,
eftir að nokkrir meðlimir konungsfjölskyldunnar
lýstu mótmælum sínum.
Noor drottning, eiginkona Husseins, sem fædd-
ist í Bandaríkjunum, var við sjúkrabeð konungsins
ásamt þremur dætrum þeirra í allan gærdag og
fyrrinótt. Fréttum bar að vísu ekki saman um
ásigkomulag konungsins en engum blandaðist
hugur um að Hussein átti skammt eftir ólifað. Var
valdaframsal í hendur Abdullahs til vitnis um það
og jafnframt fyrsta skrefið 1 þeim umskiptum sem
eiga munu sér stað þegar Hussein konungur fellur
frá. Er þetta í raun talið marka endalok 47 ára
valdatíðar Husseins sem konungs Jórdaníu, en
hann þykir hafa reynst farsæll leiðtogi.
Var ákvörðunin um að framselja völd konungs í
hendur Abdullahs tekin á fóstudag þegar Fayez
al-Tarawmeh forsætisráðherra fundaði með sex
fyrrverandi forsætisráðherrum landsins en þeirra
ABDULLAH, sonur Husseins, tekur við sam-
úðaróskum Fayez al-Tarawmeh forsætisráð-
herra í gær en Fayez sór Abdullah í embætti
ríkisstjóra fyrr um morguninn.
á meðal var frændi Husseins, Zeid Bin Shaker
prins, sem einnig hefur gegnt starfi yfirmanns
jórdanska heraflans. Að sögn heimildarmanna var
um að ræða stjómarskrárlega nauðsyn en þegar
Hussein fellur frá mun jórdanska þingið hins veg-
ar útnefna Abdullah konung landsins.
Hussein útnefndi Abdullah ríkisarfa 26. janúar
síðastliðinn í stuttri heimsókn sinni til Jórdaníu,
en Hussein hafði þá gengist undir læknismeðferð í
Bandaríkjunum vegna krabbameins. Þótti þetta
tíðindum sæta því Hassan, bróðii' Husseins, hafði
gegnt störfum ríkisarfa í 34 ár. Kvað Hussein
valdabaráttu innan konungshallarinnar og átök
um stjórnarstefnu orsök þess að hann ýtti bróður
sínum til hliðar.
Mikil sorg í Jórdaníu
Hussein snéri aftur til Jórdaníu aðfaranótt
föstudags, einungis ellefu dögum eftir að hann fór
aftur til Bandaríkjanna, þegar ljóst var orðið að
beinmergsflutningur hafði mistekist og að kon-
ungurinn ætti einungis fáa daga eftir ólifaða.
Mikil sorg ríkti í Jórdaníu í gær og safnaðist
fólk saman á torgum bæja og borga til að biðja
fyrir velferð konungsins. „Með hjörtum okkar og
sálum fórnum við okkur fyrir þig, Hussein kon-
ungur,“ hrópaði mannfjöldinn. „Hann er konungur
friðar og ég er afar dapur yfir því að missa hann,“
sagði maður í samtali við Associated Press. „Þetta
er mjög sorglegur dagur, allir eru rnjög daprir og
við erum harmi slegin yfir þessum tíðindum."
■ Sýndi stjórnkænsku/6
Átök á
landamær-
um Eþíópíu
og Erítreu
Addis Ababa. Reuters.
TIL átaka kom milli hersveita
Eþíópíu og Erítreu í gær við landa-
mæri Afríkuríkjanna tveggja og
gengu ásakanir á víxl milli stjórn-
valda um það hver átti upptökin.
Engar fréttir höfðu borist af mann-
falli en Erítreumenn héldu því fram
að þeir hefðu hrundið áhlaupi
Eþíópíumanna. Vöruðu þeir íbúa
Erítreu við því að búast mætti við
loftárásum á landið.
Átökin hófust á landamærasvæð-
inu Badme, en þar skarst mjög í
odda í skammvinnu stríði landanna
tveggja í maí á síðasta ári enda gera
bæði löndin kröfu til svæðisins.
Féllu þá hundruð hermanna og
óbreyttra borgara áður en átökin
fjöruðu út og samþykkt var að efna
til vopnahlés. Bæði lönd hafa hins
vegar, á þeim tíma sem liðinn er,
aukið viðbúnað sinn við landamærin
og hefur spenna magnast stöðugt á
svæðinu.
Hundseðlið
sýknað í
hæstarétti
Ó-hi. Reuters.
HÆSTIRÉTTUR Noregs
hnekkti í gær dauðadómi yfir
hundinum Baldri og staðfesti
þar með rétt allra hunda til að
eltast við gæludýr nágrann-
anna.
„Það átti að skjóta hundinn
okkar en hann hefur nú fengið
uppreisn æru,“ sagði Cecilie
Ukvitne, eigandi hundsins, en
hún býr í Björgvin. Áður höfðu
dómarar á tveimur dómstigum
fallist á þá kröfu nágranna
hennar, að Baldur yrði aflífað-
ur fyrir að hafa drepið tvær
endur, gæludýr barnanna
þeirra, og meitt aðrar tvær
fyrir rúmu ári.
í úrskurði hæstaréttar
sagði, að það væri dauðasök að
eltast við húsdýr og bíta þau
en hundseðlið mætti hins veg-
ar njóta sín þegar gæludýr ná-
grannanna væru annars vegar.
Baldur lifði raunar ekki
þennan merkilega dóm því
hann var svæfður fyrir
nokkrum dögum eftir að
skurðaðgerð á hné hafði mis-
tekist.
Kapteinn
Kjærnested
10
Er umhverfis-
vernd í tísku?
20
UNS SEKT
ER SÖNNUÐ