Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 51 BRIDS llinsjjón (iiiðniuiidur Páll Arnarson HVAÐ er það sem makk- er vill? Lesandinn er í vest- ur, í vörn gegn fjój'um spöð- um: Suður gefur; NS á hættu. Norður * D976 V G108 * KG2 * G105 Vestur A 1083 V9 ♦ 107653 *K842 Veslur Norðui* Austur Suðui* - lspaði Pass 2spaðar 31\jörtu 4spaðar Pass Pass Pass Þú spilar auðvitað út ein- spilinu í hjarta, og makker tekur með ás og spilar hjartafimmu til baka. Suður fylgh* fyrst með þristi, en svo með kóng. Þú trompar kónginn, en hverju spilarðu í þriðja slag? I svona stöðum hafa menn tilhneigingu til of- virkni. Það er eins og engin hugsun komist að nema sú að spila makker inn til að fá aðra stungu. En það er alls ekki víst að makker eigi innkomu í hvelli. Og raunar virðist hann neita ás í tígli eða laufi með vali sínu á hjarta til að spila til baka. Hjartafimma er augljóslega millispil og því hvorki hlið- arkall í laufí eða tígli. Norður * D976 V G108 * KG2 * G105 Austur * - V ÁD76542 ♦ D84 * D93 Suður A ÁKG542 V K3 * Á9 *Á76 Þú gefur slag og samn- inginn um leið með því að spila hvort heldur tígli eða laufí. Eina vömin sem dug- ar er tromp, því þá mun sagnhafi á endanum gefa tvo slagi á lághtina. Treystu makker! Nk\k Vestur * 1083 V 9 ♦ 107653 *K842 IJinNjón IHargeii* Pótursson VIÐ rifjum hér upp glæsilegustu skákina á Hoogovens stórmótinu í Hoilandi sem jafnframt er ein stórkostlegasta skák sem Gary Kasparov hefur teflt. I þessari stöðu kom lokahnykkurinn, án hans gæti hvítur gefist upp! Kasparov (2.812) hafði hvítt og átti leik gegn Búlgaranum Topalov I DAG Arnað heilla pf/VÁRA afmæli. í dag, O Usunnudaginn 7. febrú- ar, verður fimmtugur Finn- ur Eiríksson, prentsmiður, Vesturbergi 15, Reykjavík. Eiginkona hans er Gunn- hildur Hrólfsdóttir rit- höfundur. Þau eru að heim- an á afmælisdaginn. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðai*manns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. HÖGNI HREKKVÍSI (2.700). 36. Bfl!! (Besta tilraunin. 36. 37. Dc2+ - Kel 38. He7+ verð- ur mát) 37. Hd7 - Hxd7 38. Bxc4 - bxc4 39. Dxh8 - Hd3 40. Da8 - c3 41. Da4+ - Kel 42. f4 - f5 43. Kcl - Hd2 44. Da7 og svartur gafst upp. Skákin minnir á þær allra glæsilegustu frá nítjándu öldinni og er ótrúleg meðferð á jafn- - Hd2 sterkum skákmanni og - Dxfl Topalov. HVÍTUR leikur og vinnur. ORÐABÓKIN Rotna - grotna UM jólaleytið heyrði ég frásögn í Ríkissjónvarp- inu, þar sem komizt var svo að orði, að gamalt tréskip væri að rotna í fjörunni. Þessi notkun so. að rotna kom mér á óvart, enda held ég flestir tali um að grotna í svipuðum samböndum sem þessu. Við athugun á OM (1983) er þessi skýring gefin við so. að rotna: úldna, leysast í sundur; detta af (t.d. um hár). Um so. að grotna segir aftur svo: g[rotna] niður, rotna, morkna sundur, fúna; eyðileggj- ast af vanrækslu: g[rotna] sundur í skít. Samkv. þessari skýi’ingu er ljóst, að tæplega get- ur verið rétt eða eðlilegt mál að tala um, að gam- alt skip rotni í fjörunni, það úldnar ekki, heldur fúnar í fjörunni. Því mið- ur virðist svo, að menn rugli æ oftar en slíkt hefui- vafalaust ekki heldur verið óþekkt fyn* á tíð. Má vera, að önnur slík dæmi um svipaðan rugling verði tekin til at- hugunai* hér síðar í þessum pistlum. Við segjum því: Fiskurinn eða líkið rotnar, en skipið eða húsið grotnai- niður, ef ekki er hugsað nægilega vel um viðhald þess. Eg á ekki von á öðru en lesendur geti al- mennt verið sammála mér um þennan notkun- armun sagnorðanna að rotna og grotna og hon- um beri að halda í máli okkar. - J.A.J. STJÓRIVUSPA eftir Franccx Urakc VATNSBERI Aímælisbarn dagsins: Þú ert hæfíleikaríkur heim- spekingur með vakurt auga fyrir öllu mögulegu. Þú ert sístarfandi. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Þú ert miklu stöðuglyndari en oft áður og átt því auðveldara með að greiða úr öllum flækjum. Þú mátt því vera ánægður með sjálfan þig* Naut (20. apríl - 20. maí) Eitthvað ólgar innra með þér sem þarf að fá útrás. Gættu þess bara að láta það ekki bitna á þeim sem eiga það ekki skilið. Tvíburar ^ (21. maí - 20. júní) Nú er kominn tími fyrir samningaviðræður og þú munt verða beðinn um að vera í forsvari. Settu þig því í réttar stillingar og vertu ákveðinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú hefur lokað á sköpunar- hæfileika þína um tima svo nú verður ekki lengur við unað. Gerðu eitthvað í mál- unum og leyfðu þér að blómstra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Staldraðu við og skoðaðu tengsl þín við vini og vanda- menn. Einhversstaðai' mætt- irðu gefa meira af þér og annarsstaðar minna. Meyja (23. ágúst - 22. september) (Du> Þótt þig dauðlangi til, að byrja á einhverju nýju væri farsælast fyrir þig að klára það sem hefur setið á hakan- um þótt það sé leiðinlegt. Vog m (23. sept. - 22. október) Þú ert tortrygginn á allt og alla og finnst þú ekki hafa í neitt hús að venda. Skoðaðu hjarta þitt og vittu hvort meinið sé að finna þar. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Utgeislun þín er mikil um þessar mundir og fólk sækir í nærveru þína. Þú nýtur þess því þú hefur þörf fyrir að láta gott af þér leiða. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) AO Eitthvað fór ekki alveg eins og þú ætlaðir en ef þú skoðar málið betur tekst þér að sjá broslegu hliðarnar svo hlæðu bara að öllu saman. Steingeit (22. des. -19. janúar) mt Ekki er manni alltaf ætlað að sjá hlutina fyrirfram en vita skaltu að ef þú ert þolinmóð- ur muntu fá óskir þínar upp- fylltar. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Cíleí Málin hafa þróast í aðra átt en þú áttir von á en dokaðu við og gerðu ekki uppsteit fyrr en þú ert alveg viss um að þetta henti þér alls ekki. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Láttu það nú eftir þér að hitta góða vini og ræða málin í góðu tómi. Ýmislegt á eftir að bera á góma og vertu óhræddur við að vera einlæg- ur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Aukin okurettmdi (Meirapróf) Leigubíll, vörubifreið, hópbifreiö og eftirvagn. Ný námskeið hefjast vikulega. Gerið verósamanburð. Sími 568 3841, Dugguvogur 2 Ökuskóli íslands Félag harmonikuunnenda heldur skemmtifund í Hreyfilshúsinu við Grensásveg í dag kl. 15.00. Margir spilarar koma fram. Allir eru velkomnir. Skemmtinefnd. Hevrqpfarðsstóll Aklœði d heiri'Oíjarðsstól til sölu. Follejjir litir. Upplýsinjjar í síma 587 4105, Anna Bjarkan. Hjálp! Vinalínu Rcruða krossins og Rauðakrosshúsið bráðvantar fleiri sjálfboðaliða Rauðakrosshúsið er neyðarathvarf fyrir börn og unglinga og Vinalínan er símaþjónusta fyrir 18 ára og eldri. Ef þú ert 25 ára eða eldri, hefur 10-12 klst. aflögu á mánuði og vilt láta gott af þér leiða þá vantar okkur sjálfboðaliða til að svara í síma Vinalínunnar og Rauðakrosshússins og sinna tilfallandi verkefnum í Rauðakrosshúsi. Kynningarfundir verða haldnir í Sjálfboðamiðstöð að Hverfisgötu 105, Reykjavík, sunnudaginn 7. febrúar kl. 14.00 og kl. 20.00. Nánari upplýsingar fást í Sjálfboðamiðstöð, í símum 551 8800 og 561 6720. Rauðakrosshúsið sími 800 515/ Vinalínan sími 800 6464 Nánudð i hverfinu Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða með viðtalstíma í hverfúm borgarinnar næstu mánudaga | Á morgun verða Pétur Blöndal alþingismaður og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi í Árbæ, Hraunbæ 102, kl. 17-19. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga til að ræða málin og skiptast á skoðunum við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu skoðanir þínar heyrast. Næsti mánudagsspjallfundur: Mánudagur 15. feb. kl. 17-19, vesturborgin, KafE Reykjavík. VÖRÐUR - FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.